<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júlí 30, 2004

I put a piece of paper under my pillow, and when I could not sleep I wrote in the dark.

-  Henry David Thoreau

Ég hef ákveðið að fara að dæmi hans. Í rauninni skil ég ekkert í mér hvers vegna ég tók ekki upp á þessu fyrr. Ég lendi oft í því að skrifa ljóð, prósa eða einhvern textabút og þess háttar í huganum einmitt þegar ég er að sofna. Það gremjulega er að ég hef venjulega ekkert til að skrifa á og ákveð að fara að sofa með byrðina í hausnum. Það mun ekki gerast aftur.


|
úff.....jæja, þarf að fara að taka mig saman í andlitinu. Dagurinn hálfliðinn þegar ég vakna. Það er ekki nógu gott.

Ég hef komist að því að ég er með allt of mikið af bókum sem ég hef planað að lesa. Það sem verra er, ég les of lítið til að ég nái að saxa á þennan lista. Mjög óþægilegt að hafa gaman að lesa en vera a sama tíma slow reader. Eða.....ekki beint slow reader, en hugur minn flakkar mjög mikið á meðan ég les og allt í einu er ég kominn á stað sem ég botna ekkert í hvernig ég komst á. þess vegna þarf ég stöku sinnum að fara tíu blaðsíðum aftar og lesa þær aftur. Kannast einhver við þetta?


|

fimmtudagur, júlí 29, 2004

Þið sem fíluðuð Anubis þegar þeir voru spilandi, mæli ég með nevolution, hljómsveit sem reis uppúr ösku fyrrnefndrar hljómsveitar. Það sem mér finnst svolítið fyndið er að þetta eru allt saman gaurar sem voru einhverntímann í Anubis, bara á mismunandi tímabili. Við getum þá litið á þetta sem endurbætta Anubis, en kannski að þeim líki betur við að líta á þetta sem nýja hljómsveit.

Hvað sem því líður þá er ég ennþá í fríi og.....æ, ég man ekki alveg hvenær ég á að mæta aftur í vinnuna, 9. ágúst minnir mig. Gaman að því.

Annars hef ég ekkert að skrifa um. Ætli ég uppfæri ekki aftur í dag...


|

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Jæja.....nú er líf mitt komið almennilega á skrið. Ég er byrjaður að lesa aftur, ég sem ætlaði að nota allt sumarið til þess, er rétt byrjaður núna. Bókin heitir City Watch og er eftir Terry Pratchett. Frænka mín gaf mér hana til að undirbúa mig fyrir MH, þar sem hann er greinilega hafður í miklum metum þar, leikritið í fyrra var byggt á einni af bókum hans, Wyrd sisters.

Nokkuð skemmtilegt lesefni, nett klikkaður stíll. Ógeðslega fyndið allt saman. Varla mikið meira sem ég get sagt á þessu stigi málsins, tekur mig alltaf svolítinn tíma að skilja hvað er að gerast en það hefst á endanum.

Já, svo var ég að sjá teaser trailer fyrir kvikmynd byggða á The Hitch-Hiker's Guide to the Galaxy (Leiðarvísir puttaferðalangsins um himingeiminn eins og hún heitir á íslensku). Þessu hef ég beðið eftir síðan ég kláraði hana fyrst, í áttunda bekk. Þetta er mynd sem ég ætla að sjá á frumsýningardeginum og það mun fátt stöðva mig í því. Ég verð annars að drífa mig í því að lesa þær allar, hina svokölluðu fimm bóka trílógíu. Endalaust fyndnar bókmenntir. Ég mæli með því að allir lesi hana. Mjög stuttar bækur hver um sig þannig að það tekur kannski daginn að lesa hana ef maður sekkur sér í hana.

42


|

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Magnarinn minn er núna í dauðadái eftir að Davíð reyndi að uppfæra stýrikerfið í honum (etta er Flextone III Line 6 digital, þess vegna koma öll hljóðin frá eins konar tölvu sem hægt er að uppfæra). Ég veit ekki af hverju, en mér finnst þetta endalaust fyndið. Ég veit ekkert hvort þetta reddist......mér finnst þetta bara drepfyndið.

