<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, nóvember 30, 2003

Fyrsti sunnudagur í aðventu er runnin upp; dagurinn sem ég tel að jólaskrautið ætti að koma upp allsstaðar. Ekki fyrr.

Ég ætla að reyna að vera jákvæður þessi jól og reyna að láta kapitalistasvínin ekki eyðileggja fyrir mér jólin með öllu auglýsingakapphlaupinu og tilboðabrjálæði. Þess vegna ætla ég að reyna að hanga sem mest með vinum mínum áður en jólaprófin byrja, og skemmta mér eins vel og ég get á Muse tónleikunum.......sem verður auðvelt þar sem ég fer með pabba gamla ;) Það sakaði auðvitað ekki ef ég fyndi vini mína líka. Margt sem ég hlakka til að gera.

Ég ætla að vera nógu upptekinn við að vera ekki í jólastússinu til að ég fái ekki leið á þeim. Á meðan spiluð eru jólalög í sjónvarpinu skelli ég Pantera í tækið og skrifa í fáeina klukkutíma. Ætli þetta greytist ekki síðan þegar ég fer í jólafrí? Þá verður loksins gaman að þessu jóladæmi, nokkrir dagar til aðfangadags og hægt að fara með góðum vinahópi að kaupa jólagjafir og éta skyndifæði þar til það verður erfitt að ganga.

Ég hlakka til að hrinda þessu öllu í framkvæmd :D

Hvað ætlið þið að gera þessa aðventu?


|

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Vá......aldrei datt mér í hug að einhver hugsaði útí lagasmíðar á svipaðan hátt og ég.

Ég hef haft þá pælingu í hausnum á mér í tæplega ár að semja lag sem væri án endurtekninga. Hver melódía í laginu væri þar með ekki endurtekin heldur aðeins spiluð einu sinni og síðan kemur önnur melódía eftir það. Það er eitthvað framsækið sem væri þess virði að prófa.

Gallinn er bara sá að ég hef reynt þetta oft og ég á erfitt með að muna allt þetta. Venjulega man maður lögin útaf því að maður endurtekur riffið nokkrum sinnum í röð yfir lagið. En í lagi þar sem hvert riff er spilað einu sinni........skammtímaminnið mitt þyrfti að vera á við undrabarn.

Annars þá hefur þessi pæling sótt enn oftar í mig núna síðustu daga. Og nú í dag komst ég að því að einn bekkjarfélagi minn væri í svipuðum pælingum!!! Þetta boðar bara á gott. Þetta er greinilega eitthvað flott við þetta, ögrandi við mainstream-ið, öðruvísi.........

Ég hef hér með ákveðið að semja lag án parta sem eru endurteknir.

Ef þið hafið heyrt um eitthvert band sem stundar svona lagasmíðar þá væri mjög gott ef þið gætuð sagt mér frá henni....;)


|

sunnudagur, nóvember 23, 2003

Ég er þessa dagana að lesa Brave New World eftir Aldous Huxley. Ég hefði aldrei lesið hana annars sökum anna, en ég valdi hana fyrir umfjöllun sem ég þarf síðan að skila útfrá henni næstu skólaviku.

Ég er hálfnaður með hana núna, og mér líka bókin vel. Helstu gallarnir eru aðallega í sambandi við frásagnastílinn, því ég er ekki ennþá búinn að finna söguþráð, en hann er allur að koma ;) Annars þá er boðskapurinn alveg ógeðslega góður. Hann byggist á því að ef samfélagið þróast á svipuðu stigi og við gerum nú, þá á endanum munum við lifa í Útópíu sem einkennist af úrkynjun og múgsefjun. Brave New World er sem sagt mótsögn Huxleys á hugmynd Sir Thomas More á Útópíu sem byggðist á því að allir væru ánægðir og engir glæpir voru til því að allir væru góðir.

Huxley leit á þetta með aðeins meiri raunsæi og komst að því að eina leiðin til að þetta gengi upp væri með því að neyða fólk til að hafa sömu lífssýnina og að hamingja væri í töfluformi. Heilaþvo þyrfti fólk til þess að þau yrðu ánægð með stöðu sína í samfélaginu, sama hversu mikilvæg þau eru.

