<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, desember 30, 2003

Hmm.......mjög skrýtið, en einhvernveginn vill commentið haga sér þannig að ekki verður hægt að commenta á nýjasta pósti......:S Hef ekki hugmynd hvernig stendr á því, ef þið vitið það endilega commentið á póstinum fyrir neðan þennan ;)

hehe


|
Ég hef hér með ákveðið að halda mig við einföldu (nett ljótu) þeman í blogginu og held ég að þetta verði í síðasta skipti sem þið munuð sjá allsherjarbreytingu á blogginu ;)

Ég þurfti að setja comment fídusinn upp á nýtt því að eitthvað klikkaði og þess vegna hafa öll comment hreinsast út og þykir mér það mjög miður. Ég vona þó að þetta komi ekki að sök né að þetta hindri ykkur sem lesið þetta í að commenta því hvort sem þið trúið því eða ekki, þá les ég þau og svara eftir mesta megni ;)

Kaffi er gott :)


|

mánudagur, desember 29, 2003

Dagurinn í dag leið hjá án stórvægilegra pælinga. Ég veit ekki hvort ég á að vera ánægður eður ei því ég fagna hverri þeirri pælingu sem kemur upp hjá mér sem krefst rökhugsunar. Kallið mig skrýtinn en þetta mætti kallast áhugamál. Hins vegar verð ég að segja að í ástandi hins hugsandi manns er ég kannski eins félagslyndur og strandaglópur á eyðieyju. Það skiptir mig svo sem ekki miklu máli í fyrstu en þegar mig fer að ráma í hvernig umhverfið bregst við mér fer tillitssemin í fullt gang og legg ég hugsanir mínar til hliðar og bíða þær betri tíma.....

Við hljómsveitin hittumst heima hjá mér í dag og hófst skemmtilegt spilerí. Bassaleikarinn hafði verið óheppinn með mætingar um þónokkurt skeið og var mjög gaman að vinna aftur með honum. Æfingin fór þannig öll í að semja nýjar bassalínur og skemmtum við okkur mikið við það.

---

Þetta minnti mig á upphaf hljómsveitarinnar. Við erum komnir óvenju stutt í hljómsveitaferlinu miðað vð aldur. Bandið byrjaði snemma árið 2002 minnir mig og þá voru aðaláhrifavaldar mínir [rytmagítar] og gítarleikarans Davíðs [sólógítarleikarinn] (við semjum allt sko) aðallega nü-metal í stíl við System of a down og KoRn. Þegar hér var komið við sögu höfðum við ekki hlustað á eina einustu þeirra hljómsveita sem við fílum í dag, nema kannski KoRn (kommon, þeir eru góðir mahr :P). Stofnuðum við saman hljómsveitina Painkiller. Seinna bættust Zakki [bassi] og Ásgeir [trommur] og erum við allir ágætis vinir :)

Metallica komu fljótlega sterkir inn og fórum við báðir að reyna að herma eftir Kirk Hammet í sólógerð.....gekk misvel. Ég bjó ekki yfir neinni tónfræði (og hef reyndar mjög takmarkaða tónfræðikunnáttu ennþá). Davíð hafði þriggja ára forskot á mér þar en hans helsta ambaga (og er enn, en aðallega þegar hann er að fíflast :P) var að hann vildi fá að njóta sín í hraða og stjörnustælarnir hans pössuðu ekki endilega við. Síðan hefur það þau hliðaráhrif á hann að hann SLEFAR af einbeitingu (bókstaflega, þið hefðuð átt að sjá slummuna útúr honum um daginn, algjört meistaraverk).

Seinna færðum við okkur burt frá nü-metalnum. Við byrjuðum að hlusta á aðeins vandaðra og harðara rokk og einbeittum okkur mikið að metal í hvernig mynd sem hann birtist. Iron Maiden og Metallica áttu hug okkar allan. Ég lít á það sem helstu framfarir okkar því ég held ekki að við værum ennþá til ef við hefðum byrjað að spila á tónleikum á þessu fyrsta tónlistarskeiði. Við hefðum aldrei fyrirgefið okkur það :P Núna hlustum við náttúrulega á miklu meira og erum ennþá bætandi við okkur áhrifum frá öllu sem við í rauninni fílum.......