Stundum fer siðferðið í okkur í heljarstökk og lendir ekki endilega á fótunum og stundum helst það þannig um smá tíma. þetta er örugglega eitt af þeim skiptum. Ég ætti í rauninni að hafa áhyggjur af magnaranum því að ég geri mér grein fyrir því að ef hann vaknar ekki í bráð get ég ekki spilað a hann í smá tíma, eða þangað til hann er kominn úr viðgerð.

Kannski fannst mér þetta svo fyndið því að þegar Davíð tilkynnti mér þetta þá hljómaði hann eitthvað svo klunnalegur í símanum, minnti mig á Guffa þegar hann lendir í einhverju sem hann skilur ekki hvernig hefði getað gerst. Davíð sagðist líka ekki gefast upp fyrr en hann er kominn til botns í þessu, sýnir bara hversu ljúfur einn einstaklingur getur verið. Hehe

Davíð, ef þú lest þetta......hehe.


|

mánudagur, júlí 26, 2004

Mig langar í lopapeysu.


|

sunnudagur, júlí 25, 2004

Frænka mín var að koma frá Kanada þar sem hún var í fríi að hitta vini sína. Þess vegna vaknaði ég eldsnemma í dag til að bjóða hana velkomna í morgunverðarboði sem amma mín var með. Nú er ég hins vegar drullusyfjaður og ætla að leggjast aftur í einn eða tvo tíma eftir að ég er búinn að færa inn nokkrar hugsanir.

Í gamni mínu fór ég að lesa eitthvað af textunum sem ég hef skrifað fyrir hljómsveitina og merkilegt nokk, ég skil þá. Í upphafi þá hafði ég ekki hugsað upp neinn boðskap með textunum. Þetta áttu að vera einskonar sögur, en það er greinilegt að undirmeðvitundin hafði þetta planað fyrir löngu því að það er margt í þessu sem ég er mjög sammála sem ég vil koma á framfæri sem snertir siðferði, Guð, ríkisstjórnina og þessháttar. Ætlu það séu fleiri sem skrifa textana sína svona? Er það algengast að fólk hefur það planað frá byrjun um hvað textinn á að fjalla og reyna sem minnst að fara útfyrir það? Endilega, þið ljóðskáld (er ég ekki annars ljóðskáld? Hlýtur að vera), sem lesið þetta, segið mér hvernig þið farið að.

Ég sá Dead Poets' Society í gær og leist mjög vel á. Svipar nokkuð til tiltölulega nýrrar myndar, The Emperor's Club, þar sem ákveðinn vinahópur í heimavistaskóla verður hændur að kennaranum sem fer á móti straumnum í kennsluaðferðum. Minnir mig á enskukennarann minn í Hagaskóla (sem er reyndar ekki heimavistarskóli, en við getum ekki haft allt). Hann var mikið fyrir að segja okkur sögur sem tengdust beint og óbeint því sem við vorum að læra, hvort sem það var latneskur uppruni eða Íslendingarsögur sem varð kveikjan að hverri sögustund. Stundum fór hann með ljóð eftir Goethe (á frummálinu) eða meira að segja brot af atriði úr Hamlet eða Hinriki IV þegar tilefni var til, öllum til skemmtunar, hvort sem hlegið var að honum eða með.

Þá er bara að vona að í MH leynist einhverjir svona gaurar.....


|

föstudagur, júlí 23, 2004

Langt síðan ég hef hlustað á Deep Purple að einhverju viti. Missti nefnilega af tónleikunum þegar þeir komu til Íslands þar sem ég var í Þýskalandi. Ég bætti mér það þó upp með því að fara á Yes og sé ég ekki eins mikið eftir missinum. Ég man fyrsta skiptið þegar ég hlustaði á þá, gat varla komist yfir þetta Hammond-baul, fannst þetta allt of mikið fyrir tónlistina. En......svona hlutir gróa við mann ;)

Síðan mun ég skipuleggja græjuflutninga á morgun með Davíði þar sem við ætlum að vígja æfingarúsnæðið í Kópavogi almennilega, verst að það næst ekki í Zakka, held að hann sé ennþá í Króatíu. En a.m.k. ætlum við Davíð að skiptast á nýjum hugmyndum og reyna að skipuleggja trommaraleit svo það muni uppskera fyrir skólasetningu MH þann 19.ágúst. Það er óþolandi að hafa ekki trommara! Damn.

