<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 30, 2003

Prófin búin og skólinn svo gott sem búinn:D Það eina sem tengist skóla í bili er skólaslit þann 4.júní.

Síðan er sólmyrkvi aðfaranótt 1.júní og þess vegna eru tónleikar tengdir því. Þar verða hljómsveitirnar Cadaverous Conditions (frá Austurríki), Forgarður Helvítis, Potentiam, Lack of trust, Diminished.

Hummz, ekkert annað að frétta af mér, nema það að ég keypti mér langermabol með hljómsveitinni In flames (alveg frábærir) og tvo límmiða á gítarinn minn. Og hey, allir fara hingad Þetta er nýjasta myndbandið með Metallica, St. Anger. Mér persónulega finnst þetta vera frábært að því leyti að þeir sanna að þeir eru ekki að slappast neitt, eftir umdeildu Load og Re-load plöturnar.

Gott í bili, bæ

Vissir þú að.................................40% kvenna hafa fleygt skófatnaði í karlmenn.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

fimmtudagur, maí 29, 2003

Vissir þú að..................................eina íslenska orðið sem rímar við "Magnús" er "vagnhús".

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|
Uppstigningardagur lítur dagsins ljós og útaf því að það var enginn skóli svaf ég til 12:30.............þá einhvernveginn vaknaði ég, skil það ekki.

Ég hlakka svo til þegar ég verð búinn í prófunum, þá get ég hugað meira að hljómsveitunum sem ég er í og við ætlum m.a. að taka upp nokkur demó. Síðan stefnum við á að taka nokkur gig áður en við tökum þátt í Músíktilraunum 2004 því við viljum ekki frjósa á sviðinu og allt það.

Mér finnst alveg frábært að vera í hljómsveit. Það er svo ótrúlega skapandi og maður er að skemmta sér með vinum sínum, eða kunningjum, fer eftir því hversu vel við þekkjumst. En þetta er langofttast gaman, ef æfingin skilar miklu af sér. Það er lang skemmtilegast, þá er maður virkilega sáttur :D

Síðan er markmiðið mitt í sumar að eiga nóg fyrir 150W (í það minnsta, myndi vilja 200W frekar) Rafmagnsgítarmagnara. Helst Line6 því ég á þannig 50W og er hæstánægður með hann, annars er mér sagt að Fender magnarar taki þá í óæðri endann en ég á eftir að prófa þetta allt saman. Mu kaupa magnarann í lok ágúst eða þegar vinnuskólinn er búinn og ég fæ útborgað frá þeim.

En annars ef þú ert að lesa bloggið mitt og ert að selja notaðan 150W-200W ragmagnsgítarmagnara, þá skaltu senda mér e-mail hér
|

mánudagur, maí 26, 2003

Blabla

Ég var í Íslenskuprófi og þetta var náttla major boring shit fyrir utan ritunarverkiefnið þar sem átti að skrifa sögu eða frá sögna eða whatever. Ég skrifaði sögu af gaur sem var hantekinn fyrir fjöldamorð og hann var í rosalegu rugli og kjaftæði og það endar með því að hann fær dauðadóm. Jey.

Ég veit ekki hvaða próf er á morgunn, ekki búinn að athuga það.

Ég horfði á Master of disguise í gær og varð fyrir pínu vonbrigðum. Hún var drepfyndin, ég hló mig máttlausan. En hún var illa gerð, reyndar eins og flesta goofy gamanmyndir. Hún var eikva svo stutt. Það vantaði soldið í hana.................en kannski er það bara ég.

Ég fer í inntökupróf hjá Tónlistarskóla F.Í.H. á morgunn, ég ætla að taka Nothing else matters með Metallica. Það er eiginlega eina lagið sem ég kann alveg og þarfnast ekki trommur eða neitt. Ég er reyndar að fara að kaupa gítarneglur núna bráðum, ég týndi þeim öllum um daginn :/

Nenni ekki að blogga meira

Vissir þú að................................................................................Í flestum klukkuauglýsingum er klukkan 10:10.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

föstudagur, maí 23, 2003

Jáhmz, helgin komin og ég er að búa mig undir prófin ásamt því að fara í inntökupróf í tónlistarskóla F.Í.H á rafmagnssgítar. Vona að ég komist inní þann skóla.....................

