<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, september 27, 2003

Ég lenti í svolitlu mögnuðu núna rétt áðan, skrýtið að ég hafi ekki upplifað þetta áður.

Þetta var einskonar bernskuminnning, en þegar ég upplifði þessa atburðarrás úr fortíðinni þá tók ég [barnið] því sem eitthvað skrýtið hafi gerst sem ekki er vert að íhuga meira. En núna þegar ég [unglingurinn] rifja þetta upp þá tek ég þessu allt öðruvísi. Ég held að þegar þetta gerðist þá hafi ég ekki haft nægan þroska til að gera mér grein fyrir hversu alvarlegt þetta var, en núna þegar ég er orðinn eldri þá skil ég það.

Þetta er ömurleg tilfinning. Sannleikurinn er sá að ég er að upplifa ótæmandi lista af "hvað ef" spurningum núna. Hvað ef ég hefði verið nógu gamall til að gera mér grein fyrir alvarleika málsins og sagt eitthvað þá? Hvað ef ég hefði sagt eitthvað þá og sært einhvern og engin leið til að taka það til baka?

Og nú er ég að upplifa bældar tilfinningar sem ég hef haft gagnvart ólíklegustu persónum "þökk" sé þessu. Ég skil ekki hvernig ég lenti í þessu. Af hverju þarf lífið að vera svona óþægilega ófyrirsjáanlegt?


|

föstudagur, september 26, 2003

Ég fékk í hendurnar fyrir tveimur dögum meistarastykkið "De-loused in the Comatorium" með hljómsveitinni The Mars Volta. Hér er um að ræða konseptplötu, lögin tengjast á einn eða fleiri vegu og búa til eitt stórt verk í rökréttu samhengi.

Mér finnst þessi diskur fullkominn, og þetta er þriðji diskurinn sem ég á og get sagt að sé fullkominn. Hinir eru Metropolis pt.2: Scenes from a Memory með Dream Theater og The Dark Side of the Moon með Pink Floyd.

De-loused.... einkennist af mabótöktum með góðum slatta af sýrurokki og freestyle djassi. Þeir fókusa samt mest á emo og það heyrist vel enda má segja að Cedric Zavala hafi pakkað hjarta sínu inn í diskinn, svo tilfinningaþrungin er þessi breiðskífa.

Ég á mér ekki nein uppáhaldslög af þessum því hvert lag er jafn mikilvægt til þess að verkið viðhaldist svona flott........fullkomið.

Jæja bless í bili ég ætla að fara að hlusta á þá í 22.sinn ;)


|

þriðjudagur, september 23, 2003

Aftur er ég lentur í umræðu um anarkisma.

Núna hefur þetta þó tekið smá breytingum þar sem ég er að ræða við vin minn um hvernig ala eigi upp börn samkvæmt anarkísku sjónamiði. Hann heldur því fram að eina leiðin til að ala upp börn sé beinlínis að þau hagi sér af ótta við afleiðingar foreldrisins. Refsingar eru þá hafðar í heiðri og eini lærd´murinn sem krakkinn fær í þeim málum er að haga sér vel eða hann verður rassskelltur.

Ég er ósammála þessu. Auðvitað verður foreldri að vera ábyrgt og sýna að ég er reynslumeiri og verð að sýna fram á að á meðan krakkinn er ekki orðinn nógu þroskaður til að sjá um sig, þá er best fyrir hann að læra af foreldrinu. Ef krakkin gerir eitthvað að sér, þá er auðvitað málið að gera honum grein fyrir alvarleika mistakanna. Fræðibækur segja að endurtekningar séu nauðsynlegar þegar ala á upp krakka, og þetta gæti þá nýst rosalega vel.

Sem sagt, ég tel að það er betra að ala barn upp með leið fræðslu í stað refsinga. Mín skoðun auðvitað ;)


|

laugardagur, september 20, 2003

Ég bjóst ekki við því að segja það en ég er byrjaður að verða leiður á því að þræta og rökræða við aðra um ágæti anarkisma. ég nenni ekki að rökræða við kapitalista um hvort sé réttara. Sannleikurinn er nefnilega sá að hvorug hugmyndanna er fullkomin, það er engin leið að koma upp almennilegum kommúnisma, anarkisma eða sósíalisma. Á móti þá er heldur ekki hægt að setja upp almennilegan kapitalisma, í hvernig formi sem hann er.

