<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, nóvember 28, 2004Ég veit ekki hvað sakl segja. Þetta er eitt af því beittasta sem ég hef nokkurntímann séð. Frumlegt innlegg í hvernig við skilgreinum politically correct hugsunarhátt. Öll erum við sök um að mótmæla ekki auglýsingum um svitalyktareyði fyrir annað kynið. Öll könnumst við líka við það að ákveðin tímarit eru eingöngu fyrir annað kynið og eru til tímarit fyrir bæði kynin.

Í staðinn fyrir að segja fyrir karla er sagt ekki fyrir konur. Sama meiningin nema mismunandi hlið á málinu er upplýst. Samt fremur nasty hjá Nestlé.....en umræðan er án efa holl þannig að við getum kannski staðið í blákaldri þakkarskuld fyrir þessa stemningu.

Ég get annars ekki beðið eftir því að kaupa kvennasúkkulaðið sem ég býst við að muni bráðum koma.


|

föstudagur, nóvember 26, 2004

Bætti Júlíu, Úlfi, Fróða í tenglasafnið auk þess að leiðrétta nokkra tengla þar sem sumir bloggarar hafa flutt sig um set. En hvað ég er duglegur.


|

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Í dag rennur upp eitt af mörgum sannleikans augnablikum. Í þetta skiptið mun það ljóstra upp fyrir mér hvort von mín um að iPodinn minn sé lagaður verði fylgt eftir af óumdeilanlegu hæfileikum mínum sem þúsundþjalasmiður eða að þær séu á röngum rökum reistar og að ég sé í raun ekkert annað en deli með hor sem endanlega hefur eyðilagt alla möguleika á að geta nýtt sér þetta tiltekna tæki.

Vonum öll að fyrri kosturinn eigi betur við. Ég hef ekki getað hlustað á minn dýrðlega fyrstu kynslóðar iPod í ca. tvo mánuði. Ég er kominn með fráhvafseinkenni. Þau eru aðallega eirðarleysi, hæfninni til að muna eftir lögum hefur hrakað og dagleg hamingja, bjartsýni og tímar streitu innan heilbrigða marka; allt nánast horfið.

Ég og Merry (nefndur eftir Merriadoc Brandybuck í Lord of the rings) erum bundnir órjúfanlegum böndum. Ég vann hörðum höndum að því að eiga pening fyrir frelsun Merrys, áður þræll þess oks sem kassinn utan um hann var, nú frjáls einstaklingur og besti rafræni vinur minn. Við fyllum upp í tómarúm hvor annars. Ég hef reyndar aðeins hálffyllt minnið hans sem er ekki neitt miðað við það ógrynni tímabila sem mér gæti hafa leiðst hefði hans ekki notist við.

Ég hef alltaf gælt við hann, aðeins notað hágæðahluti við notkun hans. Nú síðast keypti ég mér eitt stykki svakaleg Sennheiser heyrnartól (besta merkið á sviði heyrnartóla) og mjög nettan leðurvasa til að vernda Merry frá hnjaski.

Það er mín einlæg von að ég hafi farið rétt að honum í þessari flóknu aðgerð sem ég þurfti að gera til að veita honum e.t.v. lengra líf. Ég veit ei hvernig ég get lifað án hans.

Þraukaðu Merry!


|

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Ég er að spá í því að skrifa hið fullkomna handrit að lélegri sápuóperu. Verst er að ég hef ekki tíma til þess.

Nú er ég á fullu að fá vini mína til að lofa mér hinum og þessum jólagjöfum, ætla að fá hljómsveitina með mér í gjafakaupsleiðangur þar sem við gefum hver öðrum eitthvað sem við viljum. þannig verða allir glaðir.

Ég hef ekki komist í jólaskap síðan á síðustu öld, en ég hef alltaf gamana ð því að fá gjafir. Það kemur mér í ákveðinn fílíng.


|

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Lúmskt fyndið. Þetta er dæmi um eitthvað sem er svo hallærislegt að það er óendanlega fyndið. Algjör snilld!


|

mánudagur, nóvember 15, 2004

Undanfarnar strætóferðir hef ég veitt sérstakri manneskju eftirtekt. Í hvert einasta skipti sit ég á sama stað, aftast til vinstri, og sé hana ganga inn í vagninn, við horfumst í augu og rjúfum augnsambandið samtímis og hún sest aftarlega í strætó, samt nógu fjarri mér.