Það sem mér finnst best í sambandi við söguna er hversu kaldhæðin hún er....alveg meiriháttar. fólkið í framtíðinni lærir smám saman meira og meira um hvernig lífið á jörðinni var í gamla daga og hneykslast er yfir hverju því hversdagslega sem við tókum upp á í þá daga. Alveg frábært.


|

föstudagur, nóvember 21, 2003

Viðbrögð skrekkshópsins í Hagaskóla við því að hafa ekki komist áfram í úrstlitin eru komin útí svolitlar öfgar.

Þetta byrjaði allt saman á orðrómum sem margir skólar héldu uppi um atriðið frá Hagaskóla. Að Felix Bergsson hafi samið handritið, að við hefðum svindlað okkur inní keppnirnar og versti og pottþétt sá skæðasti (fyrir stelpurnar) orðrómurinn; að sumar stelpurnar hefðu sofið hjá dómurunum til að komast áfram. Þetta er vissulega illa gert af þeim einstaklingum sem halda þessu fram og það er illmögulegt að láta þá taka þetta til baka.

Við hlóum að þessu og héldum að þetta hefði engin áhrif á Skrekkinn sjálfan. Við sýndum okkar atriði eins vel og við gátum og ég fyrir mitt leyti naut þess prýðilega. Þegar kom að því að gefa upp niðurstöður dómaranna fengu sumar stelpurnar sjokk. Á leiðinni heim grétu margar stelpurnar vegna þess að þær höfðu lagt óhemjumikla vinnu í þetta, m.a. hafði okkar skrekkshópur byrjað að æfa u.þ.b. mánuði á undan öllum öðrum skólum og þær tóku á öllum vandamálum sem hrjáði hópinn sjálfar. Það eru ekki allir sem geta stært sig af þessu en þær get það svo sannarlega.

Nú hefur verið gert svolítið mál útaf þessu. Mamma eins stráksins í hópnum talaði við skólayfirvöldin í Hagaskóla (ef ég heyrði það rétt, ég heyrði það ekki frá honum sjálfum, heldur einhverjum sem er með mér í hópnum) og hafa þau boðað fund þar sem nokkrir úr ÍTR þurfa að mæta og verða málin rædd.

Persónulega sé ég ekkert að þessu. Hér er reynt að fá á hreint hvað gerðist í raun og veru og reynt að fá svar við ýmsum spurningum varðandi orðróma og dómarana og Skrekkinn allan. Var dómurunum bannað að dæma okkur því það gæti orðið til þess að við ynnum? Kom einhver og talaði við dómarana og sagði frá þessum orðrómum? Trúðu dómararnir því?

Ég er samt ekki mjög jákvæður með hvað þetta gæti haft í för með sér. Ef þetta reynist satt, að Hagaskóli hefði ekki mátt vinna, er ég hræddur um einhverjum verði stefnt. Það er auðvitað réttindi manneskju og á góðum forsendum, en þetta myndi gera illt verra í sambandi við álit annarra skóla á Hagaskóla. Enginn myndi skilja þetta.

Úff........ég skil ekki hvernig hægt er að lenda í svona, þetta hljómar svo fjarstæðukennt. Hugsanlegur skandall sem varð til vegna óáreiðanlegra heimilda frá óáreiðanlegu fólki sem hugsanlega lætur ÍTR gera hluti sem þeir væntanlega vilja leyna, þannig að heimildir fólks um hugsanlegar gjörðir þeirra verða líka óáreiðanlegar.

Ef einhver skilur síðustu málsgreinina, fær sá hinn sami gúmmíbangsa í lit að eigin vali ;) Með sönnum um að hann/hún skilji hana, auðvitað.


|

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Oooooooonei, ekki komumst við áfram í þetta skiptið. Greinilegt að dómarar Skrekks séu orðnir leiðir á okkur Hagskælingum.

