<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júní 30, 2003

Ég fékk um daginn mjög athyglisverða spurningu:

Ef þú sæir lamb, og lambið væri að deyja af völdum of mikils slíms í nefinu, myndirðu sjúga horið úr nefinu á lambinu til að það geti andað?

Ég var að drepast úr hlátri þegar ég heyrði þetta því viðbjóðurinn blandaðist við húmorinn í þessu á mjög nettan hátt og það var virkilega gaman að þessu. En mér fannst samt eins og ég þyrfti að svara þessaru spurningu fyrir alvöru. Væri ég virkilega til í að fórna eigin heilsu til að bjarga heilsu annarar lífveru? Ef við erum raunsæ þá er ég að fórna heilsunni (samt ekkert alvarlega) því ég myndi kúgast og æla strax og ég væri búinn að sjúga allt þetta hor!!!

Ég ákvað að svara þessari spurningu játandi. Jafnvel þegar Úlfur breytti þessu úr litlu lambi yfir í folald! Mér fannst það ekki skipta máli, ef ég gæti bjargað því þá myndi ég gera það. Ég veit að ég myndi æla á eftir, sem er gott því þá er ég ekki í þeirri hættu að fara að kyngja þessu. Ojj. Og eftir á væri ég ánægður með þá ákvörðun að bjarga lífverunni og væri sáttur við sjálfan mig. Öfugt við það ef ég myndi fara frá lambinu/folaldinu. Ég myndi hafa þetta á samviskunni allt mitt líf og það væri bara mannskemmandi.

Ég veit ekki kannski er ég bara of viðkvæmur til að sjá lífveru drepast. Það er ein af ástæðunum sem ég ætla að gerast grænmetisæta :D


|

sunnudagur, júní 29, 2003

Úff........einhvernveginn hafði ég ekkert að skrifa um síðastliðið :/

Það er soldið búið að hrjá mig síðustu daga. Þetta byrjaði allt með samtali milli mín og vinar míns þar sem hann lýsti því yfir hvað honum fannst mikil hræsni í mér að safna peningi eins og kapitalisti og segjast vera anarkisti. Hans pæling var að anarkistar ættu að lifa á eins litlum lífsgæðum og hægt væri því ef þeir gerðu það ekki væru anarkistar að styðja kapitalísk fyrirtæki.

Ég fór að hugsa um þetta og mér leið eins og mesta hræsnara í heimi. Ég fór að tala við pabba minn um þetta því ég bjóst við að hann hafi lært eitthvað um þetta á skólaárum sínum. Hann sagði mér að þessi staðhæfing hjá þessum vini væri ekki rétt. Það er nefnilega stór munur á því að vera kapitalisti og að safna pening fyirr eitthvað sem maður vill.
Anarkisti getur alveg safnað sér fyrir því sem hann vill því hann þarf að vinna í kapitalískum heimi til að lifa af og sá peningur sem hann vinnur sér inn á hann og enginn annar. Það er val þessa einstaklings hvað hann gerir við þennan pening. Ef hann kýs að safna honum til að kaupa eitthvað handa sér er hann ekki kapítalisti, þar sem hann græðir ekki efnahagslega á hlutnum.
Kapitalisti hugsar að hann myndi bara hafa viðskipti til að græða, og fyrir þann pening myndi hann endurtaka leikinn til að græða meira og meira.

Þetta í rauninni er heildar munurinn á anarkista og kapitalista efnahagslega séð. En auðvitað myndu anarkistar ekki fara þessa leið í anarkískum heimi þar sem virkir einstaklingar í anarkísku samfélagi væru sjálfboðaliðar. Ef allir gæfu frá sér þá afurð sem þau eru að búa til fengju allir nóg. Þá væri engin ástæða fyrir fólk að stela eða myrða fyrir peninga því peningar væru úr sögunni. En þetta er mín hugmynd að anarkísku samfélagi í hnotskurn og ég er örugglega einn með hana. Hugmyndir innan anarkismans eru nefnilega jafn margar og iðkendur anarkismans.

Þannig að það er kolrangt að anarkistar þurfi að lifa munkalífi til að sýna að þeir eru anarkistar. Það er val einstaklingsins hvort hann lifir munka/nunnulífi eða ekki. Alveg eins þurfa trúaðir einstaklingar ekki að sýna að þeir eru trúaðir með því að gerast munkar/nunnur. Þetta er val einstaklingsins.

Lag dagsins: Money - Pink Floyd


|

fimmtudagur, júní 26, 2003

Marc Vivien Foe

Ég var í þvílíku sjokki yfir því að heyra um andlátið. Ekki það að ég vissi eitthvað um þennan knattspyrnumann en mér fannst það þvílíkt sjokk að heyra að hann dó í miðjum vellinum í miðjum leik og hvorki læknirnir né hann gátu gert neitt við því. Ég á eftir að muna þetta í þónokkurn tíma því þeir höfðu upptökur af honum deyjandi, og bara sú staðreynd að manneskja var að deyja á skjánum og ég sá það og gerði mér grein fyrir því að þetta var alvöru líf en ekki úr kvikmynd, varð til þess að ég fékk sjokk. Ég veit ekki andlega hversu illa staddur ég væri ef ég hefði upplifað þetta á staðnum. Að sjá einhvern með/mótleikara hníga niður á jörðina, maður veit ekkert hvað er að gerast og fær síðan þær fréttir að hann er DÁINN!!!

En þetta fékk mig til að hugsa, myndrænt séð, var þetta einhverju öðruvísi en að horfa á einhverja dramatíska mynd sem endar á því að gaurinn deyr. Lítur jafnraunverulegt út en við höfum það í undirmeðvitundinni hvað er raunverulegt og hvað ekki. Sem betur fer er mannkynið ekki nógu úrkynjað eða heilaþvegið að það getur séð mun á þessu tvennu.


|

miðvikudagur, júní 25, 2003

Ef allir væru trúðar...................væri enginn glaður.

Gæti þetta verið satt? Ég held að þetta sé mögulegt þar sem staðreyndin er að maður þarf að upplifa sorg til að upplifa hamingju. Líðan manns verður að ganga í sveiflum, því ef það gerist ekki verður maður annað hvort ógeðslega fúll eða ofsaglaður og á endanum verður maður einhversstaðar á milli gleði og hamingju, sem er frekar neikvætt og myndi teljast óhamingjusamt.

Við gætum líka litið á þetta í sambandi við vont og gott. Það geta ekki allir verið dýrlingar því þeir þyrftu að miðast við eitthvað verra til að vera álitnir dýrlingar. Dýrlingar geta þá séð einhver verri en þeir og vita hvernig þeir eiga ekki að lifa. Alveg eins er ekki hægt að allir séu jafn vondir þar sem einhver er að níðast á einhverjum sem greinilega sýnir ekki jafn mikla illsku.

