<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 31, 2003

Ég hef nokkrum sinnum verið í rökræðum um hitt og þetta sem margir setja í sig sem er hégómi. Gat á líkamanum, húðflúr og nú það nýjasta, klofin tunga (ojj).

Rökræðurnar fara oftast þannig fram að sá sem ég tala við finnist það fyrirlitlegt af fólki að halda í heiðri svona hégóma. En þá verð ég að spyrja, hvar dregur maður mörkin frá hégóma og látleysi? Allt hlýtur að hafa einhvern hégóma í sér. Sama þótt maður fylgi nýjustu fatatísku eða reyni að fylgja henni EKKI, þá er maður að skapa sinn eigin stíl, og hégóminn felst í því að manni finnst maður líta vel út og vill sýna öllum hversu vel maður lítur út. Er þetta ekki hégómi.

Auðvitað er ég ekki að segja að maður sé alltaf svona sjálfselskur í útliti, en við hljótum að hafa okkar fatastíl til að sýnast fyrir öðrum, sama hversu djúpt það ristir í huga manns. Sama lögmálið á við í öllu öðru, svo sem pólitík, tónlistarsmekk og aðrar listir.

Og ef maður gengur lengra, þá hlýtur hégómi að vera að hluta til afleiðing kapitalisma...........svo og auðvitað öðrum stefnum. Hégómi er eitthvað sem ekki er hægt að vera án. Hégómi hefur bara þetta vonda orðspor á sér sem nauðsynlega þarf að vera laust við.

Eða kannski er bara málið að endurskilgreina hégóma, og draga línu milli hégóma og öfgahégóma (eða hvað?).


|

miðvikudagur, júlí 30, 2003

Þetta kerfi er alltaf að hneyksla mann.............maður hélt að þegar þeir væru búnir að dæma Árna Johnsen í fangelsi, að hann færi í venjulegt fangelsi, enda er hann ekkert annað en venjulegur maður.

En nei. Hann fær að fara á lax með embættismönnum og mörg önnur fríðindi. Er þetta virkilega það sem er nauðsynlegt til að sýna honum hvað er rangt og hvað ekki? Og núna á að hleypa honum út til að hann geti gaulað á þjóðhátíðinni fyrir blindfullt fólkið sem eru þau einu sem elska hann núna. Annars var ég að heyra að hann fengi að fara vegna þess að það væri að fara að skíra einhvern nýjan fjölskyldumeðlim í ættinni hans...........þannig að þetta varsérstakt tilefni, og réttlætanlegt. En af hverju fer hann þá líka að gaula?

Þetta kom líka fyrir hann Lalla Johns, kvikmyndahetju. Hann bað um dagsleyfi eða eitthvað álíka, til að fara á frumsýningu kvikmyndarinnar "Lalli Johns". Hann fékk ekki að fara.

Ef Árni fær að fara............af hverju þá ekki Lalli Johns? Lalli var inni fyrir miklu vægara dæmi en Árni, og samt fær árni að vera í lúxus fangelsi og fær greinilega að fara þegar hann vill? Ég he´lt að dagar hans í pólitík væru á enda, en svo er greinilega ekki :/


|

þriðjudagur, júlí 29, 2003

Skrýtið hvað það hafa margir þörf til að versla, konur jafnt sem karlar, stelpur jafnt sem strákar.

Hvað veldur því að sumir fara í búðir og eyða peningi sem er betur varið í að borga skuldir? Krakkar kaupa fullt af nammi í staðinn fyrir að kaupa eitthvað sem þau hafa viljað lengi en eiga aldrei efni á því aþu kaupa svo mikið af nammi.

Mér er sagt að nammiþörfin sé í einhverju geni, kjaftæði, þetta er bara afsökun fyrir að fá nammi og hafa enga stjórn á sér. En burtséð frá því þá er sem sagt líka til það fólk sem lítur á verslanaferðir sem eitt af áhugamálum sínum...................ég veit að sumt af þessu dóti, ég endurtek, SUMT af þessu dóti er nauðsynlegt. Hvaða ástæðu sjáum við í því að kaupa dót sem hafur ekkert gagn né skemmtanargildi (nema það sem við höldum að það hafi, en verðum leið á þessum hlut strax)?

Ég hef gaman að því að versla, en ég þarf að hafa ástæðu fyrir því að versla. Ef ég er að fara að kaupa eitthvað fyrir gítarinn minn, eða reyndar þá er ég bráðum að fara að kaupa mér nýjan 100W magnara, þá er það mér tilhlökkunarefni. Ef það er nýr geisladiskur sem ég vil kaupa, þá kaupi ég hann, en ég passa mig á því að eiga alltaf pening fyrir öðru. Ég kaupi kannski disk á mánaðarfresti og þá á ég líka pening fyrir þeim tónleikum sem ég fer á og dótinu sem ég kaupi þar.

Annars þá vil ég ekki fyrirlíta þá sem eyða í vitleysu, þau hljótaþá að vera skynsamari í einhverju öðru en við hin, og kannski sjá þau þessa galla á okkur. Hver veit?


|

mánudagur, júlí 28, 2003

BBC skýrði frá því nú á dögunum að tekist hefði verið að afsanna þjóðsöguna um Loch Ness skrímslið. Þeir notuðu sónartæki og gervitungl til þess að tryggja að ALLT vatnið væri skoðað. Ekkert fannst.

Þetta eru mjög góðar fréttir. Loksins er búið að negla þetta niður og engin þörf fyrir fólk að rífast um þetta lengur. Samt sem áður skil ég ekki hvernig fólk gat skilgreint alla trjádrumbana og hræin sem Nessie. Er í alvörunni hægt að trúa því að eitthvað skrímsli geti lifað í þessu vatni í 1000 ár sem meðan ég man, var álitið of lítið fyrir vatnaskrímsli af þessu tagi? Hvað fær fólk til að trúa þessu? Ferðamannastraumurinn? Geðveiki? Þjóðsögur? Örugglega sambland af þessu.