Ég mætti ásamt hópnum niðrí skóla kl. 12:45 til að hafa mig til áður en við færum í rútuna nokkrum klukkutímum eftir. Þar skemmtum við okkur með allskonar fíflalátum og öðru skemmtilegu þar til við þurftum að taka rútu í Borgarleikhúsið. Það myndaðist skemmtileg stemning. Tekinn var upp kassagítar og sungum við klassísk sveitalög á borð við Hit me baby one more time sem Britney spears gerði frægt, og Stubbalagið. Þegar lengra leið á daginn fórum við að syngja nokkur vel valin KFUM og K lög eins og "Daginn í dag gerði drottinn Guð" og "Ég þekki Jésú..." í bland við nokkur skemmtileg rokklög.

Farið var útí Kringlu og gæddum við okkur á subway samlokum í boði Hagaskóla. Ég og nokkrir aðrir fengum okkur Boozt þar sem stelpurnar vildu ekki að neinn drykki gos. Það var í eina skiptið sem við fórum útúr Borgarleikhúsinu.

Rennslið tókst ágætlega upp hjá okkur, þó voru vankantar, aðallega þegar kom að tónlistinni. Málið er að vér hljóðfæraleikarar þurfum að spila eftir tónlist á geisladiski. Við vorum margoft búin að tala við sviðsmenn um að hækka í monitorunum svo við gætum heyrt eitthvað í því sem við vorum að spila svo okkur mistækist síður. Hvorki þá né þegar við kepptum var ósk okkar uppfyllt. Í bæði skiptin ruglaðist takturinn.

Spennan sem myndaðist þegar við þurftum að sýna þetta í kepnninni sjálfri var ólýsanleg. Streitan var farin að sækja í okkur sem héldum að við hefðum þetta allt á hreinu. Ég var í þeim hópi. Þetta hvarf þó þegar við byrjuðum atriðið. Ég hafði svo gaman að þessu að ég held að ég geti litið aftur til þessa dags og sagt að ef ekki hefði verið útaf Skrekk, þá ætti ég erfiðara með að sýna listir mínar á sviði. Fagnaðaröskrin frá skólafélögum okkar yfirgnæfðu allt saman. Enginn annar skóli gat verið hálfdrættingur þeirra varðandi öll ópin.

Eftir að við vorum búin að sýna atriðið tók við gamla góða stemningin. Krristilegu sumarbúðalögin voru sungin, Britney Spears var stæluð og snillingarnir Bob Dylan og Megas hafðir í heiðri. Ekki leið þó á löngu þar til við fengum þær fregnir að áður en úrslitin yrðu kveðin upp yrðum við að hópa okkur saman eftir skólum og mynda stóran sveig uppi á sviðinu, þar sem við áttum að syngja saman lagið "Draumur um Nínu". Ég og Ari Bragi [trompetleikari hópsins] tókum upp á því að helga þessu lagi eins dansarans sem ber nafnið Eggert og fjallaði þessi betrumbætta úgáfa um allar þær leiðir sem við gætum drepið hann. Allt auðvitað sagt í saklausu gríni.

Úrslitin voru kveðin upp.

Viðeigandi grátur frá stelpum okkar hóps glumdu í rútunni á leiðinni í skólann. Samsæriskenningar voru mallandi og komust þær að mismunandi niðurstöðum: Hagaskóli var búinn að vinna svo oft að við mættum ekki vinna meira í bili, mútur, dómararnir hötuðu okkur, kynnirinn hafi lesið vitlaust á miðann............ekkert var langsótt fyrir þeim.

Það sem stóð mest uppúr (ef frá er talin sú upplifun að spila á sviði þar sem allir fagna líkt og eftir stríðslok) var mórallinn eftir úrslitin. Ekki endilega hjá okkur, við höguðum okkur ágætlega. En hinir hóparnir voru skammarlega barnalegir, sumir þeirra. Ég heyrði frasa eins og:

"Yay, við unnum! Og það sem betra er, Hagaskóli vann ekki!!!"