Ég var að heyra þá frétt að Eminem væri að fá en eina ákæruna. Kom mér ekki á óvart fyrr en ég heyrði að þetta væri ekki mamma hans. Þetta var einhver gaur sem lagði Eminem í einelti sem barn. Eminem var búinn að skrifa texta og kallaði þennan mann "bully" (hrekkjusvín, einhver sem leggur í einelti)o g það varð til þess að þessi gaur kærði Eminem fyrir að eyðileggja orðstír sinn.

Er ekki allt í lagi hjá fólki? Þessi maður er þvílíkur hálfviti!!! Hann gerði líf manneskju mjög erfitt, lagði manneskju í einelti, og núna þegar það kemur í ljós seinna, þá ætlar hann að kæra manneskjuna fyrir að segja fólki frá því. Og að það eyðileggji orðstír sinn!!! Ég á ekki orð. En ég ætla að reyna að finna upp á einhverju til að skrifa því þetta er bara of mikið rugl til að maður sleppi þessu (nota bene, þessi frétt er sönn en mér finnst hún rugl).

Ég veit það af biturri reynslu að einelti er eitt af því andstyggilegasta og grimmasta sem andlega hliðin hefur uppá að bjóða. Þetta meiðir margfalt meira en ef maður er barinn og ég skil alveg hvað Eminem gekk í gegnum í grunnskóla. Hann hefur þurft að þola að einhver hálfviti, sem hefur ekkert sjálfsöryggi, leggur hann í einelti til að finnast hann vera betri en einhver. Gerandinn er nebblega ógeðslega pathetic. Hann þarf í örvæntingu að vita að einhverjum líður verr en honum sjálfum svo að honum líði betur.

Og sem betur fer hefur Eminem fundið leið til að fá útrás frá þessum minningum, tónlist. Þetta er hans meðferð. Hann skrifar um allt það sem hann er á móti og allt sem hefur gert honum eitthvað vont. Og hann á rétt á því, það á að kallst málfrelsi, meira að segja í USA. Hvernig gat hann búist við því að gerandinn væri það heimskur að enginn myndi nokkurn tíma vita þetta? Auðvitað myndi þetta einyhvern tímann koma fram. Eminem hefði sagt einhverjum frá því ef hann hefði ekki samið neitt um þetta (ef hann hefur ekki sagt neinum frá þessu einelti).

En það sem mér finnst þverst við þetta allt er að þetta "case" var samþykkt af dómara, þannig að það verður réttað úr þessu. Það er í alvörunni verið að rífast um það hvort þolandi eineltis eigi að vera refsað fyrir að kalla á hjálp. Hann er öugglega búinn að jafna sig nokkurnveginn á þessu einelti, en fyrst hann var að skrifa um þetta, þá voru ennþá einhver "unfinished issues" í undirmeðvitundinni og þetta var hans leið til að koma því út.

Mér finnst þetta algjört rugl og vona ég innilega að Eminem vinni þetta mál.

Ps. Ég fíla ekki Eminem, ekki sem tónlistarmann, ekki sem manneskju, en ég finn til með honum því ég veit að það er erfitt að jafna sig eftir einelti.

Vissir þú að.........................................Ein af hverjum 3 kúm í Bandaríkjunum enda sem McDonalds hamborgarar.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken|

fimmtudagur, maí 22, 2003

Hey!!! sáuði fréttirnar um að Halldór Ásgrímsson myndi taka við forsætisráðherraembættinu? ARRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGG!!!!!!

