<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, janúar 31, 2004

MSN bindindi - dagur 14

Í dag eru tvær vikur síðan ég ákvað að yfirgefa sjálfan mig og samþykkja algjöran fíflaskap án samráðs við sjálfan mig. Ó hvað ég gæfi fyrir að hafa ekki staðið í þessum samningaviðræðum og klippt frekar á snúruna hans Matta. Það hefði verið miklu áhrifaríkara þar sem hann á ekki pening til að láta gera við það svo hann neyddist til að gera eitthvað annað en að fá hausverk af því að hanga í tölvunni daginn út og inn.

Í dag skipulagði ég hljómsveitaræfingunum með hljómsveitinni minni Cynics. Við erum búnir að vinna að einu lagi í heilan mánuð ef ekki tvo......sem er svo sem allt í lagi þar sem lögin eru líka frekar löng. Lagið, Hell unleashed að nafni, sem við erum að vinna að núna er rúmlega hálfnað og mældum við afrakstur þess sem komið var. Mældist það 11 og hálf mínúta, sem má teljast mjög gott :D Og þetta er aðeins helmingurinn af laginu nota bene ;)

Því miður þurfti æfingin að vera í heldur styttra lagi því ég og bassaleikarinn, Zakki, þurftum að fara í afmæli til vina okkar, tvíburanna Matta og Adda. Þar horfðum við á tvær myndir: Jeepers Creepers og Pulp Fiction.

Jeepers Creepers er ein af þeim hryllingsmyndum sem greinilega var lögð mikil vinna í en kom því miður niður á dramatíkina. Þess vegna verð ég að segja að þetta er ein af uppáhaldsmyndum því ég hef aldrei hlegið eins mikið að einni mynd og þessari. Þessi mynd er algjör demantur og ætla ég að kaupa hana og horfa á hana með 20 ára milli bili og leyfa kynslóðunum sem koma á eftir mér að hlæja með mér. Þessi mynd slær Final Destination 2 algjörlega við.

Pulp Fiction er ein af þeim myndum sem allir hafa séð. Hins vegar er ég undantekning því ég sá hana í fyrsta skipti í dag. Frábær mynd hér á ferð eins og við er að búast þar sem hún er úr smiðju Quentin Tarantino. Eitt sem mér fannst soldið sérstakt.....hvernig ætli það sé að eiga eitt stykki gimp eins og gaurarnir sem nauðguðu aðalkrimmanum? Hvernig ætli það sé að vera gimp og eiga heima í kistu? Hlýtur að vera frekar leiðinlegt, en hann er gimp þannig að það skiptir engu máli :P

Eftir að hafa séð Pulp Fiction hef ég komist að raun um að það lágkúrulegasta sem hægt er að vera er einmitt að vera gimp. Ég hélt fyrst að sú skilgreining fælist í því að vera hvítur, koma frá Suðurríkjum Bandaríkjanna, eiga heima í 2-300 manna samfélagi, hugsanlega vera svínabóndi og eiga heima í hjólhýsi, vera síðhærður með derhúfu og drekka bjór með öllu......white trash sem sagt. Vissulega er það lágkúrulegt. En gimp er öllu verra því að minnst kosti valdi hvíta ruslið sér þennan lífsstíl. Gimp verður ekki gimp af sjálfsdáðum. Úff....það væri enn verra :S


|

föstudagur, janúar 30, 2004

MSN bindindi - dagur 13

Hmm......13. dagur bindindisins ber upp á föstudag? Tilviljun? Ég held ekki. Ég held að Albínísku Rassálfarnir hafi skipulagt þetta alveg frá upphafi alheimsins. Ég er aðeins síðasta hálmstráið. Ég í undirmeðvitund minni mun færa þeim hinn heilaga snærisspotta sem var til í iðrum jarðar af vélmennum.

Á morgun verð ég búinn að afplána helminginn af einhverju sem ég hefði aldrei átt að fara útí því þetta er bara heimskulegt. Mánuður fyrir viku??? Á hverju hef ég verið á þeirri stundu sem ég bauðst til að afplána mánuð án nokkurra samskipta við fólk gegnum MSN? Ég held ekki að það sé til það dóp sem hefði fengið mig til að hugsa þannig að þetta myndi meika sens.......

Reyndar þá er það komið í vana hjá mér að spjalla ekki á msn.......því miður. Mér dettur ekki einu sinni til hugar að fara á msn, en síðan fæ ég fráhvarfseinkenni í hvert sinn sem mitt eigið blogg minnir mig á að ég er að halda mig frá einhverju sem er meira ávanabindandi en Coca-Cola og kaffi samanlagt...........fyrir mér.

Ég gæti ekki ímyndað mér neinn sem gæti lent í sömu krísu og ég........allavega vona ég það innilega því ef ekki þá er geðheilsan þér ekki hliðholl. En á hinn bógin þá er þetta sannleikur með marga, að geðheilsan sé ekki þeirra sterka hlið. Kannski þeir eigi möguleika á því að sannfæra sig um að hætta á msn útaf einhverri bullástæðu sem er byggð á kviksyndi og hyldýpi undir því......

Eftirsjáin nagar mig í sífellu. Bara ef Morpheus hefði nú sagt sannleikann í aðeins minni tvíræðni þá hefði ég eflaust tekið bláu pilluna. Skítt með það þótt ég sé "The One".....hehe

Ég ætla að hætta að skrifa núna áður en þetta fer útí algjöra steypu.......eruð þið mér ekki þakklát? :)


|

fimmtudagur, janúar 29, 2004

MSN bindindi - dagur 12

Dagurinn í dag fór næstum allur í undirbúning fyrir Hippaballið í Hagaskóla. Einhverjum datt í hug að hljómsveitirnar skyldu spila á dansgólfinu í staðinn fyrir uppi á sviði. Það var mjög gaman svo sem.

Það góða við að dansa í svona balli er að þar koma saman bestu lög sem 70's hefur upp á að bjóða og maður getur dansað eins og algjör fáviti, eins og enginn sé að horfa á mann. Alveg yndislegt frelsi. Og í þessum tilfellum þurfa lögin helst að vera lengri en sjö mínútur svo fílíngurinn komist örugglega að.

Eitt atvik verður mér alltaf minnisstætt. Það var á meðan eitt mjög sýrukennt lag var sett á fóninn og nokkrir taka upp á því að setjast niður í kring og fara að kyrja. Bekkjarfélagi minn tekur síðan upp á því að hlaupa í kringum hringinn og tekur mig með og við höldumst í hendur og fleiri koma í hringinn og smám saman var kominn hringur dansandi í kringum hringinn sem kyrjaði sitjandi. Hámarkinu var náð þegar einn fór í miðju þessa alls, stóð upp og tók hendur sínar á loft.

