<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, apríl 30, 2003

Þetta er fáránlegt!!! Ég var að frétta það í gær að Eurovision væri þann 4.mai. Það væri ekkert hræðilegt í sjálfu sér EF ÞAÐ VÆRI EKKI AFMÆLISDAGURINN MINN >:( Og núna, þegar íslenska þjóðin valdi augljóslega stolið lag framar ágætis rokklagi sem hefði getað greytt Eurovision og virkilega verið þess virði að horfa á. Hvað er að fólki? Er það virkilega svo hugmyndasnautt að það steli melódíum frá einhverjum gaur útí bæ, breyta henni síðan bara aðeins svo að enginn fatti það. Mér finnst þetta bara móðgun fyrir þá sem virkilega hugsa. Þessir gaurar halda virkilega að allt fólk sé fífl og þeir séu snjallastir af öllum, að geta platað fólk í að halda að þetta lag sé ekki stolið. Eurovision er soldið sem ætti bara að hætta við............þetta er bara samansafn poppgrúppa sem syngja um ástarsorg eða hvað vinur manns er svikull eða hvað við erum öll falleg. Alvöru tónlistarmennirnir þurfa að víkja fyrir þessum fake lúðum og mér finnst það ekki vera mjög sanngjarnt. Meirihlutinn af íslensku þjóðinni sem kaus Birgittu Pocahontas Baukdal (aulabrandari, ég veit) voru12 ára stelpur sem kusu hana útaf því að þetta var Birgitta. Það hlýtur að vera. Reyndar þá vorunokkrir fullorðnir sem kusu hana líka því að þau vildu gera eitthvað fyrir ungu kynslóðina og fyrirlitu Botnleðju fyrir að vera pönkara!!!!!!!!! Er fólk eitthvað ruglað??? Þarf það í alvörunni að vera með svona mikla fordóma gagnvart því sem þau skilja ekki??? Af hverju gerðuði ekki ungu kynslóðinni greiða og kjósa bara alls ekkert???

Sumt fólk pirrar mig.

Vissir þu að.......................minnsta leðurblaka í heimi vegur minna en tíkall.

Og bara í dag: Tivitnun Dagsins: "Confusius says: You go to sleep with itchy bum, you wake up with smelly fingers."
Bwahahahahahahahahaha

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

mánudagur, apríl 28, 2003

Vííííííííííí........ég á afmæli eftir 6 daga (ef sunnudagur er eftir 6 daga, ég er með crappy tímaskyn) :D

Ég bara verð að kvarta yfir þessum kosningum!!!!! Þetta er allstaðar. Þeir eru búnir að taka yfir öll húsin sem voru laus til leigu út um allan bæ. Maður kemst ekki í skólann án þess að rekast á skilti, og ef maður er heppinn, þá fær maður BARA þrjá auglýsingabæklinga frá flokkunum þegar maður er að labba niðri í bæ. Pirrandi >:( Síðan eru þessar auglýsingar sem eru fyrir neðan allar hellur (ég slepp því að gera einhverja orðaleiki hérna). Maður er að sjá Halldór Ásgrímsson brosa!!!!!!!!!!! Hvað er málið með það? Hann brosir aldrei!!! Og hann heldur að núna rétt fyrir kosningar þá ætti hann að brosa því ekkert er jafn traustvekjandi og að sjá einhvern brosa í fyrsta skipti (kaldhæðni)..........Síðan eru þeir að lofa skattalækunum. Fólk er virkilega að trúa því að það muni ganga upp, en þeir vilja bara ekki taka það inn í dæmið að ef skattar hækka, þá þurfa einhverjir tollar, eða annað, að hækka, og það hækkar örugglega meira en þarf. Þetta er Ísland í dag. Ríkisstjórnin hlustar ekkert á þjóðina, platar mann í að kjósa sig og eru bara með über leiðindi :( Böggandi fólk!!!!!!!!! Og annað, reyndar ekki skylt kosningunum, en það er þetta helv**is þörf hjá þessum þingmönnum til að vera með óþarfa áróður um það sem þeir annaðhvort þekkja ekki eða þeim stendur ógn að. Til að nefna dæmi um hvað hefur lent undir svona áróður, þá er það Anarkismi, kommúnismi (og fleiri stjórnaraðferðir), of mörg trúarbrögð...............Síðan eru þeir sjúkir í stríð og eina ástæðan fyrir því að íslenska ríkisstjórnin hlustar ekki á 90% þjóðarinar sem eru á móti stríði þegar þeir ákváðu að taka þátt, var bara til að sleikja Tony Blair og George Bush. Og þvílík kúkafýla!!!!!!!! Æjj, ég nenni ekki að skrifa meira.......

Vissir þú að................................nútímamaðurinn hefur minni heila en Neanderdalsmaðurinn hafði.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

sunnudagur, apríl 27, 2003

Úff mahr........hafiði heyrt í Dream Theater? Þeir eru þvílíkir snillingar!!!!!!!!! Vá, ég gat ekki ímyndað mér að tónlist gæti verið svona flókin. Það er ekki hægt að segja neitt vont um þessa gaura. Það geta allir hlustað á þessa gaura, sama hvort þeir séu metalheadz, popparar, fönkarar eða fíla 80's. Þeir gera allt saman. Og sumir segja kannski að þetta píanórugl eigi ekki að vera, en þá verðiði bara að taka því þegar ég segi, skjótið ykkur. Þertta píanóspil í gaurnum er þvílíkt svaltog passar þvílíkt vel inní. Ég meina, það er ekki eins og þeir séu að reyna að gera einhver heavy thrash.......þeir eru samt sem áður metal, það getur enginn mótmælt því. Ég mæli eindregið með að allir sem sjá þetta, fari í næstu geisladiskabúð og kaupi sér eitthvað með Dream Theater. Ég er núna að hlusta á Images & Words og ég var lamaður af aðdáun :D

Vissir þú að.................................í Carnegie Mellon háskólanum er boðið upp á sekkjapípuleik sem aðalfag.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

laugardagur, apríl 26, 2003

*Geisp*

Rosalega er mahr eikva syfjaður á laugardagsmorgni.........held að ég fari aftur að sofa ;)