Þessir plebbagervilýðræðissinnuðu hálfvitar skiptast á að stjórna landinu og enginn getur gert neitt í því. Það eina sem þeir þurfa að gera til að þeir verði öruggir í stjórnnæsta kjörtímabil er að syngja falskt í spjallþætti hjá húmorsheftum nörda og þá geta þeir stjórnað eins og þeir vilja.
Af hverju kaus einhver þessa gaura? Eru þeirr ekki orðnir svo rykfallnir að rykmaurar eru hreinlegir á við þá? Og Halldór Ásgrímsson? Af öllum öðrum? Ég skrifaði fyrir kannski viku hvað mér finnst um Halldór, ég skrifaði að hann væri jafn traustvekjandi og Eiffelturninn á hvolfi. Mér líst ekkert á etta. Af hverju er etta ekki þannig að allir þeir sem vilja fá eitthvað að segja sem snertir það hvernig þeta samfélag virkar, fái að tala um það á Alþingi? Þá er ég að meina að allir fái jafn mikinn rétt til þess.

En allt er best í hófi og það á líka við um reiði og solleiðis..........................................ég var í stærðfræðiprófi í dag og tók það bara eins og að drekka vatn, er vatn ekki annars kekkjótt og voðalega erfitt að kyngja því útaf öllum ryðguðu nöglunum? Neh, segi sonna, þeta var auðvelt próf.

Vi ses

Vissir þú að...............................................................Búnaðurinn sem notaður er á flugmóðurskipum til að koma flugvélunum í loftið gæti fleygt vörubíl tvo kílómetra.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

miðvikudagur, maí 21, 2003

Booyah!!! Sagnfræðiprófið er búið! Ú jeah!

Ég fékk einkunnirnar mínar í dag og reiknaði út meðaleinkunnina og getiði hver hún er.............................................nei, miklu hærra en það.........................................................................hærra............................hærra............................................lít ég það heimskulega út að ég ægti ekki fengið meira en 5 fyrir þér? Ertu með einhverjar meiningar? Ætlaru að segja mér að ég sé heimskur? *Öskur* *Sker þig í búta með bitlausum kartöfluskrælara*

hahahahaha.........................þetta er náttla djók, en ekki þetta...........ég fékk 8,75 í meðaleinkunn!!!!!!!!!!!!!! Ég er alveg þvílíkt sáttur mahr!!! Weeeeeeeeeeeee :D

Ég keypti mér tvo geisladiska í dag............Led Zeppelin með Led Zeppelin og Led Zeppelin IV með Led Zeppelin. Þetta gerði það að verkum að ég á núna Led Zeppelin I til IV :D Og það fyrsta sem ég gerði náttúrulega var að spila Stairway to heaven. Það er bara svo flott lag!!!


Þá er það ekki meira frá mér í dag..............ég reyni að blogga þótt það séu próf ;)

Vissir þú að............................................"hæstaréttamálaflutningsmannsvinnukonuútidyralyklakippuhringsræksni" er lengsta íslenska orð sem ég hef nokkurn tíma heyrt?

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

þriðjudagur, maí 20, 2003

Ég er að læra undir próf í leiðinlegasta fagi mannkynssögunnar, mannkynssögu. Reyndar þá er það verra því ég er að læra Íslendingasögu.

Þetta náttla verður til þess að ég mun ekki geta bloggað eins mikið og ég get og verð eiginlega frekar lamaður í samskiptum á netinu útaf þessum helv.........prófum.

Hver ætli hafi fundið upp á prófum? Og í hvaða tilgangi? Ég held nebblega að tilgangur með prófum sé bara að láta fólk þjást og þetta hefur í raun ekkert að gera með hversu vel manni gekk í skólanum. af hverju? Því ég segi það. Hahaha. Neeeeeee, ég er ekki sonna vitlaus :P. En próf eru samt þjáning...............hata próf. Ég er sem betur fer ekki sá gaur sem les bókina 6 sinnum yfir og les glósurnar það vel að ég kann þær afturábak á tælensku......................og fæ síðan 5,5 á prófinu. Nehei!!! Ég les ekki einu sinni bókina, en í staðin reyni ég að lesa glósurnar þannig að ég skilji aðalatriðið, og þá er allt eiginlega miklu auðveldara fyrir mér.........þannig hef ég alltaf virkað, og ég fæ mjög góðar einkunnir, meðaleinkunn af vetrarprófunum var 9,2 ef ég man rétt.