Hvað er síðan hægt að flokka undir gott eða vont? Gleði eða sorg? Ég reyndar held fyrir vissu að hægt sé að fgreiða vafann með gleði og sorg þar sem um er að ræða persónulegar tilfinningar og upplifir enginn sömu sorg eða gleði og næsti maður. En hvað með gott og vont? Það er ekki hægt að setja einhverja staðla, en það er oft mjög sameiginlegt meða fólks hvað þeim finnst gott og vont. En margt gott hefur vont í sér og öfugt. Sársauki er vondur, en hann er góður að því leyti að þú hefur upplifað hann og forðast að gera sama hlutinn sem leiddi til þess að þú meiddir þig. Gagnrýni er góð en getur verið særandi. Það er hægt að halda áfram svona endalaust.

Er þetta þá ekki flokkað þannig að það eru vegnir og metnir kostirnir og gallarnir og síðan er gerð niðurstaða útfrá því? Það er örugglega skynsamlegasta leiðin, en þá þyrfti hún að vera gerð af skynsamri manneskju. Þannig getur gott og vont verið misjafnt útfrá perónulegu sjónarhorni og það hefur örugglega mest að segja um þetta. En er þetta rétt? Á gott og vont að vera dæmt útfrá því sem manni finnst persónulega en ekki einungis af staðreyndum?

Þetta er komið útí algjört bull hjá mér...................hehe


|

þriðjudagur, júní 24, 2003

Ég ákvað með þessum pósti að fara aðeins aftur í tímann þegar við sáum Breta fá núll stig í Eurovision. Mér fannst þetta mjög steikt lag, enda er Eurovision næstum dautt fyrir mér, vegna skorts á frumlegum lögum.

Þessi keppni var hinsvegar frekar athyglisverð. Fyrir það fyrsta skulum við byrja á Austurríkismanninum Alf Poier. Hann lenti minnir mig í sjötta sæti með barnalagið sitt (síðan voru nokkur flott metalriff í gangi inn á milli). Mér fannst þetta vera hin fullkomna gagnrýni á Eurovision. Með þessu var hann að segja að þjóðir sem keppast um að fylla einhverjar konur af sílíkoni til að þær verði sem fallegastar á sviði, og dansararnir togna á æfingum, eru einfaldlega að gera þetta að tískusýning í staðinn fyrir söngkeppni. Hann komst meðal hæstu tíu þjóða með næstum enga sviðsframkomu, heldur hressandi og öðruvísi lag. Ég hef ekki séð slíka uppreins síðan hjá Páli Óskari á sínum tíma. ;D

En snúum okkur aftur að Bretum. Þessi dúett sem söng uppi á sviði voru rammfölsk, ég held samt að þetta hafi verið tæknivandamál, þá líklegast feedback. En mér fannst viðbrögðin eftir keppnina alveg skammarleg. Rökin þeirra fyrir stigaleysinu sögðu þau að væri einfaldlega útaf því að Bretar væru í stríðinu. Eitthvað eru þessi rök gölluð. Ég veit ekki betur en að Spánverjar væru líka í stríðinu styðjandi Breta, þannig að þar var möguleiki á stigum, ef við fylgjum þeirra aðferð.
Ég sá strax að þetta rifrildi var jafn óþroskað og leikskólakrakkar að rífast um hver fékk flesta perlurnar. Rosalega geta sumir verið tapsárir!!! Þetta er ekki heimsendirinn, þetta er bara ein rotin keppni, og ég er virkilega að meina rotin þar sem ekkert nýtt er að gerast í henni. Mér kemur á óvart að ÉG sé líklegri að taka á málum sem þessum, með meiri þroska en stór hluti þjóðar (Bretar).

Eitt í viðbót í sambandi við þessa keppni. Mér fannst það ekki réttlátt af áhorfendum að púa t.A.t.U stelpurnar í hvert sinn sem þær fengu stig. Þær áttu jafnan rétt til að vera í þessari keppni og allir hinir keppendurnir, og greinilegt að það sem hrjáði áhorfendur var hómófóbía ef eitthvað var. Lagið fannst mér ágætt, soldið öðruvísi en hin popplögin, en fylgdi sömu formúlu.

Bleblebleblebleblebleble


|

sunnudagur, júní 22, 2003

Ég er virkilega ósáttur með það að anarkismi sé í tísku!!!

Þetta er ALLS EKKI neitt sem fólk á að líta á sem eitthvað yfirborðslegt og mótanlegt eftir smekk. Af hverju vill fólk ekki skilja það? Bara eitt mögulegt svar: Því þau hafa ekki hugmynd um hvað anarkismi gengur útá. Það er langauðveldast að móta eitthvað sem maður þekkir ekki í huganum og gerir sér þannig hugmyndir um hvernig anarkismi er. Fólki dettur ekki í hug að fræðast um þetta, heldur fylgja einhverjum ímynduðum stereótýpum, eða þá stereótýpum sem yfirvöld hafa myndað til að vara fólk við. Stereótýpískur anarkisti sem yfirvöld og múgsefjun hefur búið til er illa lyktandi pönkari, hendandi molotovkokteilum í sendiráð og opinberar byggingar.

Sannleikurinn er hins vegar sá að þeir einstaklingar sem fylla upp í þessa lýsingu, eru akkúrat þeir sem fylgja þeirri stereótýpu, þau hafa lifað í blekkingu um hvað anarkismi væri og gera allt þetta rugl undir nafni anarkisma. Þetta hefur orðið til þess að margir anarkistar eru feimnir við að tjá skoðanir sínar, af því að þeir eiga í hættu á að vera þaggaðir niður, annaðhvort af almenningi, eða kannski yfirvöldum, því þessi hrokafulla ríkisstjórn hefur í mörg ár verið að skerða tjáningar- og málfrelsi. Ríkisstjórnirnar sem hafa fylgt þessari stefnu um allan heim hafa allan þennan tíma verið að breyta lögunum eftir því hvað var þægilegast á þeim tíma. Bara fyrir einum til tveimur öldum voru uppi lög víðsvegar í hinum vestræna heimi um að það mætti hafa þræla. Bara fyrir einni öld síðan var þannig að kosningarréttur fór eftir kyni og hörundslit. Og núna eru þær reglur óbeint uppi að sá sem hefur setið í fangelsi nýtur ekki sömu réttinda og þeir sem hafa hreina sakaskrá. Þeir fá til dæmis ekki sömu vinnumöguleika og hinir, sem útskúfar þá eiginlega frá samfélaginu. Þá er spurningin hvort fólk vilji virkilega lifa í samfélagi sem er að sundrast, þar sem lögin hefta meira og meira frelsi okkar og á endanum eru allir sekir um eitthvað.