"Við rústuðum Hagaskóla"

Er fólk alveg hætt að hugsa útí það að þetta gengur ekki út á þetta? Var enginn að skemmta sér við að sýna sitt atriði? Skiptir meira máli að komast lengra en eitthvert atriði sem manni finnst innst inni betra en sitt eigið (ég er ekki að alhæfa, ég vil bara benda á að sumir gætu hugsað svona)?

Annars þá er ég sáttur, Ég vil óska Engjaskóla og Ölduselsskóla til hamingju með árangurinn.


|

mánudagur, nóvember 17, 2003

Ég hef verið að pæla í sambandi við allar þversagnirnar sem hægt er að rekast á í Biblíunni. Í einum stað í Biblíunni er hægt að túlka sem svo að samkynhneigðir séu fyrirlitlegir á meðan annarsstaðar segir að allir menn séu jafnir, hreinni mey tekst að fæða barn og þannig.........af hverju allar þessar þversagnir? Getur verið að Guð sé ekki heill í hugsun? Ef hann er almáttugur þá hlýtur hann að hafa getað veitt öllum höfundum Biblíunnar réttan innblástur svo að textinn myndi ekki standa í þversögn við sjálfan sig.

Kannski er Biblían of grunn fyrir manninn til að boða trúna almennilega. Eða þá að maðurinn sé of djúpur til þess að Biblían nái til allra. Hvort heldur sem það er......þá hefur Biblían orðið þess valdandi að til eru svo öfgakenndir hópar kristinna manna að spurningin er hvort þeir tilheyri sömu grunntrúnni. Höfundar Biblíunnar hafa kannski haft þessar afleiðingar bak við eyrað þegar þeir skrifuðu Biblíuna til þess að þetta næði til sem flestra. Eins konar bissness. Ef manni tekst ekki að boða trú með þessum hætti getur maður gert það með öðrum.

Þetta hljómar kannski svolítið kínískt hjá mér, ég lýsi þessu sem einhverju vandamáli. En ég meina ekkert illt með þessu, ég er aðeins að velta fyrir mér hvað eru staðreyndir hér og hvað ekki, hvað er raunsæi...........einfaldlega heimspekilegar pælingar ;)


|
Það er skrítið hvernig maður nennir ekki að sofa suma daga. Alveg hreint furðulegt.

Klukkan er tæplega korter yfir þrjú um morguninn þann 17. nóvember þegar ég skrifa þetta. Núna ætti ég að vera löngu sofnaður því síðustu þrjár nætur hef ég samanlagt sofið í rúmlega 10 tíma (væntanlega 3 tíma að meðaltali yfir þennan tíma). Ég er örugglega kominn á það stig að ég er orðinn of þreyttur til að sofna. Ég á örugglega eftir að vera þvílíkt myglaður og úrillur þegar ég fer á fætur eftir nokkra klukkutíma :(

Það er ákveðin þjáning, umvafin skemmtun með svolitlum leiða sem felst í því að vaka alla nóttina einn og hafa engan til að tala við sig. Tíminn sem heilinn minn hefur valið sér til að gera mér lífið leitt er algerlega fráleitur. Milli sunnudags og mánudags..........piff

Rosalega er ég eitthvað sorglegur :S

Ég vona að ég nái að sofna í kvöld áður en Skrekkur byrjar mahr........annars verð ég dauður, fyrst úr þreytu og síðan af öllum Skrekkshópnum fyrir klúðrið............ehh


|

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Djíses.........rosalega er hversdagslegi dagurinn fljótur að vera leiðigjarn! Vakna, fara í skólann, skrekksæfing strax eftir það, fara heim og éta, læra heima og sofna um miðnætti. Engin furða að mér hafi ekki tekist að blogga meira en hálfa vikuna :S

Ég hef þurft að sleppa tveimur tónleikum núna undanfarið........tónleikar sem hefðu getað gert meiriháttarbreytingu í hversdagsleikann, en sökum þess að fjárhagurinn er svipaður og hjá öllum fátækum námsmönnum og enginn vina minna kemst með mér varð ég að sleppa því. Mahr fer náttúrulega ekki einn á tónleika, það hefur svipað skemmtanagildi og að fara einn í bíó, hreint og beint sorglegt meira að segja.