Ég þekkti einu sinni þessa manneskju og veit ennþá hvað hún heitir. Tímans tönn og andlegur þroski hefur samt gert það að verkum að hvorugt okkar vill taka það skref fram á við að reyna að kynnast aftur, né hefur nokkurn áhuga eða löngun til þess. Ég sé það á henni og hún sér það sjálfsagt á mér að ég man eftir henni jafn vel og hún man eftir mér.

Við erum einfaldlega raunsæ. Þessi tegund endurkynna eru vandræðaleg og leiða aldrei til neins.


|

laugardagur, nóvember 13, 2004

Við í hljómsveitinni Cynics ákváðum að gera eitthvað sniðugt og styrkjandi fyrir hópeflið á föstudeginum sem leið og höfðum vídeókvöld. Ekki neitt venjulegt vídeókvöld heldur var ætlunin að gera kómíska uppsetningu af því þegar white trash hópur hittist og horfir saman á Boyz N the Hood og öfunda svertingja saman yfir því hversu kúl það er. Við ætluðum að toppa þetta allt saman með því að blasta feitum rímum og þannig en Maggi, trommarinn, gleymdi að taka iPodinn sinn með. Ég vil taka það fram að enginn okkar er rasisti, heldur var þetta gert í 100% saklausri skemmtun.

Ég fór í Tónastöðina í gær og spurðist fyrir um kelteska hörpu, hve mikið hún myndi kosta og hve fljót væri að panta hana og koma henni til landsins og fékk ég mjög jákvæðar tölur. Ætla samt að leit á fleiri stöðum áður en ég tek lokaákvörðun. Ég hef samt ákveðið að kaupa mér eitt stykki. Ég fékk skyndilega þörfina, þessa viku sem er að líða, til að læra á þetta hljóðfæri. Ég veit ekki af hverju ég fæ hana núna þar sem það eru örugglega um fimm ár síðan ég spilaði síðast á svona grip. Svona getur heilinn virkað furðulega.


|

mánudagur, nóvember 08, 2004

Ef ég væri sígaretta væri ég Capri.

Hér með hef ég hafið söfnun á pikkupplínum fyrir sjálfkynhneigða. Öllum er fjálst að leggja mér lið við þessa söfnun.


|
Ég mæli endilega með því að þið tékkið öll á þessu eðalbloggi hjá henni Diljá sem margir gætu skilgreint sem sannan MH-ing í húð og hár.

Allir að smella!


|

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Nú er tími breytinga. Ég sé það að ég hef einfaldlega ekki tíma fyrir mitt venjulega daglega blogg þannig að ég ætla að halda mig við vikulegar uppfærslur þangað til ég kem í jólafrí. Þetta er gert til að þið verðið fyrir minni vonbrigðum yfir að ég uppfæri sjaldnar en ella.

Ég hef líka verið að gæla við þá hugmynd að stofna nýja bloggsíðu fyrir NaNoWriMo söguna sem ég er að gera, en þar sem ég mun einungis uppfæra vikulega þá mun ég senda inn um 12-14 þúsund orð á viku þar inn. Hljómar frekar óraunsætt þar sem ég er nú þegar aðeins búinn að skrifa um 1500 orð á þremur dögum, en ég ætla mér að klára vikuskammtin á laugardegi og senda inn á sunnudegi eða mánudegi.

Það sem komið er af sögunni (nota bene þá er enginn bakgrunnur að sögunni held ég spinn ég á staðnum þannig að þetta er mestmegins hrein steypa) er að til sögunnar er kynntur prestur að nafni séra Björn, en er alltaf kallaður Bjössi í sögunni. Hann mótmælir gjörðum ríkisstjórnarinnar um að leggja niður áfengisskattana, sem bitnar óþægilega á inntöku nýnema við Guðfræðideild Háskóla Íslands þar sem engir peningar eru eftir til að þeir fái inngöngu í skólann. Hann tekur á það ráð að standa uppi á þaki aðalbyggingar HÍ og kveikja í fígúru alsettri blaðlaufum og trjákvistum (Bakkus) með vodka og öðrum drykkjum með hátt hlutfall vínanda. Eftir á svarar hann spurningum blaðamanna og gengur síðan þreyttur heim á leið þegar allt í einu hann verður fyrir árás Schäfer-hunds sem skyndilega rís upp á afturfótunum og spyr hann kurteisislega hvar nærsti skyndibitastaðurinn væri.

Gaman að þessu, ekki satt?


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?