<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júní 29, 2004

Gullmoli dagsins kemur úr munni 9 ára stelpu sem ég sé um í vinnunni:

Ég á vinkonu sem er álfur

Seinna kom í ljós að hún meinti dvergur


|

mánudagur, júní 28, 2004

Stereótýpíski skátinn inniheldur mestu ranghugmyndir sem um getur.


|
Þá er komið að því. Fyrsti vinnudagurinn minn er framundan. Ég vinn í þetta sinn hjá Ægisbúum, skátafélagi vesturbæjar, þar sem ég mun passa mikinn fjölda krakkagemlinga og láta sem mér líkar það.

Kannski eru þetta ýkjur, þetta getur varla verið svo slæmt. Það er ljótt að dæma áður en maður veit staðreyndirnar.

Ég tók eftir því að enginn svaraði síðasta pósti mínum þar sem ég auglýsti eftir því hvort einhver vissi af trommara......ég get tekið því þannig að ég er einn af þeim fáu sem heimsækir og jafnvel les þennan fannál, eða það er sannlega mikill skortur af trommuleikurum. Synd og skömm.

Ég sá mjög skemmtilega mynd í gær sem ber nafnið Tommy Boy með snillingnum heitna Chris Farley ásamt honum David Spade. Ég hefði átt að vera löngu búinn að sjá þessa mynd, dreif mig bara aldrei í því. Ég hef aldrei hlegið eins mikið á ævinni. Ég hef sjaldan fundið fyrir meiri sársauka en einmitt við að horfa á þessa mynd. Svo mikið hló ég, þó að ég kenni appelsínþambinu aðeins um.

Jæja, meira var það ekki í bili. Ætli ég bloggi ekki aftur í dag og kem þá með aðeins bitastæðara efni...


|

laugardagur, júní 26, 2004

Við Davíð lögðum í dag lokahönd á konsept sem hefur verið lengi í heilabúi okkar þriggja sem mynda hljómsveitina Cynics, verst að Zakki komst ekki þar sem bassinn hans var heima hjá vini hans. Annars þá er hér um að ræða þriggja laga konsept sem er um korter í heild sinni myndi ég halda, við erum ekki búnir að negla það alveg niður. Nafnið á konseptinu á enn eftir að koma, en lag nr. 2 heitir Anti-War og þriðja heitir Peace. Þannig að við þurfum bara nafn á fyrsta laginu og nafn á öllu verkinu......

Það er svo gremjulegt að hafa ekki neinn trommara. Mig langar svo að spila þetta fyrir almenning, það er rosalega erfitt að þurfa að sitja á þessu!

Ef þið vitið um einhvern trymbil sem er laus og er 16-17 ára, endilega hafið samband við mig!


|

föstudagur, júní 25, 2004

Jæja, þá er ég kominn heim, loksins loksins, merkilegt hvað það getur verið leiðinlegt að lenda í seinkun þó lítil sé. Ég eyddi mestum tíma mínum í flugvélinni hlustandi á gamalt breskt þungarokk, aftur í nostalgíur á borð við Iron Maiden og Judas Priest....ahh

Ekki mikið sem efur drifið upp a mína daga svo sem, nema að ég er búinn að plana æfingu á morgun þar sem við ætlum að setja endaspotta á öll lögin sem við erum með í bígerð, enda kominn tími til þar sem þau eru að nálgast tuginn, þau lög sem eru ókláruð. Síðan þarf ég að fara að drífa mig í því að taka upp úr töskunum. Það er líklegast það sem er mest niðurdrepandi við heimkomu, eruði ekki sammála mér? *Vandræðaleg þögn* Ehhe...

Jæja, meira verður þetta ekki í bili.


|

mánudagur, júní 21, 2004

Jaeja, faeinir dagar thar til eg kem aftur til födurlandsins.