Líkurnar á að eitthvað þessu líkt gerist án neins samráðs innan hóparins eru auðvitað sáralitlar en þetta sýnir þó hvað maðurinn getur stundum verið ótrúlega læs á aðstæðurnar. Hvernig allt í einu geta allir haft eitt í huga, eitt markmið. Stórmerkilegt!!! En þvílík sýra. Mjög fyndið þegar maður minnist þessa atviks.......

Það er gaman að lifa þegar svona gerist :)


|

miðvikudagur, janúar 28, 2004

MSN bindindi - dagur 11

Í dag er mjög merkilegur dagur því ég seldi sál mína. Það var nokkuð auðvelt fyrir mig að taka þessu tilboði þar sem ég trúi einfaldlega ekki á tilvist sálarinnar. Verðið sem vinur minn bauð í sálina var pylsa með öllu og hálfs líters gos að eigin vali. Mér fannst þetta heldur rausnarlegt þar sem ég var í rauninni að fá eina með öllu ókeypis......hehe

Ég komst svo seinna að því að planið hefði verið að ég sem sálarlaus maður þyrfti að kaupa sál mína aftur ef ég tæki aftur upp kristna trú og þá væri vinur minn búinn að setja mjög hátt verð á sálina. Fremur langsótt verð ég að viðurkenna og einmitt þess vegna taldi ég að ég hafði engu að tapa. Þannig að ég sló til og skrifaði undir heljarinnar samning, en meginefni þess tók heilar 5 línur.

Stuttu síðar vildi hann rift samningnum því hann fékk stingandi samviskubit eftir þessa gjörð sína þannig að hér stend ég sálarlaus og með krampa í maganum eftir allan hláturinn.

Já, og eitt í viðbót......Hulinhöfði.....ég veit hver þú ert núna ;)


|

þriðjudagur, janúar 27, 2004

MSN bindindi - dagur 10

Þessa dagana hef ég verið í svolitlu álagi. Ég er ásamt þreumur vinum mínum að reyna að klára undirbúning fyrir fyrirlestur sem við höfum í Þjóðfélagsfræði, ég var að koma úr hljómsveitaræfingu, en við ætlum að troða upp í hippabalinu sem verður á fimmtudaginn......og ég á eftir að læra heima!!!

Mér þykir leitt í hve litlu stuði ég er til að blogga, en ég ætla þó ekki að sleppa því, einfaldlega vegna þess að það væri svo asnalegt að sleppa úr einn dag því þá kæmi það svo asnalega út. Dagur 9 og svo allt í einu dagur 16........vó.....ekki gaman að lesa það sama aftur og aftur.

Ég sé að það hefur farið fyrir brjóstið á nokkrum lesendum hver skoðun mín á nýjasta Muse-disknum er. Eina vörnin sem ég get í rauninni haft gegn þessu er að þetta er mín skoðun og smekkur manna er mismunandi. Ástæðan fyrir því af hverju ég fíla þetta ekki er að mest af þessu lít ég á sem léleg tilraun til að blanda saman tvennum eða þrennum tónlistarstefnum, sem gengur ekki upp fyrir mér....þetta þyrfti að vera miklu vandaðra hjá þeim, og í rauninni bjóst ég við betri tónlist frá þeim því þeir hafa sannað sig fyrir að vera ein af bestu rokkhljómsveitum Breta síðan Radiohead slógu í gegn. Synd og skömm að Absolution nær ekki að halda við Origin of symmetry.....mín skoðun auðvitað ;)

Æ, ég læt þetta nægja í bili, gef ykkur smá hvíld frá svona miklum lestri, hér kemur einn stuttur ;)


|

mánudagur, janúar 26, 2004

MSN bindindi - dagur 9

Einhvernveginn tókst mér að láta daginn í dag líða án frekari söknuðs til míns ástkæra spjallforrits. Spurningin hver galdurinn bak við andlegu jafnvægishæfileika mannsins eru, sá maður fengi eflaust Nóbelsverðlaunin.

Ég fór í skólann í dag með tíkó. Þetta var ekki eitthvað sem stóð í hinni alræmdu dagbók, heldur vildi ég gera tilraun á bekkjarfélögum mínum. því miður þá hef ég spillt orðspori mínu of mikið til að fá marktæk viðbrögð. Þau hafa lengi haft það brennimerkt í undurmeðvitundina hve óútreiknanlegar gjörðir mínar eru. Eða svo er mér sagt. Ég passa mig á því að allt sem ég geri hafi rökréttan aðdraganda. Ég hef bara verið óheppinn í þeim hluta þar sem ég þarf að útskýra allt saman. Ég tel mig geta tjáð mig ágætlega og ég á ekki erfitt með að segja það sem mér sýnist en stundum verð ég staðinn að einhverju og þegar kemur að svörum verður oft fátt um þau. Ekki það að heilinn detti úr sambandi eða fái eins konar andlegt skammhlaup en á sama augnabliki er það einmitt það sem er að gerast í hausnum. Óskiljanlegt? Iss piss, bíðið bara þar til þið kynnist mér.

Ég er núna búinn að hlusta svo til stanslaust á nýjasta diskinn minn með Dream Theater; Six degrees of inner turbulence. Ég varð einfaldlega að skola niður þeim sora sem hlaust þegar ég hlustaði á Absolution með Muse. Ég kalla það ekki góða afurð þegar diskur hefur aðeins að geyma fjögur hlustunarhæf lög. Í mesta lagi í meðalllagi, en þá þurfa lögin að vera mjög góð, en þá kröfu uppfylla þau ekki. Nema kannski Time is running out, það finnst mér vera mjög vel heppnað lag.

Ég skil ekki hvernig ég fæ ekki leið á diskum eftir að hafa hlustað á hann allt upp í 8 sinnum í röð án þess að stoppa. Undir venjulegum kringumstæðum væri venjulegur maður búinn að hárreita sig alveg inn fyrir höfuðkúpuna og hygðist e.t.v. á sjálfsmorð með bitlausum borðhníf. Dream Theater eru reyndar ekki mjög venjulegir. Kosturinn vip þá er að þeir eru mjög tormeltir. Margt nýtt kemur í ljós ? tónsmíðum þeirra í hvert skipti sem hlustað er á þá. Margt rökrétt og margt miður rökrétt kemur í ljós við hlustunina og alltaf koma sömu hlutirnir á óvart. Sá dagur mun seint koma sem ég mun fá leið á Dream Theater. Enda er ég proggari út í eitt og ég væri nú ekki maður með mönnum á því sviði nema ég hlustaði á þessa hljómsveit, enda góð ástæða til.