Nú, ef einhver spyr hvernig ég geti mögulega sagt að kapitalisminn sé ekki að virka, þá vil ég benda á alla þá sem eru óánægðir með stjórnarfarið, þeir þurfa ekki endilega að vera kommúnistar eða neinstaðar til vinstri. Af hverju ættu að vera til kommúnistar ef kapitalisminn væri fullkominn? Fyrir hverju myndu þeir berjast ef sannað væri að allt í kapitalismanum gengi upp?

Á móti, þá er vinstri hugmyndafræði ekki neinu fremri. Maðurinn er undirförull og nýtir sér öll möguleg tækifæri sem honum er treyst fyrir og reynir að hagnast á því frekar en að hjálpa. Eða ég skal setja þetta svona: Maðurinn hugsar fyrst um sjálfan sig áður en hann hjálpar til, gáir hvernig hann hagnast á þessu.

Kapitalistar vilja meina að þetta muni stoppa framför, með því að taka samkeppnina úr umferð. Kannski svo sé, en á móti kemur að kapitalistar afneita þeim gleymda möguleika að vinna saman að einhverju. Samvinna getur ekki verið mjög almenn í kapitalisma þar sem lífið gengur útá að efnahagur manns sjálfs batni, en ekki allra.

Maðurinn er of flókin persóna til að hún geti verið algjörlega vinstra megin eða hægra megin, það er alltaf einhver hræsni sem spilar inní.

Ég vil samt ekki meina að ég sé leiður á pólitík og rökræðum tengdum því efni, ég er aðeins að breyta hjá mér málefnunum, það er það eina :)


|

fimmtudagur, september 18, 2003

Ég rakst á eina af þeim fáránlegri mótrökum fyrir kommúnismanum.

Þessi maður hélt því fram að Karl Marx [maðurinn á bak við hugmyndafræði kommúnismans] gæti ekki með nokkru móti verið trúverðugur, þar sem hann lifði í vellystngum alla sína tíð, fyrst hjá foreldrum sínum, sem voru heldra fólk, og síðan hjá honum Engel kallinum. Hann gæti því alveg eins verið hræsnari.

Ég er ekki alveg að samþykkja þetta. Þessi ályktun er bara bull. Er ekki skrýtið að ríkur maður hafi séð eitthvað athugavert við heiminn? Væri það ekki líklegra að fátækur bóndi gæti verið á bak við þetta? Auðvitað.

En það sem Karl Marx hafði og fátæki bóndinn hafði ekki, er að hann gat talað til fleira fólks. Hann var heimspekingur þar að auki, og var þannig lærður í að líta á hlutina frá öllum sjónarhornum, og komst þá að röklegri niðurstöðu. Auðvitað er alltaf hægt að þræta um hvort sé rétt og þannig verður það áfram, fólk mun aldrei vita hvort er í rauninni rétt.

Annars þá las ég part af grein sem gaf mér nýja sýn á andstæðurnar tvær, kommúnisma og kapítalisma, en þar segir að án kapitalisma þá hefði ekki orðið til kommúnismi, og án kommúnisma þá hefði kapitalisminn eyðilagt samfélagið á mun meiri hraða. Það er nokkuð til í þessu............

Jæja, ég segi bara takk fyrir mig og góða nótt ;)|

miðvikudagur, september 17, 2003

Ég var um daginn að læra um Pyþagóringana, í heimspeki. Þeir héldu því fram að heimurinn færi eftir stærðfræðilegum reglum. Þeir fundu upp á Pyþagórasarreglunni, tónfræði og tugakerfi svo dæmi séu tekin.

Síðan kom það í ljós að kenning þeirra um að heimurinn ganngi stærðfræðilega upp væri röng, ég man ekki hvernig þeim tókst að sanna það, því að ég er ekki almennilega að mér í svona flókinni algerbru, en einhvernveginn skildist mér að kvaðratrótin af 2 átti samkvæmt pyþagóringunum að ganga upp, hvernig veit ég því miður ekki.
Annars þá komst einn af pyþagóringunum að sannleikanum, og við það drógust uppgötvanir þeirra í efa, eða það hefði gerst ef þeir hefðu ekki haldið sannleikanum leyndum.