Það eina sem ég skil ekki er af hverju það var ekki byrjað á því að rannsaka þetta mál strax og þessi tækni var búin að sanna sig. Það hefði sparað tíma og nokkur skosk hótel. Hvernig væri að fara að sýna fólki náttúruna í kringum vatnið og meira að segja Loch Ness út á náttúrufegurðina, í staðin fyrir óstöðugar sögusagnir? Maðurinn er greinilega svo yfirborðskennt að það þarf að vera eitthvað spennandi og dularfullt við allt sem þau skoða.

Ég þakka fyrir mig.


|

sunnudagur, júlí 27, 2003

Ég skil ekki af hverju nauðgarar, morðingjar og svoleiðis pakk, fái vægari dóma en fjársvikarar!!!

Er siðferði laganna virkilega svona lítið? Snýst allt um peninga núna? Hverjir ákveða svona rugl?

Ég er virkilega fúll útí þetta kerfi. Þeir láta að líta út þannig að það sé í lagi að nauðga og drepa næstu manneskju svo lengi sem maður rænir ekki bankanum í leiðinni eða eikva solleis. Þetta kerfi er í rauninni algjörlega ósnert af almennu siðferði sem lýðst í dag.

Æjj, kannski er ég bara pissed. En þetta er eitthvað sem á að laga. Hvað kemur næst? Á kannski að fara að taka upp þrælahald aftur? Er það kannski alltí einu farið yfir strikið? HVAÐA STRIK???? Þetta strik er alltaf að hreyfast þannig að maður veit aldrei hvenær maður er að gera eitthvað af sér eða ekki. Þetta kalla ég chaos.

Þetta er erfitt líf :(


|

laugardagur, júlí 26, 2003

Í dag verður planið að gista hjá vini mínum sem er líka hinn gítarleikarinn í Painkiller (reyndar þá ætlum við að breyta því yfir í "Cynics").

Gisting hjá vini er eitthvað sem ég geri sjaldan, og eflaust margir strákar. Hinsvegar er þetta töluvert algengara hjá stelpum.............Hvernig ætli standi á því? Ég strákar eru ekkert minna nánir vinir en stelpur, við hljótum að sýna það á allt öðruvísi hátt en stelpur. Það er samt ekki eins og við strákarnir höfum það leiðinlegt þegar við erum að gista hjá hvor öðrum, en þrátt fyrir það er þetta svo algengt fyrirbæri að það er tekið eftir því þegar við ætlum að gista. Ef við værum stelpur þá væri það sjálfsagðara mál en að drekka vatn, sumar stelpur gista hjá hvorri annari á skóladegi og foreldrarnir sjá ekkert að því.

Kannski hafa strákarnir harðari takmörk á því hversu mikið þeir geta verið með vini sínum samfleytt. Það þyrfti þá í flestum tilvikum að vera ástæða fyrir því að við myndum gista. Ný spóla komin á leigu sem er ekki gott að horfa á einn, nýr tölvuleikur, eitthvað rosalegt að gerast í fyrramálið sem má ekki missa af, LAN............................þetta eru allt góðar ástæður fyrir stráka að gista. Stelpur hinsvegar gruna ég um að gera þetta meira út á skemmtanargildið, þá er ég að meina, það skiptir meira máli en ástæðan fyrir gistinguni. Ég á tvær systur, og þegar þær hafa einhverja vinkonu hjá sér sem gistir, þá eru þær talandi saman til fjögur um nóttina, HÁTT.

Æjj, ég veit ekki............kannski erum við bara ólík :/


|

föstudagur, júlí 25, 2003

Rosalega finnst mér mikið bull í sumu fólki að ætla sér að gera íslenskan her. Eða varnarlið, skiptir engu.

Það er eins og við þurfum að vernda eitthvað rosalega mikilvægt því annars myndum við ekki halda okkar öðru sæti í lífsgæðakapphlaupinu og fara pínu neðar. Hvar er félagslyndin? Er þetta virkilega okkar mannlega eðli? Ég meina, hverjum er ekki sama þótt veiði fiskinn okkar? Við étum hann ekki sjálf. Hvernig væri ef við værum pínu sósíalískari og lefyðum fólki að veiða hérna' Leiðir það ekki til þess að við fáum að nýta okkur auðlindir annra? Geta þá ekki öll dýrin í skóginum verið vinir?

Þetta er greinilega ómögulegt fyrir sumum eigingjörnum einstaklingum. Þeir vilja virkilega hafa það ennþá þannig að til séu bæði ríkir og fátækir. Og þeir sem fylgja þessu útí öfgar munu ekki lyfta litla fingri til að hjálpa þeim sem minna mega sín. ER EITTHVAÐ AÐ???

Annars þá var ég að frétta af því að Arnold Schwarzenegger væri að bjóða sig fram sem ríkisstjóra Kaliforníu fyrir hönd repúblikana. Hann fær ekki stuðning konu sinnar því að hún er komin af Kennedy fjölskyldunni. Sorglegt það...........


|

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Merkilegt.

Þetta gefur til kynna að það er ekki í lagi með sumt fólk. Hversu desperate er sumt fólk að eiga íslenskt vannilla coke? Eina skitna hálfs lítra flösku af þessu?
|

þriðjudagur, júlí 22, 2003

Af hverju er fólk að stressa sig yfir því hvort það sé tilgangur með þessu lífi? Er tilvist manns ekki nógu gott í sjálfu sér, því maður þarf að vita af hverju?

