<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, ágúst 30, 2003

Fyrirlitning er örugglega þvínæst óumflýanleg. Öll berum við það mikinn kala til einhvers fyrirbæris eða persónu að þetta jaðrar við mannlegt eðli. Kannski er þetta eðlilegt af því að við erum eftir allt, bara mannleg. Þrátt fyrir betri vitund og vilja til að lifa í sátt við allt og alla þá eigum við erfitt með að láta það rætast.

Fyrirlitning er afstæð, sumir geta verið sammála hvað er fyrirlitlegt því það fyrirlitlega stríðir gegn almennri siðfræði. Dæmi um það eru morðingjar, nauðgarar og fíkniefnasalar. Við fyrirlítum þessar persónur fyrir gjörðir þeirra. Sumir, og ég er einn af þeim, fyrirlíta vora ríkisstjórn, því hún er m.a. að gefa of væga dóma fyrir svona fólk, og það sem verra er, þeir eru ekki einu sinni að hafa fyrir því að senda þá í meðferð, allavega ekki sem ákjósanlegasta. Fyrirlitning er hins vegar vond þegar hún fer að bitna á þeim sem minna mega sín, eins og t.d. fyrirlitning byggð á fordómum, kyni og jafnvel aldri. Þegar svona líðst þá sést kannski best hversu grimm manneskjan er og miskunnarlaus.

|

fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Kvikmyndir í dag eru bráðum að fara að falla um sig sjálf. Það eina sem leikstjórar vilja hafa í kvikmyndunum sínum núna eru flóknir söguþræðir, fullt af tæknibrellum og drama skotbardagar. þessar myndir hafa þann eiginleika, jafnt sem galla, að maður fær leiða á þeim, og fólkið þarf að leggja sig allan fram til að búa til nógu góða mynd til að hún verði hittari. Þetta náttúrulega gildir þegar um almennilega mynd er að ræða, margir fara auðveldu leiðina og gera einhverja sumarsmelli sem einkennast af plastdúkkum og loftdældum köllum.

Einn af fáum í þessum bransa sem hefur gert eitthvað að viti án þess að flækja myndirnar yfir í eitthvað tæknidæmi, er Woody Allen. Hann er löngu þekktur fyrir að gera eina mynd á ári, þar sem hann leikur í flestum þeirra. Söguþræðirnir eru frábærir, sérstaklega útaf því hversu einfaledir þeir eru. Húmorinn er alveg æðislegur, og karakterinn sem Woody hefur skapað gegnum tíðina, þessi tuðandi, miðaldra, svo ekki sé minnst á stamandi sjarmör. Tékkiði t.d. á The curse of the jade scorpion. Hún er með eindæmum vel gerð mynd, ég held að margir geti verið sammála mér um það. Hún er mjög einföld í sniðum, og kostað hefur örugglega ekki kostað nærri því eins mikið að gera þessa mynd og einhverja framtíðarhasarmynd.

Fólk er núna orðið svo kröfuhart, því við erum byrjuð að sjá í gegnum plottið. Eftir nokkur ár verður ómögulegt að bæta tæknina, því að gullöld tölvuþróunarinnar verður einhverntímann að staðna, og þegar það gerist, þá munu þessar myndir falla. Er þá ekki best fyrir fólk að reyna að víkka aðeins sjóndeildarhringinn og byrja að horfa á einfaldari myndir (í bland við þessar tæknibrellustórmyndir auðvitað)? Því ef þessi sjóndeildarhringur víkkar ekki, þá munum við aldrei hafa gaman að því að horfa á kvikmyndir í framtíðinni þegar tölvubrellurnar ná mögulegu hámarki í gæðum.


|

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Ég var að lesa grein á hugi.is þar sem Einn notandinn var að óska eftir meðlimum fyrir Samtök grænmetisæta. Venjulegt fólk myndi búast við því að einu svörin yrðu þá frá þeim sem hefðu áhuga, datt ekki í hug að sumir væru það barnalegir að vilja rakka niður eitthvað svona, ég meina, þau eru að saka greinarhöfund um áróður, þegar það eina sem hann gerði var að spyrjast eftir meðlimum, mjög saklaust.