Annars þá ætla ég ekki að vera að monta mig endalaust þannig að ég ætla bara að hætta núna áður en ég verð byrjaður að fá morðhótanir frá pirruðum tannlæknum (ég þoli ekki tannlækna, jaðrar við fóbíu)

Vissir þú að..................................Á meðaldegi slasast 40 manns á trampolíni.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

sunnudagur, maí 18, 2003

Vúbbdí dúúú.......komin aftur í borgina :D
Það er svo fyndið með sveitanöfn hversu steikt þau eru.........................minnistæðast núna er sveitabærinn Saurar. Bwahahahahahahahahahaha

Allavega, fínt að koma´st í sveitina, sjá öll dýrin og allt saman. Ég er samt frekar mikið borgarbarn þannig að ég myndi ekki fíla það að búa í sveit. En það er fínt að heimsækja sveitina stundum.

Shit, ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að skrifa.....................ARRRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGGGGGGG!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ömm..........malt er gott ;)

Vissir þú að..................................................................Fiðrildi finna bragð með fótunum.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

föstudagur, maí 16, 2003

Hæhæ

Það er svo fyndið hvað sumir geta nöldrað lengi yfir ótrúlegustu hluti, og ég játa að ég hef verið sekur um solleiðis líka. Núna ú dag í skólanum þá mættu þrjár stelpur of seint og þær skildu ekki afhverju þær fengu mínus í kladdann. Síðan fóru þær að röfla um það að þær ættu ekki að fáseint því að það væri hvort eð er ekkert búið að gertast, enginn byrjaður að læra. Þær bara gátu ekki sætt sig við þetta.En okey, þær hættu að rífast við kennarann, en það sem mér fannst vers var að í næstum því klukkutíma eftir að þetta atvik átti sér stað, þá voru þær ENNÞÁ að röfla um það sama!!! Ég var alveg við það að springa og öskra á þær að stein halda á sér kjafti og hætta að láta eins og prímadonnur með túrverki. En ég hélt aftur af mér nógu lengi.

Þetta fær mig til að hugsa um öll þau skipti sem ég hef látið svona.................djöfull getur etta verið pirrandi. Að mótmæla einhverju og allir vita að maður hefur gjörsamlega rangt fyrir sér. Haha. Steikt.

Já, ég er að fara í sveit yfir helgina og ég er ekki viss hvort ég geti bloggað þá........verð bara að sjá til.

Vissir þú að..................................Örbylgjuofninn var fundinn upp þegar vísindamaður gekk fram hjá radarsendi og súkkulaðistykki bráðnaði í buxnavasnum hans.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

fimmtudagur, maí 15, 2003

Oki...............hér er ástæðan fyrir því að ég blogga ekki á hverjum degi, eða orðum etta þannig að ég missi úr einn og einn dag.

Ég hef núna verið með frekar lítið að skrifa um og það sem ég hef reynt að skrifa um endar í eitthvað kjaftæði. Ég ætlaði að skrifa eitthvað um stríðið í Írak, það endaði bara í eitthvað skítkast og bull, þannig að ég á erfitt með að skrifa í augnablikinu, kannski er það skólinn (ég hlakka svo til að vera laus við hann.........)

Annars er það að frétta af mér að ég er að fara að taka inntökupróf í tónlistarskóla FÍH í lok mánaðarins og vona að ég komist inn........það væri geðveikt!!! Ég er hvort eð er ekki búinn að læra á gítar í þrjú ár og mér finnst kominn tími til.........mér finnst ég vera eitthvað ekki að virka. Ekki það að ég sé lélegur, en ég get ekki samið það sem ég vil semja því ég einfaldlega knn ekki nógu mikið af tónfræði og tækni. Ég veit að þetta er leiðinlegt en ég finn örugglega einhverja leið til að gera etta skemmtilegt.

Vissir þú að...........................................Mikki mús fékk yfir 800.000 aðdáendabréf árið 1933.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

sunnudagur, maí 11, 2003

Enn eitt bloggið frá mér................