Jæja, ég nenni í rauninni ekki að blogga, vildi bara staðfesta að eitthvað lífsmark er á síðunni ennþá.


|

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Ég mæli ekki svo mikið með Laugardagslauginni, ég skil núna hvers vegna ég fer svona sjaldan þangað að synda. Ég reyndar fann ekki fyrir því fyrst en þegar leið á tímann minn í lauginni fann ég hve "klístrað" vatnið var. Eins og að einhver hafi sett tonn af body lotion útí af einhverri slysni. Mjög sérstakt.

Í kvöld hyggst ég svala tónlistarþörf minni á Kaffi List þar sem ég frétti að ættu að vera djasstónleikar yfir kaffisötri áheyrenda. Ég veit varla betra afslappelsi. Reyndar hef ég „undirbúið“ mig undir þá með fremur óvenjulegum hætti. Ég er núna að hlusta á Goodbye yellow brick road með glanspíunni honum Elton John. Fæ aldrei leið á honum. Ég reyndar hlustaði ekki lengi á hann, á meðan ég var að taka út alvarlegustu gelgjuna. Svo fyrir nokkrum mánuðum fór ég að gramsa aðeins í diskunum hans pabba og ákvað að hlusta á þennan disk og eins og einhver ýtti á takka, var eins og ég færi aftur í tímann þegar ég var 10 ára þegar ég valdi Grey Seal af plötunni. Mér hefur sjaldan liðið jafn vel eftir svona nostalgíu. Á þsvona stundum er gaman að lifa.


|

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Það hefur ekki ein manneskja hrósað mér fyrir hárlitunina sem ég fór í í gær. Enginn í vinnunni sagði neitt, enginn af vinum mínum.......ég ætla að fara að sofa og gá hvort ég vakni upp úr þessu.


|

mánudagur, júlí 19, 2004

Heil eilífð síðan síðasta uppfærsla leit dagsins ljós. Ég var sem sagt í þessari útilegu um helgina, tvær nætur, þannig að ég gat ekkert bloggað þá og síðan fór ég um kvöldið á sunnudegi að sjá Hárið með leikhópnum úr Hagaskóla og kom ekki heim fyrr en fór að ganga tvö um morgun þar sem við vorum að fylgja öllum heim. Alltaf gaman að því.

Þessi uppfærsla hjá honum Rúnari Frey finnst mér hafa floppað. Þegar leið á seinni hluta sýningarinnar var sessionóþefurinn af hljóðfæraleiknum orðinn kæfandi og alveg pottþétt ekki ein af þeim rósum sem hann Þorvaldur Bjarni mætti setja í hnappagatið. Synd og skömm því mér hefur alltaf fundist hann gera hlutina óaðfinnanlega, enda sprenglærður tónlistarmaður. Úr hópi leikara finnst mér Hilmir Snær hafa staðið sig best í hlutverki Huds. Hann finnst mér vera einn af betri leikurum Íslands og var þetta létt áminning á það. Hinir voru einfaldlega ekki nógu góðir, hvort það sé reynsluleysi (margir nýútskrifaðir úr leiklistarnámi léku) veit ég ekki. Ég var samt fúlastur útí hugmyndir leikstjórans um að gera þetta að einhverju poppuðu ljósashjówi skreytt með fimum dönsurum og djörfum töktum. Þetta var engan veginn nógu hippalegt að mínu mati. En þetta var auðvitað gert fyrir almenningsleikhús, fólk vill ekki fá allt of mikinn raunveruleika uppi á sviði, í þessu tilfelli skipta söngvarnir öllu máli, enda er söguþráðurinn ekkert spes til að byrja með. Mér finnst bara að amatöraleikhúsin mættu fá að sýna þetta stykki til að boðskapurinn kæmist almennilega til skila. Æ, rosalega er ég eitthvað harðorður íþeirra garð. Ok, hér koma góðu punktarnir. Söngvarnir sæmilega vel upp settir (óteljandi söngfléttur hjá Selmu Björns og skortur á Hammond-orgeli í byrjun lagsins Hár auk sessionskapar dregur einkunnina niður) og hafði ég gaman af því að syngja með. Flæðið var mjög gott, eins og við var að búast, búningarnir alveg hreint geðveikislega flottir og persónurnar sem veittu comic relief (Voffi aðallega) gerðu það með glans. En eins og ég segi, ekki nógu hippalegt. Ég skil að þörf sé á fjölbreytni í verkum til að það nái til allra, en nákvæmlega þessi eiginleiki finnst mér ómissandi. Kjarninn. Hippisminn. Ástæðan fyrir tilvist verksins.