Reyndar þá er það böggandi að vita ekki svörin við sumu, og þetta er ein af þeim spurningum. Fólk getur rifist endalaust um þetta viðfangsefni og skrifað heilu ritgerðirnar sem fjalla um tilgang þeirra lífs. Og það vekur öfund hjá öðrum þegnum samfélagsins því þeir sjá að þessi einstaklingur hefur fundið sig í lífinu og veit sinn tilgang, á meðan afgangurinn af samfélaginu er ennþá á villigötum.

Hvernig væri að sleppa því að pæla í þessu tiltekna máli af þeirri einfaldri ástæðu að lífið þarf ekki að hafa tilgang, við lifum þessu lífi fyrir okkur sjálf en engan annan. Hér kemur hinsvegar guðshlutverkið. Æðra afl gefur þeim sem spyr þau svör sem hann þarf eða vill. Ég sé ekkert að því, það er hægt að túlka allt saman öðruvísi. En það er líka samt sem áður hægt að túlka tilvist sína með guði, því þegar guð er í myndinni þá er eina breytingin sú að spurningin breytist yfir í: "Hvert er hlutverk mitt hjá guði?". Þetta er nokkurnveginn sama spurningin. Fólk er í endalausri leit að þessu tiltekna svari og þeim finnst á tímum eins og þau mni aldrei finna það.

Ég veit ekki hvort þetta sé eigingirni í mér eða einfaldlega leiði á því að leita að þessu svari, en ég held því fram að tilgangur okkar hér á jörðu er aðeins sá sem við setjum okkur. Markmið okkar í lífinu eru þá t.a.m. tilgangur okkar, og þau eru alltaf að breytast. Hver sagði að tilgangurinn væri bara einn og væri ekki hægt að breyta? Enginn. Þetta var bara einhver standard sem einhver setti upp (hvenær sem það var) og hefur lifað óbreytt í svona langan tíma.

Annars þá er þetta bara mín túlkun á tilgangnum og ég er ekki að segja að þetta sé rétt, heldur líklegast fyrir mér. Ég þoli ekki svona predikara sem halda að þeir séu þeir einu sem hafa rétt fyrir sér og blokka á allar mótsagnir og gagnrýni. Ég ætla pottþétt ekki að vera einn af þeim :)


|

mánudagur, júlí 21, 2003

Úff.........heil helgi án þess að blogga!!!

Þetta er eini gallinn við það að fara í útilega, núna þegar bloggið er orðinn svo til ómissandi hlutur í lífi mínu, enda ekkert skrýtið þar sem ég hef fundið fyrir þvílíku tjáningarfrelsi síðan ég bloggaði.

Allavega, ég ætla að blogga um eitthvað sniðugt :D

Ég las soldið aldraðan pistil eftir mann sem spurði hvernig maður hefði "vit" á tónlist.

Ég held að enginn hafi vit á tónlist, a.m.k. ætti ekki að kalla þetta "vit", heldur "reynslu" og náttúrulega er maður jákvæður fyrir hinu og þessu en ekki einhverju öðru. Enginn hefur þá, samkvæmt þessu, "vit" á tónlist. Það er bara gott mál, því strax og einhver hefur "vit á tónlist, þá hlýtur hann að líta á sig sem einhvern æðri tónlistarlega en aðrir. Hver þolir svoleiðis gaura?

Auðvitað rífst fólk um gæði hinna og þessara grúppa en þessir sömu gaurar færa persónuleg jafnt sem tæknileg rök fyrir því af hverju þeirra hljómsveit er betri. Allt frá því hversu virkir allir meðlimirnir eru að vinna saman, til þess hversu tryggir aðdáendurnir, til þess hvaða skandalar þessar hljómsveitir hafa að baki, og í sumum tilfellum, hver drap hvern. En þeir sem þykjast hafa "vit" á tónlist og útfrá því þykjast hlusta á betri tónlist en allir aðrir almennt, eru bara skilgreindir með einu orði: BESSERVISSERAR

Ekki láta svona fólk valta yfir yður ef hann/hún fer að beita meiðyrðum gegn yður. Standið upp gegn þeim og verjið tónlistarsmekk yðar því yðar tónlistarsmekkur er sá eini sem á að skipta yðar máli. (Djöfull er fyndið að þéra..........:D)|

miðvikudagur, júlí 16, 2003

Coffeeee................GOOOOOOOD


Margir sem ég þekki eru hræddir við hæfileikana sína. Ég var að tala við eina vinkonu mína á msn og hún vildi ekki segja mér hvað hún væri að plana að gera. Ég er mjög forvitin manneskja og var ekki á því að gefast upp á því að spurja hana. Hún gaf mér oft vísbendingar þannig að ég vissi að hún myndi segja mér þetta fyrr eða síðar. En á meðan þessu stóð var hún alltaf hrædd við að segja mér þetta því hún hafði greinilega einhverja skömm yfir þessu.

Síðan að lokum sagði hún mér "the big secret". Hún hafði ákveðið að skrifa smásögu, en hún var ágætis penni þegar ég var með henni í bekk í 7.bekk, en síðan fórum við í Hagaskóla og bekkirnir splundruðust þannig að ég veit ekki hvernig þessir hæfileikar henna þróuðust.

En allavega, þetta var það sem hún var hrædd við að segja. Ég var mjög undraður þar sem ég sé ekkert hallærislegt við það að skrifa eitthvað skapandi, ég er frekar skapandi sjálfur, er t.d. í hljómsveit, semjandi texta og auðvitað haldandi uppi þessari bloggsíðu (þótt ég hafi grun um að enginn lesi þetta :P). Stöku sinnum geri ég smásögur og hef gaman af því. En akkúrat útaf því hversu mikið ég nýt þess að skrifa, fattandi síðan að hún hefur sama hobbý, skil ég ekki hvernig hún getur verið hrædd við þetta.