Ég var að skoða umræðu á hugi.is sem fjallaði um feminisma. Ég, fæddur inn í feministafjölskyldu, las þetta af áhuga, ekki það að ég sé 100% sammála feministum því að greinilega þá vilja þær að konur verði æðri köllum. Ég á vandamál við það. Ég þoli ekki misrétti, það á ekki að líðast hjá neinum, hvorki konum né köllum. En eins og mál eru með vexti í dag þá geta konur kært ef hún er að sækja um vinnu en hún verður að sjá einhvern karlmann taka vinnuna hennar. Annars er þetta þeirra lögbundni réttur og oft á tíðum er verið að velja óhæfari mann framar konuna. En þarf það endilega að vera útaf því að hann er karlmaður? Hvað ef þeta væri tvær konur að sækja um og sú óhæfari fær djobbið, þá er ekki um að ræða kynjamisrétti, kannski hafði hin konan bara sambönd, en hin ekki. Og þetta getur líka gerst þegar karl og kona eru að sækja um vinnu. Þetta er kannski frekar þægilegt fyrir konu að kæra og segja að þetta hafi verið misrétti en ekki eitthvað annað. En síðan er líka til í dæminu að kona er ráðin framar karlmann sem er hæfari, af því að fyrirtæki vilja hafa kynjaskiptingu sem jafnasta. Af hverju??? Ég meina, það er ekki jafnrétti, það er jafnvægi. Jafnrétti felst einfaldlega í því að konur fái að vera konur og kallar fái að vera kallar og þrátt fyrir mismuninn á kynjunum þá hafi þau jafnan lögmætan rétt. En síðan það sem færri vita er það að það er líka misrétti gagnvart köllum. Þeir fá til að mynda ekki jafnlangt fæðingarorlof og konur. Þannig að ekki halda það feministar að þið séu einu fórnarlömbin (ef þið eruð það virkilega) og allir karlmenn séu svín og eikva solleiðis. Hvað fær ykkur til að halda að konur séu betri og æðri en karlmenn??? Ekkert. Ég er samt ekki að segja að karlmenn séu æðri eða betri. Við erum bara öðruvísi og eigum að halda því þannig :)

Vissir þú að..................................það eru meiri líkur á að þú munir deyja af völdum korktappa úr freyðivínsflösku en af köngulóarbiti?

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

föstudagur, apríl 25, 2003

Ég var í skæolanum í gær og þar var Mist (hún er með mér í bekk) að sýna nýja 2pac bolinn sinn. Mér fannst þetta í sjálfu sé allt í lagi bolur. En málið er að hún er obsessed með 2pac, og það í sjálfu sér er frekar pirrandi þar sem hún hlustar greinilega á mjög lítið annað. Svana sá svipinn á mér þegar ég sá bolinn og spurði: "Hataru 2pac?" (eða eikva solleiðis) og ég sagðist ekki hata 2pac, heldur bara allt rapp. Enda geri ég það, þessi tónlist á svo illa við mig aðþað er í rauninni fáránlegt. En þá byrjar Svana að tuða og segir að hún þoli ekki fólk sem fílar ekki rapp, því að þeir hafi ekki pælt í henni eða neitt. Mér fannst það böggandi. Ég pæli í allri músík. Það var meira að segja sá tími sem ég fílaði rapp. En ég geri það ekki lengur. Málið er að undirspilið í rappi er alltaf það sama. Ég er ekki að meina sama undirspilið í öllum lögum, heldur breytist undirspilið í laginu næstum því ekkert, stefið er alltaf endurtekið. Það er soldið sem fer virkilega í taugarnar á mér. Ég fíla í rauninni allt annað en rapp. Og popp. Annars þá eru ýmsir rapparar með alveg þvílíkt góða texta. Það er soldið sem erfitt er að finna, og ég er að meina í öllumm tónlistarstefnum. Málið með Rokk og metal til dæmis er að þeir eru með pælingarnar bæði á textanum og tónlistinni, eins og örugglega flestir rapparar, en metalhausar eru mjög mikið að pæla í taktinum, og eins og á góðri íslensku, reyna að fokkast sem mest í honum. Mér finnst það alveg yndislegt þegar fólk segir að eitthvað lag er taktlaust, því að fyrst þegar ég heyri sum lög þá er ég sammála, en maður þarf að pæla virkilega í lögunum til að maður finni reglu í óreglunni. Metall er ekki neitt sona catchy sem allir popparar á landinu geta sungið eftir. Metall er fullt af hörðum riffum, stundum með ögrandi clean línum inn á milli og þetta er sett saman á meistaralegan hátt. Þið rapparar: Nefnið mér eitt rapplag sem hefur verið álitið ódauðlegt og ég skal koma með fimm rokk/metal lög á móti. Málið er að metall virkar best underground. Ef metall kemur upp á við er hætta á að hann linist. Það hefur sýnt sig með Metallica (reyndar þá eru þeir að fara að koma með thrashmetal comeback) Annihilator, Marilyn Manson.........bestu böndin eru þau sem fá ekki of mikið af tækifærum, heldur rétt svo til að vilja halda áfram, því þá vilja þeir vanda sig miklu betur til að þeir geti þraukað.

Ehh.............þegar ég lít á þetta þá er þetta frekar mikið eins og eikva skítkast, en trúið mér þetta er ekki ætlað að vera þannig. :/

Vissir þú.....................að Græna kortið, sem Útlendingaeftiriltið í Bandaríkjunum gefur út, hefur ekki verið grænt síðan 1964.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

fimmtudagur, apríl 24, 2003

Sumardagurinn fyrsti genginn í garð og síðasti vetrardagur var í gær. Finnst ykkur þetta ekki skrýtið? Það er alltaf að tala um vorið eins og það sé mjög greinilegt hvenær það kemu, en samt er það ekki dagsett eins og sumar og vetur eins og að í dag er sumardagurinn fyrsti. *Pæling* Það þýðir að Íslendingar geta tæknilega haldið grillveislur á veturnar, það bara hljómar ekkisvo flott þannig að kannski þess vegna er vorið. Til að mahr geti grillað og sagt frá því án þess að hljóma plebbalega. Hvað hafiði heyrt marga segjast hafa grillað um veturinn? Nákvæmlega. Engan!!!!! Hvenær getur maður sagt "Vorið er komið!" án þess að hafa rangt fyrir sér? Þetta er bara hálfvitalegt. Afhverju er verið að flokka árið í fjórar árstíðir þegar í raun og veru eru bara notaðar tvær. Haustið er reyndar soldið áberandi, maður getur ákvarðað það svona um september og út október, en af hverju eru þá ekki neinir dagar sem skilja árstíðirnar í sundur? Vantar ekki fleiri daga' Hvað er svo sem að því að hafa "Vordaginn fyrsta" og "Seinasta haustdag" o.s.frv.???