Það nístir mitt vísindahjarta að leitin að sannleikanum hafi verið frestað með þessum hætti. Hroki mannsins nær greinilega það djúpt að þeir líða ekki mistök. Reyndar þá voru þessi mistök af stærri kantinum, en það er engin afsökun. Ég er frekar reiður með þessa ákvörðun pyþagóringana, ég sé ekki að þeir geti verið fyrirmynd vísindamanna í dag.

Hinsvegar þá er ég þakklátur að þeir fundu upp á þessu öllu saman því heimurinn væri ekki samur án þeirra, gallinn á gjöf Njarðar þurfti bara endilega að vera hrokinn, og það er ekki ánægjulegt. Án hrokans, hefðu þeir geta fært hugmyndir að nýjum kenningum um heiminn, lært af mistökunum og haldið áfram sínu striki, en þá hefði mannkynssagan mótast öðruvísi, og þrátt fyrir allt þá er ég sáttur við heiminn í dag.


|

sunnudagur, september 14, 2003

Það er greinilegt að kristnin byggist meðal annars þá því að viðurkenna eilíft líf og afneita dauðanum. Ef þú viðurkennir eilíft líf, þá viðurkennirðu eftirlíf í Himnaríki eða eitthvað líkt því.

Mér finnst einn galli vera á þessu plani. Þessi afneitun dauðans vekur hræðslu meðal fólks. Frekar óþörf hræðsla ef þú spyrð mig, því ég álít dauðann vera jafnstóran hluta tilvist mannsins og lífið sjálft. Svo ég fari útí smá níhílískar pælingar, þá værum við í sama ástandi og áður en við vorum getin. Þegar maður pælir í þessu svona, þá hljómar þetta ekki hræðilegt. Nota bene þá er ég ekki níhílisti, en þetta er samtfrekar áhugavert sjónarhorn á hlutunum.

Hins vegar þá er þetta mjög huggandi hugsun að þegar við deyjum líkamlega, að þá muni sálin lifa áfram, og ef maður fer til himnaríkis, þá er maður enn þakklátari og enn hamingjusamari. Önnur pæling skýtur þá upp í huga mér, munum við finna fyrir hamingju? Munum við vera þakklát? Hefur sálin sem sagt í sér eitthvað jafn jarðbundið og heila? Hvernig getur það staðist?

Höfuðverkur :(


|

laugardagur, september 13, 2003

Smvmkaæt rsónunkanm eknss hsókláa sipkitr röð sftaa í oðri egnu mlái, það enia sem mlái stkpiir er að fsrtyi og saðítsi sfaitunrn í hjevru oðri eru á rtéutm satð. Aagfgni snaftana er hgæt að vxlía og smat hgæt að lsea txaetnn án eireiðfkla.

Acocdrnig to an elgnsih unviesitry sutdy the oredr of letetrs in a wrod dosen't mttaer, the olny thnig thta's iopmrantt is that the frsit and lsat ltteer of eevry word is in the crcreot ptoision. The rset can be jmbueld and one is stlil able to raed the txet wiohtut dclftfuiiy.

Er þteta ekki aelvg sulrfrutegðót?

Btw, þá fékk ég þetta af þessum link


|

föstudagur, september 12, 2003

Miðað við það sem ég hef upplifað, þá held ég að það sé klassíkst ályktun hjá hinum trúaða að guðleysingjar séu eins og þeir eru af því að guð fór frá þeim. Það er auðvitað munur á hugsunarhátt hins almenna trúmanns og guðfræðings, því er ekki að leyna, en þetta er samt það sem ég held.

Ég hinsvegar upplifði ekki það að guð hafi farið frá mér. Frekar öfugt. Ég gat í rauninni, vegna þeirrar staðreyndar að það er ekki hægt að sanna tilvist guðs, ekki trúað á guð, það var aldrei neinn partur af mér sem trúaði sérstaklega á guð (nema þá þegar ég var um 6-8 ára). Lífið mitt var í rauninni mjög gott án þess að það var einhver guð í spilinu. Þannig get ég sagt að ég sé guðleysingi af eðli. Þótt það síðan sannist að guð sé til, þá held ég að ég verði bara mjög "ligeglad" og held áfram mínu lífi. Ég held að ég vilji frekar lifa án leiðtoga af þessari gerð, einfaldlega ´taf því að ég tel að ég þurfi hann ekki.