Hún hlýtur að fá einhverja gagnrýni; ef ekki frá fólki í kringum hana, þá kannski frá sjálfri sér. Það er aðalvesenið. Maður fær ekki að vera í friði með sín hobbý nema að maður verði svo heppinn að þau séu í tísku.

Þið hérna sem gagnrýnið hæfileika fólks: Grow up!!! Lifiði lífinu fyrir ykkur sjálf og hættiði að nöldra í því hvað aðrir eru asnalegir, því þið eruð engu betri :Ð


|

þriðjudagur, júlí 15, 2003

Úff, enn einn dagur í lífi 15 ára drengs..............

Ég komst að því í gær í vinnunni þegar ég var að tala við kunningja minn og komst að því að fordómar eru með því lúmskasta sem til er, maður getur haft fordóma fyrir öllu. Málið er nefnilega að orðið "fordómar" er alltaf notað um rasista. En það er augljóst (þótt sumir fatta það ekki alveg strax) að fordómar eru einfaldlega að dæma eitthvað áður en maður veit það sanna. Hvað sem er.

Ég t.d. hlusta mikið á tónlist og þegar ég hef engar myndir til að sýna mér hvernig gaurarnir í tiltekinni hljómsveit líta út, þá ímynda ég mér það og held mig fast við þessa ímynd þar til ég finn út það rétta. Áður en ég byrjaði að hlusta á Type O Negative, þá var ég búinn að koma upp þeirri ímynd í kollinum á mér að þeir væru horaðir, 25 ára, einn þeirra með strípur í hárinu og söngvarinn væri á jarðinum við að syngja sópran.

Núna veit ég að gaurarnir eru á að giska á fertugsaldrinum, flestir með olnbogasítt hár, allir dökkhærðir, söngvarinn er á jarðinum við að vera bassi og þeir eru allir geðveikt massaðir, t.d. þá var söngvarinn fyrirsæta í tímaritinu "Playgirl"

En hvað á maður annars að gera ef maður veit ekki hvernig þeir líta út? Auðvitað byggir maður sér upp ímynd útfrá því sem maður hlustar (þegar músík á í hlut) og ég myndi telja það frekar eðlilegt. Það fer ekki að verða óeðlilegt fyrr en þessi persóna byggir upp hatur gagnvart einhverju án þess að hafa nein almennileg rök fyrir því.

Það að einhver er ekki af sama kynstofni er ekki góð rök. Við erum öll manneskjur og eigum jafnan rétt til að lifa, og þeir sem geta ekki sætt sig við það mega bara hafa hausinn áfram í rassgatinu fyrir mér :)


|

mánudagur, júlí 14, 2003

Mastodon voru að spila í gær á gauknum og ég er með hálsríg :D Pottþétt þess virði!!!

Tónleikarnir byrjuðu rólega með Eyjapeyjunum í Brutal, þetta sýnir að það er til fólk í Vestmannaeyjum sem hlusta á annað en sveitaballamúsík:D Annars þá eiga þeir langt í land með blackmetalinn, þetta var soldið leiðinlegt hjá þeim.

Changer voru næst, og það þarf ekki að segja mér hversu góðir þeir eru, ég veit það bara. Það þarf ekki að segja neitt meira en það!

Forgarður Helvítis voru næstir og það kom flestum óreyndum á óvart hvað lögin þeirra voru stutt, enda er hér um grondcore að ræða. Highlights hjá þeim vor lög eins og "Án þess að depla auga", "Kjöt með gati" og "Hóra". Alveg svoleiðis frábær lög :D

Þá var komið að Mastodon og þá trylltist salurinn!!! Þvílíkar viðtökur sem erlend hljómsveit fær. Enda er um klassahljómsveit að ræða. Ég moshaði við kannski helminginn af lögunum, sem má telja mjög gott þar sem þeir voru spilandi í tæpan klukkutíma (held ég). Ég var reyndar að spara mig þar til "The March of the Fire ants" kom, en þetta er eitt af bestu lögum sem ég hef heyrt.

Mastodon hafa fengið þvílík lof fyrir tónlistina sína og hafa m.a. verið sagðir "the second coming of Metallica and Rush combined". Það segir eiginlega allt, því þeir voru með fullt af stöffi sem ég gæti aldrei fundið upp á sjálfur. Þeir nauðguðu arabíska skalanum ótt og títt, sem er gott því ég er að fíla þann tónskala.

Annars gerðist marg og mikið itan sviðsins. Eins og ég sagði áðan, þá var mikið moshað, en einn gaur moshaði greinilega of mikið og skall með hausinn í hornið á einum magnaranum og hlaut stærðar sár á enninu. Ég hef grun um að hann eigi eftir að flassa þessu í þó nokkuð langan tíma til að sýnast rosa hardcore gaur. Nei, ég segi bara sonna.

Annars þá var geðveikt þegar þeir tóku seinasta lagið. Salurinn trylltist meira en nokkurn tímann og fólk var öskrandi sig hása. Sumir fóru að stagedive-a (það er þegar maður stekkur yfir hópinn og lætur hópinn bera sig) og ég var einn af þeim, og ég var borinn svo hátt að ég náði að hanga í ljósunum!!! :D Þegar ég kom niður fannst mér eins og ég væri "The man of the moment" og það var skemmtileg tilfinning ;)

Síðan fór ég í sölubásinn þeirra og lét bassaleikarann/söngvarann rita eiginhandaráritunina sína á plakat sem var gefins frá þeim og hrósaði þeim fyrir gott show og tók í hendina á honum. Ég spurði hann síðan hvort þeir væru að plana aðra ferð hingað.