En senn mun þetta enda. Undanúrslit Skrekks verða í næstu viku og fjárhagurinn mun einhverntímann lagast. Brátt get ég farið að gera eitthvað skemmtilegt. YAY........no more staring at the wall for five hours :D (Grín)

Æjj, whatever, lifið heil og ekki láta gleðispilla spilla gleðinni ;)


|

mánudagur, nóvember 10, 2003

Það er ótrúlegt hvað sumir gamlir karlar eru óendanlega þrjóskir. Maður myndi halda að þeir yrðu umburðarlyndari með tímanum því þeir hafa svo mikla lífsreynslu og eru meðvitaðri um sjálfa sig o.s.frv. En NEEEEEEEI

Hrokinn tekur þá heltökum og fara þeir að líta niður á þá sem yngri eru og taka ekki mark á hvað hvaða skoðunum em þeir hafa á málinu. Sjálfhverfan er næstum því áþreifanleg á þeim.

Það sem fer mest í taugarnar á mér er hvað þeir hlusta lítið á það sem maður hefur að segja um málið nema þá náttúrulega ef maður er sammála. Fordómarnir gagnvart unglingunum er svo mikil hjá þeim að það er illmögulegt að ímynda sér það.

Eigum við unglingarnir eftir að vera svona? Hvað mun verða til þess á lífsleiðinni að við gætum verið bitrir eða hrokafullir eða annað?

Er umburðarlyndi týnd list? Eða er hún kannski nýuppfundin?


|

sunnudagur, nóvember 09, 2003

Æjj.......nú er maður kvefaður og ekki alveg sáttur við það.

Ég einhvernveginn kemst aldrei hjá því að kvefast. Sama hvað ég geri, þetta er óhjákvæmilegt. Og ekki batnaði það þegar ég fékk ofnæmi fyrir frjókornum.

Kvefaður allt árið!!! Svekk :(

Af hverju ætli sumir séu með ofnæmi fyrir þessu? Hvað í þróun mannsins gerði það að verkum að frumurnar brugðust svona illa við ákveðnu elementi? Hvernig getur öfgakennt varnarsystem verið gott fyrir mann? Þetta veldur því bara að maður á erfiðara með líkamsstarfsemi af einhverju tagi.

Nasismi er sem kvef. :P


|

föstudagur, nóvember 07, 2003

Ég held að flestir hafi einhverntímann velt fyrir sér kostina að vera dauður. Þó ekki væri nema í nokkrar sekúndur. Maður þarf ekki að vera í sjálfsmorðshugleiðingum til að hugsa svona. Að líða illa þarf ekki einu sinni að vera ástæða fyrir svona hugsunum. Maður gæti litið á þetta heimspekilegum augum.

Eitthvað sem kemur oft upp í huga mér þegar ég velti þessu fyrir mér er hvernig fjölskyldan vinir og bekkjarfélagar myndu bregðast við. Hver af bekkjarfélögunum mínum grætu, hvaða óvæntu atvik kæmu upp á, játningar sem ákveðnir einstaklingar héldu leyndu...........maður í rauninni gæti drepið sig í blindni af forvitni. Samt væri alltaf þetta 50/50 möguleikar á því að maður upplifði þetta eftir dauða sinn því þegar maður er dauður þá fær maður auðvitað endanlegt svar um hvort guð sé til, með himnaríki og helvíti og öllu tilheyrandi. Ef svo væri, gæti maður alltaf farið í eitthvert gagnasafn og horft á játningarnar, eflaust með fullkominni upplausn og tónlist í bakgrunni.

Þessar pælingar tel ég eðlilegar. Dauðinn er eðlilegur, hvers vegna á þá að fordæma pælingar tengdar því? Ég held að ég gæti meira að segja gengið það langt og kallað þetta heilbrigt.