Eg keypti geisladiska fyrir afganginn af peningunum minum og urdu eftirfarandi fyrir valinu:

 • Faith no more - The real thing
 • Her kom Mike Patton fyrst fram thannig ad hann fekk athygli. Virkilega flott.
 • Tomahawk - MIT Gas Eitt af mörgum hlidarverkefnum hja Mike Patton. Hlustast vel.
 • Ennio Morricone - Kvikmyndatonlist
 • Eg tharf vart ad kynna thessa frabaeru tonlist. Allir spagettivestrarnir asamt stormyndunum Exorcist og The mission...
 • Django Reinhardt - At his best-Sweet & Lowdown
 • Einskonar best of fra theim merkilega sigauna. Af mörgum talinn besti gitarleikari allra tima, thratt fyrir ad geta bara spilad med tveimur fingrum vinstri handar.
 • Fleetwood Mac - Then play on
 • Thridja plata thessarar frabaeru country/blues hljomsveit.......yndisleg plata.
 • Miles Davis - Bitches Brew
 • Platan sem kom mer i jazzinn, thott otrulegt se. Kominn timi til ad kaupa sitt eigid eintak af henni.

  Sidan keypti eg tvaer plötur handa vinum minum en eg aetla ekki ad ljostra thvi upp her ef svo kaemi til ad their laesu thetta....

  Mer finnst mjög skemmtilegt ad labba um eina af adalgötum midborgar Karlsruhe, Kaiserstraße, thvi ad eg eng alltaf framhja sama stora kallinum sem hefur thad ad vinnu ad standa fyrir utan skartgripabudina allan lidlangan daginn til ad koma i veg fyrir tjofnad. Mjög mariosalegur madur, alltaf i mjög finum jakkafötum og alltaf med thetta look sem segir “Don´t mess with this store!”. Einkar skondin atvinna.....hvad aetli svona folk hugsi a medan vinnutima stendur?


  |

  föstudagur, júní 18, 2004

  Sa virkilega flottan bol a jafn virkilega feitum manni:

  Why settle for the lesser evil?

  VOTE CTHULHU FOR PRESIDENT


  Thid Lovecraft-nördarnir skiljid thetta eflaust betur en adrir...


  |

  miðvikudagur, júní 16, 2004

  Enn staekkar diskasafnid mitt. I dag keypti eg disk sem eg hef haft augastad a i soldid langan tima, eda alveg sidan eg heyrdi V:The new mythology suite med Symphony X. Nuna keypti eg nyjustu breidskifu theirra sem ber nafnid The Odyssey. Virkilega flott plata her a ferd, einkum hid 24 minutna langa titillagid sem fjallar um ferdir Odysseifs, adalsögupersonu Odysseifskvidu eftir Homer.

  Annars a eg nog af pening eftir, er ekki naerri thvi byrjadur ad eyda öllu thvi sem eg aetla ad eyda i plötur. Eg er enntha med um 150 € eftir sem a ad fara i thad…….um thad bil 15 diskar allt i allt.


  |

  þriðjudagur, júní 15, 2004

  I dag for eg i mikla labbitura um midbae Karlsruhe eins og oft adur nema nu for eg i Karlsruhe Schloss, myndarlegur kastali sem hefur verid eitt helsta stolt ibua Karlsruhe lengi. Hann var lengi midpunktur borgarinnar thar sem hefdarfolkid atti heima og i kringum kastalann bjuggu vinnumenn og allt i theim dur. Nuna er kastalinn allglaesilegt forngripasafn og vid fengum ad sja fullt af gömlu svissnesku doti sem var i eigu margra rikra kalla og kellinga sem dou fyrir nokkurhundrud arum. Eg et ekki lesid mikid i thysku en eg held ad i hnotskurn hafi textinn sem fylgdi thessum forngripum sagt eitthvad i tha leid. Mer fannst hins vegar miklu ahugaverdara allt stöffid fra timum hinna fornu Romverja……thad a miklu betra vid mig.