Og vitiði hvað? ÞEIR KOMA Í MAÍ :D Það væri frábært ef þetta væri þá á afmælisdeginum mínum, fjórða maí................en maður verður bara að láta sig dreyma :)


|

sunnudagur, júlí 13, 2003

Vissuði að Ísland er eitt af fáum ef ekki eina landið í Evrópu sem bannar vörslu sverða?

Þetta þýðir að Maður má eiga skammbyssu ef maður er búinn að taka hin ýmsu próf, er í skotveiðifélagi og er búinn að eiga skírteini í mörg ár, en það er engin leið að kaupa sér bitlaust sverð og flytja til Íslands. Fólk er orðið svo paranoid að það fer virkilega að hugsa sér að einhver fari að drepa sig með 20 kg. sverði og þess vegna á að banna það. En hins vegar sjá þau ekkert athugavert við það að eiga byssu og byssuskot sem drepa.

Hver ætli sé ástæðan fyrir þessu? Er þetta kannski útaf því að við erum hinir frægu afkomendur víkinga og þess vegna er þetta í genunum að höggva mann og annan um leið og við komumst í kynni við sver? Eða var einhver svona heimskur að hefja berserksgang með hlussusverði en olli í raun engan skaða því hann/hún gat ekki loftað því?

Hvar ætlar stjórnin að draga mörkin? Eigum við á endanum að borða matinn okkar með plasthnífapörum því stálhnífapör eru flokkuð til morðvopna? Á að banna vatn í stærri ílátum en skál því það er hægt að drekkja fólki í því? Á að banna fjallgöngumönnum að stunda ísklifur nema á bitlausum broddum? þetta er augljóslega geðveiki sem er að herja á þessa ríkisstjórn, því ef eitthvað veldur skaða þá á að banna það. En hvað veldur ekki skaða?

Þetta er ekki rétt leið til að lifa.


|

laugardagur, júlí 12, 2003

Þessi gúrkutíð í fjömiðlunum í dag er alveg að gera útaf við mig. Ekki það að ég sé sjúkur í að lesa fréttir, heldur leiðist mér þegar forsíðan segisr m.a. frá því að eitthvað mexíkóskt fyrirtæki ætli að kaupa nokkra hvali. Af hverju gera þeir manni ekki greiða og hafa svona fréttir í sérblaði og fólk getur óskað eftir því að fá það á hverjum degi eða fá bara stríðs- og stjórnmálafréttir og annað sem fólk þykir skipta meira máli. Í alvörunni, nokkra daga í röð hef ég tekið eftir mynd af litlum krakka étandi ís á baksíðu Morgunblaðsins.

En hvað ætli valdi því að gúrkutíð sé alltaf á sumrin? Er fólk kannski of upptekið við að vera ástfangið og skemmta sér í staðinn fyrir að fremja glæpi og annað fréttnæmt? Eða þá einfaldlega að það sé bókstaflega gúrkutíð og að akkúrat á þessum tíma er besta uppskera af gúrkum? Hver veit?

Auðvitað er ekki hægt að krejast þess að blaðamönnum að skrifa þá um það góða sem gerst hefur í heiminum, því það eru svo margir sem gera góða hluti að það er leiðinlegt. Vondar fréttir er lang oftast um fólk sem er að gera eitthvað óvenjulegt og þess vegna er sá hlutur fréttnæmur. Ég meina, ef einhver maður væri drepandi fullt af fólki hvern dag með melónu, væri það að sjálfsögðu í forsíðufréttum í heila vikur til að leyfa fólki að fylgjast með rannsóknum. En þetta er einmitt gallinn við Ísland, það gerist svo fátt að sama fréttin er á forsíðum í langan tíma. Melónugaurinn gæti þessvegna sláð met í að vera marga daga í röð á forsíðum dagblaða.


|

föstudagur, júlí 11, 2003

Það er erfiðara en margur myndi gruna að semja lag. Það er að vísu þess virði en samt erfitt.

Ég lenti í því að lögin sem við í hljómsveitinni Painkiller vorum að semja, að lögin hefðu breyst síðan síðast, því að skipulagið hjá okkur var næstum því ekkert. Við höfum þá ákveðið að taka að okkur að klára að semja heima hjá okkur, og ef það eru fleiri en eitt lag, þá úthlutum við okkur lögum. Þetta ákváðum við bara í dag, þannig að við hittumst í næstu viku og reynum á þetta. Ég held að þetta sé mjög sniðugt, því þá kemur mjög fjölbreytt tónlist í ljós.

Annars þá er það erfiða við að semja lög er skipulagið. Hvernig lag á þetta að vera? Hvaðan sæki ég innblástur? Á að hafa einhvern skrítinn takt í þessu? Allt þetta byrjar með einni melódíu og þessi melódía verður annaðhvort aðalmelódían eða sú melódía sem leiðir af sér aðalvelódíuna, í mínu tilfelli. Síðan verð ég að passa það að þetta sé ekki stolið, en hægt er að gera breytingar með því að slá á strengina öðruvísi, breyta part einhversstaðar í melódíunni og/eða hafa þetta í öðrum takti.

En þetta er náttúrulega allt saman mjög augljóst, ég er bara að skrifa þetta því ég hef ekki neitt að skrifa um..................hehe


|

miðvikudagur, júlí 09, 2003

Ég var að horfa á Rock in rio, sem eru tónleikar með Iron maiden sem teknir voru upp þann 19.janúar 2001 (sama dag og Bjarni átti 13. afmælisdaginn sinn) í Rio de Janero.