Ég hef verið ofsóttur af laginu sem er í bakgrunni auglýsingarinnar þar sem fólk er hvatt til að aka hægar. Ykkur til fróðleiks þá er lagið eftir Jón Leifs og er við kvæðið Vísur Vatnsenda-Rósu. Frá því ég var lítið barn hefur þetta verið eitt af mínum uppáhalds lögum og hefur mig oft langað til að læra hljómaganginn í því. Það væri líka gaman að taka þetta live....skemmtilegt uppfylliefni ef slitnar strengur hjá Davíði eða eitthvað í þeim dúr (eða moll hehe (úff dagurinn í dag hefur verið tileinkaður aulabröndurum).....verst hvað það eru til margar útgáfur af þessu lagi, engin frumlegheit lengur að taka þessa klassík. En ég er að minnsta kosti búinn að búa til minn eigin hljómagang við þetta lag, örugglega ekki 100% eins og ætti að vera, en hljómar ágætlega.....|

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Shrek 2 var yfirþyrmandi fyndin. Ég hef sjaldan hlegið svo oft í nostalgíufílíng vá! Hver klisjan á fætur öðrum birtist.....öll hollívúdd skotin, klúru brandararnir sem krakkarnir fatta þegar þeir sjá myndina aftur sem unglingar, og aulabrandararnir (Why the long face?)

Ég er loksins búinn að klára að setja inn þetta nýja lag, sem ég er búinn að hafa í bígerð, inn á GarageBand. Nú vantar mig bara eina hljómsveitaræfingu upp á að við getum samið partana fyrir hinn gítarinn og bassann. Þá verður kátt í höllinni. Lagið skreið vel yfir tólf mínúturnar og náði næstum því hálfri mínútu meiru. Það tel ég ansi gott. En ég verð alvarlega að reyna að semja styttri lög, a.m.k. eitt lag svo að við getum spilað á músíktilraunum án þess að fá refsistig (erum með tvö meðallöng fyrir).

Æ, nenni ekki að blogga meira.

P.S. Mér finnst alveg óendanlega fyndið hvernig fyrrum pönksveitin Sjálfsfróun fann upp á því að kalla sig Handrið í staðinn. Það þarf geðveilu til að finna upp á svona löguðu.


|
Biðst afsökunar á bloggleysinu í gær, ég ætlaði að uppfæra eftir tónleikana en áttaði mig ekki á því að þeir yrðu svo lengi.

Ég var sem sagt á tónleikum í gær. Nánat tiltekið lokatónleikum DYS þar sem nokkrir meðlimir eru að flytja eitthvað útí buskann þannig að sveitin neyðist til að vera í hléi þangað til.

Mjög skemmtilegar hljómsveitir sem stigu á stokk, sumar örugglega í fyrsta skiptið. Nokkrir stafrænir tónlistarmenn byrjuðu tónleikana með misjöfnum árangri. Einn sem var nokkuð góður en ég veit ekki hvað hann kallar sig. Síðan kom Lokbrá, alltaf gaman að þeim. Dáðadrengir sýndu sig líka......

Andrúm vakt síðan nokkra athygli á sér. Ég hafði heyrt um hana af einskærri tilviljun þar sem vinur kunningja míns, sem að öllum líkindum var eitt af fermingarbörnum pabba míns, hélt að ég væri í þessari hljómsveit. Ef svo hefði verið þá væri ég langyngsti meðlimurinn þar sem þessir gaurar voru allir vel yfir þrítugt held ég. Annars mjög skemmtileg hljómsveit, kannski búnir að hlusta aðeins og mikið á Pink Floyd, en það er allt í lagi.

Þegar tók að líða á kvöldið byrjaði gamani fyrir alvöru. I adapt hífði alla upp úr skónum og tryllti lýðinn og Innvortis voru engu verri í því, voru rökrétt framhald á stemningunni. Þeir þurftu þó að spila á laskað trommusett þar sem trommari I Adapt barði aðeins of fast á bassatrommuna þannig að hún skaust út á mitt sviðið. Nokkuð fyndið.