Ég vit ekki almennilega hvert þetta allt saman fer, en ef við höldum áfram þessari stefnu, þá mun þetta samfélag falla.


|

föstudagur, júní 20, 2003

Eitt áhugavert sem ég tók eftir og hef tekið eftir undanfarið. Vinir mínir eru í einskonar metingi um hver ætli að hafa hæstlaunaða starfið og samt gera eitthvað sem þeim finnst skemmtilegt. Af hverju er það svona mikilvægt? Það er hægt að komast af hérna án þess að hafa alveg fáránlega há laun. Er þetta virkilega sá metnaður sem fólk leggur í vinnuna við að komast þangað? Því miður lítur það út fyrir það. Auðvitað vilja margir vera einhverjir mikilvægir og það gefur oft ákveðinn pening. En ég gæti vel trúað því að sumirvilji bara peninginn og fari meira að segja að lesa listann yfir tekjuhæstu Íslendinga bara til að ákveða hvernig vinnu maður vill vinna í þeim geira sem maður vinnur í. Það finnst mér bara fáránlegt.

Þetta er samt allt saman örsök eins fyrirbæris, kapitalismans. Þetta endalausa lífsgæðakapphlaup sem sýnir hversu grimm og köld manneskjan getur verið. Kapitalisminn hefur vond áhrif á okkur, og það þarf ekki að segja hvað vond áhrif gera manni. Þetta er einskonar sígaretta á samfélagið. Maður verður háður því, án þess er samfélagið í uppnámi og það þarf langan tíma til að láta samfélagið hætta á því. Best væri ef samfélagið hefði aldrei komist í kynni við þessa sígarettu eða ef svo kæmi til að samfélagið kynntist því, að minnsta kosti að sína styrkleika sinn og afneita þessari sígarettu.

Segjum NEI við kapitalisma/sígarettum


|

fimmtudagur, júní 19, 2003

Mig dreymdi þvílíkt hræðilegan draum. Mig dreymdi að geitungur væri í herberginu og væri við það að stinga mig í hálsinn!!! Mér fannst ég vera að deyja og allt, og síðan fann ég eitthvað skríða í hárinu á hnakkanum og ég hélt að þetta væri geitungurinn og varð grafkyrr. Ég meira að segja reyndi að fanga geitunginn með sænginni. Ég síðan til mikils léttis fann út að þetta var bara draumur. En þetta sem ég gerði síðast, að reyna að fanga ímyndaða geitunginn, gerði ég alveg meðvitað og glaðvakandi.

Hver ætli séu takmörkin fyrir því að vera hræddur við eitthvað svona lítið. Við göngum framhjá óteljandi hlutum sem væru líklegri til að drepa en þessi geitungur okkur á hverjum degi, en við hræðumst það ekki, en samt er maður hræddur við eitthvað svona lítið. Ég las einhversstaðar að svona fóbíur kæmu oftast fram af því að við upplifðum eitthvað hræðilega óþægilegt sem tengdist þessu þegar maður var lítill krakki. Sumir eru þannig hrædd við mýs eða rottur, aðrir við hunda eða ketti, meira að segja tannlækna en síðan eru sumir sem eru haldnir sjaldgæfari fóbíum eins og eggjaskurn, trúðum, hnetusmjöri og slökkviliðsbílum.

Þetta hlýtur að vera þessi almenna geðveiki sem allir/flestir þjást af. Og þá er spurningin, hvenær er maður kominn yfir strikið? Hvenær er maður úrskurðaður geðveikur þegar flestir þjást af einhvejum geðörðugleikum? Hver ákveður það? Þetta hlýtur að vera voðalega flókið allt saman.
´
Jammz, lífið er erfitt...........


|

miðvikudagur, júní 18, 2003

Jæja, einn af þónokkrum útiskemmtunardögum ársins. Þessi er sérstæður því það er alltaf rigning á þessum degi.

Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart þó ég viti það, en margir 15 ára jafnaldrar mínir eru byrjaðir að drekka og reykja. Mig grunaði aldrei að akkúrat þessir einstaklingar væru þessir veikgeðja einstaklingar. Þau hafa greinilega látið undan hópþrýstingi fyrsta daginn sem þeim vauðst þetta, en ég veit ekkert. Mér finnst þetta bara sorglegt. Þau greinilega eru háð þessu til að skemmta sér.

Og það sem sorglegra er, sumir foreldrar kaupa meira að segja búsið fyrir krakkana og kvarta í lögreglunni ef þau gera það upptækt frá krökkunum sínum. Ég er ekki að segja þetta um alla foreldra sem eiga krakka sem drekka, en ég held að flestir foreldrar vita ekki af vandamálum krakkans. Auðvitað ekki!!! Það væri mjög heimskulegt í þeirra augum að segja þeim hvar þau væru allar helgar.

Ég hef meira að segja tekið eftir stressi í kringum allar fræðslurnar í skólunum um þessi efni og varðandi það að þetta þurfi foreldrar þeirra líka að sjá. Þau vita sem sagt að þessi lífstíll er óhollur og þeim gæti meira að segja fundist hann beinlínis rangur. Svo hvað er það sem lætur þau halda þessu áfram? Ég hef ekki hugmynd þar sem ég hef eki snert þetta og ég ætla ekki að fara með neinar getgátur því þær gætu verið rangar.

Ég held að ég skrifi ekki meira í dag

Bleble


|

þriðjudagur, júní 17, 2003

17.júní lítur dagsins ljós og klukkan er 6:40 þegar ég skrifa þetta.

Pælingin í dag tengist deginum í dag. Ég er ekki nationalisti í mér (er á móti þjóðernisást þar sem ég er á móti landamærum) en mér finnst alltaf gott hjá samfélagi að standa upp á móti ofurafli (Dönum í þessu tilfelli) og uppskera það sem maður sáir. Ég hef verið að læra um sjálfstæði Íslendinga alveg síðan í 3.bekk og hef þurft að læra það alveg út 9.bekkinn. Þessi skóli er mjög hugmyndasnauður!!! En ég get þakkað fyrir vitneskjuna því þetta er mjög áhugavert þegar maður er ekki að læra þetta efni fyrir próf og þykir þetta þess vegna leiðinlegt.

En ég verð líka að segja ykkur að það sem ég skrifa hér eru bara pælingar og ég hef eki hugmynd hvort þetta sé 100% satt, ég fer örugglega frekar frjálst með sannleikann, en þetta á bara að vera hér til að láta fólk hugsa, enda er sannleikurinn ofmetið hugtak og er hægt að segja hann á marga vegu.