Það komu svör eins og "Mér finnst steikin best blóðug" og "Vitiði hvar hrefnukjöt fæst?". Ég sá meira að segja eitt niðrandi svar sem var í eigu vinar míns. Það eru greinilega þvílíkir fordómar í gangi gagnvart grænmetisætum, og það er greinilegt að kjötætur vilji ekki að grænmetisætur vilji setja upp samtök.

Er þetta þjóðarsálin í dag? Hefur fólk tapað allri umburðarlyndi, og það sem meira er, byrjar nú að tuða af tvíefli á allt sem þeim kemur ekki rassgat við? Er meðaleinstaklingurinn orðinn það andlega þroskaheftur og óöruggur með sjálfan sig, að þau mega ekki sjá neitt óvenjulegt, en þá verður að rakka það niður?

Ég er sjálfur kjötæta, en ég ætla mér að verða grænmetisæta, það er bara spurningin hvenær ég flyt út, sem verður ekki á næstunni :/

Just my two cents


|

mánudagur, ágúst 25, 2003

Skólin byrjar loksins, eða á ég að segja loksins? Ég hef komist að því að skólinn er klofinn í tvennt eftir því hvort maður hlakkar til skólans eða ekki, en þetta er ekkert áhyggjuefni, Hagaskóli hefur gott orð af sér fyrir að höndla vont orðspor þannig að þair geta verið tilbúnir ef upp koma einhver vandamál sem enda í fréttum, hehe.

Ég var að lesa soldið í rökfræði, og það var eitt point þar sem hefur verið rætt alveg síðan á miðöldum, og þessvegna er þetta ekki beint nýtt. En málið er að Guð gaf okkur frjálsan vilja (og ég tala um hann eins og sögupersónu úr biblíunni þar sem ég er guðleysingi). En hvernig getur frjáls vilji verið til þegar hann veit hvað mun gerast á morgunn? Forsendan að Guð sé skyggn er reyndar ekki ógild, en það hefur alltaf verið að tala um hvernig við öll pössum inn í stóru áætlun Guðs, en sú forsenda er nóg til að afnema frjálsan vilja mannsins.

Ætlanir Guðs hljóta þá samkvæmt þessu að vera þversögn. Hann getur ekki bæði gefið okkur frjálsan vilja og síðan látið okkur passa inní risastórt skothelt plan. En það er eins og einhver sagði, það á ekki að fara eftir biblíunni 100% þar sem hún er náttúrulega ekki gallalaus. En ef svo er, hvaða part eigum við þá að trúa? Eigum við í sannleika sagt frjálsan vilja, sem gerir okkur frjáls frá því að meira að seigja aðhyllast Guð? Eða erum við öll partur af þessu plani, og vér guðleysingjar og efasemdarmenn vorum hvort eð er dæmd til að verða þau sem við erum?

Ég vil nú varla halda því fram að Guð sé fasisti, þannig að ég vona sannlega að Guð hafi verið að meina fyrrnefnda möguleikann.


|

föstudagur, ágúst 22, 2003

Það er mjög áberandi í dag að fólk geri sér ekki grein fyrir muninum á feministum og kvenrembum. Kvenremba er núna orðið mjög áberandi þar sem einstaklingarnir álíta karlkynið vera óæðra, kannski útaf mannkynssögunni þegar karlmenn kúguðu konur. Þess vegna álíta kvenrembur að þeirra tími sé kominn og þær verði æðri núna. Kvenremban er byrjuð að hrjá hversdagslífið þar sem karlmenn þurfa að verða fyrir kvenrembuhúmor eins og:

Hver er munurinn á vínberjum og karlmönnum?

Vínber þroskast.


Auðvitað höfum við karlmenn húmor, en það er takmörk fyrir því hvað við getum tekið inn mikið af óréttlæti, sama í hvernig mynd hún birtist. Og það versta er, þá bjóða hversdagssamtöl ekki upp á það að við karlmenn segjum neitt á móti, því þá erum við stimplaðir karlrembur.

Ég, sem feministi, er 100% á móti þessu. Mér finnst kynremba röng. Ég held að bæði kynin séu jafnhæf um að gera nánast hvað sem er (það eru auðvitað störf sem karlar eru betri í og á móti þá eru störf sem henta konum betur). Fólk í dag heldur að feministinn sé kvenremba, en sannleikurinn er að kvenrembur eru oft í feministafélögunum til að ná sínu fram, þær eru blindaðar af óréttlæti, og halda að það sé stríð milli kynjanna.