Hooray for the slow-starters :D


|

laugardagur, desember 27, 2003

Enn einn dagur líður hjá......rosalega eru dagarnir rétt eftir aðfangadag leiðinlegir. Ekkert hægt að gera. Vinir manns einhversstaðar útí rassgati, sjónvarpsdagskráin skæðari en svarti dauði og ég er kominn á þann aldur þar sem ég er of gamall til að fá leikföng og get þess vegna ekki gert mikið við gjafirnar mínar.

Sem betur fer get ég alltaf spilað á gítarinn......en einhvernveginn hef ég verið heldur hugmyndasnauður undanfarið hvað varðar riff, ég er þó búinn að semja svolítið af textum og söng við þannig að það er svo sem í lagi :) Brátt líður að því að við förum að spila á tónleikum. Þá verður gaman :D

Ég hef í rauninni ekki mikið meira að segja :S


|

föstudagur, desember 26, 2003

Jólin búin í augum margra þó aðrir raunsæir njóta næstu tíu daga jólanna til hins ýtrasta.

Allir að njóta gjafanna sem þau fengu og er ég einn af þeim. Ég var nokkuð sáttur við þessi jól þar sem ég fékk lítið af einhverju sem ég vildi ekki.

Ég fékk:

Train of Thought - Dream Theater (bakgrunnurinn á þessari síðu er einmitt af þeim diski)
Animals - Pink Floyd
The Colour and The Shape - The Foo Fighters
Carnival Diablos - Annihilator

Jólasilkiboxernærbuxur heyptar í Dressman

20 evrur frá ömmu minni sem býr í Þýskalandi

Gítarnaglahaldari sem á að setja á míkrófónstatíf (nokkuð handy því ég er söngvarinn í hljómsveitinni :D)

Í augnablikinu man ég ekki hvað ég fékk fleira......:S

Ég er mjög ánægður með þetta allt saman og ég vona að þið hin hafið verið jafn ánægð með ykkar gjafir ;)


|

miðvikudagur, desember 24, 2003

Aðfangadagur jóla er genginn í garð og ég er búinn að opna einn pakka ;) Það hefur verið hefð hjá mér síðan ég var smákrakki að opna einn pakka að morgni til, reyndar aldrei svona snemme en ég var í stuði þannig að what the heck? :P

Það sem ég fékk úr pakkanum frá einum af bestu vinum mínum Adda og Matta (þeir eru tvíburar) var breiðskífan Carnival Diablos með thrashmetalhljómsveitinni Annihilator. Ég er nokkuð ánægður með það því það er mjög erfitt að finna disk með Annihilator nokkurstaðar í Reykjavík og ég má þess vegna þakka fyrir hve heppnir þeir voru.

Aðfangadagur jóla hjá fjölskyldunni minni einkennist af mikilli trúrækni. Ég tel mig trúrækinn í því samhengi að ég reyni að vera samkvæmur því sem ég trúi. Ég held að trúrækni geti alveg gengið hjá guðleysingjum líka því guðleysingjar hafa ákveðna lífssýn eins og allir aðrir. Í kvöld sæki ég þó messu þar sem ég er forvitinn. Pabba mínum tekst oftar en ekki að halda mjög áhugaverðar messur, að minnsta kosti þær sem ég mæti á.

Ég veit ekki ennþá hvað verður í jólamatinn en ég giska á að það sé hryggur. Það er smá útúrdúr frá hefðinni því við höfum alltaf gæs. Mér er svosum sama, mér líkar ágætlega við báða kostina. Ég get hvort eð er ekki beðið þar til ég get farið að opna pakkana :D Mér er sama hversu barnalegt það er, pakkarnir eru hápunktur jólanna fyrir mér. Sá sem fann upp á því að hylja gjafirnar með pappír hefur verið snillingur því þetta er eitt af tækjum sálfræðinnar til að gera menn spennta af forvitni. Vá ég get ekki beðið. Helst myndi ég vilja sofa þar til jólamaturinn væri en svona er lífið. Klukkan núna orðin 8:12 og ég hef verið vakandi síðan um kl. 6:00 :S

Hvað ætli maður geti gert til að drepa tímann?

Endilega komið með tillögur, ég hef hvort eð er fátt annað að gera en að lesa þær ;)


|

mánudagur, desember 22, 2003

Ég var að spá í hjónavígslum og allt umstangið í kringum það. Er það virkilega nauðsynlegt? Þarf maður í alvörunni að staðfesta ást sína á maka sínum? Og er nauðsynlegt að allir viti af því? Er það eitthvað verra ef par hefur verið saman til fjölda ára en þau eru ekki gift?