  Sidan for eg i geisladiskabud og mundi tha loksins eftir thvi ad kaupa The Human Equation med Ayreon. Eg var buinn ad gleyma thvi nokkrum sinnum i röd ad kaupa hann, en nuna mundi eg eftir thvi, og thad var eins gott thvi thetta eintak var thad eina i augsyn. Merkilegt hvad Hollendingar eru miklu vinsaelli her en a Islandi.....

  Eg keypti lika Operation: Mindcrime med Queensrÿche. Eg hef heyrt eilitid um hann, adallega ad thetta er eitt af merkilegustu rokkoperum i proggrokksögunni hina sidari tima….nu verd eg bara ad hlusta og ga hvort hann standi undir vaentingum. Madur er allta pinu nervus yfir hljomsveitum sem madur hefur ekkert heyrt i.

  Og………..eg a helling af peningir thannig ad eg aetla ad eyda naestu dögum tjillandi i diskabudinni og kaupa eitthvad skemmtilegt. Diskarnir herna kosta um helming thad sem thyrfti ad punga ut heima a Islandi. Um ad gera ad nyta ser thad.


  |

  mánudagur, júní 14, 2004

  Jammz, annar pistill minn fra Thyskalandi.

  Thad er helst fra thvi ad segja ad eg for a tonleika med hinum vel rosknu skallapoppurum i YES, sem höfdu gert gardinn fraegann i bresku proggrokki fyrir 30 arum. Gitarleikarinn vel sjuskadur og grindhoradur med skalla og stor gleraugu. Thad hindradi hann samt ekki i thvi ad syna meistaratakta a hljodfaerid, eins og i rauninni allir gerdu, eg hef sjaldan sed svo flottan bassaleik adur a tonleikum. Toppurinn var tho hljombordsleikarinn, man ekki hvad hann heitir i augnablikinu en hann er legendary fyrir haefni sina, thad veit eg.

  Tvaer vynilplötur baettust i safnid i dag. Atom Heart Mother med hinum odaudlegu Pink Floyd og Sheik Yerbouti med Frank Zappa. Hef ekkert heyrt i theim plötum, en eg held nu ekki ad eg verdi fyrir neinum vonbrigdum...

  Eitt sem mer finnst mjöööööööög pirrandi vardandi unglingamenninguna sem hefur gripid um sig hja thyskum ungmennum og hefur adeins thrja stafi. G E L. Allt nidur i 10 ara strakar nota thennan vidbjod. Harid a islenskum verslingum, sem nota heila gelverksmidju a venjulegum manudegi, er beinlinis hreint midad vid thennan sora. Hvar fa thessir krakkar fyrirmyndina? Sidan ser madur nokkra sem gera einhverja ogedslega gadda ur thessu gelmauki sem var einu sinni kallad har. OJJ


  |

  föstudagur, júní 11, 2004

  Sael veridi. Eg skrifa her fra Deutschland. Landinu thar sem ekki faest Roast beef samlokur med remuladi, landid thar sem sigarettusjalfsalar eru vid hvert horn, landid thar sem eg mun dvelja i thrjar vikur.

  Eg er buinn ad afreka nokkud mikid thessa fyrstu daga mina her. Af tonlist er eg buinn ad kaupa tvo geisladiska, og eina vynilplötu. Fragile med Yes, Horror Show med Iced earth a CD og Machine Head med Deep Purple a vynil. Mer var nefnilega sagt fra thessari frabaeru bud sem hafdi fullt af flottum vznil og fann mikid af Pink Floyd thar...Af ödru stöffi tha er helst ad nefna nyr ledurjakki, belti og nokkur stykki gallabuxur.

  Eg keypti Fragile med Yes thvi eg er ad fara a tonleika med theim i kvöld og fannst thad mjög hentugt.

  Auglysingarnar i sjonvarpinu eru med theim verri sem eg hef nokkurntimann augum litid, thad er mer radgata hvernig golk faer sig til ad kaupa nokkud sem auglyst er....samt gaman ad horfa a thetta ef manni leidist, madur getur a.m.k. skemmt ser yfir thessu.