Ég gæti best trúað því ef maskúlínistar eigi við sama vandamál. Karlrembur geta alveg misskilið stefnuna hjá maskúlínistum alveg eins og kvenrembur geta misskilið stefnu feminista. Eins og alltaf þá held ég að besta leiðin til að leiðrétta þetta er að fræða fólk betur um þetta mál, því þetta er mjög mikilvægt, því þetta mun hafa áhrif á líf mann hvern einasta dag. Sem betur fer þá er hugsun meðalmannsins í þessum efnum á réttri leið, þótt það séu ennþá vankantar. Aðalvandamálið er ennþá launamismunur. Ég hreinlega skil ekki hvernig það getur liðist í nútíma samfélagi. Og fólk er virkilega að afsaka þetta í staðinn fyrir að breyta þessu?


|

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Ég hef loksins fundið hina fullkomnu breiðskífu. þetta meistaraverk ber nafnið Metropolis part 2: Scenes From a Memory og er eftir hljómsveitina Dream Theater. Hér er um að ræða rokkóperu, en söguþráðurinn er morð sem er framið árið 1928 í New York, kona að nafni Victoria Page sem var myrt. Nicolas upplifir það síðan í draumi og kemst að því að andi hennar lifir í honum. Smám saman kemst hlustandinn að því hver myrti hana, og afhverju, og fjallar sagan um það hvernig Nicolas gengur í gegnum þessa lífsraun. Þetta er frekar erfitt að útskýra, ég mæli bara með því að hlustað sé á þetta.

Þetta er það heilsteyptasta, flottasta, útpældasta, flóknasta og fallegasta sem ég hef heyrt, og ég er ekki á því að ég muni heyra neitt líkt þessu. Það sakar heldur ekki að hljómsveitarmeðlimirnir eru allir tónlistarsnillingar, og hafa lært allt sem þeir geta lært á sín hljóðfæri, t.d. þá er Jordan Rudess, hljómborðsleikarinn, undrabarn, og komst inní Julliard aðeins níu ára og Mike Portnoy, trommarinn, hefur verið kosinn besti progrock trommarinn NÍU sinnum. hér er um að ræða algjöra súpergrúppu, þar sem þeir eru allir hljóðfæraleikarar á heimsmælikvarða, en ólíkt flestum súpergrúppum, þá hefur þeim tekist að gera almennilega tónlist. Það er þvílík unun að hlusta á þá.


|

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

Ef guð skapaði okkur eins og við erum, með alla okkar mannlegu galla, hvernig getur hann þá búist við því af okkur að vera fullkomin?

Það er engin möguleg leið fyrir okkur að hafa fullkomlega rétta siðferðiskennd, þar sem hún er soldið afstæð. Það er óhjákvæmilegt að bera kala til einhvers sem við þekkjum, þótt það standi í biblúnni að maður eigi að elska náungann eins og sjálfan sig. Og þó manni takist að vera kurteis við náungann, þá er það hugsanirnar sem haldið er aftur, sem eru rangar.

Guð gerði sem sagt þau rosalegu mistök að gera okkur mannleg. Færa okkur frjálsan vilja. Kannski sá Guð það fyrir að ef allir væru gerð í hans mynd, og þá er ég að meina allur pakkin, að þá hefði heimurinn verið jafn leiðinlegur og þegar hann var tómur. Þá getum við fengið það út að Guð sé jafn mannlegt fyrirbæri og ég og þú, þar sem Guð þarf greinilegaeitthvað til að skemmta sér að, þótt það þýði að fyrirbærið sé ekki eins fullkoið og hann getur skapað þau, bara til þess að afleiðingarnar verði skemmtilegar. Stríð hlýtur þá að vera í miklu uppáhaldi.

Þá spyr ég. Er í rauninni þess vert að aðhyllast eitthvað sem hlýtur bara að hafa verið búið til að mannlegu fyrirbæri með besservisserstæla? Sumir vilja halda það. Ég get alveg skilið það. Guð er með þetta risastóar plan og við erum öll ómissandi hlekkur í því. Þá er kenningin um Guð sem sadista þar með ekki trúverðug.