Ég fékk þvílíkan fiðring, þótt ég vissi að þetta var ekki eins raunverulegt og að vera á staðnum, en aðalspennan fyrir mér var að sjá hversu færir gítarleikararnir þrír voru. Adrian Smith er eitt af gítargoðunum mínum. Það kom mér ekki beint á óvart, en ég var ánægður að sjá hversu góðir þeir eru live. Næstum því nákvæmlega eins og á stúdíóplötu...........þeir gætu þess vegna tekið upp plötu á nokkrum klukkutímum.

Textarnir hjá þeim hafa alltaf verið áhugaverðir, enda er Bruce Dickinson sagnfræðingur að mennt (meðal annars). Textarnir eru um frelsishetjur, þrælahald og landkönnuði, geðveiki, galdra, stríð................og þeir setja þetta í svo flotta sögu að það er unaðslegt. Flottasta lagið á þessum tónleikum er eflaust í mínum huga "Blood Brothers" af Brave new world. Það vantaði reyndar þennan sellófílíng sem er á disknum, en gítararnir tóku þetta mjög vel án efa. Þetta lag er ólýsanlega flott, og er eitt af uppáhaldslögum mínum með Járnfrúnni. Mér finnst þeir bara hafa batnað með tímanum, þroskast. Ég get ekki beðið eftir að heyra í nýju plötunni með þeim, og ég verð bara að kyngja því að trommarinn er ekki sá ákjósanlegasti fyrir þá, mér finnst hann í rauninni alveg ömurlegur. En hvað er ég að segja þeim fyrir verkum, ég hef engan rétt til þess.

Allavega, ég mæli með Rock in rio. Þetta er eitthvað sem ég verð að minnsta kosti ekki leiður á.


|

mánudagur, júlí 07, 2003

Allar stjórnmálastefnur hafa sína svörtu hlið.

Kapitalismi hefur oft verið kennd við kúgun af þeim sem minna mega sín, og oft á tíðum þá eru hugsjónir fólks mannskemmandi því þau beinlínis brosa þegar öðrum gengur vel (þá er ég að meina businessmenn/konur) og allt snýst kapitalismi um að eiga peninga til að lifa og svoleiðis.

Komúnismi var uppi í Sovétríkjunum í 70 ár. Reyndar kallaðist þetta bara kommúnismi en var í raun sósíalismi að færast uppá við (sem sagt uppí kommúnisma). Á þessum 70 árum tókst þeim ekki að viðhalda þessu almennilega og það endaði með því að ríkin aðskildust og urðu skuldug upp fyrir haus fyrir vikið.

Frumkvöðlar anarkisma stuðluðu að ofbeldi og hryðjuverkum.

Einræði, besta dæmið um það er kannski Saddam Hussein.

Og það geta örugglega þónokkrir verið sammála mér að það er eitthvað að því að erfa völd eins og í konungsveldi, því afleiðingarnar væru hörmulegar ef erfinginn væri veikur á geði eða siðblindur. Það sama á við um keisaraveldi.

Núna lenti ég í því að ég las grein eftir kunningja minn (nota bene kunningja, ég álít hann ekki vin minn þar sem ég hef óbeit á honum) þar sem hann var með þann áróður að kommúnismi væri eina stefnan sem vert væri að aðhyllast (þið getið nálgast þessa grein hér). Þessi sami kunningi setti útá skoðanir mínar á stjórnmálum. Ég trúi því samt að hann hafi bara ekki getað ímyndað sér enga stjórn og hreinlega blokkað þann möguleika því anarkismi er ein af umdeilanlegustu stjórnmálastefnum sem fyrirfinnst hérna (held ég, ég er bara að tala af reynslu minni) og setja þeir oft útá anarkisma hvað frumkvöðlarnir eru ótraustvekjandi. Annars þá finnst mér það hræsni í honum að neita því að anarkismi geti virkað og síðan aðhyllast stefnu sem fór í þvílíkt rugl á sínum tíma. Auðvitað er hægt að afsaka sig og segja að þeir hafi ekki gert þetta rétt og svoleiðis dæmi, en málið er, Sovétríkin höfðu SJÖTÍU ÁR til þess að reyna að koma þessu í lag............æjæjæjæjæjæjæjæjjjjjjjj

Eins og allar stjórnmálastefnur, þá breytast þær, þróast í "betra" form. Anarkismi er engin undantekning þar á. Þótt Bakunin og þeir hafi stuðlað að hryðjuverkum, þá eru anarkistar í dag friðarsinnar. Við anarkistar berum sem sagt enga samúð með hryðjuverkamönnum og svoleiðis fólki. Þótt ég styðji ekki hugsanir Bakunins, þá get ég alveg skilið þær. Ég gæti haldið að hann hafi viljað eyðileggja kapítalíska kerfið til að byrja þetta upp á nýtt. Gallinn hins vegar við þetta er sá að flestir una sig vel í þessu kerfi og þeir einstaklingar verða mjög reiðir ef þeir fá ekki að lifa eftir því. Þetta leiðir þá af sér uppreisnir og glundroða.

Fólk heldur nefnilega að þetta sé það sem anarkistar vilji. Ég vil þetta að minnst kosti ekki. Mín hugmynd að því að koma upp anarkisma er leið fræðslunnar, þannig geti fólk tekið sér meðvitaðri pólitíska afstöðu og ef það eru nógu margir hlynntir sömu hugmyndafræðinni, þá finnst mér þess virði að reyna á þetta. Skipulagningin verður síðan náttúrulega ákveðin innbyrðis.