  Ps. Bidst afsökunar a skorti a islenskum stöfum. Ö er örugglega eini serstafurinn sem Islendingar og THjodverjar hafa sameiginlegan.


  |

  mánudagur, júní 07, 2004

  Þetta er eflaust síðasta upfærslan mín áður en ég fer til Þýskalands. Eftir að ég verð kominn þangað verður þetta kannski heldur óreglulegt hjá mér, ekki þett daglega eins og þið hafið vanist.

  Skólaslit hjá 10.bekk voru haldin kl. 4 síðdegis í Neskirkju, þeim ágæta samkomustað. Þar byggðist athöfnin mest megins á ræðuhaldi og afhendingu viðurkenninga. Það sem mér fannst hvað ánægjulegast var viðurkenningin sem ég fékk fyrir að dúxa Ensku IV, valfag í ensku sem fer náið í latneska orðstofna í því tungumáli. Ég fékk viðurkenningarskjal og grískar goðsagnir í tveimur bindum sem ber titilinn Greek Myths sem Robert nokkur Graves tók saman. Er ég hæstánægður með það.

  Ég fór síðan niður í bæ og keypti mér tvo geisladiska og til að verðlauna mig ennfremur fékk ég mér Kaffi DaVinci í Kaffitár, uppáhaldskaffihúsinu mínu. Giesladiskarnir sem urðu fyrir valinu í þetta skiptið er annars vegar Visions með finnsku proggmetalhljómsveitinni Stratovarius, sem því miður er að fara að leggja upp laupana, og Scenes með íslensku metalhljómsveitinni Changer. Ég hlakka til að hlusta á þetta, hef aðeins heyrt gott um þær, hef reyndar oft farið á tónleika með Changer þannig að ég veit að þeir eru góðir.

  ---

  Hér er ein góð fimmaurapæling svona rétt í lokin.

  Hvað ef maður myndi hlæja í hvert sinn sem eitthvað vont gerist og maður verður leiður þegar eitthvað skemmtilegt gerist? Þá er ég að meina það þannig að maður myndi samt vilja vera leiður þegar maður á að vera leiður...

  Eins og ég gæti ímyndað mér þetta, þá yrði maður að hluta til geðveikur af þessu. Við myndum forðast að gera alllt sem skemmtilegt er og falla í þunglyndi í tilraun til að halda í einhvern vott af lífsvilja.

  Annars er flókið að ímynda sér eitthvað svona. Kannski væri eini munurinn sá að við hlátur yrði útrás fyrir neikvæðar tilfinningar og grátur fyrir jákvæðar. Svo einfalt er það....


  |

  sunnudagur, júní 06, 2004

  Það er greinilegt að ég er haldinn tímabundnu bloggæði þessa síðustu daga áður en ég fer til Germaníu. Það læðist að mér sú svartsýni að ég get ekki uppfært daglega á meðan ég verð erlendis þannig að ég verð að fá almennilega útrás áður en ég fer svo að ég verð ekki skjálfandi af fráhvarfseinkennum.

  Ég á aðeins tæplega hundrað blaðsíður eftir af Stupid White Men og hyggst ég klára hana í dag. Ég held að ég verði lesandi hana langt fram á kvöld en ekki kvarta ég. Ég er nú svoddan næturhrafn í mér.

  Mér finnst núorðið mjög þægilegt að hlusta á proggrokk á meðan ég er að lesa. Einu sinni var það nú þannig að ég gat ekki gert neitt annað á meðan ég hlustaði á hljómsveitir sem tilheyra þessari stefnu vegna þess að ég varð að einbeita mér svo mikið við að hlusta, en núna einhvernveginn er þetta eina stefnan sem ég get hlustað á á meðan lestri stendur. Hvað ætli það þýði? Hefur einhver lent í einhverju svipuðu? Ég er alveg tómur :S


  |
  Eins og þið glögglega sjáið þá er ég búinn að bæta hellingi af bloggsíðum við og mæli ég eindregið með því að þið tékkið öll á írösku bloggurunum. Þeir skrifa allir á ensku þannig að þetta er ekki eins erfitt og þið mynduð kannski halda að lesa þau blogg.