Oki, ég ætla ekki að tala eingöngu um þetta því ég ætla líka að monta mig smá ;P Ég var nebblega í Borgarleikhúsinu í gær að sjá Dúndurfréttir spila Dark side of the moon eftir meistarana í Pink Floyd. Og þvílíkir tónleikar!!! Þeir höfðu allt á hreinu. Þeir tóku hvert lagið á fætur öðrum og gerðu það svo snilldarlega að Pink Floyd hefðu verið stoltir (ég ætla ekki að segja að þeir hafi verið betri en Pink Floyd því það er enginn sem gerir þetta betur en Pink Floyd). Eitt af hátindum tónleikanna var eflaust þegar röðin var komin að "The great gig in the sky" En þeir voru þá með þrjár bakraddasöngkonur og ef mér skjátlast ekki þá var ein þeirra Andrea Gylfadóttir. Og þær sungu þetta líka svo snilldarvel (sko ein í einu, alveg eins og í laginu, ekki allar í einu :P). Ég var í sjokki. Síðan kom "Money" og þá voru allir bara í þvílíku stuði, sumir sungu með (þar á meðal ég) aðrir klöppuðu með og hrósuðu þegar sólói lauk og þegar annað tók við (gerðist líka þegar þær voru að syngja í The great gig in the sky, það var nokkuð vel gert af áhorfendum) og þetta var þvílíkt skemmtileg og ég og pabbi skemmtum okkur geðveikt. Síðan fórum við heim og á leiðinni heim hlustuðum við á the Dark side of the moon ;)

Vissir þú..........................að þegar maður hnerrar þá þenst munnurinn á manni út á yfir 1000 km hraða.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

miðvikudagur, apríl 23, 2003

Jáhmz...........skólinn bryjaður aftur og frí á morgunn og síðan byrjar hann aftur á föstudaginn og eftir það kemur helgarfrí. Finnst ykkur þetta ekki bara það fatlaðasta sem skólastjórn geta gert? Geta þeir virkilega ekki gefið okkur krökkunum bara nokkra daga frí í viðbót? Það er ekki eins og að við verðum eitthvað heimskari fyrir það. Ég fatta þetta bara ekki. Eina ástæðan fyrir því að við erum svona lengi í skólanum er til að yngri krakkarnir fái pössun því margir foreldrar eru vinnandi úti. Mín spurning gagnvart þessu, og pottþétt margra annarra...........af hverju þarf þetta þá að bitna á þeim sem eru eldri og geta séð um sig??? Þetta er ógeðslega ósanngjarnt. Við erum lengur í skólanum út af yngri krökkunum!!! Og kennararnir bregðast við þessu með að fara yfir miklu meira efni en búist er við af okkur og láta okkur læra alveg þvílíkt mikið heima!!! Og ég man í byrjun skólaárs þegar þeir sögðu að þeir ætluðu að gefa okkur tækifæri til að læra heimaverkefnin í enda tímans til að við þurfum ekki að vinna neitt mikið heima. Ég er ennþá að bíða eftir því að það gerist................>:(

Jæja.......held að þetta sé nóg í bili ;)

Vissir þú.............að stærsti skóli heims er barnaskóli á Filippseyjum. Þar eru um 25.000 nemendur.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

þriðjudagur, apríl 22, 2003

Enn einn dagurinn hjá okkur öllum..........

Ég var í gær að skoða Spunaspils áhugamálið á huga og ég sá eitt sem gerði mig virkilega hissa. Ég sá eitt spunaspil sem kallaðist "The Call of Cthulhu". Þetta var skrýtið að því leyti því að ég hef sé nokkur lög hafa þetta Cthulhu" í sér, en vissi aldrei hvaðan þetta kom. Það voru t.d. lög eins og "The call of Ktulu" með Metallica (ég ráðlegg þeim sem hafa ekki heyrt þetta lag, að hlusta á það. Þetta er f***ing snilld!!!!!) og "Cthulhu Dawn" með Cradle of Filth. Ég hélt fyrst að CoF væri að copy-a Metallica þar sem það er meira en 10 ára aldursmunur á þessum lögum........en þá sé ég að þeir fá allann þennan innblástur frá hrollvekjubók eftir mann sem hét H.P. Lovecraft (kannast einhver við hann?) og bókin hét einmitt "The Call of Cthulhu". Þannig að strax og ég get endurnýjað bókasafnskortið mitt (hef ekki notaðþað í tvö ár) þá ætla ég að taka þessa bók og ef vel teks, þá á ég eftir að geta notað þetta sem innblástur fyrir tónlist sem ég á eftir að semja í framtíðinni :D

Vissir þú......................að í Ohio er ólöglegt að veiða mýs án veiðileyfis?

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

mánudagur, apríl 21, 2003

Jæja, Annar í páskum í dag..........

Roaslega er ég ekki ístuði til að blogga mahr.........allavega ekki svona langt eins og ég hef gert undanfarið (sem mér finnst alveg þrælgaman, þið ættuð að prófa að skrifa um eitthvað sem þið viljið skrifa um í blogginu ykkar)

Ég fer í skóla á miðvikudaginn og ég held ekki að ég nenni því eitthvað sérstaklega. En það verður samt gott að hitta alla vini sína og geta mætt aftur í hljómsveitaræfingar (trommarinn er búinn að vera í útlöndum). Síðan er líka eins og tónleikarnir hafi líka tekið sér frí. Ég er ekki búinn að fara á tónleika síðan Ég fór á "Fuck NATO" :/

Ég á eftir að blogga eitthvað meira í dag, örugglega.

Vissir þú..................að á World Trade Center voru 43.600 gluggar.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

sunnudagur, apríl 20, 2003

Gleðilega páska :)

Ég er núna að éta það sem á að koma í staðinn fyrir páskaegg (mér finnst þau ógeðslega vond) og það er tonn af Twix, Mars og lakkrís :D.

Hvaða númer af páskaeggi fenguð þið?