Þetta er orðinn svolítið sællegur pistill hjá mér, hann tútnar út af orðum. Ætli ég dekri ekki aðeins meira við hann? kannski tvær efnisgreinar í viðbót? Hehh.....

Það hefur borist mér til eyrna frá nokkrum vinkonum mínum í bekknum að ég beri mig hýrt að. Orðið "hýrt" skal skilja sem samkynhneigt. Hér er mín athugasemd: Er það virkilega hommalegt að vita eitthvað um hárnæringu eins og hversu oft á að þvo á sér hárið vikulega?

Staðallinn fyrir hýrleika breytist í sífellu. Við karlmenn sem felum okkur ekki bak við gervihetjuskap og umbreytta kvenrembu verðum í óða önn í bráðri útrýmingarhættu því við verðum álitnir hommar von bráðar og konur líta þess vegna ekki við okkur. Það hræðir mig að staðalímyndin af karlmanni skuli vera svo brengluð.

Ég treysti þó á að konur séu skynsamari en svo að fara eftir staðalímyndum, sem er raunin með margar, sem betur fer. Konur eru djúpar :). Þrátt fyrir þessa svartsýni lit ég fram í tímann björtum augum þegar ég verð álitinn........aðlaðandi*stolt*

YESSSS

Kveðja

Tumi (bráðum aðlaðandi "fyr")


|

sunnudagur, janúar 25, 2004

MSN bindindi - dagur 8

Sunnudagar eru skrýtnir dagar. Ákveðin stefnuleysa sem ríkir á þessum degi og maður gerir ekki sérstaklega mikið í raun og veru á þessum degi. Frekar leiðigjarnt. Ég á reyndar eftir að læra heima en það er svo sem ekki mikið þannig að ég bíð með að gera það og geri eitthvað skemmtilegra áður en að því kemur. En hvað getur það verið???

Annars hef ég leikið mér að því að semja einar eða tvær kassagítarpælingar sem væri flott fyrir nýtt lag......ég þurfti því miður að lýsa yfir fjarvist minni þessa helgi á æfingum með Cynics því næsta fimmtudag verður Hippaball ætlað 10.bekkingum í Hagaskóla og mun ég og nokkrir aðrir taka nokkur vel valin íslensk hippalög. Gallinn er þó sá að við áttum að nota bæði gærdaginn og daginn í dag til æfinga en ekkert hefur orðið af því, þó er smá séns á því að hittast í smá stund í kvöld til að renna yfir þetta. Ég meina, þetta eru hippalög, ekki mörg erfið hippalög til......hvað þá íslensk? Ég er búinn að heyra raddir um að þeir vilji hætta við þetta og eitthvað þannig, ég vona samt að ekki verði úr því þar sem þetta er hálfgert skólaverkefni og gildir þetta ákveðna prósentu af heildareinkunn......það væri fáránlegt að hætta við þetta.

Eins og þið glögglega sjáið þá er þetta 8. dagur bindisins og stærðfræðingar geta verið sammála um að þetta er sem sagt fyrsti dagurinn í viku nr. 2.......ótrúlegt hve maður endist í þessu. Ég er byrjaður að sakna þessa samskiptaform alveg óskaplega.....einhvernveginn er maður bara feimnari í kringum eiginlegt fólk, manni vefst oft tunga um tönn og það verður í minnum fólks óþægilega lengi. Þess vegna er betra að tala saman á MSN því þá er minni hætta á að fólk misskilji mann. Gallinn við MSN er þó sá að það er næstum ekki hægt að vera með líkamlega tjáningu, sem er synd því það er margt sem hægt er að segja án orða.......annars þá er MSN mjög sniðugt því þetta er eiginlega tilvalið fyrir hözzl af öllu tagi.....hehe.

Ég hef fengið það comment frá nokkrum vinum mínum og bekkjarfélögum að ég hafi óþægilega mikinn orðaforða, stundum skiljist ekki hvað ég er að segja einhverra hluta vegna. Hafið þið lesendur orðið vör við þetta í lestri ykkar á þessari síðu? Hikið þið einhversstaðar í textanum? Ætti ég að breyta til?

Mér fyndist það samt fremur leiðinlegt ef ég þyrfti að breyta talsmáta mínum því mér finnst ekkert sjálfsagðara en að nota í slenskuna eins og hún nýtur sín best. Það er svo mikið af orðum til sem lýsir hverri atburðarrás alveg óaðfinnanlega og ef einhver tæki upp á því að skera niður þann orðaforða væri ekki hátt í áliti hjá mér. Mér finnst alveg frábært ef fólk reynir að nota móðurmál sitt eins fjölbreytt því það vekur oftar en ekki áhuga hlustenda eða lesenda. Hvað finnst ykkur? Er ég að vaða í villu?

Ætli ég láti þetta ekki nægja? Þetta er orðið heldur mikið af texta og fólk hefur ekki mikla þolinmæði ef áhuginn er takmarkaður. Þið fæst hafið örugglega þennan óþreytandi áhuga á þessu býst ég við.....

Tumi


|

laugardagur, janúar 24, 2004

MSN bindindi - dagur 7

Sæl verið þið, Tumi mættur, aðeins hálftími síðan ég vaknaði.

Ég fór á batman.is rétt áðan og getiði hvað. Þeir eru búnir að linka mig :D Tékkið neðarlega á linkana fyrir 24.janúar og þá sjáiði linkinn ;)

Og fleiri góðar fréttir......Cynics heimasíðan er komin upp og getið þið heimsótt hana hér. Það á enn eftir að ganga frá lausum endum og þannig en þetta er samt meira og minna eitthvað sem hægt er að tékka á....enjoy.

Hvað varðar MSN bindindið þá er þetta fremur merkilegur dagur. Þetta er síðasti dagurinn sem Matti vinur minn þarf að lifa í angist því á morgunn fær hann að fara á sína heittelskuðu servera og spila Star Wars Galaxies eins lengi og hann vill. Hann er búinn að halda þetta lengi út og hann á það skilið. Ég held samt ekki að honum sé batnað því hann eyðir núna öllum deginum í tölvuleiki OFFLINE. Og ég á ennþá 3 vikur eftir af bindindinu, auk þess sem tvíburabróðir Matta, Addi, féllst á að hætta að drekka allt nema vatn í tvær vikur.......ég held að við þyrftum að æfa okkur aðeins betur í samningaviðræðum....hehe.

Samt.....mér finnst ég ekki vera að tapa sérlega mikið á þessu, ég hef getað haldið mér uppteknum. Ég hef t.d. komist að því að ég hef samið u.þ.b. 400 orð af texta fyrir allar þær hljómsveitir sem ég er búinn að vera í.....ehemm.....ég hef nóg að gera ;)

allavega......bæbæ


|

föstudagur, janúar 23, 2004

*LEIÐRÉTTING*

Dagur 6 átti að standa fyrir daginn í dag, ekki 5 aftur.