Ég tók eftir því að sumir sem spurðu mig útí þetta, beinlínis trúðu því ekki að ég gæti mögulega verið trúlaus. Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að ég trúi því að guð sé ekki til, en það var greinilega ekki það sem vafðist fyrir þeim. Þessir einstaklingar gátu ekki ímyndað sér að til væri fólk sem virkilega trúði ekki á guð. Útfrá þessu hafa komið óþarfa tilfinningar til trúleysingja, þá kannski helst vorkunn.

Mér finnst að það ætti að breyta þessari ímynd guðleysingja því það er greinilegt að almenningur á í soldlum vanrdæðum með að tala við okkur þegar kemur að trúmálum. Því verður að breyta.


|

þriðjudagur, september 09, 2003

Eftir u.þ.b. hálftíma mun ég leggja af stað á tónleika niðrá Gauknum. Sænska hljómsveitin Evergrey munu þá skemmta gestum og Dark Harvest og Sign munu hita upp.

Ég hef aldrei verið spenntur fyrir Sign, reyndar finnst mér þeir vera ömurlegri en fasismi, þannig að ég held að ég fari útí sjoppu á meðan þeir spila. Ég ætla hinsvegar ekki að missa af Dark Harvest þótt ég fengi borgað fyrir það. Þeir eru einfaldlega of góðir til þess. Gulli Falk er einfaldlega besti gítarleikari Íslands núna.

Evergrey hafa verið soldið umdeilanlegir í skólanum mínum, margir álíta þá algjöra aumingja og fakemetalista. Málið er nefnilega að þeir hafa gert þó nokkrar melódíur, sem er ekki litið hátt upp til í metalgeiranum. En það eru bara hálfvitar sem dæma hljómsveitir útfrá singlum. Allir vita að singles eru aðeins hlustunarhæfustu og stystu lögin, aðalstuffið eru lengri, harðari og flóknari lögin, og Evergrey hafa gert nóg af þeim. Svo spillir ekki fyrir að þeir eru mjög framsæknir. Þeir líta upp til Dream Theater fram yfir allt annað (svipað og ég) og það boðar bara gott þegar hljóðfæraleikararnir eru alveg frábærir.

Æjj ég nenni ekki að segja neitt meira um þá, þið verðið bara að mæta sjálf, þetta er á Gauknum í kvöld byrjar kl. 20 og það kostar 1200kr. EKKERT ALDURSTAKMARK!!!


|

sunnudagur, september 07, 2003

Ég var spurður að því um daginn af vini mínum hvernig tónlistarmaður ég ætli að vera í framtíðinni. Ég ákvað að fara bara eftir uppáhaldstónlistinni minni og sagðist ætla að verða proggrokkari.

Þegar ég pældi í þessu eftir á þá er ég í rauninni proggrokkari (proggressive/framsækinn rokkari) frekar en allt annað. Ég áleit mig áður vera pönkara, en núna þegar ég hugsa út í það þá færi fatastíllinn mér ekki vel. Ég bara get ekki höndlað það að vera leðurpönkari með keðjur :P Hinsvegar þá er ég að þróa minn eigin stíl óháð tískunni í dag. Síðan hlusta ég mjög mikið á pönk.

Í rauninni þá held ég að ég geti samræmt mig við Joe Strummer í pönhljómsveitinni The Clash. Ólíkt pönkhljómsveitum þess tíma (síðari hluti 8.áratugarins og byrjun þess 9.) þá kunni hann á sitt hljóðfæri. Auk þess þá hafa The Clash alltaf verið álitnir skrýtni hluti pönksins, sökum hversu framsæknir þeir voru.

Uppáhaldshljómsveitin mín er einmitt progghljómsveit, Dream Theater. Þeim hefur tekist að skapa flottustu melódíur sem ég hef heyrt útfrá ótæmandi lista af tónlistarstefnum. Lögin þeirra tengjast öll innra með sér, hver konseptplatan á fætur annarri............þvílík snilld.

En ég held að aðalástæðan fyrir því að ég vilji vera proggrokkari er sú að það drífur mig áfram í að hlusta á sem flestar tónlistarstefnur og skapa eitthvað nýtt sem ekki hefur heyrst áður. Tilgangurinn er ekki að gera aðdáendur glaða, heldur að skapa eitthvað sem gæti á endanum verið eitthvað sem alltaf verður álitið ferskt.


|

fimmtudagur, september 04, 2003

Fyrir nokkrum dögum tók ég fjölgreindarpróf eða hvað sem það er kallað, byggt á kerfi Howard nokkurs Gardners. Samkvæmt þessu kerfi þá búum við yfir sjö greindum; Málgreind, rök- og stærðfræðigreind, samskiptagreind, tónlistargreind, sjálfsþekkingargreind, rýmisgreind og hreyfigreind.