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|
Hvað er þetta með barnaefni í dag? Er einhver regla að það þurfi alltaf að vera samið af einhverjum sem er greinilega hasshaus? Krakkar nú til dags eru að horfa á Teletubbies (Stubbarnir) og þar snýst allt um að sýna allt AFTUR. Og það fáránlega er..........þetta er eitt það vinsælasta barnaefnið í dag!!! Ég ætla ekki að hljóma eins og bitur gamlingi, en svona var barnaefnið ekki þegar ég var að alast upp. Ég ólst upp við að horfa á Disneymyndir (reyndar þá veit ég um marga krakka sem gera það í dag og er ég mjög ánægður með það) og það ætlar enginn að segja mér að það er ekki uppbyggjandi fyrir börn sem eru að læra á þennan heim. Fullt af góðum boðskap sem fæst útúr Disney. Oki.........síðan ólst ég líka upp við Dragonball Z og ég fatta þá þætti ekki enn þann dag í dag og ég held bara að það sé bara leiðinlegt commercial drasl eins og Pokémon fyrir tveimur árum síðan. En það sem ég er mest pirraður útí er að Stundin Okkar, eitthvað sem foreldrar manns horfðu á þegar þau voru lítil og höfðu gaman af, er byrjað að anga svoleiðis af af kjaftæði og sýru að það er beinlínis ekki heilbrigt að horfa á það. Sjónvarpið er í sannleika sagt forheimskunarmiðstöð. Og ég viðurkenni að ég horfi frekar mikið á sjónvarp :/ En það er samt til gott barnaefni. Eins og ég nefndi áðan, þá er Disneymyndir frábært barnaefni, en síðan þegar maður verður eldir og byrjaður að læra sannleikan um það hversu óréttlátur heimurinn er, þá er South Park kjörið fyrir fólk. South Park fjallar um mestu hneykslin og lygar sem hafa komið fyrir í nútímanum og hafa fjallað um Osama bin Laden, O.J. Simpson, landbúnað og misnotkun á dýrum, og þeir gera þetta þannig að það eru viðeigandi brandarar sem fær yngra fólk til að horfa, en fullorðið fólk horfir líka á þetta og það læra allir boðskapinn í sögunni sem er alltaf mjög góður.

Þannig að: Berjist á móti Teletubbies!!!!!!!!!! (hehe)

Vissir þú..........................að sumar tegundir af gervirjóma eru eldfimar.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

laugardagur, apríl 19, 2003

Vissir þú........................að flugfélagið American Airlines sparaði 40.000 bandaríkjadali á árinu 1987 með því að sleppa einni ólífu úr hverju salati sem var borið fram á fyrsta farrými?

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|
Já........í gær var Föstudagurinn langi og ekkert vert að skrifa um sem gerðist þá, eiginlega bara útaf því að hann var svo leiðinlegur. Er það einhver regla að þegar maður minnist einhvers sem dó á þessum degi þá þarf dagurinn alltaf að vera leiðinlegur, eins og maður votti virðingu sína þannig? Ég held að ef Jesús var til (ég trúi því persónulega ekki) þá hefði hann ekki viljað að við myndum vera svona aumkunarverð, heldur kannski gera eitthvað á þessum degi, eitthvað sem ætti eiginlega að gera mann glaðan þrátt fyrir sorglega minningu (Jesús dó nebblega á föstudeginum langa), ég meina, hann dó bara einu sinni, það er ekki eins og hann deyji hvert einasta ár til að fólk þurfi að syrgja alltaf á þessum degi. Lærisveinarnir hans syrgdu hann á föstudaginn langa þegar hann virkilega dó. Og ef hann hefði ekki komið aftur til jarðar og leyft þeim að syrgja í friði, þá hefði það örugglega orðið þannig að syrgjendur Jesú myndu jafna sig á þessu og myndu líta glaðan dag aftur því að þau myndu á endanum sætta sig við það að hann væri dáinn. Fólk gerir þetta!!! Það á ekki stöðugt að minna fólk á þetta. Það verður bara til þess að fólk upplifir vanlíðan sem á eiginlega að vera óþarfi. Dauði er eitthvað sem kemur fyrir ALLA. Ég er ekki að segja að við eigum að breytast í tilfinningalaus vélmenni. Við eigum að syrgja og leita hjálpar með sorg okkar ef við getum ekki höndlað hana ein. En það er algjör óþarfi að minnast á þennan viðburð í tíma og ótíma. Sem betur fer þá var enginn sérstaklega sorgmæddur í gær sem mér finnst gott. En kannski spilar það inní að fólk veit að hann reis upp frá dauðum eins og segir í Biblíunni. Þannig að til hvers að syrgja þegar maður veit að hann kemur aftur?

Ég þarf örugglega ekki að segja ykkur hversu mikil steypa þetta er en ég kann enga aðra leið til að skrifa eitthvað sem mig langar að komi fram..........:/


|

föstudagur, apríl 18, 2003

Rosalega er þetta internet pirrandi stundum.........ég ætlaði að fara að blogga og stuff en hvað gerist? Browserinn getur ekki tengst út fyrir Íslenskt net!!! Ég sem sagt komst ekki inn á neina síðu sem endaði á .com, .net, .org og svo framvegis.

Og núna þegar ég kemst loksins inn á allt saman, þá er ég búinn að gleyma helmingnum af því sem ég ætlaði mér að gera. *bögg*

Annars er ég frekar glaður. Pabbi er búinn að installa Allseeing Eye sem þýðir að ég get bráðum farið að spila Cs online. Ég hlakka virkilega til :D. Það eina sem ég þarf núna að gera er að byðja vin minn um að koma með CounterStrike og setja hann inn í tölvuna mína svo ég geti farið að spila. Sheisse.......ég er jafn spenntur og þegar ég er að bíða eftir helgarfríum :D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D

Hey, hafiði ekki tekið eftir því að í frekar gömlum teiknimyndum, oft frá 20th Century Fox, þá eru alltaf einhverjir 80's slagarar þegar eitthvað slowmotion atriði er í gangi. Finnst ykkur þetta ekki pirrandi? Ég er ekki að segja að það eigi að breyta þessu yfir í eitthvað metalcore en kommon.....þeir eru ástæðan fyrir því að sumt fólk nennir ekki að spá í músík (eða það held ég). Ég myndi mæla með fyrir litla krakka á leikskólaaldri að hlusta á barnaplötur sem eru alveg lausar við þessi gömlu lög sem eru aðalástæða þess að litlir krakka fá bílveiki í ferðum útá land. Mig minnir að trommarinn í Botnleðju hafi gefið út einhverja barnaplötu og hann samdi það allt saman. Hann er leikskólakennari og hann veit kannski mjög vel hvað hentar börnum best. Síðan þegar fólk verður aðeins eldra og langar að hlusta á eitthvað fleira þá myndi ég mæla með sem fjölbreyttustu tónlist, Djass, rokk, metal, blús, klassík, pönk, progg, grunge, alternative...........og helst bara að leyfa þeim að hlusta á þetta eins fljótt og mögulegt er.