En ég er samt að spá í því. Ef Guð er þtta fullkomna fyrirbæri, afhverju leiddist Guði það mikið að það þurfti að búa til heim þar sem enginn væri fullkominn? Eins og Guð þyrfti einhverja samkeppni þar sem það var augljóslega honum í vil.............

æjj.............fuck it


|

þriðjudagur, ágúst 19, 2003

Hahahahaha....................Rolling Stones tónleikarnir sem átti að sýna í beinni á RÚV á morgun verða aflýstir og getiði hvað RÚVarar koma með í staðinn!!! Heimildarþátt um finnska kraftakonu!!!

Þvílíkt skref niður á við. Þetta var tilhlökkunarefni flestra Stónsara, að geta horft á tónleika með þeim live, ég meina það gerist ekki oft í íslensku sjónvarpi. Síðan verður ekki úr þessu plani vegna einhverra samninga eða eitthvað, og RÚVarar sjá ekki ástæðu til að hafa eitthvað jafnáhugavert í sjónvarpinu það kvöld, heldur grafa bara eitthvað sem þeir voru búnir að lofa sér að senda ekki út, vegna lítils áhuga *hóst*hundleiðinlegtogniðurdrepandi*hóst*.

Það er eins og þeim sé skítsama hvað þeir senda út, þar sem þeir eru ríkisreknir. Fólkið er hvort eð er skyldugt til að borga fyrir þessa skitnu þætti. Þeir taka gerinilega ekkert tillit til áhorfenda, og ég held að það sé meginástæðan fyrir því að hinar stöðvarnar hækka í áliti hjá áhorfendum, á meðan RÚV staðnar og jafnvel minnkar í áliti. Við hverju bjuggust þeir?


|

sunnudagur, ágúst 17, 2003

Þetta er svo skrýtið, sama hversu oft ég segist hata skólann, þá hlakka ég til að mæta aftur í hann þann 25.ágúst. Ég hef þá aftur festu í lífi mínu, reglu, skipulag.

Og sumir kennararnir eru meira að segja þess virði að vera í tíma hjá, því það eru ekki allir þeirra sem eru hundleiðinlegir plebbar. Hehe. Svo er náttúrulega skemmtilegt að vera í stöðugu sambandi við vini sína aftur, þeir loksins komnir frá útlöndum, og vakna reglulegar en gerist á sumrin (ég er vanur að vakna kl.3 PM á sumarfríum :P).

Maður getur loksins farið að hlakka til skólaballanna og þemadaganna, árshátíðinni, og persónulega, þá hlakka ég til að lesa bækur fyrir ensku- og íslenskutíma því þá verð ég að gefa mér tíma til að lesa :D

Samt þá eru gallar í systeminu. Sumir kennarar eru hundleiðinlegir, og það dregur mann bara niður sálfræðilega. Sérstaklega þegar þeir eru ósanngjarnir. Ég lenti í því einusinni að kennarinn var að refsa eftir kynjum. Hann var miklu strangari gagnvart okkur strákunum, þegar hann heyrði minnsta hljóð í okkur þá var hann líklegur til að senda þann strák út. Allt þetta gerði hann á meðan stelpurnar spjölluðu saman á hljóðstyrk sem er skaðlegur mannseyrum. Ég læt það vera að nefna kennarann á nafn, enda finnst mér það bara ekki nauðsynlegt.

Allavega, lifið heil :D


|

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Hvað er hamingja? Er það í rauninni eitthvað sem hægt er að skilgreina í orðabók, eða er hægt að eiga við hana þannig að einhver getur ákveðið hvernig einhver verður hamingjusamur/söm?

Ég velti fyrir mér þá möguleika sem hefðu í för með sér ef hamingja er bara aukið magn af efnum í heilanum sem valda vellíðan. Það hefur í för með sér að hamingja geti falist í lyfjagjöf, sem getur leitt af sér fíkn, sem getur leitt til óhamingju. Óhamingjan felst í því að maður er fangi sinnar eigin hamingju. Líðan manneskju verður að fara í sveiflum til að fólkið upplifi tilfinningar á sem venjulegasta hátt. Ef maður er endalaust hamingjusamur, dvínar hamingjan smátt og smátt.