Ég var að sjá auglýsingu í sjónvarpinu um kvikmyndina Samsara og það lá við að ég dæi úr hlátri þegar ég heyrði lýsinguna á myndinni. "Ein besta erótíska kvikmynd um Tíberska munka" eða eitthvað svoleiðis. Hvað getur verið svona erótískt við munka? Eiga þeir ekki að vera gaurarnir sem helga lífi sínu trú sinni og heita skírlífi og öllum fjáranum? Hvernig fóru auglýsendurnir að því að sjá þessa villu ekki? Eru þeir virkilega of steiktir til að sjá hversu illa þetta lýsir myndinni þar sem þetta getur ekki gengið upp? Erótísk mynd um munka? Þetta er eins og að taka upp á myndband þegar Grænmetisæta er að borða kjöt. Andstæður.

Annars þá hef ég tekið eftir því að auglýsingar eru orðanar lélegri og lélegri og jaðra við morðhótanir í skemmtanagildi. Fólk er ekki svona freðið. Það er ennþá til fólk sem hugsar og hefur smekk fyrir hlutum. Eða er það virkilega staðreyndin að meirihluti fólks sé freðið og falli fyrir svona rusli? Tökum sem dæmi allar auglýsingarnar frá þessum stjórnmálaflokkum. Þær voru gegnsærri en nýpússað gler. Það vita allir að þeir eiga ekki eftir að gera þetta allt, nema kannski nokkrum mánuðum fyrir næstu kosningar. Og það að sumir séu byrjaðir að brosa (ég nefni ekki nein nöfn *hóst*Halldór Ásgrímsson*hóst*) og lofa stöðugleika? Hehe, heimskulegt. Hann hefur stöðugleika á við Eiffelturninn á hvolfi (Já, og ekki skammast útí mig fyrir að vera í skítkasti útí stjórnmálamenn, ég er ósammála þeim öllum, mjög jafnt). Hey, Btw. sáuði hvað Ingibjörg Sólrún var pissed off þegar hún komst ekki á þing? Ég var að springa úr hlátri :D

Vissir þú að......................................Líkurnar á því að verða fyrir eldingu einhverntíma á ævinni eru 1 á móti 600.000.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

föstudagur, maí 09, 2003

Í dag héldum við í Painkiller okkar fyrstu æfingu í ár................það var frábært, við kláruðum næstum því heilt lag!!!!!!! Þetta gekk næstum því eins og í sögu :D Við erum byrjaðir að setja inn thrash áhrif og það verður spennandi hvernig þetta kemur út. Við byrjuðum sem óldskúlmetalhljómsveit, og erum það enn, en við ætlum að vera kannski aðeins meira en það ;) Og já, þetta var fyrsta æfingin með trommuleikara, þannig að kannski gerði það gæfumuninn.....allavega, við vinnum mjög vel saman:D

Læt þetta vera gott í bili

Vissir þú að...............................10% af tekjum rússneska ríkisins fást með vodkasölu

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

fimmtudagur, maí 08, 2003

Hæhæ

Tónleikarnir í gær voru nálægt því að vera bestu tónleikarnir af þeim sem ég hef farið á ef strákarnir í Give up the Ghost hefðu komist. Það er rétt, þeir misstu af fluginu hingað. :'( Annars þá voru þetta þvílíkt góðir tónleikar. Dys byrjuðu þetta og eins og allir pönkarar vita þá eru þeir frábærir!!! Andlát komu síðan a eftir og þeir voru aðallega með nýtt efni, þeir tóku ekki einu sinni Locked away :/ Ég var samt ánægður með að þeir tóku For whom the bell tolls (fyrir þá sem ekki vita, þá er það lag eftir Metallica). I Adapt tóku síðan við og ég þarf ekki að lýsa því hversu góðir þeir eru, það er bara nokkuð ljóst hversu góðir þeir eru þegar langflestir í Pittinum sungu með!!!! Tónleikarnir enduðu á mjög skrýtinn, en frábæran hátt, þegar MAUS enduðu þessa frábæru tónleika. Þeir sögðu það meira að segja sjálfir að þeim liði eins og Geirmundur Valtýsson að spila. Þeir tóku lög af þeirra næstu plötu, sem kemur mjög bráðlega út, og voru að nota fullt af geðveiku stuffi frá Line 6.