Samkvæmt þessu þá er ég í ágætu jafnvægi en sterkasta hlið mín er tónlistargreind. þetta kom mér ekki beint á óvart, enda hef ég alltaf haft gaman að tónlist og ég sem núna tónlist og geri margt með tónlist. Í rauninni sagði þetta próf mér ekkert nýtt, ég vissi þetta allt saman, hinsvegar held ég að ég sé meðvitaðri um styrkleika mína núna. En samkvæmt þessu þá gæti ég passað best sem tónskáld eða trúarleiðtogi.................ég held að það sé augljóst að ég velji tónlistina.

Eitt samt sem kom mér á óvart, ég ar einna veikastu af þessum sviðum í málgreind. Þetta sem hefur verið kennt alveg síðan ég byrjaði í skóla sex ára gamall, ásamt rök- og stærðfræðigreind. Það einfaldlega er ekki skiljanlegt. Svo koma í ljós að þetta var svona með alla nemendurnar. Flestir voru veikari í þeim greindum sem venjulega á að vera sterkast hjá okkur.

En hvað segir þetta okkur? Er ekki kominn tími til að skólinn fari að kenna kúrsa fyrir allar greindirnar til að samfélgaið taki betur við okkur? Svarið er því miður nei, þar sem það eina sem er marktækt í samfélaginu í dag er málgreind og rök-og stærðfræðigreind, sem er ekki gott þar sem allar greindirnar eru jafnmikilvægar. En þetta er einfaldlega þrælahald nútímans, maður fær ekki almennilega borgað nema maður hafi tiltekna hæfileika í einhverri einni greind, og eftir það þá geta vinnuveitendurnir svindlað á okkur og látið okkur fá lágmarkslaun þótt það sé ekki nóg til að lifa.

Kannski er ég bara paranoid, en þetta er samt almenn vitneskja að vinnuveitendur eru að hugsa um sinn hag fyrst og fremst, og vinnuveitendur eru oft gráðugir, þannig að þetta er alltaf möguleiki.


|

þriðjudagur, september 02, 2003

Úff, þessi skóli er að taka allan frítaíma í burtau frá mér! þið sjáið að ég hef ekki verið eins duglegur að blogga og ég er vanur að gera...............þessi skóli er bara allt of lengi!

Það versta er kannski að þetta skilur ekki neinum árangri, síðustu skóladagarnir hjá okkur eru aðallega einhverjir föndurdagar og leiðindi og við fáum ekki að fara í neinar almennilegar ferðir af því að einhver agnarsmár hluti foreldra vilja hafa krakkana í skólanum allan daginn. Það sem núverandi menntamálaráðherra gerir sér kannski ekk grein fyrir er það að krakkar allt frá 4 og upp í 10.bekk í grunnskóla eru alveg fær um að vera ein heima þar til foreldrarnir koma. Þessi aukatími hjá litlu börnunum eru hvort eð er bara einhverjir leiktímar í íþróttasalnum eða eitthvað svipað. Af hverju á það að bitna á okkur eldri? Ekki bara erum við til kl.4 suma dagana, en skólaslitin ve4rða ekki fyrr en 8.júní. Hvar er sanngirnin í því?

Lengri skóladagur leiðir af sér meiri skólaleiða, sem augljóslega leiðir til þess að meðaleinkunnir nemenda fara að hrynja af því að þeir eru einfaldlega orðnir svo leiðir á þessu öllu saman. Við fáum ekki einu sinni almennileg frí, það er farið með okkur eins og skít. Málið er, þótt við höfum engin réttindi, þá þýðir það ekki að það emgi gera okkur þetta. það er núna komið þannig ástand að pólitíkusar taka meira mark á hvað hægt er að gera frekar en hvað best er að gera. það er auðvitað hægt að hafa okkur í skóla þar til það er kominn miður dagur, en það er alls ekki besta leiðin.

En ég býst við að ég verði að sætta mig við þetta :(


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?