Það eru tvennar ástæður fyrir því hversvegna fólk giftist fyrir utan ást og mögulega trúrækni hjá báðum mökunum (það síðarnefnda er nefnilega ekki svo sjálfsagt):

1) Venja
2) Staðfesting á sambúi veitir manni aukna kkosti þegar skattar eru annars vegar......förum ekki nánar út í það

Ef par hefur verið saman óralengi ógift og það lítur ekki út fyrir að þau munu skilja, þurfa þau þá endilega að binda sig löglega saman? Mér finnst það ekki rétt að það eigi að vera til staðar einhversskonar löglegur hagnaður ef maður BARA giftir sig.....þetta er eins og einhver léleg auglýsing......maður þarf að eiga síma til þess að geta notið þess að geta fengið ókeypis hálftíma á kvöldin.....sama pæling.

Og hvernig bætir hjónabandið ástina? Ef þið finnið gott svar við þessu, endilega skellið henni á mig í commentglugganum því ég a erfitt með að finna það.

Mér finnst að val para til hjónabands ætti að vera áþreifanlegra, frjálsara. Manni á að líða þannig að maður tapi ekki á því að giftast ekki, ef það er það sem maður vill. Maður er ekki verri maður þótt maður velur að giftast ekki.

Þetta kann þó að hljóma hræsnislega af mér. Ég er sjálfur fermdur borgaralega en samkvæmt þessum skoðunum mínum fyrir ofan hefði ég átt að sleppa því algjörlega. Þetta er rétt.....ég ætti að sjá mjög eftir því að hafa fermst borgaralega núna. En ég geri það ekki.

Ferming og hjónaband er mjög ólíkt. Ferming er val eins einstaklings en hjónaband tveggja. Fermingarfræðsla er innifalin í fermingunni og hver sá sem boðskapurinn er þá er fermingin einskonar staðfesting á því að maður aðhyllist og sé sammála þeim boðskap. Að maður vilji fara eftir honum. Það sama á reyndar við um hjónaband, en ástarjátning þeirra ætti ekki að vera opinberun sem bundin er við lög. Ást er of víðtækt hugtak til þess að hægt sé að skilgreina hana svo lagasetningar geti verið gerðar.

Það á ekki að skipta máli hvaða leið maður fer í lífinu þegar mótun persónunnar á sér stað. Það á ekki að vera bundið í lög og trú má ekki þvælast þannig fyrir manni að það geri manni lífið leitt að fara ekki eftir henni.


|

sunnudagur, desember 21, 2003

Jammz......eins og þið sjáið þá er ég kominn með nýjan bakgrunn.......fokkaði hinum upp :P

Og ég er kominn með nýjan teljara þar sem hinn var eitthvað virkilega að bögga mig...:S

Vona að þetta tvennt vekji ekki ugg hjá einhverjum ykkar :P

Annars er ég kominn í frí :D 22.desember á morgunn....

Vissuð þið að sá dagur er hátíðisdagur? Hlakkandi heitir hann og er svo gott sem útdauður. Meiningin bak við þennan hátíðisdag er sú að á þessum degi nær tilhlökkunin til jólanna hámarki hjá e.t.v. mörgum. Mér finnst þetta mjög sniðugt og ætla hér með ætíð að halda upp á hlakkandann.

Lifið heil ;)


|

laugardagur, desember 20, 2003

DisorderRating
Paranoid:Low
Schizoid:Low
Schizotypal:Moderate
Antisocial:Low
Borderline:Low
Histrionic:High
Narcissistic:Moderate
Avoidant:Low
Dependent:Low
Obsessive-Compulsive:Moderate

-- Personality Disorder Test - Take It! --|
Ríkisstjórn vor er að rústum komin.

Hvert ummerki fasismans á fætur öðrum á sér stað og þingmennirnir komast upp með þetta. Ég heyrði að Ísland sé komið á lista yfir þjóðir sem vilja láta taka Saddam Hussein á lífi. ÍSLAND??? Erum við allt í einu orðnar kanasleikjur?

Ég neita að aðhyllast þessar almennu skoðanir, hver sá sem segist vera á móti dauðarefsingu en segir í sömu andrá að Saddam Hussein eigi dauðarefsingu skilið eru ekki aðeins hræsnarar heldur siðblindir að auki. Ég neita að tilheyra þessu hópi.