Vi ses (hehe)

Vissir þú að...........................karlmenn geta lesið smærra letur en konur, en þær heyra betur.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

miðvikudagur, maí 07, 2003

ííííííííííííííííí...............(o.s.frv.) Ég er að drepast úr spenningi!!! Þessir tónleikar eiga eftir að vera þeir bestu sem ég hef mætt á. Þeir væru meira að segja kannski betri tónleikar heldur en Artymus Pyle þegar þeir komu. Annars þá er það bara útaf því að Undirheimar FB er ekki eins góður staður að mínu mati heldur en Iðnó. Iðnó er best, Undirheimar FB í öðru og Norðurkjallari MH í þriðja ásamt Gauknum. Og ég er líka geðveikt ánægður með eitt..........ég er búinn að sannfæra nokkra hiphopara í bekknum´mínum til að líta á etta. Ótrúlegt!!!!!!!!!!!! Shit mahr, ég veit ekki hvort ég komist á tónleikana því ég verð kannski dauður úr spenningi þegar etta byrjar.

Nei ég segi sonna ;)

Síðan mun ég koma með linka að myndum úr þessum tónleikum (kannski aðallega þeim sem ég er í) þannig að tékkið oftar ;) Og þið sem hafið ekki heyrt af þessum tónleikum þá er þetta í Iðnó kl 18:00 og Munu MAUS, Andlát(vonandi), I Adapt og Dys hita upp fyrir Boston hardcorebandinu Give up the Ghost. Já, hehe, þeir eru frá Boston ;)

Ömm vona að ég sjái sem flesta á þessum tónleikum :D


|
Dísus hvað ég hef getað bloggað lítið..............ekki halda að ég nenni ekki að blogga, ég bara hef næstum því engan tíma!!!! Helvítis miðsvetrarpróf og undirbúningur..........>:(

Annars þá er það að frétta að Give up the ghost tónleikarnir verða í kvöld og það ætti enginn hardcoreunnandi að missa af því........

Vissir þú að.........................Winston Churchill fæddist á dansleik?

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

sunnudagur, maí 04, 2003

Hver ætli þetta sé..........?


|
Afmæli ég á í dag...............Ég fékk einhverja þá geðveikustu afmælisgjöf á ævi minni!!!!!!! Ég fékk Palm lófatölvu!!!! Wicked :)

Annars þá ætla ég að nota daginn í dag til að kynna fyrir ykkur tónleikana sem verða þann 7.maí. Þetta er ekki skrifað af mér, heldur copy/paste-aði ég þetta af hugi.is og kannski hafa sum ykkar fengið þetta gegnum e-mail................allavega, here comes:

Tónleikar í Iðnó, miðvikudaginn 7. maí.

GIVE UP THE GHOST – USA, Boston Hardcore. Intense.
MAUS – Kóngarnir. Nýtt awesome efni.
I ADAPT – Hardcore ofvirkni. Riot.
ANDLÁT – Murder Metal
DYS – punk/hc, suddi og gleði.

Meiri upplýsingar í eftirfarandi texta.

Frá Birki Viðari, söngvara I Adapt:

Blessuð öll sömul. Djöfull er veðrið að meikaða!

Eins og allir vita, þá eru meistarar GIVE UP THE GHOST á leið til landsins. Ef þú vissir þetta ekki þá hefur þú væntanlega búið undir grjóti upp á síðkasti. Hér er um að ræða eitt af áhrifamestu hljómsveitum hardkorsins síðustu 5 árin. Mikill fengur í að fá svo alvöru band sem eru virtir um allan heim og þeim hlakkar fáránlega mikið til að spila fyrir okkur. Eins gott að allir mæti. Klikkað tónleikaband sem enginn ætti að vera svikinn af. Eitthvað fyrir alla sem fíla harða tónlist.

Diskurinn frá Give Up The Ghost – Year One, fæst hérna: gagnaugadhc@yahoo.com KAUPA!