  Auk þess vil ég bena ykkur á að þessi síða hefur fengið aðeins þægilegri slóð. Nú þurfiði bara að slá inn www.tumiferrer.tk og þá farið þið inn á þessa síðu. En þið sem eruð með síðuna mína á favourites, jafnvel sem upphafssíðu (einn bjartsýnn) þurfið náttúrulega ekki að hafa áhyggjur ;)

  Yfir og út.


  |

  laugardagur, júní 05, 2004

  A: Og hvaðan ert þú?
  B: Ég kem frá norðurhluta Akureyrar.
  A: Úff, tvöföld mismunun. Ég samhryggist.

  Hver er sagan á bakvið orðið kinnhestur?


  |
  Mig grunaði aldrei að ég myndi dag einn semja heilræðavísu. Hún er reyndar ekki kláruð en hér er hún (þetta er sko fyrir lagið S'drables sem ég er að semja fyrir Cynics):

  Cabbage brain is a sinful thing.
  Don't let it happen to you.
  Stay in school, dont be a fool.
  Stay with your type of crew.

  Free your mind, forget yourself in
  healthy activity.
  Drown your thoughts in endless searching.
  Test your creativity.


  Kaldhæðnin við þetta er að lagið sjálft gæti hafa verið samið af heróínfíkli. Kannski er þetta svona neo-Velvet underground stemmari......samt ekki. Það er bara gaman að bulla eitthvað á gítarinn, og enn ánægjulegra ef maður man það sem maður bullaði.

  ---

  Það gerist með styttra millibili að ég gleymi allt í einu hugsunum mínum. Þetta lýsir sér þannig að Ég reyni að komast til botns í málinu og er jafnvel kominn með niðurstöðu.....að hverju? Hmm...við hvað passar þetta? Hver var spurningin við pælingunni?

  Hálfgerð öfugmælavísa.

  Ég sé samt mynstur í þessu. Þetta kemur oftast fyrir mig þegar ég er dauðþreyttur, annaðhvort nývaknaður eða með svefngalsa yfir því að hafa ekki farið að sofa. Það hefur komið fyrir að mig hafi dreymt eitthvað í þessum dúr, a.m.k. tvisvar. Mér þykir þetta heldur gremjulegt. Hvað ef einn daginn þá væri ég kominn í virkilega djúpar pælingar varðandi eitthvað, sem gæti breytt því hvernig við lítum á hlutina, til þess eins að gleyma öllu um byrjunarreitinn.

  Hvað ætli sé hægt að gera við því?


  |

  fimmtudagur, júní 03, 2004

  Ég komst að einu nokk merkilegu í dag varðandi fjölmiðlafrumvarpið.

  Ég hef svo gott sem ekki glóru um hvað það fjallar. Einu upplýsingarnar sem ég hef fengið um það eru litaðar skoðanir ríkjandi dabglaða þessa lands og hef ég lært það snemma að treysta þeim ekki svo glatt. Þess vegna hef ég ekki enn myndað mér skoðun um þetta mál, sem mér finnst hið versta mál því ég hef látið eins og ég hafði gert svo (líkast til einskonar sjálfsblekking).

  Ég er þó ánægður með Ólaf Ragnar með að hafa treyst sér til að beita neitunarvaldinu. Hans verður vonandi minnst sem frumkvöðull beinna lýðræðis. Hins vegar eru ástæður hans heldur gruggugar. Ég get ekki betur séð en að hann er að beita þessu valdi til að afla sér auknu fylgi fyrir kosningarar (ekki eins og hann þarf á því að halda, hann er nógu vinsæll fyrir). Eða að hann sé að reyna að pirra David Spikeson og hans gengi. Ég veit ekki hvor hefur óhreinna mjöl í pokahorninu.