Það sem hafði alltaf tengt Íslendinga saman var skyldleiki. Og þess vegna fundu þau fyrir einskonar anarkískri ábyrgð gagnvart hvor öðrum, þ.e.a.s. ábyrgð sem er búist við af manni en ekki kveðin í lög. Ég held að með þjóðernisástinni frátalinni hafi þetta verið mjög gallalítið samfélag. Auðvitað voru til þeir einstaklingar sem gáfu skít í allt saman við verðum aldrei laus við það. En á heildina litið þá spjöruðu Íslendingar sig alltaf ágætlega þrátt fyrir utanaðkomandi öfl, eins og norska og danska konunga. Verst að þau þurftu að skemma svona gott samfélag með sínum kapítalisma því að ef svona einangrað samfélag hefði verið á eigin fótum hefði komið upp meiri háttar skipulag og þá væri það ekki spurning um hvaða stjórnmálastefnu væri tekin upp. Allt hefði virkað. Og reyndar var það gert. Íslendingar byggðu upp Alþingi mjög snemma og það má segja að þar hafi komið mjög hrá blanda af mismunandi stefnum. Kapitalismi var ekki í eins miklu hámarki og er núna, anarkismi ríkti þegar verið var að ræða framkvæmdir og reglur, yfir höfuð ríkti mjög gott lýðræði. Anarkó-kommúnískt lýðræði, sem sagt blanda anarkó-kommúnisma og demokratíu. Það var sem sagt þannig að leiðtogar voru kosnir til stuttra tímabila og var þvi ekki eins áhrifamikill og margir vilja. Þeir sem höfðu mest völd voru nefnilega ekki mjög valdamiklir. Þeir voru í rauninni bara fulltrúar fyrir sína sveit því að í rauninni réð hver sveitaheild fyrir sig og þá gengdi höfðinginn eða goðinn bara því hlutverki að ákveða hvað ætti að gera fyrst og ráðleggja fólkinu.

Gallarnir við þetta voru mest í því að þetta var eiginlega vitlaus tími fyrir þetta. Á þessum tíma ríkti feðraveldi og þannig. Það tíðkaðist að höggva mann og annan og hefna fyrir dauða skyldmenna sinna. En þetta var siðferði þessa daga og ef allir voru sáttir við þetta þá er ég ekki að kvarta. Auðvitað hafa sumir verið mjög ósáttir við þetta og reynt að breyta þessu og reyndar þegar lengra var komið á Íslandssöguna var þetta víkingabrjálæði á enda. Í staðinn komu réttarhöld, og núna fyrir alvöru því áður en Alþingi var stofnað var það vanrækt. Og svona lifðu Íslendingar íg nokkrar aldir með þónokkrum breytingum. En hvað gerist svo? Nojarar taka yfir!!! Þeir eyðileggja á svipstundu þessa góðu, en viðkvæmu og reyndar, gölluðu stefnu og breyta samfélaginu í peningasjúka þræla kóngsins. Núna þegar kóngur var kominn snerist allt um það að eiga nógu mikla peninga til að geta framfleytt sér. Þess gerðist ekki eins mikil þörf áður, en Nojurum tókst að brýna þörfina. Og nú þurftu Íslendingar að lifa við það að sjá hvert úrkynjaða skyldmennaafkvæmið á fætur öðrum ráða yfir Íslandi og stundum meira að segja einhvern krakka sem var ekki kominn með punghár!!!

Og ekki tók betra við. "Frændur" okkar Danir gerðu einhverja underground samninga við Norsara sem voru á einhvern hátt löglegir því þeir gátu breytt reglugerðinni að vild. Og margir vita hvað vont gerðist meðan Danir réðu, því annar hefðu ekki orðið allar þessar uppreisnir og áróður hjá Íslendingum gegn Danaveldi hinu rotna. Versta dæmið er kannski einokunarverslunin. Ég nenni ekki að fara mjög nákvæmlega útí það en ég verð bara að segja að ég er ánægður að hafa ekki verið uppi á þeim tíma þegar maður var ánægður með að fá hveiti þar sem BARA hálfur sekkurinn var ormétinn. Og maður mátti ekki versla hvar sem er!!! Hvað var með það? Og fólk mátti helst ekki rækta neitt sjálfur, heldur átti að kaupa varninginn á rándýru verði í staðinn.

Síðan í kringum 18-19 öldina fóru Íslendingar virkilega að segja til sín. Þeir voru búnir að fá nóg af þessu skítapakki og vildu byrja að ráða yfir sér aftur, enda kominn tími til, því það höfðu þau ekki gert í nálægt þúsöld. En þetta skiptið uppskáru þau bara þurra mold því þeir voru látnir skrifa undir samninginn á hinum fræga Kópavogsfundi og veittu Danakonungi þar með einræði. Nú batnaði það!!! Nú höfðu Íslendingar ENGIN völd. Enda skipta völd mestu máli í skemmdu samfélagi þar sem eina leiðin til að geta lifað með öðrum er í gegnum lög og reglugerðir sem samdar eru af spilltum leiðtogum. En þegar Jón Sigurðsson, maðurinn sem þessi dagur er kenndur við, hvatti til mótmæla á Þjóðfundinum fóru Íslendingar að vakna aftur til sjálf sín og baráttuviljinn fór að segja til sín aftur. Og eins erfitt og það er að viðurkenna það, ef á endanum hefði ekki komið til seinni heimstyrjaldarinnar og þar með komið til sambandsleysi milli Íslands og Danmerkur, væri Ísland verr stödd. Íslendingar voru reyndar komin með fullveldi, og voru búin að semja við Danakonung um lýðræði, og sá samningur tæki gildi árið 1943. En vegna stríðsins þurfti að fresta því um ár. En á meðan stríðið stóð yfir, sáu Íslendingar um sig sjálf, hófu ýmsan smáiðnað og byrjuðu að fiska fyrir sig sjálf og ef ekki hefði orðið fyrir þessa reynslu þá hefðu Íslendinga orðið bjargarlausir fyrstu árin eftir 17. júní 1944. En svo varð ekki. Við tók löng röð nýrra ríkisstjórna og margar af þeim góðar, aðrað vondar og þetta samspil ríkisstjórna varð til þess að við búum núna við argasta Bananalýðveldi!!!!!!!!!!

Ég er á því að það hefði getað ræst betur úr okku, við erum eins og illa uppalinn krakki. Frekjur og með einhvern kjaft. En núna höfum við þann möguleika að kenna ríkisstjórninni um því hún hefur eitrað samfélagið með sínum kapitalisma og áróður gegn öllu því tvísýna.

Biðst afsökunar á stafetningar/innsláttarvillum og munnsöfnuð (ef ef einhver er, ólíkur smekkur hjá hverjum og einum)

Weedy


|

mánudagur, júní 16, 2003

Ég er búinn að vera að hugsa um þetta í soldið langann tíma (heilar fimm mínútur :D) og ég hef komist að þeirri niðurstöðu (eða nálægt því) að Guð, eða annað sem kemur í staðinn fyrir það, getur virkað eins og þau vítamín og bætiefni sem líkaminn þarf. Gott í hófi en lífshættulegt sé tekið mikið af þessu.