Það er ansi mikið mál að halda svona tónleika, flytja inn erlent band og láta hlutina ganga upp. Þar komið þið inn. Án ykkar er svona framkvæmd hvorki fugl né fiskur. Það er mikilvægt að allir mæti og dragi sem flesta með sér svo þetta gangi. Þannig styrkjum við menninguna, tónleikahald og hljómsveitirnar ásamt því að koma Íslandi almennilega inn á kortið.

Til þess að þessu upplifun og þetta framtak gangi almennilega upp þá þurfum við ykkar hjálp!!
Það er auðvelt að hjálpa. Þarf ekki mikið til. Every effort counts! Hér að neðan eru leiðir til að gera gæfumuninn. Við vonum svo sannarlega að þið takið þátt í þessu.

1. Plöggið tónleikana með því að tala um þá í ykkar umhverfi. Segið öllum frá þessu og hvetjið fólk sem kemur venujulega ekki á “harða tónleika”, til að mæta og upplifa það sem okkur þykir svo vænt um. Reynið af fá sem flesta til að koma!
2. Ef þið eruð mikið á netinu, inn á spjalltöflum, ircinu, msn o.s.fr., látið fólk vita þar. Skrifið upplýsingarnar.
3. Ef þið eruð með ykkar eigin email póstlista/address book, sendið tilkynningu um tónleikana!
4. Ef þið haldið úti heimasíðu – plöggið þetta þar.
5. Ef þið eruð xtra áhugasöm… Gerið ykkar eigin auglýsingar. Be creative ;)
6. Og hérna kemur eitt af því mikilvægasta: farið á eftir farandi slóðir á netinu til að fá upplýsingar! Farið á þessar slóðir (fyrir neðan) og prentið út ykkar eigin plaggöt, prentið út dreifimiða, ef þið getið – ljósrita og fjölfalda… Þó að þið getið ekki prentað/ljósritað mikið, þá skiptir hver auglýsing/dreifimiði máli.

http://www.dordingull.com/tonleikar (upplýsingar, tóndæmi, plaggat/dryfimiði)

http://www.geocities.com/eva_hufa/flyer.html (plaggat/dreifimiði… flott)

http://www.dordingull.com/taflan/viewtopic.php?t=20 18&start=0 (upplýsingar, myndir, umræða)

http://www.dordingull.com/taflan/viewtopic.php?t=10 18&start=0 (upplýsingar, umræða)

VERIÐ DUGLEG AÐ PLÖGGA ÞETTA Í SKÓLUNUM


Hengið þetta upp í ykkar nánasta umhverfi (skólum, vinnu, þar sem þið stundið ykkar áhugamál etc.) og prangið dreifimiðum að fólki og skiljið þá eftir á fjölförnum stöðum.

Þetta með prófin. Ok, það er leiðinlegt að vera í prófum. En engum er hollt að liggja inn í herbergi 24/7 og myggla í bókum. Í bók fá Mentamálaráðuneytinu varðandi námstækni þá er mælt sterklega með því að taka sér reglulegar og góðar pásur til að fá heilann í lag. Planið fram í tímann og takið ykkur pásu þetta kvöldið ;) Ekki missa af þessu. Og gangi ykkur vel í prófunum.


Þetta getur skipt sköpum og gert tónleikana af frábærri upplifun og allir verða sáttir! Svona styrkjum við menninguna/senuna og gerum okkur kleyft að láta fleiri og betri hluti gerast. Þetta á líka við um tónleika með einungis íslenskum hljómsveitum. Það er mikilvægt! Ef þetta heppnast þá munu hágæða hljómsveitir koma reglulega á vegum Gagnaugans og vonandi fleiri aðila, á sama tíma og við höldum þessu óháðu ytri peningaöflum.


The skinny:

GIVE UP THE GHOST – USA, Boston Hardcore. Intense.
MAUS – Kóngarnir. Nýtt awesome efni.
I ADAPT – Hardcore ofvirkni. Riot.
ANDLÁT – Murder Metal
DYS – punk/hc, suddi og gleði.

STAÐSETNING: Iðnó (leikhúsið) við Tjörnina, rétt hjá Ráðhúsi Reykjavíkur.