Lifið heil ;)


|
MSN bindindi - dagur 5

Dagurinn í dag var vissulega viðburðarríkur. Verzlókynning eftir skóla og eftir það greip ég tækifærið, fór yfir götuna í átt að Kringlunni og keypti mér geisladisk í Skífunni, þar sem afgreiddi mig maður sem ég hef lúmskan grun um að sé söngvarinn í Thrash core bandinu Fighting Shit. Við tókum létt tal saman og var greinilegt að við berum sömu hlýju til underground tónlistar hér á landi, þar sem hann var m.a. í I adapt bol. Auk þess vorum við sammála því hversu vel heppnaðir Converge tónleikarnir voru og röbbuðum við létt um það.

Já, ég keypti mér Absolution með Muse, einfaldlega út af forvitni frekar en áhuga. Þessi hljómsveit er reyndar alveg frábær og finnst mér Origin of symmetry t.d. hinn frábærasti diskur. En Absolution olli mér vonbrigðum. Það mætti halda að hljómsveit sem slík gæti höndlað að gefa út þriðja disk sem myndi toppa forvera sína, en þeir eru greinilega ekki ein af þeim hljómsveitum. Origin er svo miklu miklu betri.

Hvað um það.....faðir minn kom frá Þýskalandi aðfaranótt dagsins í dag og kom færandi hendi:

Tvær Levi's gallabuxur handa mér :D
Genesis - Nursery Cryme
Jimi Hendrix - Live at Fillmore East
Eric Clapton - 461 Ocean Boulevard
Muddy Water - Top of the Boogaloo

Auk þess kom hann með soldið af DVD myndum og fleira þannig dót.

Helgin hjá mér verður fremur fullbókuð og verður hæpið að ég geti skrifað eitthvað á bloggið nema á kvöldin.....ótrúlegt hvað maður kemur sér í þegar maður eyðir tíma sínum í annað en að skrifast á við aðra gegnum MSN......

Ég sakna MSN.....ég hef örugglega sagt þetta áður n til að undirstrika hve satt mér finnst þetta vera; MSN gefur manni færi á að sleppa af sér beislinu. Feimnir fara að sýna sitt rétta eðli og hægt er að tala við alla á almennilegu nótunum.

Ástæðan fyrir þessu er örugglega vegna þess að tölvan tekur ekki inn í þetta öll þau vandræðalegu augnablik eins og þegar manneskja hikar og stamar eða segir eitthvað vitlaust, því allt sem maður segir er miklu úthugsaðra en þegar maður talar bara við fólk úti á götu. Það er rökrétt, ekki satt?

Æjj......ég hefði ekki átt að sættast á svona langt bindindi :( Ég held ekki að þetta sé spurning um fíkn hjá mér, heldur fremur spurning um félagslega þörf sem maður þarf nauðsynlega að uppfylla.....þó, eins og með margt annað, er hægt að fara með þetta þetta út í öfgar. Sumir eyða öllum deginum inni á MSN og það er þeirra eina félagslíf.......þegar MSN notkunin er orðin svona mikil þá held ég að það mætti fara að skipta sér af þessu til að hjálpa manneskjunni....hvað haldið þið?

æjjjhh......blahhhhh


|

fimmtudagur, janúar 22, 2004

MSN bindindi - dagur 5

Ég veit ekki hvort ég sé skemmdari fyrir vikið af þessu bindindi eða hvort ég hafi fæðst svona. Hvað sem það er þá geri ég mér grein fyrir því hversu stór partur af upplýsingaflæði sem fer um mig dags daglega er lamað vegna þess að ég er ekkert á MSN núna. Vinur minn þurfti að HRINGJA í mig með gamaldags SÍMA til að segja mér fréttir af sér *hrollur* Það liggur við að ég búi í helli, einu samskiptin sem ég hef á netinu er gegnum lesendur bloggsins míns og það gengur hægar en í raunveruleikanum, ég held að það hafi örugglega verið til gaurar sem gátu haft hraðari samskipti með morskóða......heyrnalausir og búnir að missa báða handleggi í stríðinu.

Dagbókin mín léttklikkaða stakk upp á því í dag að senda einhverjum sem ég þekkti ekki að þekkti lauslega, bréf sem á stæði að við skyldum hittast eftir tíu ár nákvæmlega þennan dag, 22. janúar. Sá sem fékk miðann frá mér hafði ekki sérlega mikinn húmor fyrir þessu, því miður. Það lá við að hann henti miðanum en hann lét miðann bara ganga og þegar ég fékk hann henti ég honum í ruslið.......eins misheppnað og hægt ar að hugsa sér :S

Í dag ákvað ég síðan að skipta um commentkerfi þar sem gamla var byrjað að beila of oft á mér, og tók ég í staðinn upp Squawkbox, en ég sá að það virkaði vinkonu minni í sínu bloggi. Njótið vel og ég vona að þessar breytingar valdi því að umræður fari aftur af stað.


|

miðvikudagur, janúar 21, 2004

MSN bindindi - dagur 4

Það gerðist svo sem ekki margt hjá mér í dag utan venjulegs amsturs skólans. Reyndar....

Dagurinn í dag var helgaður Frakklandi þar sem þessi blessaða dagbók sagði mér að gerast þjóðernissinni og velja einhverja þjóð til að aðhyllast. Frakkland var mitt val og hélt ég því fram við alla hve frábært Frakkland væri, við misgóðar undirtektir. Því miður lognaðist ákefð mín út þar sem þreyta fór að halda aftur af mér, en mér tókst að skrifa "Viva la France" á skólatöfluna í enskutíma auk þess sem ég teiknaði franska þjóðfánann.

Mér hefur tekist að halda mig frá MSN núna í fjóra daga og fannst mér rétt að verðlauna mig ríkulega. Hvað það verður veit ég nú ekki en það erður eitthvað flott....ég byrjaði nú á því að éta heilan pakka af Jaffa kexkökum.......það var bragðgott.

Blind Faith með Dream Theater er núna opinberlega eitt af bestu lögum sem ég hef heyrt........er nú í flokki ásamt "Metropolis pt. 1: The miracle and the sleeper" með sömu hljómsveit og "Cicatriz ESP" með The Mars Volta.