Fólk utan frá segir það merkilegt að hér á Íslandi sé fjórflokkakerfi.....miðað við að í USA er nokkurskonar tvíflokkakerfi eins og raunin er reyndar með flest ríki.

Ég get ekki séð betur en svo að það sé að myndast einn flokkur. Með samþykki frumvarpsins um að hækka eftirlaun þingmanna um nokkurhundruðþúsund krónur hefur komið í ljós að vinstri hreyfingn er ekki upp á marga fiska.

Steingrímur J. samþykkti að þetta frumvarp færi í gegn!!! Ég er svo hneykslaður að það er ekki orðum bundið. Helvítis hræsnari! Eitt sinn hafði ég álit á honum en á það hefur verið kúkað og ekki smá skita þar......

Og hin blessaða miðjustefna er líka horfin þar sem Össur rökstyður þetta frumvarp þannig að: "þingmenn eigi að hætta með reisn". Það að hann upphefji þingmenn ofar öðrum sýnir einfaldlega hversu siðblindur hann er orðinn auk þess sem hann er orðinn hættulega hægrisinnaður og geri ég ekki lengur greinarmun á honum og öðrum íhaldssvínum.

Hér stöndum við frammi fyrir þeirri ógn sem ég var hræddur um að myndi gerast. Stjórnarandstaðan hefur nú tekið höndum saman með meirihlutanum sökum lögmætra mútnagreiðslna sem munu taka áhrif þegar þeir eru hættir að vinna. Einhliða stjórnmálastefna í Alþingi mun brátt verða að veruleika. Lýðræðið verður minna og minna áberandi og áþreifanlegt og víkur fyrir fasismanum.

Hvað er hægt að gera????? Ekki mikið hægt að gera :S

Bylting er aldrei rétta lausnin þar sem hún skapar glundroða. Samt er aðgerða þörf.....og það strax!!!


|

miðvikudagur, desember 17, 2003

Ég biðst enn og aftur afsökunar á vanrækslu minni við þessa síðu :S Ég er ennþá í þessum prófum.

Venjulega ætti þetta þó að vera fullkomlega fyrirgefanleg afsökun, en ég hef reyndar ekki nýtt tímann allan í að læra undir prófin.....ég er einfaldlega of kærulau til þess að koma mér upp skipulagi. Þess vegna hefði ég alveg getað notað einhvern af þeim tíma sem ég var á netinu til að blogga, en ég gerði það ekki :'(

En nú verður bót á því :) Í dag mun ég taka næst síðasta prófið, náttúrufræði, og eftir það kemur enska. Ég er mjög sterkur í tungumálum þannig að ég verð ekki lengi að læra undir það, jafnvel í mínu skipulagsleysi, svo að regluleg uppfærsla verður bráðum að veruleika ;)

Ég var annars að spá í hugtakinu "mainstream". Samkvæmt því þá er allt sem stór markhópur á sameiginlegt og aðhyllist "mainstream". Ákveðin tegund bíómynda, tónlistar, tískufata og þess háttar. Við lendum samt í þeirri þversögn daglega að upplifa hversu sérstakir allir eru og eru öðruvísi ölum öðrum. Þessi þversögn er viðurkennd innan þjóðfélagsfræðinnar þannig að ég er ekkert að bulla hér ;).

"Mainstream" er eitthvað sem ekki hefur verið lögð sérstaklega mikil vinna í. Þótt margt sé vandað innan þess geira, getur það alltaf verið gert betur. Nýjasta dæmið um það er e.t.v. lengda útgáfan af The two towers sem er önnur myndin í Lord of the rings þríleiknum. Þegar ég fór á hana í bíó fór ég á "mainstream" útgáfuna sem var styttri. Hún var mjög góð, en þegar ég sá lengri útgáfuna, þá var hún langt um betri.

Ef Peter Jacskon hefði ekki stytt myndina fyrir bíó sína hefði enginn nennt að horfa á hana. Eða það segja allir. En hver sagði þeim þetta? Er virkilega svona stór markhópur sem aðhyllist "mainstreamið"? Er ekki mögulegt að þetta sé í rauninni lítill hópur sem hefur áhrif á mjög marga?