  Ég er ekki sáttur með að við þurfum að treysta á einn mann til að ákveða hvort þjóðin (nota bene í svokölluðu lýðræði) geti fengið að taka þátt í því að ákveða um framtíð ákveðins frumvarps. Það eru ekki einu sinni lög sem segja að almenningur geti krafist þessa réttar, að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu. Það hlýtur hver maður að sjá það að 63 íbúar þessa lands ættu ekki að vera einir um að ákveða fyrir 300.000 manna þjóð á sama tíma og það kallar þetta ríki lýðveldi. Mér þykir það fáránlegt.


  |

  miðvikudagur, júní 02, 2004

  Var að semja enn eitt nýtt lag í dag. Í þetta sinn var það þó eitthvað sem ég tel mig vera stoltan af.

  Það heitir S'drables En ég breyti því strax og ég verð búinn að skrifa textann. Hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að skrifa fyrir þetta lag enda býður þetta lag upp á marga möguleika.

  Fékk einkunnirnar úr samræmdu prófunum. Ég er sáttur því ég lærði ekki undir helminginn af því...en fyrir það fékk ég að gjalda því ég náði ekki því markmiði sem ég ætlaði mér. Ég nennti ekkert að læra undir samfélagsfræðina og þess vegna fékk ég 7,5....reyndar hef ég aldrei verið góður í þessari grein og það kæmi mér á óvart ef ég hefði fengið hærra. En ég skil ekki hvernig ég gat fengið 7,5 í Náttúrufræði! Þetta er ein af þeim greinum sem ég er bestur í og fæ alltaf yfir 9 í öllum prófum.......og síðan droppa þau þessu á mig. Og mér fannst þetta próf ekki einu sinni erfitt! Hvað gerðist? Annars fékk ég ágætt í hinu. Ég fékk 9 í íslensku, ensku og stærðfræði, 8,5 í dönsku. Not bitchin' about that. Ég fékk ágætis meðaleinkunn samt sem áður. 8,4. Ekki slæmt.

  Kannski er ég ekki eins góður í að taka próf og ég hefði ætlað.


  |

  þriðjudagur, júní 01, 2004

  Það er auðveldara en ég hélt að búa til lélegt teknópopplag. Þú einfaldlega tekur saman fullt af einhverjum hljóðum sem að forritið hefur og setur það saman í takt. Voila! Komi lag sem hægt er að ábyrgjast að þú færð á heilann ;)

  Ég samdi eitt þannig í dag með Davíði.....ekki eins og við setjum það með hinum lögunum, það væri bara fáránlegt :P

  Hins vegar fékk það mig til að hugsa.....það veri gaman að búa til teknólag. Þá er ég að meina virkilega gott teknólag. Jafn mikil vinna lögð í það og með aðra tónlist. Bara aðeins öðruvísi. Þetta gæfi mér a.m.k. tækifæri til að nota element sem ég gæti ekki notað annarsstaðar.

  Annars er það ekki mikið fleira sem ég hefði áhuga á að deila með ykkur. Þetta hefur verið fremur rólegur dagur fyrir utan að ég tók próf í Ensku IV í morgun sem ég kláraði á fjörutíu mínútum. Þægilega auðvelt próf að mínu mati. Hins vegar var ég svo ofboðslega þreyttur á meðan því stóð að ég fór á mínútunni sem mér var leyft svo. Ég er greinilega eitthvað ryðgaður í þeirri list að lesa á kvöldin. Ég las fram á rauða nótt og vaknaði myglaðri en vikugömul brauðsneið sem fótboltamaður hefur þurrkað ennið á sér með eftir erfiðan leik.

  Hmm....þetta var fremur slöpp viðlíking hjá mér.


  |

  This page is powered by Blogger. Isn't yours?