Og ég held að þeð sé alveg hægt að líkja þessu tvennu saman. Þannig er að heilinn hefur þá frumstæðu þörf að trúa. Án þess að trúa þá fær hann ekki þau efni sem hefur eitthvað að segja um hamingju þess einstaklings. Og þetta á við um alla. Trúlausir TRÚA að það sé ekki til neinn guð. Kristnir TRÚA á guð. En ef maður trúir of mikið á hvort sem er, þá getur farið illa. Til dæmis þá finnst mér Gunnar í krossinum vera einn af þeim sem eru í mesta áhættuhópnum. Hann telur sig vera einhvern útsendara Guðs sendur hér á Jörðu til að losna við allt vont. Hann hefur reyndar ekki sagt þetta í eigin orðum en þið vitið hvað ég meina. Hann hlýtur að sleppa einhverjum köflum úr Biblíunni því þar stendur að Guð verndi mann gegn öllu illu. Eigum við þá ekki að leyfa honum að gera það í friði? Án þess að einhver gaur útí bæ þykist vera æðri öllum af því að hann sér um heilan söfnuð? Og ég er ekki alveg viss um að fólkið í þessum söfnuði sé í lagi, sem gerir það að verkum að Gunnar er að græða á trúgirni fólks. Þetta er það sem getur gerst í versta falli. Nota bene, ég er ekki viss um að Gunnar sé að stunda þessháttar "fjársvik" en ég held öllum möguleikum opnum.

Þetta vandamál er líka til staðar hjá trúlausu fólki. Þá er það aðallega um einstaklinga sem geta ekki þolað hvað allir í kringum sig eru hamingjusamir miðað við sig. Það eru þessir einstaklingar sem þið heyrið útá götu vera að hneykslast yfir öllu kristnu fólki. Kannski meira að segja opinberir fyrirlestrar, en ég hef ekki farið á þannig, né heyrt um þessháttar fyrirlestra. Svona fólk er að taka trúleysið of alvarlega. Þau geta ekki sætt sig við að "allir aðrir hafi rangt fyrir sér". Þeim líður kannski eins og útsendara (sjálf sín) og eiga að leiðrétta allt það ranga. Þetta er að ég held klassískt dæmi um níhílisma að þróast í einhverjum. Ég held samt að níhílistar séu miklu sáttari við sjálfan sig og aðra í kringum sig því þeirra hamingja felst kannski í því að "vita að þeir séu þeir einu sem hafa rétt fyrir sér".

Þá er pælingin eiginlega sú að öfgar og mistúlkun á trú er vont fyrir mann sjálfan og samfélagið. Ef maður lítur á þetta með línu þá eru ofsatrúarfólk lengst til vinstri því hann trúir mest og mistúlkar allt heila kjaftæðið, og lengst til hægri eru öfganíhílistar og trúleysingjar, sem hafa ekki sætt sig við alla í kringum sig og líta á tilveru sína sem persónulegt stríð við sjálfan sig.

Þeir sem eru síðan í miðjunni eru síðan bæði fólk sem trúir á guð og guðleysingjar sem lifa í sátt og samlyndi. Þei hafa lært að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir :D


|

laugardagur, júní 14, 2003

NEEEEEEEEEEEEEEEEEIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Þeir geta ekki gert mér þetta!!! Ég var búinn að hlakka svo til að fara á Nofx tónleikana þegar ég kemst að því að þeir verða bannaðir innan 18, það verður dyravörður á staðnum, það verða veittar vínveitingar og það verða öryggisverðir! Glætan að ég komist inn fyrst þetta lið er á staðnum. Og ef ég kæmist, þá væri ekki hægt að mosha neitt almennilega því öryggisverðirnir eru of paranoid!!!

Heimur versnandi fer..........

En ég held ekki að ég verði eirðarlaus í kvöld..........var að kaupa Hail to the thief með Radiohead og það kom mér ekki á óvart að þessi plata yrði meistaraverk.

Held að ég skrifi ekki meira í bili.............bæbæ


|

föstudagur, júní 13, 2003

Þessi vinna er smátt og smátt að gera mig sálarlausan!!! Það eina sem heldur mér gangandi í þessum Vinnuskóla er nice leiðbeinandi og nokkrir vinir. Rosalega nenni ég ekki að vinna við eitthvað svona þegar ég fullorðnast. Ég gæti ekki hugsað mér það!

En ég get þakkað fyrir að vera í þessu, því Ísland er eitt af fáum löndum sem leyfa krökkum undir lögaldri að vinna. En ég er ekki sáttur við fjölbreytileikann í þessari vinnu, eða skort þar á. Það er almenn rökleg hugsun að ef fólki líður sem best í því sem maður er að gera, þá verður maður afkastameiri. Er það ekki eitthvað sem taka ætti í mál? Reyndar þá er hægt að vinna gegnum vinnuskólann í einhverju skemmtilegu, ég þekki nokkra sem eru að vinna í skátafélaginu sínu, sumir eru vinnandi leikhússtörf.............

En fyrst þetta lítur ekki út fyrir að vera mikið mál, af hverju þá ekki að gera þetta fjölbreyttara? Ég held að við gerðum meira gagn gerandi fleiri hluti sem snertir stærri hóp, og við værum lærandi um meira en sama he#$%tis beðið, reytandi arfa og slá gras með bilaðri slátturvél.

Ef ég fengi ekki 60.000 kr. fyrir þetta þá hefði ég ekki sótt um þetta, en það er mjög erfitt að vera umburðarlyndur gagnvart þessu í langan tíma, þess vegna læt ég þetta útúr mér, í þeirri von að ég geti haldið áfram með vinnuna, vitandi hvað mér finnst um hana í alvörunni.

Ég hef verið með frekar alvarlega ritstíflu undanfarið og einfaldlega GAT EKKI SKRIFAÐ!!!!!! Sry 'bout tha' ",


|

miðvikudagur, júní 11, 2003

Ég var að komast að mikilvægari uppgötvun með sjálfum mér í sambandi við það sem ég hlusta á. Ég hlusta á eiginlega allar tónlistarstefnur því þær eru allar jafngóðar. En síðan þegar kemur að flokkum í þessum stefnum þá sé ég greinilega hvað ég hlusta á og hvað ekki. T.d. með popp. Þetta er bannorð hjá metalhausum. en það sem kannski flestir nenna ekki að spá í er að það er til eðalpopp, jafn proggressive og margt annað. Ég tek sem dæmi Peter Gabriel. Hann er poppari, en hann er ekki að selja sig auglýsingunum. Það sem mér finnst eiginlega koma óorði á popp er teen-popp (alveg eins og Rapp-metall er að koma óorði á nü-metal o.s.frv.), því þetta eru tónlistarmenn sem oft á tíðum semja ekki sín eigin lög, og plöturnar þeirra ganga út á það að aðdáandinn verði ekki fyrir vonbrigðum. Niðurstaðan er þá sú að út kemur plata þar sem hún er búin að synga inn á milljón sinnum og búið að klippa saman besta partana af söngnum, lögin eru meira og minna eins (þetta segja reyndar flestir óreyndir líka um metal) og síðan gera þau myndbönd við einstök lög á fullu. þetta sama ferli er síðan endutekið eftir þörf.