---

Mér finnst samt eitt svolítið pirrandi, þó það sé nauðsynlegt í rauninni......ég er harðákveðinn í því að vera rithöfundur þegar ég verð eldri og auk þess sem ég ætla að vinna við tónlist. En ég get ekki annað en hugsað útí það að kannski seinna mun ég hætta að pæla í þessu og hugsa um eitthvað annað sem ég myndi vilja vinna við. fyrir tveimur árum vildi ég vera lögfræðingur, áður en það gerðist vildi ég vera flugmaður og enn áður vildi ég verða veiðimaður. Hver segir að draumar mínir núna séu ekki bara blekkingar einar?

Eitt skilur þetta þó að. Ég iðka í rauninni vinnuna mína núna, ég er amatör rithöfundur. Eini munurinn á mér núna og eftir háskólanám væri kannski að ég hefði þetta fyrir atvinnu, hver veit? Mig langar virkilega til þess að vinna við þetta því ég fæ rosalega útrás fyrir sköpunargleðina, en ég einfaldlega kvíði fyrir því að þroskast og sjá kosti við eitthvað annað sem ég hefði áhuga á að vinna við........tilvera unglingsins er einfaldlega of mikil ringulreið til að geta höndlað þetta allt saman.

Allavega, blogga meira á morgunn ;)

Viva la France!!!


|

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Msn bindindi - dagur 3

Dagurinn byrjaði á ágætan hátt. Seint í gær barst mér pakki frá netversluninni Amazon og inn í honum voru tvær bækur sem ég pantaði. Annars vegar "The book of bunny suicides" sem inniheldur teikningar sem geta veitt kanínum í sjálfsmorðshugleiðingum innblástur og hugmyndir um hvernig þau geta framið ætlunarverk sín. Alveg drepfyndið.

Hin bókin heitir "This diary will change your life - 2004". Þetta er, eins og búist er við, dagbók. Hún er samt öðruvísi að því leyti að hún leggur til eitt atriði sem maður á að gera á hverjum degi og ef maður vill breyta lífi sínu þannig að hún festist ekki í hversdagsleikanum, þá ámaður að gjöra svo vel og leggja dálítið á sig til að gera dagsverkið. Ég missti reyndar af nokkrum verkum, eins og t.d. að éta fullt af aspas til að tékka hversu viðbjóðslega gult pissið mitt getur mögulega verið, skrifa bréf til frægs fjöldamorðingja og brjóta áramótaheitin mín. Ég byrjaði á 20. jan (í dag) og ég átti að fara á www.thiswebsitewillchangeyourlife.com og senda inn línu í lengsta ljóð í heimi......mín lína hljóðaði svo:

There is something wrong with this pork, dear

Það er fullt af flottu dóti sem ég mun þurfa að gera samkvæmt þessari bók; dagur þar sem ég má hvorki segja já né nei, ákveða hvað ég á að segja þegar ég dey fyrirfram, slá heimsmet, 19. og 20. apríl á ég að skrá niður hvorn fótinn ég stíg fyrst í þegar ég fer á fætur á morgnana og á afmælisdaginn minn (4. maí) á ég að kenna páfagauk að blóta.

Í dag keypti ég minn langþráða Dream Theater disk, Six degrees of inner turbulence sem kom ú í hitt eð fyrra. Ógeðslega góður!!! Ég er núna að hlusta á titillagið, sem er rúmlega 42 mínútna langt og alveg hreint ótrúlega flott, ég mæli með honum fyrir alla.

Ég hef annars verið að spá í einu......eða nei. Ekkert sem vert er að skrifa um hér, sorrí :P

Lifið heil og endilega commentið ;)


|

mánudagur, janúar 19, 2004

MSN bindindi - dagur 2

Þetta er alveg óheyrilega auðvelt, ég trúi ekki að ég hafi ekki prófað þetta áður.....þetta er eins og að drekka vatn ;)

Ég samdi lag í gær, tók mig um 4 tíma með löngum hléum og heilu matarboði inn á milli. Þetta er reyndar möguleg byrjun á tónverki sem ég er að gera, eins konar hugarfóstur þegar ég hef engar almennilegar hugmyndir fyrir Cynics, en kannski verð ég örlátur og leyfi hinum að taka þátt í þessu projecti.

Þetta sem ég er komin með er 3 mínútna ballaða sem leiðir yfir í annað lag sem er bara komið eitt verse í. Söguþráðurinn bak við þetta er maður sem upplifir það hve mikið kærastan hans þjáist af völdum fíkniefna og hann setur sér það að bjarga henni frá þessu "skrímsli". Fyrsta lagið heitir "The beast in you" og fjallar um þegar maðurinn minnist gömlu góðu dagana þegar hún var hamingjusöm en nú getur hún ekki flúið myrkrið því hún getur ekki tamið "skrímslið" í henni. Síðan er hugmyndin að lýsa því seinna hvernig geðheilsa mannsins bilast í leiðinni við að hjálpa henni.

Í dag upplifði ég svolítið sem ég bjóst ekki við. Mér fannst frönskutíminn athyglisverður! Ekki misskilja mig, ég hef áhuga á þessu fagi, en þetta er á eins óheppilegum tíma og mögulega getur hugsast fyrir utan helgar; frá 14:15 til 15:40. Ég veit ekki hvað olli þessum breytingum en þetta er mjög jákvætt þar sem maður var miklu stabílli........auk þess sem það er þjáning að sitja í tíma dauðþreyttur og getur ekki haldið einbeitingu, ég held að allir námsmenn geti verið sammála mér í því.

Annars þá hef ég ekki meira að segja, endilega commentið áfram, mér finnst gaman að lesa þau :)


|

sunnudagur, janúar 18, 2004

MSN bindindi - dagur 1

Ég held að ég muni fara léttilega með þetta. Ég er ekkert búinn að fara á msn í rúmlega 16 tíma.

fullt af hlutum sem ég get gert mér til dægrastyttingar.

Ég er þessa dagana að pikka upp öll lögin úr plötunni ....lifun með Trúbrot á gítar vegna þess að ég og nokkrir aðrir gaurar erum að fara að spila vel valin lög á hippaballi sem verður þann 29.jan næstkomandi og verður aðeins ætlað 10.bekkingum. Það kom mér á óvart hversu auðvelt gítarspilið í þessu var auðvelt.....þótt ég hafði mikið fyrir því að finna út hvaða grip voru spiluð. Svoleiðis gítarspil er náttúrulega bara snilldarlega gert. fullt af nýjum gripum sem ég lærði útfrá því að hlusta á þetta (nota bene ég studdist ekki við tblature heldur plokkaði ég þetta upp eftir eyranu þannig að þetta er algjörlega minn stíll, hef ekki hugmynd hvort Gunnar Þórðarson hafi notað endilega sömu gripin á einhverjum stöðum....).