Berjumst gegn hinu venjulega! Verum óhrædd við að kanna hið óþekkta! Ekki vera hrædd við það sem við erum!


|

laugardagur, desember 13, 2003

Þetta er eitt af því steiktasta sem ég hef nokkurn tímann séð á ævi minni og þá er ég líka að taka með atvikið þegar vinur minn setti mynd af andlitinu á mér í photoshop á einhvern tjokkó verzlógaur.


|

þriðjudagur, desember 09, 2003

Musedagurinn verður brátt að veruleika. Eins og ætla má er tilhlökkunin að gera útaf við mig, eins og marga aðra sem fara á þessa tónleika. Það boðar aðeins gott að þeir munu koma með 10 tonn af dóti FYRIR UTAN græjurnar :D. Ég heyrði að þeir kæmu með gylltan flygil og fullt af ljósaeffektum.....hell, ég kæmi á þessa tónleika bara til að sjá það!!!

Já.....og eins og flestum er líka kunnugt þá eru prófin að fara að byrja og held ég að það sé óhjákvæmilegt fyrir mig að taka mér frí frá blogginu á meðan :( Auðvitað reyni ég að kreista út einhverjar hugmyndir inn á milli þess sem ég les stærðfræðiformúlu hugsunarleysi og kannski líka nokkur orð um pólitík á meðan ég klöngrast yfir danskar sögur um konur sem klifra upp Mt. Everest ;)

Njótið aðventunnar eins vel og hægt er ;)


|

mánudagur, desember 08, 2003

Viðbjóður er greinilega eitthvað sem maðurinn sækist í. Hvort það sé einhvers konar frumþörf sem sækja má til forfeðra okkar eða jafnvel lengra veit ég ekki. Kannski er það einhver öfuguggaháttur í okkur að sjá blóðugt hold sem búið er að skera í, og helst af tegundinni Homo Sapiens. Kannski erum við í stöðugri baráttu við okkur sjálf um hversu mikið af hinu afbrigðilega við getum þolað.

Hvaða svar sem þessi spurning hefur upp á að bjóða veit ég fyrir víst að ég á einni manneskju að þakka fyrir að hafa ekki farið á Kill Bill eins og ég ætlaði að gera með vinum mínum. Lengi vel var hún aðeins bönnuð innan 14 ára, en núna þegar þessi manneskja sem rætt er um féll í yfirlið við áhorf myndarinnar, varð allt snælduvitlaust og sáu Kvikmyndaleikhússeigendur sér þann eina leik á borði að hækka aldurstakmarkið upp í 16 ára og þarf þá áður að sanna aldur sinn við afgreiðslu með skilríkjum.

Annars þá er ég ekki sérstaklega fúll, ég get alveg tekið hana á leigu þegar hún kemur í mynbandaleigur. Afgreiðslumaðurinn í Regnboganum var svo indæll að hleypa okkur inn á Wonderland og skemmtum við okkur vel við að horfa á þá mynd, milli þess sem við hlóum að tilhugsuninni við að vera viðstaddur þegar manneskjan féll í yfirlið (sem ég gruna um að hafa verið undir 14 ára, mögulega 11-12 ára (það væri svo dæmigert). Pælingarnar fóru enn lengra og vorum við farnir að ræða um hvernig heimildamyndin um átakasögu manneskjunnar sem bauð svo við að horfa á kvikmynd eftir Quentin Tarantino að hún féll í yfirlið. Baráttan við að fá fyrri orðstír aftur......

Annars þá verð ég að þakka persónunni fyrir að hafa vakið þessa athygli á sér, því þetta er ekkert nema jákvæð auglýsing fyrir þá sem eru aðdáendur "splatter"-mynda.

Ps. Ég biðst afsökunar á skorti á uppfærslum hjá mér undanfarið. Ég ákvað að taka mér góðan tíma í að lesa undir Þjóðfélagsfræðiprófið sem ég þarf að taka á fimmtudaginn þar sem ég þarf að lesa um 70 blaðsíður.


|

þriðjudagur, desember 02, 2003

Ég er fúll........ég þurfti að mæta í skólann í gær, 1.desember. Það er greinilegt að dagar eins mikilvægir og Fullveldisdagurinn eru flokkaðir til annars hversdagslegu daga og fyrir okkur námsmönnum þá eru það skóladagar.

Fyrst var öskudagurinn hafinn af okkur, nú fullveldisdagurinn. Hvað næst? 1. maí? Hvílík kaldhæðni ef svo væri! Á ekki bara að kenna okkur allt árið fyrst menntamálaráðuneytið er á þessu tillitslausa fasistaflippi yfir höfuð?

Æjj, ég hef mjög lítið að tala um.........allavega, njótið nýja útlitsins á síðunni minni ;)


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?