Annars þá er ég ekki að segja að anarkismi sé hið fullkomna samfélag, heldur aðhyllist ég hana því ég trúi að besta leiðin til að rækta með sér hæfileikann og andlegt sjálf, sé í gegnum anarkisma. Mér er sama hvað öðrum finnst.|

sunnudagur, júlí 06, 2003

Ég er orðinn leiður á því að hugsa hlutina útí öfgar, þurfa að skilgreina ALLT, gefa öllu heiti til að viðurkenna tilvist hlutarins. Ég er eiginlega búinn að fá nóg af því að lifa svona flóknu lífi sem hugsandi tilfinningavera. Ég kemst ekki hjá því að hugsa um hlutina og mynda mér skoðun í hverju því sem ég tek fyrir mér. Rosalega myndi ég vilja vera api í bara einn dag.................það væri unun þar sem ég gæti lifað eins einföldu lífi og mögulegt er, allavega andlega séð.

En ef ég væri api, þá þýddi það að ég gæti ekki upplifað sömu hamingjutilfinninguna og ef ég væri mannvera. Ég gæti ekki hugsað mér lífið án hamingju og ef ég hugsa útí það þá vil ég frekar vera mannvera, útaf hamingjutilfinningunni. Það sem ég þarf þá að gera er einfalt. Hætta að hugsa um hlutina svona öfgakennt. En ég held að það sé mér óhjákvæmilegt, þar sem þessar hugsanir gera mig meðvitaðri um hlutina og láta mig sjá hlutina í nýju ljósi og það er ákveðin ánægja í því. Kannski er það forsmekkurinn að hamingjunni sem ég er ennþá að leita að, en hef grun um að sé beint fyrir framan nefið á mér.

Og síðan verð ég að taka það með í dæmið að ég verð að upplifa óhamingju til að upplifa hamingju eftir á. Þannig að ég verð bara að taka jákvætt á þessari vanlíðan og þá finn ég hamingjuna. En ég veit ekki hvort ég getir tekið á þessu jafn jákvætt og ég vil taka því. Hef ekki hugmynd af hverju.|

laugardagur, júlí 05, 2003

Ég lenti í þvílíku rifrildi við gaur gegnum netið (nánar tiltekið á hugi.is). Umræðuefnið var trúmál.

Ég byrjaði rifrildið þegar hann var að lítillækka okkur guðleysingja og segja það hroka og hégóma að afneita tilvist Guðs. Ég var hneykslaður á því hversu langt hann gekk, hann sagði að við lifðum hallærislegu lífi í fáfræði og það eina sem við munum fá að launum er dauði í staðinn fyrir eilíft líf. Ég var að f***ing brjálast á þessum kvikindisskap og besservisserofsatrúarstælum.

Hvað hefur orðið af umburðarlyndi gagnvart skoðunum fólks? Ég er ekki endalaust að hneykslast á því hvað trúað fólk hafi rangt fyrir sér, ég hef ekki gert það í bráðum tvö og hálft ár held ég. Og ég var aldrei svona rosalega dónalegur. Annars þá held ég að þessi gaur hafi bara gert þetta útá athyglina svo ég hef ákveðið að hætta að svara póstum frá honum.

En staðreyndin er að svona fólk er til. Þau greinilega hafa þá áráttu að láta alla hugsa eins og þeir sjálfir, því öðruvísi finnst þeim þau vera útundan. Geta ekki hugsað sér að hægt sé að túlka hluti öðruvísi en þau túlka þá. Þau líta á jörðina sem eitthvað sem vert er að leiðrétta svo þau fái að launum betri sæti í himnaríki, þrátt fyrir það að Guð dæmi alla jafnt.

Ég ætla í restina að koma hér með textan úr laginu "Leper Messiah" (þýð. Holdsveikur frelsari) eftir Metallica, sem lýsir þessu fullkomlega, því ég hef grun um að þessi gaur hafi eitthvað tengst Krossinum eða þessum grunsamlegu sértrúarsöfnuðum:

Spineless from the start
Sucked into the part
Circus comes to town
You play the lead clown

Please, please
Spreading his disease, living by his story
Knees, knees
Falling to your knees, suffer for his glory
You will

Time for lust, time for lie
Time to kiss your life goodbye
Send me money, send me green, heaven you will meet
Make a contribution and you'll get the better seat

Bow to Leper Messiah

Marvel at his tricks
Need your Sunday fix
Blind devotion came
Rotting your brain

Chain, chain
Join the endless chain, taken by his glamour
Fame, fame
Infection is the game, stinking drunk with power
We see

Time for lust, time for lie
Time to kiss your life goodbye
Send me money, send me green, heaven you will meet
Make a contribution and you'll get the better seat

Bow to Leper Messiah

Witchery, weakening
Sees the sheep are gathering
Set the trap, hypnotize
Now you follow

Time for lust, time for lie
Time to kiss your life goodbye
Send me money, send me green, heaven you will meet
Make a contribution and you'll get the better seat

Lie

Þar hafiði það.........


|

föstudagur, júlí 04, 2003

Ahhhh..........kaffi á morgnana. Er til eitthvað betra en það? Ótrúlegt að eitthvað jafn einfalt og kaffibolli með mjólk geti gert daginn góðan hjá jafn flókinni lífveru og mig.

Ef maður hugsar útí það þá eru það bara einfaldir hlutir sem gera mann ánægðan. T.d. ef fólk heilsar manni með bros á vör, heit sturta, að setjast niður eftir langan vinnudag, Pink Floyd, ef einhver kommentar á bloggið mitt (skrýtið hvað fáir kommenta þó ég viti um marga sem tékka á þessu oft).......listinn er ótæmandi. Ef maður gerir sér of flókna hugmynd um hvað á að gera mann ánægðan, þá hlýtur maður að vera óánægður á meðan maður er að leita að þessum gleðigjafa, og síðan enn óánægðari þegar maður fattar að það þarf ekki að vera svona flókið, ef þið eruð að fatta hvað ég segi.