Það var reyndar haldið annað hippaball í Hagaskóla fyrir ekki svo löngu síðan, en þá mættu allir þrír árgangarnir. Aðalbreytingin núna er að þemað verður miklu áþreifanlegra og verður t.d. selt nammi í kramarhúsum (pappír sem er rúllaður upp til þess að hægt sé að setja nammi í það), ein skólastofan verður notuð til að sýna kvikmynd og ein stofan verður í hlutverki veitingahúss sem býður upp á léttar veitingar og lifandi tónlist. Mjög sniðugt.

Annars þá var ég að spá í einu......ég hef ekki séð marga stráka í rauðum gallabuxum.Hvers vegna ekki? Er sá litur algjörlega fordæmdur í gallabuxnafræðum? Það er nú ekki gott því mig langar í þannig buxur og ég nenni ekki að standa í því að einhverjir þykjustu tískufræðingar fara að segja mér að þetta sé ljótt......æjj, þeir mega éta rassgatið á mér ;)

Tschüs!


|

laugardagur, janúar 17, 2004

MSN bindindi - dagur 0 (ég byrja sko á morgunn)

Mér fannst rétt að leyfa ykkur lesendunum að fá almennilega ástæðu fyrir því hvers vegna ég tók þessa ákvörðun, þótt þið kannski hafið mig ekki á MSN listanum ykkar eða jafnvel hafið ekki MSN.

Þannig er mál með vexti að ég ber hag vina minna fyrir brjósti. Einn vina minna tel ég vera í ákveðinni hættu þar sem hann uppfyllir sínar félagslegu þarfir fyrir framan tölvuna, spilandi tölvuleiki gegnum internetið. Hann eyðir það miklum tíma í þessa iðju að hann fer ekki frá henni nema til að fara í skólann, borða, horfa á sjónvarpið og þess háttar. Þetta er hans eina áhugamál í rauninni.

Þegar ég spurði hann hvort hann gæti hugsað sér að sleppa því að fara í þessa tölvuleiki í viku þá fékk ég fremur loðið svar. Hann sagðist geta það og hann ætti auðvelt með það en sagði að hann vildi það ekki því þetta væri svo skemmtilegt. Þetta er sem sagt eins konar fíkn.

Þess vegna stakk ég upp á því að hætta einhverju sjálfur. MSN kom fyrst upp í huga mér þar sem þetta hefur örugglega fremur sambærileg áhrif við það sem vinur minn fær frá tölvuleikjunum. Ég er alltaf á MSN, svefntími minn skerðist örugglega um nokkra tíma vegna þess.

Ég held samt að þetta hafi komið út í hans hag. Frekjan í honum komst langa leið þar sem honum tókst að merja út úr mér heilan mánuð í MSN bindindi en hann þarf bara að endast vikuna. Samt get ég litið á þetta sem kost þar sem það væri skemmtilegt að nú honum því um nasir ef honum tækist ekki að standast freistinguna. Ég hef engar áhyggjur með hvernig mér á eftir að ganga, þetta er bara mánuður.

Allavega, ég ætla að blogga stöðugt yfir þennan mánuð til að láta ykkur vita hvernig mér gengur og kannski breytir þetta hugsunarhætti mínum einhvern veginn.

Ég gæti best trúað því að ég komi út úr þessu sem betri maður. Fyrst ég verð ekkert á MSN þá finn ég mér eitthvað annað að gera sem e.t.v. gerir meira gagn. Ég hef t.d. vanrækt iðju mína í því að lesa góða bók og þess vegna ætla ég að nýta tímann vel. Síðan gefst mér örugglega meiri tími til að hugsa......sem leiðir örugglega til þess að ég get fundið upp á fullt af nýjum hlutum til að gera með vinum í staðinn fyrir að hanga heima horfandi á spólu.......það er gaman að því en ekki ef það er gert of oft.

Allavega, stay tuned ;)


|

föstudagur, janúar 16, 2004

Jammz.....þá er loksins komin helgi og endaði hún með ágætum stæl. Fótboltamót var haldið innan 10.bekkjar Hagaskóla og var ég í liði með nokkrum bekkjarfélögum. Við fengum þann lúxus fyrir keppni að vera makaðir með kókoshnetulíkamsgeli um kroppinn af þokkafullri dís.....en fyrir ykkur perrana sem eruð að seilast í buxurnar núna þá veld ég ykkur þeim vonbrigðum að þetta var aðeins framkvæmt á efri part líkamans ;)

Við vorum sem sagt tilbúnir í keppni, kókoshnetugaurar og auðvitað berir að ofan til að þetta njóti sín sem best. Fyrsti leikurinn okkar var á móti mjög sterkum andstæðingi, tveir leikmenn eru í landsliði eða eitthvað þvíumlíkt. Við töpuðum honum 2-0 en það var samt tæpt að við hefðum skorað eitthvað sjálfir, vantaði aðeins herslumuninn upp á skipulagið. Næsti leikur fór á sama veg en þar er einhver sá skotfastasti fodboldspiller sem ég hef nokkurntímann spilað á móti.....fékk boltann svo fast í handlegginn að liðböndin eru ekki upp a sitt besta.

Næsti leikur var á móti gaurum sem við þekktum vel og vissum að við þurftum að taka einn úr umferð, enda var sá gaur sá sem fyllti öllum hinum eldmóð......en því miður mættust leggir okkar á sársaukafullan hátt þannig að ég varð haltur þegar mínúta var eftir af leiknum og varð ég að fara útaf og inn á kom annar í staðinn. En þá varð allt brjálað og gaurinn á móti okkur tókst að jafna okkur vegna þess að hann var ekki lengur í sömu pressunni. Þetta þýddi að við höfðum ekki unnið einn einasta leik og eftir var aðeins einn leikur. Blandað lið stúlkna. Greinilega þá hafa stelpurnar svo lítinn áhuga að einn bekkur er ekki nóg fyrir eitt lið þannig að stlepurnar voru ú flestum bekkjunum.

Allir aðrir unnu stelpurnar með fimm marka mun........nema við. Við vorum reyndar bara að slaka á og tókum því nokkuð rólega, leyfðum stelpunum að komast hættulega nálægt markinu og þess háttar. Síðan þegar okkur fannst kominn tími til, skoruðum við eitt mark og það var eina mark þess leiks.
Niðurstaðan var sú að við vorum lélegasta liðið fyrir utan stelpurnar.......svekk.

En nú stefni ég á að njóta helgarinnar til hins ýtrasta.