En hamingja getur verið eitthvað sem kemur útfrá fáfræði eða miðburðarleysi í umhverfinu. Maður er hamingjusamur útaf því að maður þekkir ekkert annað í umhverfinu sem getur gert mann ánægðan. Þótt þetta sé erfitt líf, þá er maður ánægður, því maður hefur ekki kynnst neinu einfaldara.

Auðvitað eru til mótrök gagnvart þessu sem ég sagði síðast. Það helsta sem hægt væri að setja á móti þessu er þrælahald. Fólk allt niður til barnsaldur, vinnur hörðum höndum fyrir pínulítinn pening eða inneign í einhverju. Þetta er náttúrulega eitthvað sem erfitt er að ímynda sér að geti valdið hamingju. Eða hvað? Þótt við sjáum þetta þessum augum, þá þýðir það ekki að þrælar líti á þetta þeim augum. Þau þurfa örugglega minna til að vera hamingjusöm, þau eru sátt við þá staðreynd að þau geta unnið fyrir þa smáa sem getur haldið þeim og fjölskyldum þeirra lifandi. auðvitað er þetta hrottaleg meðferð á fólki og þið megið ekki taka því þannig að ég sé hlynntur þrælahaldi.

Hamingjan hlýtur þá útfrá þessu að byggjast aðallega á reynslu hvers og eins, hversu jarðbundin við erum og hversu þakklát við erum að lifa, eða hversu meðvituð við erum um tilvist okkar.

Hamingjan er góður hlutur, skrýtinn en góður :P


|

miðvikudagur, ágúst 13, 2003

Ég hef undanfarið verið að velta fyrir mér tilgang (eða tilgangsleysi) þess að tengja vísindin við einhverja guðsímynd.

Þessar kenningar hljóma fyrir mér eins og einhverjar desperate tilraunir til að flokka alla efasemdarmenn til trúarmanna. Og öfugt þá getur þetta reynt að flokka alla trúaða til efasemdarmanna. Þetta er þá í raun og veru einn vítahringur.

En það eru gallar í þessum kenningum. Segjum sem svo að Guð hafi skapað heiminn í mynd allra þeirra öreinda sem áttu þátt í Miklahvelli. Þar er strax komin ágætis rök fyrir tilvist Guðs. Gallinn er hinsvegar sá að ef Guð var allar þessar öreindir, hver er þá tilgangurinn með að biðja til Guðs? Og það sem meira er, hvernig gátu þeir sem skrifuðu Biblíuna fengið innblástur frá einhverju jafn einföldu og öreindum? Augljóslega þá hlýtur öll heimspekin og siðfræðin að hafa verið fundin upp af flóknari persónu en öreindum.

Hinsvegar, ef kenningin er sú að Guð hafi allan tímann verið þessi persóna sem skapaði allt, allt frá öreindunum sem sköpuðu Miklahvell, til Biblíunnar (gegnum fólkið auðvitað), þá er gallinn sá að guðsímyndin er ekki vísindalega rétt. Vísindin segja að allt hafi upphaf og endi. Guð getur ekki verið undantekning frá því. Samt sem áður vill fólk meina að Guð sé undantekning, en það má þræta um það heillengi.

Spurningin sem við verðum þá að spurja okkur á endanum er þessi: Hvað er Guð?


|

mánudagur, ágúst 11, 2003

Ég heyrði í fréttunum í fyrir skömmu að það hefði þurft að hætta með ljósmyndasýninguna sem var niðrí bæ vegna þess að unglingar voru að eyðileggja myndirnar. þetta væri í fyrsta sinn sem eitthvað þessu líkt hefði komið fyrir í þessari alþjóðlegu sýningu, sem sagt, Íslendingar geta stoltir sagst hafa verið eina þjóðin sem létu ljósmyndarana hætta með sýninguna fyrr en ætlað var að hætta með hana. Við getum stoltir sagst eiga trufluðustu unglingana. Þvílíkur heiður.

Hvað er eiginlega að krökkum í dag? Hafa þau virkilega misst alla viðringu sína gagnvart ÖLLU? Er þau ekki almennilega alin upp?