Dys enduðu þetta síðan og varla er hægt að segja annað en að það hafi verið óaðfinnanlegt. Ég á eftir að sakna þessarar hljómsveitar.


|

mánudagur, júlí 12, 2004

Já, mér fannst kominn tími til að breyta aðeins til. Nýr titill.....ég var orðinn frekar leiður á "I am a banana!!!" titlinum af einhverjum ástæðum.

Annars hefur þessi dagur liðið án nokkurra merkilegra atvika sem eru frásögufærandi. Ég lenti í eilitlu rifrildi varðandi tilvist "fornafnanna" sitthvor og sitthver en annars ekkert annað. Just one of those days. Ekkert leiðinlegur í sjálfu sér. Þið þekkið þetta eflaust.


|

sunnudagur, júlí 11, 2004

Í dag kláraði ég lagið sem ég byrjaði að semja í gær. Lítur út fyrir að vera meira en 10 mínútur. Ég verð að fara að semja styttri lög, annars hættir fólk að nenna að standa og hlusta á okkur á tónleikum. Get varla ímyndað mér hversu mörg mínusstig við fengjum út á að spila þrjú tíu mínútna lög á músíktilraununum!

Það stauk mig sem nokkuð stressandi áminning að ég ætlaði mér að taka stöðupróf í þýsku, frönsku og ensku þegar í MH yrði komið. Þess vegna bað ég pabba minn um einhverjar bækur og lét hann mig fá orðabók, Hróa Hött skrifaða fyrir þýsk 12 ára börn, og svo fann ég bók sem heitir Þýzk málfræði sem Baldur nokkur Ingólfsson tók saman. Nú þarf ég bara að finna einhverjar frönskubækur svo ég verði reddí fyrir etta. Enskan verður eflaust auðveldust, ég á núorðið svo auðvelt með að lesa hið ritaða mál í þeirri tungu þannig að ég ætla ekki að trekkja mig á tauginni í því neitt, einbeiti mér þeim mun meira á hinum málunum.

Hljóðbækur eru mjög sniðugar. Ég er þessa stundina að klára The Da Vinci Code eftir Dan Brown og mér finnst ég taka betur eftir hlustandi á þetta en ef ég væri að lesa þetta. Minna effort býst ég við. Það hefur aldrei fullkomlega hentað mér að lesa, þó að mér hafi alltaf fundist gaman að lesa og að það hafi komið nokkuð fljótt hjá mér að lesa. Hlustunin hins vegar upp á það að maður hefur engan tíma til að hugsa um það sem sagt var rétt í þessu heldur verður maður að vera snöggur að melta það til að geta einbeitt sér að því sem sagt er eftir það. Sem veldur því að eftirtektin skerpist.

Auðvitað eru vissir kostir við að stoppa sumstaðar til að melta, en ef maður vill lesa eitthvað í flýti verður það að venjast af manni.

Það undar mig enn hvað bækur eru stuttar í lestri ef þær eru lesnar án hlés. Da Vinci Code er bara 15 tímar.....og það er löng bók!


|

laugardagur, júlí 10, 2004

Og enn sem ég nýja tónlist. Í fyrsta sinn sem ég sem eitthvað í B moll. Gaman að því.

Núna kemur rigningin sem spáð var að ætti að koma dagana áður. Mér til mikils ama þá er gat á skósólanum á hægri fæti og ég finn ekki hitt skóparið þannig að ég nennti ekki að fara neitt út. Þess í stað var ég heima að semja, bæði á gítarinn og eitthvað ritlistarlegs eðlis....aðallega endurskrif samt. Langt síðan ég hef tekið upp á þeirri iðju. Mér finnst eins og það hafi alltaf mætt afgangi. Verð að breyta því.

Hárnæringin og sjampóið mitt er búið!

Ég man þegar Zakki sýndi mér eina pælingu sem hann hafði samið á gítar (hann er samt bassaleikari). Mér fannst hún svo óheyrilega lík laginu Clair de Lune með ...And you will know us by the trail of dead (já, hljómsveitin heitir það) að ég leyfði Zakka að heyra það, og viti menn! Nákvæmlega sama pæling. Fær mig til að endurhugsa allt sem við höfum samið. Hvað ef einhver annar hefur samið nákvæmlega eins lag en við höfum bara ekki heyrt það? Hvað ef við verðum hataðir fyrir lagstuld þegar við loksins förum að spila á tónleikum? :S

Smá paranoia í gangi í kvöld. Ætla að reyna að sofa það úr mér.


|

föstudagur, júlí 09, 2004

Jæja, þá hefur líkaminn loksins skynjað komu sumarsins og hefur látið vita með því að skreyta mig freknum á nefið og kinnarnar.