Þetta er örugglega þvílík steypa í mér en hverjum er ekki sama?

Ps. Endilega svariði blogginu. Þið ýtið á "Shout out" til að svara.


|

fimmtudagur, apríl 17, 2003

Virris þú.....................að fyrsti eigandi Marlboro sígarettuverksmiðjanna dó úr lungnakrabba.


|
Ég ætla með þessum pósti að lýsa mínu óstjórnlega hatri gagnvart raunveruleikaþáttum.

Er fólk virkilega ekki að fatta hversu fake þetta er? Eruði virkilega svo auðtrúa að þið stofnið klúbba í kringum þetta (þetta er náttúrulega beint til þeirra sem virkilega eru í þannig klúbb)?

Vissuði að þremur mánuðum áður en á að taka upp Survivor einhversstaðar þá er byggð sundlaug og annar lúxus fyrir eiganda þáttarins!!! Og það er bara fallegt fólk! Og ef það er ekki fallegt, þá hefur það annaðhvort gert eitthvað fyrir bandarísku þjóðina eða hefur "frábæran persónuleika". Fólkið í Suvivor fara eftir handritum og öll sárin eru búin til með meikup og tómatsósu. Hafiði ekki tekið eftir því að í hverri einustu þáttaröð þá meiðist að minnsta kosti EINN? Og alltaf á puttunum eða fótunum.

Og glætan að allt þetta fólk getur tjáð sig svona vel...........Ég meina að er nógu erfitt að finna fréttamenn sem tala móðurmálið sitt nógu vel (meira að segja þegar þeir eru að fara eftir handriti), en að svona margir einstaklingar (sumir þeirra algjörir hálfvitar miðað við hvað þeir þykjast vita sem reynist vera kolrangt) tjáð sig svona vel og notað stór orð og allt......eins og þau hafi farið í námskeið til að auka orðaforðann.

Og síðan er það alversta.........þessir þættir sem eiga annaðhvort að slíta ástarsambönd fólks eða koma fólki saman. Já, ég er að tala um Temptation Island og Bachelor/ette.

Ég byrja á Temptation Island. Mér finnst þetta vera eitthvað það versta sem hægt er að gera fólki.......ég veit ekki hvort er verra.......Þeir sem búa til þættina sem eiga að tvístra samböndunum, eða fólk í samböndunum sem eru í þessum þáttum. Fólkinu er skipt eftir kyni og á fólkið að deita fólk af öðru kyninu (öðrum en maka sínum) í tvær vikur. Síðan eftir þessar tvær vikur eiga þau að sjá til hvort þau vilji ennþá vera í sambandi við alvöru maka sinn eftir þetta allt saman. Og vitiði hvað? Allir ákveða að vera áfram með þeim sem þau voru með í byrjun. Þótt þau hafi verið að halda framhjá í tvær vikur, þá vilja báðir aðilarnir ennþá vera í þessu sambandi. Er ekki allt í lagi hjá þessu fólki? Ég myndi mæla með mánuði á Kleppi og sjá til hvort það eigi kannski ekki að setja þau í sama herbergi og fólk með sjúklega hræðslu fyrir hnetusmjöri, og kannski henda lyklinum útí rassgat.

Bachelor/ette er þannig að maður/kona er látin deita 25 keppendur og eftir ákveðinn tíma þá á hann/hún að ákveða hverri/hverjum hann/hún ætlar að vera með til frambúðar og jafnvel giftast. Að hafa þekkt einhvern í svo stuttan tíma og ætla að giftast er náttla bara fáránleg.

Er siðferði ekki lengur til? Er mannskepnan virkilega svona mikil SKEPNA? Er fólk það auðtrúa og líflaust að það þarf að horfa á annað fólk í sjónvarpinu eiginlega lifa lífinu fyrir sig í staðinn fyrir að lifa lífinu sjálf?

Btw........mér finnst alveg frábært að nota bloggið til að fá svona útrás :)

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|
Djöfull langar mig á Hróarkeldu í sumar!!!!!!!!!!!!!! Það eru flestar uppáhaldshljómsveitirnar að spila þar. Metallica, Iron Maiden................ohh

Ég er núna að hlusta á Never, Neverland með Annihilator og þvílíkur diskur!!!!!!!!!!! Ég skil ekki af hverju þeir eru ekki frægari en þeir eru.........ég þori að veðja að það séu ekki margir hér á Íslandi sem vita hverjir Annihilator eru.........pity

já, ég held að þetta sé kannski komið gott í bili....ég blogga meira á eftir.

Vissir þú....................að "balloonneer" er eina orðið í enskri tungu sem hefur fjóra tvöfalda samhljóða í röð?

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

miðvikudagur, apríl 16, 2003

Sælinú

Ég er í góðum fílíngi fyrir framan tölvuna að gera stuff og datt í hug að blogga.

Ég er núna að hlusta á hina frábæru hardcore/thrash/punk hljómsveit Suicidal Tendencies. Þeir hafa verið að síðan 1982 og kannski einhver sá frægasti gaurinn í augnablikinu sem hefur verið í þessari hljómsveit er bassaleikarinn Rob Trujillo en hann er núna nýlega kominn til Metallica og eru aðdáendur mjög ánægðir með það enda brjálaður bassi hér á ferð. Ef þið viljið vita meira um hann þá skuliði klikka hér

En yfir í allt annað.............nei, ég held að ég sé búinn í bili :/Vissir þú.............að það eru að meðaltali 178 sesamfræ á einum Big Mac

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

þriðjudagur, apríl 15, 2003

Djöfull eru Iron Maiden góðir!!!!!!!!!!!

Ekki það að ég sé að uppgötva þá í fyrsta sinn í dag, ég hef hlustað á þá í bráðum 8 mánuði og ég bara fíla þetta svoleiðis í botn. Ég er núna að hlusta á Killers með þeim sem var gefinn út árið 1981 og ég verð að segja að því eldra því betra. Ótrúlegt hvað svona gaurar endast lengi!!!!!!!!!