Þetta er líka svona í öðrum tónlistarstefnum. Metall á fullt af lélegum hljómsveitum, en eins og Úlfur sagði einhverntímann (og eiginlega negldi það!), hljómsveitir eru bara ömurlegar fyrir manni sjálfum. Þegar maður segir að einhver hljómsveit sé ömurleg, á er hann í rauninni að segja að hann fíli þá ekki. Þetta er einhverskonar tungumál, sem oftast verður til þess að misskilningur á sér stað. Sumir taka þessu nefnilega svo bókstaflega. En þess vegna finnst mér mikilvægt að sem flestir lesi þetta svo að svona misskilningur muni ekki eiga sér stað. Það er auðveldara en að breyta því hvernig maður talar í hversdagslífinu (finnst mér).

En hvað er það sem ákvarðar gæði tónlistar í hversdagslífi manns? Ég held að það sé eiginlega hópurinn sem maður er í. ég er t.d. stundum böggaður fyrir að hafa fílað allt. Það er rétt, ég hlustaði á mjög mikið sem ég sé eftir núna, eins og Creed, Limp Bizkit og Linkin Park. En þetta var mín leið til að þekkja muninn á góðri tónlist og lélegri (mín skoðun auðvitað). Núna hlusta ég bara a það sem ég hef virkilega verið að pæla í og hefur verið mælt með af þeim sem ég treysti. En ég er samt ennþá böggaður (þetta er kannski soldið hart orð, ekki taka því of alvarlega), útaf því að ég fíla Dream Theater og þannig. Þetta er eitthvað sem þarf að laga. Maður getur ekki hlustað á það sem maður vill án þess að aðrir vekja upp þá þrá að gerast Bessevisser. Vilja koma sínum smekk upp á mann. Ég hef orðið sekur um þannig marg oft og núna held ég að ég hætti því alveg, því fjölbreyttur tónlistarsmekkur hefur í för með sér fjölbreytta tónlist. Tónlistarsmekkur hefur í sjálfu sé persónuleika, því enginn hlustar nákvæmlega á það sama. Það finnst mér bara góður hlutur.

Ég held kannski að mórallinn með þessum pistli/pósti/skrifi/whatever er að maður á að hlusta það sem maður vill hlusta á og þróa tónlistasmekkinn sinn óháð öðrum.


|

þriðjudagur, júní 10, 2003

Ég hef mikið verið að pæla hver sé ástæðan fyrir því að við höldum mikið upp á dauða/lífvana hluti. Eins og þeir veiti einhverja hamingju. Margir af þeirra eru reyndar nauðsynlegir til að lifa okkar hversdags lífi, en það sem mér finnst áhugavert og kannski líka athugavert, er hvað við söfnum miklu af dóti sem við höfum ekkert að gera með, er eiginlega bara fjárhagsleg byrði, með öðrum orðum drasl. Hvað er að? Af hverju söfnum við þessu?

Í nútímasamfélagi gefst okkur ekki tími til að virða fyrir okkur neitt í umhverfinu. Fuglar fljúga um loftin blá, hreint loftið, svala veðrið............og við erum safnandi einhverju drasli og pælum ekkert í því sem raunverulega getur fært manni ánægju. Það þarf ekki að vera neitt lítið. Eitthvað sem er öðruvísi en maður gerir venjulega. Ég t.d. hverf frá einhæfni hversdagsins með því að fara á tónleika. Þessi tegund tónleika finnst mér alveg einstök því hún byggist á "DIT" sem þýðir "Do it yourself" og það þyðir eiginlega að tónleikarnir eru settir upp með eins einföldu móti og hægt er. Maður reddar græjum, húsnæði, hringir í hljómsveitir sem vilja spila, búa til auglýsingaspjöld, auglýsa á netinu (ef maður vill), og þá eru eiginlega komnir tónleikar. Og þetta eru drullugóðir tónleikar. Það skemmtilega við tónleikana að mínu mati er að mosha. Að mosha er að láta eins og andskotinn fremst á sviðinu ásamt 15-20 manns (í mesta lagi), og þá er ég að meina eins og andkotinn sé laus!!! Og það besta er...........allir eru voðalega nice þrátt fyrir ruddaskapinn. Ef einhver dettur, þá er hann dreginn upp af þremur gaurum strax. Engin hætta á að vera troðinn undir hér. Þetta kalla ég ekta anarkisma, því það væri sko hægt að gleyma moshi ef það væru öyggisverðir. Ég líki þessu við anarkisma því þetta í rauninni er min-útgáfa af anarkísku samfélagi. Allir gera það sem þeir vilja, þeir sem taka þátt í því eru eiginlega mjög öruggir, þeir geta líka alltaf farið úr moshinu, ef einhver dettur, þá, ólíkt kapitalisma, er hann/hún dregin/n upp strax. Þannig að meðlimir anarkísks samfélags hafa mjög jafna ábyrgðartilfinningu. Ég hef farið í lélegt mosh, en það var í skólanum, og ekki nærri því allir þar sem hafa farið á svona tónleika. Það er algjört helvíti. Það er algjört chaos. Ömurlegt!!!

Snúum okkur aftur að dauðu hlutunum. Maður t.d. getur ekki upplifað sömu stemninguna ef maður horfir á tónleika í sjónvarpinu. Það vaknar alltaf sú þrá að vera á staðnum. Það er náttúrulega eðlilegt, en það sem er ekki eðlilegt er að fólk sættir sig við það að upplifa þetta gegnum sjónvarp, þegar það veit að það væri skemmtilegra að gera þetta sjálfur. Annað dæmi um algjört rugl eru þessir tískuhlutir sem verða síðan úreltir daginn eftir. Dæmi um það eru gúmmíarmbönd (ég nefndi þetta einhvertímann áður hérna). Fólk keppist um að safna þeim og til hvers? Til að eiga fleiri en hinir? Er það bara ég eða finnst öðrum það líka fáránlegt? Hversu gegnsýrt og heilaþvegið þarf fólk að vera áður en það sannfærir sjálfa sig um að þetta sé manni nauðsynlegt?

Það þarf greinilega ekki mikið, þar sem meira að segja ég er ekki laus við þetta. En það sem ég segi, maður þarf að horfast í augu við vandann til að vera laus við hann á endanum.

Þannig að ég held að verkefnið mitt næstu daga er að hætta að safna drasli, þið gerið það sem þið viljið, svo lengi sem ykkur finnst það vera bætandi.


|

sunnudagur, júní 08, 2003

Shit mahr..............ég hef akkúrat ekkert að skrifa um, allavega get ég ekki hugsað upp neitt til að skrifa um.

Ömurlegt þegar þetta gerist. Mann langar að skrifa eitthvað sem getur haft áhrif og manni finnst það oft á tíðum auðvelt, en síðan á maður sína slæmu daga og á erfitt með að tala. Annars get ég sjálfum mér um kennt. Ég er ekkert búinn að fara út, að hitta vini mína í allan dag og þess vegna er ég ekkert búinn að vera að tala við neinn um neitt................innihaldsríkasta samtalið í allan dag var þegar ég var að rífast við pabba um hvað ætti að horfa á í sjónvarpinu. En það á eftir að breytast. Ég fer á hljómsveitaræfingu á morgunn og þá byrjar maður að vera skapandi aftur..............