DAGSETNING: 7. maí, 2003

TÍMI: Hús opnar klukkan 18:00, byrjar ekki seinna en 19:00 – Allir ná í strætó og verða komnir á góðum tíma heim. Ekkert after midnight bull.

ALDURSTAKMARK: Fokk aldurstakmörk!!! Ekkert aldurstakmark!

KOSTAR: 1000kr,

FJÖLBREYTTIR TÓNLEIKAR!


KÆRAR ÞAKKIR. Vonandi verður vel tekið í þetta. Áframsendið þennan póst. Sjáumst öll, 7. maí!!

GAGNAUGAD

Vissir þú að...............................................................í New York eru 25% líkur á hvítum jólum?

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

laugardagur, maí 03, 2003

Íííííííííííííí............:D Ég á iPod!!!!!!!!!!!!Ég á 20GB iPod :D Shit hvað það er mikið...........ég reiknaði það út og það á víst að vera 11 dagar af tónlist!!!! Pælið í því, ég er búinn að setja 21 disk af geisladiskasafninu mínu og það er rétt rúmlega 1 GB. Ég er þvílíkt glaður:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D

Annars þá er ég að fara að halda upp á afmæliðð mitt í dag en það er í alvörunni á morgunn. Þá verð ég orðinn 15 ára og blablablabla

Fyrirgefið skort á orðaforða þessa stundina..........er nývaknaður ;)

Vissir þú að........................................í Ástralíu eru um 150 milljónir kinda en 17 milljónir manna.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

fimmtudagur, maí 01, 2003

Oki, bara til að leiðrétta síðasta póst þá er Eurovision ekki 4.maí, heldur 24.maí (eða mér er sagt það)

Ég var á tónleikum í gær í Norðurkjallara MH og ég skemmti mér þvílíkt mikið. Ég dró Bjarna með og hann sá ekki eftir því heldur. Þarna mættu Still not fallen, Andlát, I adapt og einhver hljómsveit semég hef aldrei heyrt í áður og man sem sagt ekki nafnið. Þessi sem ég nefndi síðas (híhí) spiluðu fyrstir og þetta var greinilega þeirra fyrsta gig þar sem það var vandræði með hljóðið og þeir voru ekki nógu þéttir. En þeir voru góðir á hljóðfærin. Still not fallen voru næstir og og þá byrjuðu margir að hressast. Sumir mossandi og stuff. En síðan byrjuðu I adapt og þá byrjuðu eiginlega tónleikarnir. Eftir fyrsta lagið þá var komin greinileg móða í gluggana. Það telst gott því lagið var bara um tvær mínútur. Shitt. þetta var svo mikið stuð a þetta var ólýsanlegt. Síðan kom hvert lagið á fætur annað og mossið var alltaf meira og meira og fólk var byrjað að fara að mosha í hringi (það er svo mikið stuð!!!!!!!!) og fara upp á svið og syngja með..........................scnilldin eina :D síðan þegar I adapt voru búnir tóku Andlát við. Ég gat ekki verið allan tíman því klukkan var að fara að ganga tólf og ég þurfti að taka strætó áður en þeir hættu. Ég hlustaði samt á nokkur lög og þótt ég var örmagna eftir I adapt moshið, þá fór ég í moshið þegar þeir tóku Locked away. Og auðvitað söng ég með. Þetta er svo auðveldur texti að það er ekki hægt en að kunna hann ekki. Við vorum hérna nokkrir sem einokuðum míkrafóninn og við tíkum meira að segja míkrafóninn af honum í smástund. hehe. Það má eiginlega segja að í þessu lagi sungu áheyrendur meira en söngvarinn. Nevertheless. Ég skemmti mér ógeðslega vel og ég meira að segja keypti mér bók um anarkisma sem ég ætla mér að lesa bráðlega þannig að ég fór ekki tómhentur heim. Annars þá fannst mér að það væru ekki eins margir og ætti að vera þannig að ég hvet alla sem hafa áhuga á hardcore og bara underground metal yfirleitt, bara að mæta á tónleikana. Þið getið fylgst með næstu tónleikum hér

Vissir þú að.....................................maður brennir 150 kaloríum á klukkustund við að berja hausnum í vegg.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?