Sjáumst

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|
Hey, tékkið á þessu


|


Ég er að setja inn comment link inn á þetta........komst aldrei í það og kunni það ekki neitt sérstaklega hehe

Allavega.........ekki mikið að frétta af mér................bæbæ

Vissir þú......................að í Los Angeles eru fleiri bílar en íbúar.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

mánudagur, apríl 14, 2003

Sælt veri fólkið

Dagurinn í dag var frekar þægilegur. Ég fór til Davíðs með Bjarnar, en þeir eru með mér í hljómsveitinni Painkiller. Við vorum bara að spila saman á gítar og spilandi tölvuleiki og voða gaman. Síðan las ég soldið (ég þarf að skila sögugreiningu í skólanum eftir frí) í LoveStar og er núna bara að blogga.

Vissir þú...................að fjórðungur Bandaríkjamanna vita ekki í hvaða stjörnumerki þeir eru.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

sunnudagur, apríl 13, 2003

Þetta var einhver sá leiðinlegasti dagur í lífi mínu.

Ég var í fermingarveislu og þið vitið hvernig það er. Maður er kringum eitthvað fólk sem mahr hefur aldrei séð og maður getur ekkert gert skemmtilegt og maður þarf að hanga þarna í nokkra tíma......................annars var þetta engu leiðinlegra en flestar fermingarveislur þannig að þetta er ekki neitt sem á að taka alvarlega.

Annars þá er ekkert að frétta þanig að Vi ses eins og þeir segja í Danmörku.

Vissir þú.................Að stærstu korktappaframleiðsluríki heims eru Spánn, Portúgal og Algeria?

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

laugardagur, apríl 12, 2003Rosalega er gott að vera kominn í frí..............ahhhhhhhh Co:

Ég vaknaði um eittleytið eftir hádegi og var frekar ruglaður. Veit ekki af hverju, nema þá kannski að ég var nývaknaður. Anyway, síðan frétti ég stuttu síðar að ég yrði einn heima í dag svo ég ákvað að eyða honum með því að leigja spólu með vini mínum og éta fullt af snakki. Og úr því varð. Við horfðum á Wayne's World (bara fyndin) og Orange County (ég grét af hlátri).

Annars þá gerðist ekkert mikið meira þennan dag sem er þess virði að skrifa.

Vissir þú..................Að aðeins 55% Bandaríkjamanna vita að sólin er stjarna.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

föstudagur, apríl 11, 2003

Hey, tékkið á þessu


|
[IMG]http://smilies.networkessence.net/s/contrib/ed/jumprail.gif[/IMG]

Er bara að gá hvort þetta komi..........ég er ekki viss um að þetta komi rétt út en þetta á að- vera tveir broskallar að berjast :)


|
Komið öll sæl og blessuð börnin mín góð :)

Ég er í geðveiku skapi í dag af því að núna er ég kominn í páskafrí og ég byrjaði hann með því að fá eintak af Damnation and a Day copy-aðan hjá vini mínum, og verð ég að segja að Cradle of Filth eru alls ekki að slappast. Þeir eru samt ekki eins góðir og þeir voru í gamla dag en það er ekki hægt að segja að lögin á þessum séu neitt leiðinleg. Síðan var ég að kynna mér Cannibal Corpse. Ég hafði heyrt í þeim og fílaði þá ekki, en ákvað að gefa þeim annan séns, og það breytti alveg áliti mínu á þessa hljómsveit. Þetta eru þvílíkir snillingar að það er ekki annað hægt en að vera orðlaus. Reyndar þá eru textarnir í sjúkari partinum, en ég veit ekki meininguna á bakvið textana þannig að ég læt það vera að dæma þá útaf textunum sem þrátt fyrir allt saman eru mjög vel skrifaðir, þrátt fyrir sick lýsingar sem eru ekki ætlaðar viðkvæmum enskumælandi sálum. Þeir eiga líka heimsmetið í bönnuðum breiðskífucoverum, en þeir hafa minnir mig síðan þeir byrjuðu, alltaf þurft að gera tvö cover; eitt sem á endanum varð bannað (væntanlega útaf öllum líkunum og líkamspörtunum) og síðan ritskoðað cover. En tónlistin þeirra er alveg meiriháttar.

Meira var það nú ekki...............bæbæ

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|
Hæhæ

Ég er núna í hádegishléi í skólanum á síðasta skóladeginum fyrir páskafrí :D Ég er núna að leita mér að pening svo að við getum keypt okkur ís í íslenskutíma (orðaleikur, hehe).

Nú eru Jackass gaurarnir, allavega Steve-O komnir og flestir í Hagaskóla hlupu eins og brjálæðingar að honum, héngu í bílnum hans, mig minnir að sumar hafi flassað hann. Ég spyr nú bara, er þetta stereotýpan fyrir okkur karlmenn? Er þetta það sem stelpur fíla í dag? Að við séum endalaust að gera eikkvað lífshættulegt og hálfvitalegt? Síðan hvenær var það sexí að éta hrá egg og solleiðis, æla því og búa til eggjaköku? Þetta er náttla bara kjaftæði að mongólítar eins og Steve-O sé að gera svona mikið rugl. Og núna vilja allar stelpurnar vera með honum "af því að hann er svo sætur". Sko, hann væri ekkert voðalega sætur í þeirra augum ef hann væri ekki svona hrikalega frægur. Og ekki segja að ég sé öfundssjúkur af því að ég fékk ekki neina eiginhandaráritun því að ég beinlínis myndi setja tattú af Jesú á bringuna frekar en að fá eiginhandaráritun hans. Hann er mongólíti og ég fyrirlít hann fyrir það sem hann er að gera. Hann er að senda message til allra sem horfa á Jackass að svona eigi karlmenn að vera.