Jeij, ég gat skrifað um eitthvað. :D


|

laugardagur, júní 07, 2003

Ég var að horfa á lottó í leti minni og tók eftir því hvernig kynnirinn talaði fyrir framan myndavélina. Hún var alltaf að hreyfa hausinn á sér í allar áttir og það endaði þannig að hún var búin að hreyfa höfuðið á ská, allt of langt niður, þar til höfuðið var komið niður fyrir axlir. Talandi um að ofgera sér. Er það svona mikið mál að líta vel ú fyrir framan myndavélina? Hvernig væri bara að vera bara afslappaður? Þetta er bara myndavél og það þyrfti að gera mjög fáránlegan hlut til að klúðra sviðsframkomunni. Kannski það sem fer verst í okkur eru allar þær ranghugmyndir sem við setjum í heilann um að við verðum gagnrýnd harðlega fyrir allt það sem maður gerir. Og það byggir upp stress þegar kemur að því að gera þennan ákveðna hlut. Og þá er maður gjarn á að mistakast.

Til að byrja með ætti maður að sætta sig við að vera maður sjálfur, vera ánægður með það sem maður gerir og gera þá hluti fyrir sjálfa sig en ekki fyrir aðra. Og ef einhver gagnrýnir þig þá á maður ekki að taka því illa heldur að læra af því og þá eru meiri líkur á því að manni tekst það sem maður ætlar sér í næsta skipti. Og þannig fer allt óþarfa stress og af því leiðir að þér tekst fleira og það kannski án mistaka. Eins og kannski í öðrum póstum í þessu bloggi þá finn ég oft einhverja aðila sem eiga sök á þessu (þannig er ég, partly-paranoid, hehe). Hér finn ég engan sökudólg en en ég gæti giskað á að þetta orsakist vegna hópþrýstings eða þrýstingi af einhverju tagi, frá vinum, vinnuhópi, tísku o.s.frv. En hvað veit ég? Ég hef lent í svona sjálfur og það er mjög erfitt að stíga fyrsta skrefið á móti þessum þrýstingi, en það er þess virði. Manni líður miklu betur án þess.

Gætuði annars ímyndað ykkur hvað heimurin væri leiðinlegur ef allir væru eins?

Veriði þið sjálf. Verið öðruvísi ;)


|

föstudagur, júní 06, 2003

Tíska er virkilega skrýtið fyrirbæri. Allt getur verið í tísku. Það eina sem skiptir mali er hverjir auglýsa þessa tísku. Ef auglýsandinn er góður, þá verður tískuvaran uppseld, eða nálægt því. Núna er það t.d. gúmmíarmbönd sem kosta tíkall. Þegar það er sagt svona, þá hljómar það virkilega fáránlega, en þetta er það sem er í tísku. Og ekki nóg með það, fólk (á öllum aldri!!!) safnar sem mestu af þessu og trade-a þessu (býtta (hata þetta orð) og vonast til að fá sjaldgæft. Ég ætla ekki að vera með alhæfingu hér en taki þetta hver til sín sem á þegar ég skrifa: Fólk eru kindur. Þau eru stefnulaus ef enginn segir þeim hvað á að gera. Með þetta sem staðhæfingu þá er hægt að segja að klókasta fólkið er tískuhönnuðirnir. Þeir hafa greinilega vitað þetta svo lengi sem tíska hefur verið til. Og hafa nýtt þetta útí öfgar. Ekki taka þessu samt þannig að ég sé að segja að tíska sé slæmur hlutur. Tíska hefur eiginlega sama lögmál og Nokia farsímar: "Connecting people". Ef maður fylgir einhverri tísku, fær maður félagslega plúsa frá fólki í kringum þig. Þetta hljómar yfirborðslegt, en þetta er engu að síður satt. Annars þá er eitt sem ég hata með tísku. Það að græða á heimsku fólks. Nú eru Che Guevara bolirnir rosalega vinsælir, en fáir vita að hann var byltingarsinni frá Kúbu, og það sem meira er, hann var kommúnisti, þannig að hann myndi örugglega snúa sér við í gröfinni ef hann vissi að kapitalistar (kaupmenn og anti-kommúnistar (tæknilega) væru að græða á nafninu hans. Ég held að allir kommúnistar séu sammála þessu. Og annað. Anarchy merkið er líka mjög vinsælt, og mér finnst það vera ömurlegt. Núna fara allir að kalla sig anarkista því það er kúl núna en þau gera sér ekki grein fyrir því út á hvað anarkismi gengur. Ég ætla að vona að þessi anarkisma og Che Guevara tíska dvíni bráðum því spekin sem báðar hugjónirnar hafa að geyma á ekki að vera tekin sem einhverri dægurflugu. Fólk á að pæla í svona hlutum og ákveða sjálfur hvað hentar sér best, ekki að skipta um skoðanir eins og nærbuxur (ég veit ekki með ykkur en hjá mér væri það á hverjum einasta degi, hehe).

Mórallinn með þessu: Variði ykkur á tískunni, pælið aðeins í hlutunum áður en þið hellið ykkur yfir eitthvað sem þið munuð sjá eftir á endanum.


|

fimmtudagur, júní 05, 2003

Mkay.................annar dagur í lífi freðins gaurs (að mati flestra, hehe)

Það er eitt sem mér finnst svolítið skrýtið með tónlist og staðla í tónlist. Tónlist er stöðluð eftir því hversu mikið hún er spiluð í útvarps- og sjónvarpsstöðvum en ekki eftir gæðum. Reyndar þá er mikið af því sem spilað er í útvarpi/sjónvarpi mjög metnaðarlaust og gagnsætt, og það er hægt að þekkja þá eftir því hversu mikið það er spilað í útvarpi/sjónvarpi..................en það er samt þannig að mikið af tónlistinni sem er spiluð er ekki léleg, en samt þarf hún að líða óþarfa gagnrýni því að hún er spiluð í útvarpi/sjónvarpi. Fólk meira að segja gengur það langt að kalla virtustu hljómsveitir "commercial-hórur" fyrir það eitt að geta ekki flúið frægðina. Tökum Cradle of Filth sem dæmi. Núna eru þeir álitnir commercial því þeir fluttu sig yfir til Sony útgáfufyrirtækisins. Þeir voru mjög lengi underground hljómsveit og gáfu út mikið af sínum bestu lögum þá. En eins og með margar góðar hljómsveitir þá er frægðin óumflýanleg. Dæmi um það er t.d. platan "...And justice for all" platan með Metallica. Þetta var fjórða platan þeirra í röðinni og án spilunar í útvarpi né MTV, lentu þeir í 16 sæti á Billboard listanum. Svipað kom fyrir Cradle of Fitlh. Þeir voru orðnir svo frægir að núna gátu þeir lagt meiri vinnu í plöturnar, og það þýðir að plöturnar verða ekki eins hráa. Hins vegar er það kjaftæði að því hrárri sem tónlist er, því betri er hún. Ég hef heyrt hráa tónlist sem ég fékk beinlínis viðbjóð af. Cradle of Filth gáfu síðan út plötuna "Bitter Suits to Succubi" sem er talinn af mörgum rosalega commercial. Og hvað með það? Er fólk hætt að pæla í lögunum almennt? Bara að fylgjast með hversu mikið það er auglýst og hversu líkt eitthvað riff er líkt einhverju öðru riffi frá annarri hljómsveit? Mér finnst það kjaftæði. Og það sem böggar mig hvað mest er að margt fólk beinlínis hættir að hlusta á sumar hljómsveitir því þau voru ekki tilbúin breytingum sem hljómsveitirnar gerðu. Er ekki allt í lagi með sumt fólk. Gerir það ekki grein fyrir því að þeir fíla fleira en þá stefnu sem þeir spila? Auðvitað langar flestum að gera fjölbreyttast. Það er örugglega frekar leiðinlegt að gera alltaf það sama. Ég nefni sem dæmi Slayer. Þeir hafa alltaf gert sama thrashmetalinn síðan þeir fundu hann upp, ásamt Metallica og fleirum. Þeir hafa ekki farið neitt útúr thrash. Kannski þora þeir ekki að missa aðdáendur. Kannski eru þeir "commercial hórur"...............................(er ekki með neinar ásakanir)