Hugsum heilbrigt (grín)


|

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Ég var að pæla með vini mínum hvaða tónlistarstefnur gætu ekki mögulega verið til, vegna þess að þversögnin er svo mikil. Eitt af því var "kapitalistapönk". Sem sagt, pönk sem eyndi að upphefja kapitalismann. Augljóslega þá gengur þetta ekki upp því pönkmenningin var fundin upp með anarkisma í huga. En þá allt í einu sáum við ljósið. "Kapitalistapönk" getur í rauninni verið annað nafn á sellout poppið og rokkið. Það væri ágætis réttnefni.

Annars þá hef ég verið að spá aðeins í þessu. "Popgrindcore" væri ómögulegt að búa til, nema þá að djass kæmi líka inn í þetta og það væri hægt að kalla þetta fusion. :P

Æjj, érr bara að bulla :p


|

mánudagur, nóvember 03, 2003

Nóvember nýbyrjaður og tilhlökkun um afslappað umhverfi grípur mig.

Ef ekki væri vegna þessarar jólastemningar. Hvernig dettur Kringlunni í hug að setja upp jólaskraut þegar það eru nánast tveir mánuðir til jóla? Er mannúðleiki bissnessmansins orðið það lágt að svo lengi sem það er peningur að græða þá skiptir engu hvort jólaandinn verður kominn upp í kok á öllum áður en aðventan byrjar?

Kannski eru aðrar ástæður. Kannski hefur fólk allt í einu breyst í mjög skipulagða einstaklinga og þeim fjölgar enn þar til að verður talið eðlilegt að hafa þessa áráttu. Kannski er mikilvægt fyrir bissnessmenn að minna fólk á jólin með rækilegum fyrirvara svo þau gleymi því ekki.

Er það möguleiki? Ég held ekki.

Einhvernveginn hlakka ég minna til jólanna en ég hef gert síðustu ár. Allt þetta gjafavesen, að kaupa rándýrar gjafir svo maður skuldar upp fyrir haus er ekki beint mín hugmynd að jólum.


|

sunnudagur, nóvember 02, 2003

Senn líður að því að vetrarfríið ljúki og brátt tekur við hversdagslegra líf.

Rosalega er gott að fá svona frí endrum og sinnum........verst að maður þarf að mæta aftur í skólann aftur fyrr en varir.

Annars hef ég ekki mikið að segja núna, heilinn á mér er frekar dauður varðandi pælingar.

Lifið heil ;)


|

laugardagur, nóvember 01, 2003

Tékkið á þessu áður en þið lesið áfram

Þetta er mjög dæmigerður fasismi í sinni tærustu mynd. Það sem verra er, Bandaríkjamenn fengu undanþágu hjá Mannréttindadómstólnum og þeir mega dreifa þessu eins og þeir vilja.
Samkvæmt venjulegu siðferði myndi þetta jaðra við valdníðslu. Fólk kæmist ekki upp með svona. Fólkið hefði eithvað um það að segja hvernig taka ætti á þessu.

Vandamálið er bara að fólkið er ekki að berjast gegn þessu. Ríkisstjórnin hefur þróað þá vafasömu list að heilaþvo hinn venjulega ríkisborgara og láta hann gleypa öllum þeim sora sem þeir hafa upp á að bjóða. Þar með talið fasisma. Þegar ríkisstjórnin byrjar síðan að beita valdníðslu og hrottabröðum í viðskiptum gagnvart Evrópuþjóðum vita þeir að bandaríska þjóðin styður þá svo lengi sem þjóðin "veit" að Evrópuþjóðirnar eru vondu kallarnir, og í rauninni, allir sem eru á móti BNA eru vondu kallarnir.

Þetta er sorglegt..........enn sem komið er er svo til tilgangslaust að gera neitt stórtækt gegn BNA því þeir eru einfaldlega og sterkir, frekir og hrokafullir. Ég bíð bara eftir því að Afríkuþjóðirnar rísi frá öskunni og fari að segja til sín og bjóði BNA birginn, þá loksins verður hægt að berjast gegn öllu ranglætinu, öllum þeim glundroða sem fylgir kapitalismanum, ÖLLU SAMAN.


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?