Varð bara að fá útrás.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken.


|
Hellú

Ég er í ágætu skapi í dag þrátt fyrir það að komast ekki á kveðjutónleika Mínus í gær vegna þreytu. Síðan spillti það líka fyrir mér að Mellurokkararnir í Sign voru að spila á þessum tónleikum og ég var ekki að nenna að horfa á einhvern gaur með alltof mikið af make-up vera að öskra sig hásan eftir fyrsta lagið. Ég bara hata þessa hljómsveit. Bara að láta ykkur vita ;)

Síðan var ég að frétta það að það eigi að loka Landakotskóla vegna fjárhagsörðugleika. Það þýðir að flestir nemendurnir fari í Hagaskóla (ég er að tala um efstu bekkina í þessu samhengi) og það er bæði gott og vont. Það góða er að bssaleikarinn í hljómsveitinni Painkiller (hljómsveit sem ég er í ásamt Helstirni), hann Zakki, kemur þá væntanlega í Hagaskóla, og vonandi í bekkinn minn. Það vonda er að þa' kemur einn gaur sem ég þekki og heitir Elvar. Hann er eitt mesta fífl sem til er á jörðu og Zakki er sammála mér. Hann hefur núna þurft að vera með honum í 9.bekk og Zakki, ef þú ert að lesa þetta, ég samhryggist.

Vissir þú.......................Að þegar Coca Cola kom fyrst, þá innihélt það kókaín og var grænt á litinn.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

miðvikudagur, apríl 09, 2003

Blah

Ég er í þvílíkt góðu skapi í dag :D Ég er loksins kominn með geisladiskabrennara og get núna loksins brennt allt það sem ég er með í tölvunni, sem er helvíti mikið.

Ég var til dæmis núna að brenna "The Southern Harmony And Musical Companion" með The Black Crowes og "The Gathering" með Testament. Geðveikir diskar!!!!!!!!!!

Og síðan lenti ég í þvílíku böggi í dag. Shit!!!!!!! Við vorum að fara í stærðfræðitíma og Matti vinur minn var að segja mér frá því að Grétar (sem er líka með mér í bekk og ég hata af öllu afli) hafi farið á einhverja pervertic hommasíðu (Ekki það að mér finnist hommar pervertic, en mér var sagt að þetta væri afbrigðilegt homma-eikkva). Ég var sonna "Ojj" en þá allt í einu segir Grétar við mig að ég sé miklu meiri hommi og anarkisti. Oki. Málið með þetta er að hann hatar alla anarkista og mér líkar ekki að vera hataður, sérstaklega þar sem ég gerði honum ekkert.

Það er hægt að bera þetta saman við það þegar einhver er útskúfaður af því að hann er útlendingur, og þannig í þeirra augum, óæðri. Útlendingurinn veit að þetta er ekki satt, að hann sé óæðri, en hann tekur þetta samt til sín. Ég meina mynduð þið ekki?

Oki, ég nenni ekki að skrifa meira

Bæbæ ;)

Vissir þú...............að "screeched" er lengsta eins atkvæðis orðið í enskri tungu?

The Clautraphobic Cavetroll has spoken


|
Damn, gat ekki bloggað í gær :(

Oki, ég var á tónleikum í gær í Iðnó. Þetta var "Pönk gegn stríði" eða "Fuck NATO". Allavega, þeir sem komu voru, Lunchbox, Hrafnaþing, Kimono, I Adapt, Dys, Vígspá og fleiri. Þetta var geðveikt stuð og það mátti enginn missa af þessu.

Og hey........ég var í hljómsveitaræfingu með Úlla og Ásgeiri og við vorum að pæla í að breyta nafninu á hljómsveitinni, Helstirni og nefna það eitthvað allt annað. Fyrsta hugmyndin var "Amazon hlandáll". Hugmyndin bak við þetta var að Úlfur var að segja okkur frá áltegund (fiskur) í tjörnum í Amazon. Ef mahr pissar útí tjörnina, getur állinn synt upp bununa og farið inní þvagrásina og búið þar. Hann getur fest sig þannig að hann hefur gadda um sig sem állinn síðan breiðir úr eins og vængi og festir sig við typpið. Ái!!!!

Vissir þú að....................................Í Kaliforníu eru sex manns með ökuréttindi sem eru skráðir undir nafninu "Jesus Christ"

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

mánudagur, apríl 07, 2003

Hæhæ

Það er greinilegt að ég dregst að heitum umræðum,sérstaklega þeim sem ég er viðkvæmastur fyrir. Nýjasta umræðan sem ég tek þátt í er hér en hún fjallar um anarkisma og hvað hann er vondur og ég (Weedy) tók á þessu og mótmælti á fullu, enda vissi hann greinilega ekki um hvað anarkismi snerist. Þið getið bara séð sjálf.

Já, þið getið séð útfrá þessu að ég er anarkisti, en þið skuluð ekki halda að ég sé eikkvað að rústa öllu sem ég hata. Mér finnst ofbeldi rangt og það á ekki að nota ofbeldi til að öðlast völd.

Nevertheless..........ég er núna að hlusta á snilldarhljómsveit sem heitir Annihilator og þið sem hafið heyrt í henni vitið að það er eyrnakonfekt (náttla fyrir þá sem fíla Annihilator). Síðan var ég að hlusta aftur á The Gathering með Testament, en ég hefði ekki heyrt í þeim í langan tíma, og ég fékk þvílíka nostalgíutilfinningu mahr. Metall finnst mér vera ein besta tónlistarstefna sem nokkurntímann hefur verið fudnin upp. Ástæðan fyrir því er að maður getur blandað saman öllu í metal, það er hægt að setja djass, blús, barroc, flamengófílíng, og solleiðis melódíur, og það er ógeðslega flott ef mahr er nógu góður að semja. Og þessi lög í metalgeiranum sem eru öðruvísi, eru oftast þau bestu.

Já, ég held að þetta sé nóg í bili

Vissir þú að...........á ári hverju deyja um 13 manns af völdum þess að verða undir gossjálfsala.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

sunnudagur, apríl 06, 2003

Hæhæ

Ég elska helgarfrí!!!!!!!!! Hver gerir það ekki? Síðan er bráðum að koma páskafrí og það verður frábært líka :D

Ég var að taka eftir umræðu á huga sem þið getið nálgast hér

Þetta var umræða um hvað borgaraleg ferming væri mikið rugl, og ég, sem borgaralega fermdur maður, las þetta, og ég pældi mikið í þessu, þetta væri soldið skrýtið allt saman, en síðan sá ég hversu fordómafullur gaurinn var sem skrifaði þetta. Hann var eiginlega bara að setja út á nafnið. Það fannst mér asnalegt. Ég er náttla búinn að svara nokkrum sinnum, þið getið séð svörin mín þar, ég heiti ***** (hélduði að ég myndi segja ykkur?).