Ég mun þó taka mér tíma í að blogga ;)


|

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Já.......kannski best að geta þess hvar þetta verður :P

Converge tónleikarnir verða í Iðnó niðrí bæ (rétt hjá ráðhúsinu) og það er ekkert aldurstakmark ;)


|
Tekið af tónleikasíðu Harðkjarna:

Converge - 14-01-2004

Miðvikudaginn 14. janúar 2004
1200kr.inn
Opnar kl. 19, hefst 19:30

Hljómsveitir sem munu spila eru
Converge(USA)
Kimono
I Adapt

Smá um Converge (tekið af tónleikasíðu Dordinguls):

Eitt allra ástsælasta, virstasta, framsæknasta og vinsælasta band til að koma úr hardcore ever...Komu í hardcore, snéru því öllu á hvolf með frumlegum hug-myndum, brútal og intense tónum, brutu reglur og settu aðrar sem hundruðu banda hafa reynt að apa eftir, mörgum árum seinna og gera enn, á meðan Converge tróna á toppnum og koma öllum á óvart með hverri plötunni á fætur annari.

Tónlistarlegir öfgar er lykilorðið hér, tilfininngardrifin flutningur og textagerð sem nær út fyrir alla ramma og flokkanir.

Þessir snillingar eru búnir að vera að síðan 1991. 2004 hafa þeir sprent flest lýsingar-orð utan af sér sem og alla samkeppni. Virtir um heim allan af tónlistar- áhugafólki, gagnrýnendum og öðrum hljómsveitum...Converge eru komnir í þá stöðu að geta "krossað yfir" allar tónlistarlegar girðingar og komist undir skinnið á öllum þeim sem eyra hafa fyrir vandaðri, metnaðarfullru, alvarlegri og alvöru tónlist.

Þetta fer í sögubækurnar gott fólk. Dragið alla með ykkur.


|

mánudagur, janúar 12, 2004

Niðurstöðurnar úr jólaprófunum liggja fyrir, ég er nokkuð sáttur :):


Íslenska 9,0
Stærðfræði 7,5
Danska 9,0
Enska 9,5
Þýska 8,5
Náttúrufræði 9,5
Þjóðfélagsfræði 9,0
Skólasókn 10

Meðaleinkunn 9,00

Ótrúlegt, síðan ég byrjaði í Hagaskóla þá hefur eina tían mín ávallt verið fyrir skólasókn......hehe

Það kom mér helst á óvart að ég fékk svona lágt í stærðfræði, venjulega fæ ég 9,5-10 en einhvernveginn hefur stærðfræðin orðið meiri áskorun fyrir mig núna og ég hef einfadlega verið kærulaus. Allt hitt er annars á góðu róli :)

Foreldrafundir á morgunn svo að ég fæ að sofa út :D


|
Ég held að eitt af því erfiðasta sem hljómsveit þarf að standa í er að reka meðlim úr hljómsveit. Sérstaklega þegar meðlimurinn er góðvinur manns. Við í Cynics þurftum í gær að reka trommarann okkar vegna þess að hann hafði ekki lengur áhuga á því að spila á trommur og var löngu hættur að æfa sig.

Ég persónulega hafði kviðið þess í nokkrar vikur að þurfa að reka hann vegna þess á hversu ótal vegu hann hefði getað tekið því. Sérstaklega vegna þess hversu ljúfur hann er og það væri ömurlegt að horfa upp á hann í eymd.

En sem betur fer tók hann þessu á yfirvegaðan hátt. Reyndar bjóst ég við því þar sem hann er einkar skilningsríkur.

Allavega.....Ásgeir, það var gaman að vinna með þér ;)

---

Á morgunn fáum við Hagskælingar einkunnarblöðin okkar langþráðu (?). Margir vina minna kvíða reyndar þess að fá þetta brúna umslag. Þau greinilega far öll eftir eins konar kerfi. Ef þau búast við sem minnstu þá lenda þau aldrei í vonbrigðum. Sniðugt en fremur þunglyndislegt að mínu mati.

Það er vissulega mikil vonbrigði ef maður er ánægður eftir hvert próf og telur sig hafa gengið vel og hrósar sér í huganum fyrir það og enda síðan með meðaleinkunn undir væntingum, en ég held að allir hafi gott af því að vera pínu raunsæ og meðtaka hæfileika sína eins og þeir eru.

Æjj, kannski rennur bara drulla úr munni mér núna.....þið þurfið ekki að taka mark á mér :P


|

sunnudagur, janúar 11, 2004

Ég sá að linkurinn að Saetilius krusilius var ekki að virka svo hér er önnur tilraun til að leyfa ykkur að hlæja að mér ;)


|
Oki.....hugurinn kominn á skrið loksin; klukkan orðin rúmlega eitt þennan fallega sunnudagsmorgunn.

Nú er ég í stuði til að gera eitthvað, verst að allir eru sofandi, nema nokkrir msn vinir......djíses kræst.

Tvö lög sem munu breyta heiminum á einni nóttu

Sætilíus krúsilíus er lag sem við gítarleikararnir í Cynics gerðum í einhverju flippi......við köllum okkur TiDius ;)

Mescalin með hljómsveitinni Somniferum er nýjasta æðið í Hagaskóla um þessar mundir. Ég get stært mig af því í framtíðinni að hafa þekkt þá og jafnvel var í hljómsveit með bassaleikaranum (nohh) því ég trúi því að þeir munu ná langt.

Endilega gæðið ykkur á þessum lögum og segið hvað ykkur finnst ;)


|

föstudagur, janúar 09, 2004

Ég biðst afsökunar á hvað ég hef vanrækt bloggið, hef ekki hugmynd hvers vegna, mér hefur fundist tíminn líða svo hratt að ég hef alltaf haft á tilfinninguna að ég hefði verið búinn að blogga fyrir daginn :P

Ég er byrjaður að hugsa alvarlega fyrir samræmdu prófin. Það voru kannski mistök hjá mér að velja að taka félagsfræðina líka :S Ég leit yfir spurningar af gömlum prófum og þær eru ekki eitthvað sem ég hef mikla vitneskju yfir. Vissulega á þetta eftir að rifjast upp fyrir mér, en vegna þess hve lítinn áhuga ég hef á íslenskri mannkynssögu hef ég verið lakari í þeim en öðrum greinum. Það er þó ekki þar með sagt að ég muni falla á prófinu, ég mun bara ekk ifá eins hátt og í hinu og mér finnst það í rauninni tímasóun þar sem ég ætla í málabraut í menntó.

Ég hef sett mér mjög háleit markmið fyrir samræmdu prófin. Ég ætla að ná yfir 9 í öllum prófunum. Hver veit? Kannski tekst mér það. Það sem ég veit ekki er hins egar hvernig mér á eftir að takast að læra undir þau.....mig langar bara að sanna fyrir sjálfum mér að ég get virkilega farið eins hátt og ég set mér fyrir. Ef maðurinn myndi aldrei setja sér óhemjuhá markmið þá værum við enn lifandi á tímum fyrir iðnbyltinguna. Eða ég veit ekki, kannski aaaaaaðeins þróaðri, en þið skiljið mig ;)


|

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Ég er farinn að sjá margt í níhílismanum sem gæti varla verið sannara. Sem hugsunarfræði auðvitað, ég held að ég færi aldrei að iðka níhílisma.