Be happy :D


|

miðvikudagur, júlí 02, 2003

Ég bjóst aldrei við því að segja þetta, en ég er orðinn leiður á metal. Að minnsta kosti í bili.

Þetta væru vondar fréttir ef ég aðhyllstist bara þessa einu stefnu, en sannleikurinn er að ég er meira og minna alæta á tónlist. Ég var t.d. núna að enda við að hlusta á Hail to the thief með Radiohead. Það er diskur sem allir ættu að tékka á. Þrátt fyrir að vera viðkvæm og létt, þá er þessi tónlist svo tormelt að það væri eins og að borða plast. Melódíurnar eru svo extreme að maður þarf að hlusta á lagið aftur bara til að fatta melódíurnar. Ég hef aldrei heyrt neitt svona á ævinni. Og þegar ég verð búinn að fatta tónlistina, þá verð ég að byrja að pæla í textunum. Þrátt fyrir að líta skrítið út, þá eru þær rosalega pólitískar, kaldhæðnislegar og ég veit ekki hvað........það er unum jafnt sem þjáning að hlusta á Radiohead :D

Önnur hljómsveit sem ég er mikið að hlusta á núna er Pink Floyd. Þeir voru meira í samtímanum, en þeir voru samt að gera þunga músík. Dark side of the moon er kannski þeirra frægasta verk, enda var það í fyrsta sæti á Billbord listanum í 15 ÁR!!! þetta er líka þriðji söluhæsti diskurinn og eitt af uppáhaldsgeisladiskunum. Það geislar úr þeim melódíurnar og tilraunastarfsemin með elktrónískt dót og hvernig það passaði gjörsamlega við allt saman. Ekki ein nóta sem fór til spillis á allri plötunni.

Fólk er oft að bera saman Pink Floyd og Radiohead því þær eru báðar progghljómsveitir. En nákvæmlega útaf því að þær eru báðar progghljómsveitir, þá eru þær jafn ólíkar og 2pac og Metallica. Eina sameiginlega staðreyndin um þessar hljómsveitir er að þær eru að gera nákvæmlega það sem þeir vilja. Fysti diskur Radiohead, Pablo honey (ég held að þessi hafi verið sá fyrsti), var einfaldlega hrár rokkdiskur og The Bends einnig, samt aðeins proggaðri. Síðan kom snilldin OK Computer. Sá diskur var kominn útí proggressive indierokk og ekki hættu þeir þar, heldur komu út Kid A og Amnesiac sem voru jafn ólíkir fyrri diskum og svart og hvítt. Þvílík þróun!!! Hail to the thief lít ég síðan á sem samanbland af öllu saman, ásamt því að þeir eru ennþá að uppgötva eitthvað nýtt.

Proggið hjá Pink Floyd breyttist eftir mannskap. Besta efnið að mínu mati var sá tími sem Syd Barret var aðalmaðurinn. The piper at the gates of dawn kom út og mér finnst hann alveg æðislegur. Eftir minnilegustu plöturnar eru síðan Animals, Dark side of the moon, Wish you were here og The Wall. Ég held að The Wall ættu allir að þekkja, með lögin Another brick in the wall og Mother. Enda var The Wall kannski hápunktur ferilsins, því eftir það byrjuðu þeir að slappast af því að meðlimirnir byrjuðu að rífast og svoleiðis.

Æj, nenni ekki að skrifa meir, en ég mæli með því að alir tékki á Radiohead og Pink Floyd.


|

þriðjudagur, júlí 01, 2003

Ég skil ekki af hverju það þarf að laga sándið í stúdíói jafn mikið og gert er í dag. Núna er það komið svo langt að hljóðfæraleikarar þurfa bara að leika partinn einu sinni og forritið getr lagað partinn, hækkað um ákveðinn tón, bjagað það og allur fjárinn. Þannig getur Britney Spears og Avril Lavigne hljómað vel í stúdíói en þegar kemur að því að syngja live, þá gæti maður alveg eins hlustað á þjáningar hvolpa eða eitthvað jafnhræðilegt.

Hvað varð um þá tíma þegar fólk lagði virkilega í það að taka upp, gera sitt besta, taka ekki of langan tíma í etta? Black Sabbath tóku fyrsta diskinn sinn upp á fjórum dögum, og ég hef heyrt um nokkra sem hafa gert hann á færri. Þeir gerðu seinni byltinguna eiginlega í hráleika rokksins því þeir færðu nýjar víddir í rokkið. Allt út af hráleika. Núna geta hljómsveitir ekki sætt sig við minna en tvö ár við fullkomið stúdíó til að gera plötuna.

Ég virði það ef einhver vill gera plötuna vel, en það má alveg vera hrátt, því oft á tíðum er það flottast, því það er miklu eðlilegra. Fyrir utan allar undergroundsveitirnar sem gefa út plötur um þessar mundir þá er besta platan í dag að mínu mati St. Anger. Reyndar voru þeir með alveg þvílíkar græjur og bestu magnarana, en þeir létu það vera að mixa lögin þar til þau væru orðin þunn og leiðigjörn. James Hetfield fékk að syngja eins og hann vildi, hann meira að segja komst upp með nokkrar "mútur" í sumum lögum. Mér fannst þetta mjög hrátt. En þetta er samt ekkert miðað við flest annað, ég held að pönkið sé með því hráasta sem gerist og munu þeir halda því uppi svo lengi sem það eru einhverjir sem hlusta á þá og skilja og dreifa boðskap pönksins.


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?