Þessi útilega var nokk sérstök. Spáð hafði verið úða og slepju en það eina sem ég tók eftir var sól og sumarylur. Reyndar kom eilítil þokuslæða þegar líða tók á miðnættið en það fannst mér einungis viðeigandi. Ég og nokkrir aðrir skátar höfðum það að leik að prófa okkur áfram með ýmiskonar grillað góðgæti: saltaðir lakkrísfiskar, stjörnusnakk með paprikubragði, spægipylsur......sumt gott á bragðið, annað ekki. Tilraunastarfsemi er auðvitað til að komast að einhverju svona lagað.

Síðan dreymdi mig einn þann fáránlegasta draum fyrr og síðar. Að ég væri að sjá um ratleik fyrir litlu börnin og á einum stað ættu allir að fara ofan í gám fullan af ísköldu vatni. Og einhvern veginn fannst þeim svo sniðugt að undirstrika hita vatnsins með því að henda ketti útí. Svipbrigðin á kettinum var líkt og í teiknimyndunum, hann gapti af hræðslu og augasteinarnir stækkuðu, eins og hann skildi fullkomlega hvað var að fara að koma fyrir hann. Og síðan var grey kisunni kastað útí. Og hún tekin upp aftur, en kastað aftur úti vatnið. Og aftur. Og aftur. Loks tókst kettinum að losna úr klóm sadíska eigandans og fór bakvið að hrista af sér bleytuna. En allt í einu fer hann að skjálfa óhóflega mikið og augun stækka út fyrir tóftirnar eins og þegar einhver í Loonie Toons fer að sjóða. Og þá vaknaði ég.

Ég tek þessu þannig að ég verð að hugsa um allt annað en skátastarf um helgina til að ég geti haldið geðheilsu.


|

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Jæja, þá er ég lagður af stað í útilegu. Ég geri það í hverri viku í þessari vinnu, það er ágætt. En það lítur samt út fyrir að það verði heldur leiðinlegt veður, eða.......ekki beint leiðinlegt, það verður að minnsta kosti ekki rok og rigning. En það verðu mjög dauft. Hundslappadrífa og þoka. Ekkert leiðinlegra en það.

Æj, ég er ekki nógu vaknaður til að skrifa.


|

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Jæja, þá eru Placebotónleikarnir liðnir og ég er kominn heim, ekki eins sáttur og ég vildi vera með þá. Þeir mega eiga það að þeir eru einkar mikið fyrir augað en ég er greinilega ekki eins mikill aðdáandi tónlistarinnar þeirra og ég hélt að ég væri. Finnst betra að hlusta a þá á geisladisk. En það er allt í lagi. Sumar hljómsveitir eru þannig.

Ég lenti í dálitlu fyndnu niðrí Hlemmi þegar ég ætlaði að taka fimmuna heim. Þá hafði sjálfvirka hurðin lokast allt í einu og þegar fimman loksins kom var ekki hægt að opna. Ég fylltist léttri taugaspennu því ég nennti alls ekki að gana alla leiðina heim. Ég og par sem var líka að reyna að komast í þennan vagn, reyndum annan útgang en það fór sama veg. Síðan reyndu þau að kalla á einhvern og biðja að opna fyrir sig og sem betur fer birtist einn sem sefndi að hurðini sem við vorum við. Hann fór heldur hægt og þess vegna tók konan upp á því að kalla til hans „Fljótur!“. Hann svarar þá: „Ha, er ég ljótur? Hvurslags dónaskapur er þetta maður?“ Það fyndna við þetta er að hér var um að ræða fulla alvöru. Hann var hundfúll þegar hann ýtti á takkann að hurðinni og var tautandi þegar við yfirgáfum hann.

Einhvern veginn svona urðu styrjaldir til.


|
Einhvernveginn grunar mig að síðan virki ekki eins og skyldi. Síðustu tvær uppfrslur hafa ekki birst mér í blogginu þó að ég hafi ýtt á "Publish" takkann í bæði skiptin. Vonum að þetta komist til skila.