Ég er búinn að hugsa þetta svolítið út og sakvæmt minni niðurstöðu þá getur þessi heimur ekki átt sér neina tilvist. Til þess að hann ætti tilvist þyrfti efnið að hafa verið til fyrirfram. Og þar sem óendanleiki er ómögulegur þá er óendanleg tilvist efnis sömuleiðis ómögulegur. Hvernig varð efnið til? Ef við reynum að svara þessu lendum við í vítarunu Þalesar. Ef við segjum að Guð hafi búið til efnið þá verðum við að útskýra hvaðan Guð kom og ef við finnum uppi á svari við því þá þurfum við samt sem áður að finna út uppruna þess fyrirbæris o.s.frv.

Hvernig stendur þá á tilvist okkar? Erum við í rauninni til?

Descartes sagði hina margfrægu setningu: "Cogito ergo sum". "Ég hugsa, þess vegna er ég".

Það sem hann meinti með þessu er að allt sem við skynjum og allt sem er í kringum okkur þarf ekkert endilega að vera til. Það er hægt að efast um tilvist alls. Nema okkar eigin hugsana. Hann gat ekki efast um þá staðreynd að hann vissulega hugsaði.

Samkvæmt þessu þá er hugsun það eina sem til er. Hugsunin getur síðan leyft okkur að upplifa allt saman eins og hann vill að við upplifum það. Okkar eigin hugsun gæti þess vegna verið að blekkja okkur.

Það hlýtur að vera verulega þunglyndislegt að vera níhílisti. Eina gleðin sem þeir gætu haldið í er að þeir búa kannski yfir rökréttasta svarinu yfir lífið og tilveruna. Tilgangur lífs okkar er enginn þar sem líf okkar er kannski ekki til staðar.

*Pæling*


|

mánudagur, janúar 05, 2004

Skólinn byrjar í dag og undirbjó ég sjálfan mig með því að fara að sofa örlítið fyrr en ég hef gert síðustu daga. Og það var eins gott, ef ég hefði farið að sofa seinna en kl 01:00 hefði ég örugglega verið óvenjumyglaður.

Ég fór á síðasta hluta Hringadróttinssögu í bíó í gær með pabba mínum. Allir vinir mínir voru búnir að fara á hana og enginn nenningur hjá því pakki........reyndar hefði það farið svo að ég væri löngu búinn að sjá hana. Ég var meira að segja búinn að kaupa miðana og allt en þegar ég ætlaði að taka stætó þangað kom hann ekki þrátt fyrir að ég beið í meira en 45 mínútur. Og núna get ég ekki treyst almenningssamgöngum almennilega lengur.

Myndin var mjög góð, betri en ég hafði vonað. Það er frábær upplifun að sjá svona myndir í bíó því allt í kringum það er svo raunverulegt að geðsveiflurnar fylgja myndunum mjög eftir......vonbrigði, sorg, gleði, hlátur.....ótrúlegt.

Og hey.....eitt sem þið getið dundað ykkur við að gera þegar þið hafið ekkert að gera: Farið á Google og sláið inn leitarorðið "miserable failure". Vitið til hvað kemur fram efst ;)


|

laugardagur, janúar 03, 2004

Þetta er glöggt dæmi um hvað alþýðan er orðin freðin.....ég þarf varla að bæta neinu við þetta......nema þetta:

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA


|
Íslenskt verðurfar er með því stórkostlegra sem ég veit um. Ég veit um fátt annað sem veldur mér meiri geðsveiflum ef frá er talið svefngalsi og kaffiskortur. Á einum degi get ég bæði elskað veðrið en síðan seinna hata ég það. Stundum er það vegna skyndilegra breytinga á veðrinu en það þarf þó ekki að vera.

Það er auðvitað skiljanlegt ef dagurinn byrjar með glans; heiðskírt, logn, 20 stiga hiti.....síðan breytist það yfir í rigningu og slepju. Hver væri ekki pirraður? En geðsveiflurnar eru því næst óhjákvæmilegar. Þótt veðrið breyttist ekki þá fyndi ég eitthvað vont í fari þess. Hvað sem er.....ég gæti kennt veðrinu um hversu mikið drasl er í herberginu......skítt með hversu langsótt það er.

Núna er svo komið að snjór hylur allt. Ég hef ekki upplifað það í næstum þrjú ár. En núna gerðist það sem pirrar mann hvað mest. Það rigndi í nótt og þess vegna er allt ísilagt og blautt að auki. Að ganga á þessu er hrein martröð, bæði fyrir bakið og buxurnar. Þegar maður er búinn að ganga í tíu mínútur er maður kominn með svo marga marbletti að heilinn hefur komi upp einhverju dofasystemi sem deyfir sársaukann (skrýtið :P) sem kemur sér vel því þá finn ég heldur ekki fyrir bleytunni í buxunum eftir að hafa stigið á milljón polla.


|

fimmtudagur, janúar 01, 2004

Ég skil ekki ennþá af hverju commentið vill ekki koma á efsta póstinn :S


|
Nýtt ár gengið í garð og nú þarf ég að venjast því að segja 2004 í staðinn fyrir 2003......tekur mig alltaf 364 daga af árinu þannig að mér þykir það svekkjandi að þegar ég loksins hef það á tilfinningunni hvaða ár er, þá þurfa áramótin að vera á næsta leyti.

Áramótaskaupið í ár var með eindæmum skemmtilegt, nokkuð óvenjulegt þar sem það var mikið af söng með gríntextum sem ekki allir eiga auðvelt með að hafa húmor fyrir. Margir eiga eflaust eftir að kvarta sig sáran yfir því hve erfitt var að skilja pólitíkina. Þetta skaup var eiginlega fyrir þá sem eru virkilega inní innlendri pólitík og fylgjast mikið með........en það bitnar því miður á þeim sem þyrstir ekki í pólitík eins sjúklega og sumir (þar á meðal ég).

En hvað sem því líður þá getum við að minnta kosti verið sammála um eitt: Nýtt ár er gengið í garð og það verður spennandi að vita hvort það verður eins afkastamikið og seinasta ár. Hvert hneysklið á fætur öðru kemur upp, landsmenn munu skammast sín a ríkisstjórninni og efni í nýjar pólitískar rökræður munu spretta upp sem ég mun taka þátt í af mikilli eftirvæntingu :D

Gleðilegt nýtt ár öllsömul :)


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?