Ég skil að þetta eru oftast einstaklingar og litlir hópar og hlutfall þessarra "rotnu epla" er varla mælanlegt móti öllum þeim sem haga sér vel. En það er greinilega eitthvað að þegar við fáum þær fréttir að hætta þurfti með sýninguna vegna óvenjulegrar skemmdarfýsnar, og að þetta hafi verið eina tilfellið í sögu þessarar sýningar, en eins og ég sagði þá eru þessar myndir sýnda um allan heim, og aldrei þurfti að koma til þessa.

Þá spyr ég, erum við Íslendingar þá ekkert annað en einhverjir hrokafullir plebbar sem halda að þau megi allt? Hinn venjulegi Íslendingur er mjög nationalískur myndi ég halda, og er það kannski ástæðan fyrir þessum hroka. Auk þess þá höfum við Íslendingar verið einanguð í soldinn tíma og þess vegna hefur verið mjög erfitt fyrir eflaust marga að taka upp nýja siði á ýmsum sviðum. Þar á meðal eru kannski hvernig á að ala upp barnið sitt, en við hljótum að vera eftir á í þeim efnum þar sem við erum kannski treg í að taka með í dæmið það sem gæti verið vont fyrir krakkann samkvæmt rannsóknum o.s.frv. En hvað veit ég um það? Ég er bara 15 ára.

Þetta er samt skrýtið. Við höfum þann vafasama heiður að geta kallað okkur verstu uppalendurnar..................


|

sunnudagur, ágúst 10, 2003

Jæja, þi hafið kannski tekið eftir því að érr ekki búinn að skrifa í soldinn tíma..............nú verður breyting þar á :)

Ég á í vandræðum. Alveg síðan ég byrjaði í hljómsveit, þá langaði mig alltaf að syngja ásamt því að spila á gítar. Ég leit upp til James Hetfield í þeim efnum (reyndar þá lít ég ennþá upp til hans). En það sem gerir þetta svo erfitt er tvennt; peningar og sköpunarferlið. Ég tel mig vera góðan söngvara, og margir hafa sagt mér að ég sé góður söngvari. Mér tókst að syngja fyrir framan fullan sal af fólki í stóra sal Háskólabíós í fermingunni minni (þetta var sko borgaraleg ferming). Það erfiða við þetta allt saman var að ég var að berjast við þvílíkar mútur og engin tóntegund hentaði mér. Samt sem áður gat ég sungið lagið og spilað á gítarinn án neinna rosalegra vandræða.

Fullur af sjálfstrausti ákvað ég að semja bæði á gítar og söng. Ég komst að þvi að það er miklu efiðara að semja fyrir söng því maður þyrfti helst að hafa textann tilbúinn og síðan að semja einhverja kúl melódíu sem söngröddin getur ráðið við. Það eina sem maður þarf að gera á gítarinn er að bulla þar til eitthvað flott er komið, SÍÐAN fer maður að spá í tækninni. Ég er hinsvegar ákveðinn að rækta með mér söngröddina og þegar ég á pening, þá ætla ég að kaupa viðeigandi græjur fyrir það.

Það sem hrjáir mig kannski helst í því að syngja er að ég er soldið feiminn við þetta, þar sem röddin er í viðkvæmari kantinum og ég er hræddur við að það passi ekki við thrash metal :P. Ég er ekki mikið fyrir það að öskra, en ég næ því ágætlega þegar ég er í skapi til þess.

Allavega...............ég vona að ég sé ekki einn sem á í þessum vandræðum :/


|

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Sápuóperur er magnað fyrirbæri.

Fyrir hverja viku sem fólk horfir á hverja sápu fyrir sig þá líður einn dagur í heimi sápuópera. Það er alltaf vitað hvað gerist og ef endirinn hentar sumum áhorfendum ekki, þá er honum einfaldlega breytt ef það eru nógu margir sem vilja það. Ef einhver deyr þá kemur persónan alltaf aftur, og þá er afsökunin oftast sú að hann/hún rotaðist og týndist og er minnislau núna, manneskjan gerði upp dauða sinn, eða að manneskjan dó í alvöru og manneskjan sem er í aðalhlutverki er eineggja tvíburi þess sem dó.