Held að þetta nægi......................fæ örugglega hatemail fyrir að segja eikva sonna um Slayer.


|

miðvikudagur, júní 04, 2003

Ég tók eftir umræðum á hugi.is um St. Anger með Metallica sem kemur út þann 10. þessa mánaðar á Íslansi. Fréttir voru uppi að hann myndi koma 5 dögum fyrr, sem þýðir að hann kæmi á morgunn. Að minnsta kosti stóð það á heimasíðu Metallica að diskurinn yrði gefinn út um heim allan þann 5.júní, og í Japan daginn eftir. En starfsmenn Skífunnar höfðu aldrei heyrt um þetta áður þannig að útgáfudagur á Íslandi helst óbreytuar, 10.júní. Það sem ég tók fyrst eftir var hvað það voru margir sem voru ÞVÍLÍKT ósáttir. Þeir voru síkvartandi yfir því að Skífan væri með einhverjua einokunarverslun og væru skítsama um viðskiptavinina og svoleiðis rugl.

Þetta er það sem ég hef að segja. Ég sem Metallicaaðdáandi fannst nokkrir dagar til viðbótar eki skipta máli þar sem þetta var í upphafi áætlaður útgáfudagur. Metallica hafa ekki gefið út stúdíódisk í held ég sex ár og ég spyr sjálfan mig hvað nokkrir dagar í viðbót gera manni. Þetta drepur mann ekki!!!

En eins og oft þá er ég með kenningu af hverju fólk hegðar sér svona, og er bara yfirleitt frekar mikið á tánum. Augljóslega er það þannig að líf manns byggist á tíma, þá er ég að meina hversdagslíf. Maður verður að hafa tímann í lagi eða allt fer í rúst. Fundir hér, símtal til Japans strax eftir það, hitta fjölskylduna áður en maður fer aftur að vinna..................og lifa lífinu um helgar (náttúrulega þegar þú ert búinn að vinna allt upp sem þú gast ekki unnið í vinnunni). Þetta er alveg eins með námsfólk (því flestir eru í einhverju eftir skóla, hljóðfæri og stuff). Mæta í skólann, læra eins og helvíti bíði mann, éta nestið sitt á korteri, hanga í kennslustundum þar til hádegi kemur, þá eru bara þrír tímar eftir af skólanum, og þegar hann er búinn er klukkan orðin 3 eftir hádegi, og fólk orðið þreytt, og hvað þarf þá að gera? Læra heima. Lífið sem maður lifir er ekkert líf (nema um helgar, ef maður er heppinn). En síðan til að bæta uppí þetta leiðinlegar líf, horfir fólk mikið á sjónvarpið og lætur það eiginlega lifa lífinu fyrir sig. Í sjónvarpinu getur maður séð fólk lifa miklu litríkara lífi og við horfum á þessa þætti til að eiginlega byggja upp reynslu sem við höfum ekki. Survivor er gott dæmi um það.

Það sem þið ættuð að gera. Slakið á. Notið tímann betur, slökkvið á sjónvarpinu og gerið alla þessa hluti sem þið sjáið í sjónvarpinu, þeir eru mögulegir (og ekki koma með eitthvað "það er ekki hægt að fljúga eins og Súperman" bara til að vera fyndinn plz). Lifið lífinu :D

Ps. Ég myndi ljúga ef ég segði að ég hugsaði þetta ALLT upp sjálfur. Ég fékk innblástur af Crimethinc.com ;)


|

mánudagur, júní 02, 2003

Fyrsta blogg mánaðarins. Jey *lúð(r)asveit*

Ég held að núna muni ég blogga á hverjum degi.

Mig langar soldið að fjalla um það að vera óöruggur með sjálfan sig. Það er soldið sorglegt og maður vorkennir þeim því þeir geta mjög oft ekki tekið ákvarðanir sjálfir, ef einhverjum finnst eitthvað flott, þá finnst þeim það automatískt líka flott. Þau eru of hrædd við gagnrýni. Og ég held að þau hangi með manni því þau vilja bara vera séð með einhverjum, en síðan hanga þau með einhverjum sem þau þykjast fyrirlíta (því það segja þau manni). Ef ég ætti ekki einn vin sem er svona þá væri ég með þvílíka fordóma og myndi hreinlega kalla þá lúsera. En þeir eru það ekki, en það er pirrandi því maður veit aldrei hvað þeir eru í alvörunni að meina, hvort þeim finnst þetta í alvörunni sniðugt, eða hvort þeim finnist þetta heimskulegt. Ef ég vissi hvernig á þessu stæði myndi ég hjálpa vinum mínum með þetta vandamál, því það er vorkunnarvert að þeir geta ekki ákveðið sig sjálfir um einföldustu hluti í kringum aðra, í þeirri hræðslu að þeim verði strítt fyrir að finnast eitthvað öðruvísi en öðrum. Kannski eru þeir drifnir áfram af þeirri þörf, löngun til að vera viðurkenndir af einhverjum, hrósaðir fyrir eitthvað........það er alltaf spurning. Það hlýtur að hafa eitthvað að segja ef við hrósum vinum okkar meira og látum þá vita að okkur er ekki sama um þá. Það myndi örugglega gera gæfumuninn.

Ég læt lokaorðin vera: Hrósið vinum ykkar meira :D

Vissir þú að...........................................Meðalbarn notar 730 mismunandi vaxliti fyrir 10 ára aldur.

The Claustraphobic Cavetroll has spoken


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?