Oki, þetta á eftir að vera frekar venjulegur sunnudagur hjá mér, ég ætla að læra heima og síðan fara að leika við vini mín og gera eikkva.

Og ég heyrði einhvern rúmor um það að Radiohead væru að fara að koma til landsins í sumar, en ég er ekki mjög auðtrúa þannig að ég ætla ekki að trúa þessu alveg strax, en allt getur gerst...........djöfull myndi ég fara á tónleikana mahr!!!!!!!!!!!!!!

Ég held að þetta sé nóg blogg í bili.

Vissir þú....................að Marilyn Mornoe hafði 6 tær á öðrum fæti?

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

laugardagur, apríl 05, 2003

Jáhm

Er nývaknaður og mér líður frekar undarlega.....frekar ringlaður og óglatt, en samt líður mér vel og solleiðis. Skrýtið

Oki, Ég gerði nú ekkert merkilegt í gær.........eiginlega gerði ég ekkert í gær. Fokk, hvað þetta hefur verið sorglega leiðinlegur dagur mahr. Gott að ég man ekkert.

Oki, það sem skiptir samt meiru máli er Fuck NATO tónleikarnir í Iðnó á þriðjudaginn sem ég ætla að mæta á og ég vona að flestir mæti...þetta verður geðveikt stuð!!!!!!!!!

Hljómsveitir sem munu spila eru:

Snafu
Dys
Iadapt
Kimono
Elín Helena
Lunchbox
Innvortis
Hrafnaþing

Ég hlakka svo til :D


Vissir þú.....................að kakkalakki getur lifað hauslaus í níu daga, þá deyr hann úr hungri.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

föstudagur, apríl 04, 2003

Jáhm, í dag er 4.apríl, sem þýðir að ég verð 15 ára eftir mánuð :D Djöfull hlakka ég til!!!!!!!!!!

Oki.......Það er ekkiert nýtt búið að gerast, nema ég er núna að hlakka til Fuck NATO tónleikanna og er búinn að dloada okkrum lögum, "Vicious" með Changer og "Mania(c)" með Lokbrá.

Annars þá held ég að ég bloggi ekki mikið meira

Vissir þú að...............kengúrur geta ekki farið afturábak?

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

fimmtudagur, apríl 03, 2003

Oki, ef þið lásuð það sem er fyrir neðan, þá föttuðuði að ég missti ekki úr 1.apríl, heldur 2.apríl. Gott að ég skrifaði ekkert þá, því þá hefði ég komið með eikkva aprílgabb á vitlausum degi og ég yrði ofsóttur sem einhver mesta steik sem hefur lifað á jörðu...............þannig að ég er fokking glaður :D


|
Já, Ég gerði þau hræðilegu mistök að blogga ekki á sjálfan 1.apríl en ég hefði komið með svo sniðugt gabb, en það verður bara að bíða í ár. Hinsvegar þá var ég að hlusta á einhverjar tónlistarfréttir og ég heyrði það að James Hetfield (söngvari og rythm gítarleikari Metallica) væri kominn útúr skápnum. Ég var bara *fokk* er hann virkilega? Mér var náttla sama, hann má alveg vera gay fyrir mér, ég meina, þetta kemur ekkert út á músíkina, sem ég fíla í botn!!!!!!!!! Svo fattaði ég............jaaaaaaaaááá......það er 1.apríl, síðan man ég að ég var akkúrat að pæla í þessu akkúrat ári síðan. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk er ófrumlegt. Það notar sama aprílgabbið tvisvar í röð!!!!!!!!!!!!! Þetta er fáránlegt fólk.

Oki, allavega..........ég var í ammæli í gær hjá vini mínum og ég gaf honum "Dirty deeds done dirt cheap" með AC/DC. Hann var hæstánægður með það, við horfðum á DVD, fórum út og stuff, þetta var eiginlega frekar dauft ammæli, og það versnaði þegar hann henti okkur út kl.20:00. Hehe.

Síðan bara núna, var ég að uppgötva fyrir alvöru hljómsveitina The Clash. Þetta er pönkhljómsveit sem var uppi fyrir 20 árum eða eikkva. Algjörir snillingar, miklu betri en Sex Pistoles að mínu mati, enda fíla ég Síðpönk frekar en venjulegt pönk. Ég var núna áðan að setja "London Calling" með The Clash inn á tölvuna en þetta er frægasta breiðskífan þeirra.

Vissir þú að.............árlega deyja um 100 manns úr köfnun af völdum kúlupenna?

Ég held að ég bloggi eikkvað meira í dag af því að ég missti úr einn dag

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

þriðjudagur, apríl 01, 2003

Já.......enn einn skóladagurinn :/

Nema núna fór ég í Skífuna og keypti mér FJÓra AC/DC geisladiska!!!!!!!!!!!!! Þetta voru "High Voltage", "Highway To Hell", "Back In Black" og "Dirty Deeds Done Dirt Cheap" en Ég ætla að gefa þann síðastnefnda vini mínum í ammælisgjöf á morgunn

Anyhow.........Það er eitt sem mér finnst svo skrýtið. Allir í bekknum mínum ætluðu í miðferð nema ég og nokkrar stelpur En síðan ætla sumir sem eru með aðeins of lágt til að þeir ættu að fara í hraðferð, þeir ætla allt í einu í hraðferð. Ég meina, eins og þau séu með einhver hetjulæti og stuff? Nei, ég veit iggi. Ég var hins vegar búinn að ákveða að fara í hraðferð löngu áður því ég var að fár 8,8 í meðaleinkunn, hinir rétt svo ná upp í 8 en sumir sem ætla í hraðferð eru með 7,5 í meðaleinkunn og það er ekki mælt með því að fara í hraðferð nema mahr sé með einkunnir yfir 7,5 í ÖLLUM einkunnum, og þeir hafa allir vandræði með dönsku!!!! Ég er samt frekar að hallast að því að þetta sé þrýstingur frá foreldrum og frændfólki sem fór í hraðferð og segja að þetta sé skítlétt. Þau geta ekki náttla vitað hversu erfitt börnum sínum finnst þetta og stuff. Allavega þá ætla ég ekki að segja að vinir mínir séu heimskir, en ég get ekki verið viss um að þeir eigi eftir að höndla þetta. En hver veit? Kannski á vinnufriðurinn eftir að sýna á þeim nýja hlið..........

Já, ég varð bara að létta á mér..........

Vissir þú..............að kattarhland glóir í blacklight?

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?