Merkilegt hvað fólk verður hooked á þessu. Hefur mikið fyrir því að koma heim á réttum tíma til að fylgjast með þessu, og þótt þau missi nokkrar vikur úr, þá hefur ekkert gerst þannig að söguþráðurinn er ekkert eyðilegður fyrir þeim. það sem mér finnst samt verst við þetta allt saman er tónlistin í bakgrunni. Þetta er eitt af því versta sem mín harðgeru eyru hafa nokkurntímann heyrt. Nenni ekki að fara útí það nánar.

Þetta er náttúrulega dæmi um það að fólk er of upptekið við vinnu og annað að það hreinlega hefur ekki tíma til að lifa lífinu eins og þau myndu vilja lifa því. Þar kemur Guiding Light og Neighbours og þetta allt saman. Þetta fyllir upp í viðburðarsnautt hversdagslífið hjá þeim sem horfir á þetta. Annars þá er þetta ekkert skammarlegt að þau horfi á þetta þar sem það er ekki þeim að kenna að það gerist lítið í hverdagslífinu, það er bara einfaldlega of mikið að gera, við upplifum það öll. En það sem við getum flest verið sammála um er að ef maður gerir eitthvað sjálfur til tilbreytingar, eins í mínu tilfelli, fara á tónleika í staðinn fyrir að horfa á þá í sjánvarpi, þá er það óneitanlega skemmtilegra.

Lifið heil :)


|

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Ég er að upplifa breytingu á tónlistarlífinu hér á Íslandi.

Það eru að streyma betri og betri hljómsveitir inn til Íslands. Síðast var það Mastodon síðan bráðum eru að fara að koma Foo Fighters og síðan var ég að frétta af því að Evergrey kæmu í byrjun september. Erlendir tónlistarmenn eru loksins að uppgötva Ísland sem stað með góða tónlistarmenningu. Ég meina lets face it. Er ekki betra að poppið sem er ríkjandi hér sé sveitaballahljómsveitir sem semja efnið sitt sjálf í staðinn fyrir óteljandi teenpoppgrúppur sem syngja eitthvað sem þau voru nýbúin að stela frá næstu grúppu?

Ef þetta er poppið í dag þá er bara hægt að segja góða hluti um rokkið. Hell, sumar af þessum hljómsveitum eru meira að segja á heimsmælikvarða. Fjölbreytnin í íslenskri tónlist er ótrúleg miðað við 300.000 manna samfélag.

Æjj, ég held að ég hætti núna, ég er greinilega bara með ritstíflu :(


|

mánudagur, ágúst 04, 2003

Jibbííííííí...................ég er kominn heim :D:D:D:D:D:D:D:D

Ég var á ættarmóti á Bitru sem er sveitarhótel nálægt Hellu (minnir mig). Það sem er fyndið samt við þetta ættarmót er að það er enginn sem er skyldur öllum ættingjunum, sökum nútíma fjölskylduflækja (skilnaður og annað). Þetta var samt hin mesta skemmtun því að þetta er mjög skemmtilegt fólk.

Það var mikið gert, það besta er kannski þegar ég fór upp Hekluna. Við lentum í þvílíku sólskini, hagléli, skúrum og þoku. Ég varð fyrstur á toppinn og var líka sá eini sem náði að njóta útsýnisins, því þegar hinir ættingjarnir í gönguhópnum komu, var svo mikil þoka að það var ekki hægt að sjá niður gígana þótt maður stæði á brúninni. Á leiðinni niður fórum við á svæði í fjallinu sem var snjór og við renndum okkur niður á maganum og rosa gaman :D Síðan var haldið heim á leið oþað var borðað, sungið og spilað.

Mjög tíbískt ættarmót, af því að það er svo óvenjulegt.


|

föstudagur, ágúst 01, 2003

Rosalega er gott þegar allt gengur vel..................hljómsveitin er loksins byrjuð að ganga upp, við erum byrjaðir að vera mjög virkir loksins í því að semja. Það er komið almennilegt kerfi á okkur, og ef þetta gengur svona áfram, þá verðum við tilbúnir í gigg í haust :D

Svo ætla ég að kaupa magnara bráðum og mun hann vera af tegundinni Line 6 Vetta og verður 100W. Verð: 160.000. Soldið mikið, en þess vegna ætlaði pabbi að hjálpa mér að finna magnarann á netinu fyrir minna verð.

Allavega.............ég fer á ættarmót um helgina þannig að ég mun ekki geta bloggað í einhvern tíma.

Bæbæ


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?