Annars þá flyt ég þann gleðiboðskap að Placebo eru að fara að spila í kvöld og mun undirritaður ekki missa af því. Er búinn að ríghalda í miðann síðan hann keypti hann. Tilhlökkunin er alveg að fara með mig! Maus munu hita upp og er ég hæstánægður með það. Varla til sú hljómsveit sem gerir eitthvað svipað Placebo en Maus kemst nálægt því að einhverju leyti.

Mér til mikillar armæðu hef ég týnt tveimur bolum sem ég keypti á Metallica tónleikunum: Mínus bolnum sem á stendur My name is Cocaine og Brain Police bolnum. Vona að það verði ekki lengi fundið. Hefði viljað fara á öðrum þeirra á tónleikana en nú gefst mér enginn annar kostur en að fara í einhverjum öðrum bol.


|

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Ekkert skemmtilegra en að semja eitt flott gítarriff í morgunsárið. Ahhh...


|

mánudagur, júlí 05, 2004

Ég get örugglega mælt fyrir munn flestra aðdáenda Metallica sem mættu á tónleikana í gær að þetta verður seint toppað. Reyndar finnst mér þetta þó hafa fyrr verið toppað af Mastodon, sem ég held að munu skapa svipaðan sess í sögu þungarokksins og Metallica fyrir 20 árum. Þrátt fyrir smæðina á Mastodontónleikunum þá var krafturinn á við vetnissprengju, svo magnað var að vera inni, ég mun aldrei gleyma því hvað ég var alsæll eftir tónleikana. Það eru tónleikar sem verða seint toppaðir.

Reyndar hljómar þetta eins og tómt bull hjá mér því mér fannst ekkert að Metallica tónleikunum. Þeir spiluðu fullt af gullmolum frá öllum tímabilum hljómsveitarinnar, upphitunarhljómsveitirnar hefðu ekki getað verið betri og stemningin var geðveik. Kannski er það vegna þess að Metallica er ekki lengur sú uppáhaldshljómsveit og hún var ein sinni, þó vissulega sé hún mjög ofarlega í mínu áliti.

Síðan komst ég að því, eftir samtal tveggja manna sem ég mun örugglega aldrei sjá aftur, að ég líkist einhverjum gaur sem kallast Benni Satan, að ég sé alveg eins og hann nema hann var alltaf í Megadeth bol. Alltaf kemst maður að einhverju nýju.

Framundan: PLACEBO

Újee!


|

laugardagur, júlí 03, 2004

Vá.....Síðustu dagar hafa liðið svo hratt að ég hef ekki tekið eftir uppfærsluleysinu hér....verð að taka mig á.

Zakki, bassaskrímslið í hljómsveitinni á afmæli í dag, er orðinn 16 ára eins og við hinir. Eins tilviljanakennt og það hljómar var æfing sama dag en við eyddum honum í afslappelsi þar sem við Davíð spiluðum konseptverkið fyrir afmælisdrenginn. Hann sá sér ekki fært að koma með bassann sinn þar sem hann var lokaður inni í herbergi Jónasar, vin Zakka, sem er þessa stundina útí Eistlandi.

Með hverjum deginum sem líður eykst löngun mín í nýjan gítar. Mér líður eins og ég eigi versta gítar í heimi og hvaða gítar sem ég myndi kaupa mér væri skref upp á við. Samtímis þykir mér vænt um gítarinn minn og að ég þyrfti að velja næsta gítar mjög vel til að það toppi þann sem ég spila á núna. Ég er samt búinn að negla þetta svolítið niður. Ég er að pæla í "The Dot" gítarnum frá Epiphone. Ódýr, hljómar geðveikislega vel, enda semihollowbody og einstaklega mikill karakter.

Í gær sá ég mynd sem hafði verið lengi á biðlista mínum yfir myndir sem eg ætti að drífa mig að sjá því allir aðrir eru búnir að sjá og allir ættu að vera búnir að sjá. Fight Club. Það eina sem ég get sagt núna er að ég get ekki beðið eftir því að sjá hana aftur. Það er varla hægt að taka inn alla dýptina í einu skipti. Þetta er þannig mynd. Því oftar sem maður sér hana, því betra.

Jæja, ætli ég fari ekki snemma að sofa, ætla að búa mig andlega undir Metallicatónleikana á morgun. Umfangsmestu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi og ég ætla alls ekki að missa af því!


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?