<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Damn, Tumi.com, Tumi.edu, Tumimusic.com er allt frátekið. Sveiattan.

Fyndið, þegar ég leitaði upp nafninu mínu á google komu aðallega tvenns kona myndir í ljós:


Suður-amerísk líkneski af einhverju tagi


Eða töskur, frá töskufyrirtækinu Tumi

Gaman að vita hvað fólk útí heimi gæti dottið í hug þegar það heyrir nafn manns. Í mínu tilfelli tengist það Suður-Ameríku til forna eða töskum. Takk Google


|

laugardagur, febrúar 26, 2005

Ég finn fyrir óbærilegri vanlíðan i fyrsta sinn í langan tíma. Hlaut að skella á einhverntímann. Það er ekki hægt að vera glaður að eilífu. Shit.....ég man ekki hvenær mér leið síðast svona illa og það versta er að það er enginn einn sérstakur aðdragandi að þessu. Það er eins og heilinn hafi tekið þá ákvörðun að minnast allra ömurlegu augnablikanna í lífinu á sama tíma. Reiði sem ég ber til ástvina, útskúfun hvernig sem hún tengist mér, ósætti við mína nánustu þegar ég gerðist guðleysingi......hlutir ég hélt að ég væri löngu búinn að grafa, gleyma og yfirstíga. Og alltaf er ég jafn óundirbúinn fyrir þunglyndiskast á við þetta.

Ekkert var gleðilegt við þennan dag. Meet the Fockers, þó að hún sé ágætis afþreying út af fyrir sig, varð niðurdrepandi og öll tónlist sem ég hlustaði á í dag, sama af hvaða meiði hún var, gerði mig bara vansælli.

Lífið er ömurlegt núna.


|

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Cynics munu spila á morgun í Norðurkjallara MH á svokölluðu MH-sulli sem er tónleikahátíð þar sem hljómsveitirnar eiga það sameiginlegt að koma úr MH, hvort sem það er hluti hljómsveitarinnar eða öll grúppan. Okkur var reddað nokkuð góðum stað, við erum þægilega aftarlega í röðinni á föstudegi. Reyndar hefur bitur reynsla kennt mér að það mæta fæstir á föstudegi vegna þess að fólk kann ekki á vídeótækið sitt og horfir þess vegna á idol heima hjá sér. Takkinn heitir RECORD og ég mæli eindregið með honum.

Það fyndna við þetta allt saman er að það lítur allt út fyrir að ég sé að fá hálsbólgu. Bregst hreinlega ekki. Alltaf þegar ég þarf að syngja fæ ég allt í einu hálsbólgu upp úr þurru. Hárið í uppsetningu Hagaskóla þegar ég var í tíunda bekk, Óðríkur Algaula, Martröð á jólanótt fyrri part sýningartímabilsins og nú þetta. Ég held samt að ég sleppi allnaumlega, ekki er nú kalt í veðri og hef ég gert góðar ráðstafanir varðandi þennan kvilla til að láta mér batna á einum degi.

Þessi vika er algjört rugl!


|

mánudagur, febrúar 21, 2005

Sama hversu oft ég fell í þessa gryfju, alltaf verð ég jafn stein hlessa yfir því hvað Skjár einn skemmir mig mikið. Ekki nóg með að þeir setja örfáar auglýsingar endalaust á repeat milli þátta, heldur eru þættirnir engu betur gerðir en auglýsingarnar.

Horfði á One tree hill með fjöldskyldunni yfir kvöldmatnum (greinilegt að kvöldmatur er ekki nógu spennandi útaf fyrir sig þannig að fólk hefur tekið upp á því að hafa sjónvarpið kveikt á á meðan). Þetta vargreinilega ekki sérlega sterkur eikur hjá mér þar sem ég átti erfitt með að halda í mér nýtorguðum matnum yfir öllum ógeðslegu klisjunum sem leikararni kepptust við að koma út úr sér, án alls nauðsynlegs samhengis við sjónvarpsþáttinn. Allir í fjölskyldunni nema ég hlæja sig máttlausa yfir flestu af þessu, prófa ýmsa frasa með sjálfum sér sekúndubrotum eftir að heyra þá af sjónvarpinu í þeim tilgangi að geta notað þá í raunveruleikanum, rifja upp milli atriða hvers vegna stjúpsonurinn er núna giftur móður besta vinar síns og hvernig það leiddi til hjartaáfalls páfagaukarins.........

Er ég kannski bara bitur? Á mér ekki að finnast þetta skemmtilegt? Öllum öðrum finnst það.


|

föstudagur, febrúar 18, 2005

Mér leiðist að skrifa ritgerð sem í rauninni er samansafn af einhverju sem einhverjir aðrir hafa sagt. Þetta er samt svosum alveg gott og blessað því það gerir innihald ritgerðarinnar áreiðanlegra.

Mér var sett fyrir að skrifa rannsóknarritgerð í íslensku fyrir mánudaginn og fengum við góðan tíma fyrir undirbúning. Valdi ég mér efnið "Íslensk málstefna" og hef ég ákveðið að fjalla um nýyrðastefnuna sem flokkast mjög augljóslega undir þetta. Mér hefur samt ekki gengið allt of vel að aðlagast nýjum kröfum varðandi uppsetningu vegna þess að íslenskukennarinn minn, sú yndislega manneskja, lét okku vita af þeim stórfréttum að allt sem við höfum lært í sambandi við heimildarritgerðir síðan í grunnskóla væri í grófum dráttum lygi. Allt frá hvernig við sláum inn heimildir og tilvitnanir og reglur um beinar og óbeinar tilvintanir og meðhöndlun á því. Bannsettir grunnskólakennarar! Þið hafið neytt okkur til að læra þetta upp á nýtt!

Samdi nýtt lag í dag, rosalega gaman að fikta sig áfram með opin djassgrip og spila þau á stöðum þar sem þau hljóma engan veginn djassað. Ég er ekki sérlega góður í að finna út hvað hljómarnir heita en það er seinnitímavandamál. Læt bara gítarkennarann minn segja mér það.

úff, þarf að byrja á þessari ritgerð...


|

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Finnur Kári Pind Jörgensen er alveg fínn gaur. Hann er líka að mínu mati einn af fyndnustu mönnum MH og heldur uppi þessu kúkafína bloggi. Endilega tékkið.

Lagningardagar byrja á morgun. Er þetta eitthvert lélegt orð yfir þemadaga notað í málhreinsunarskyni? Er íslenska orðið yfir þema lagning? Lagningardagaráð........ojæja, ég hlakka nú samt ekkert minna til að fara á þetta allt saman.

Bæjjjabbaræræræææææ bæjjjabbarræræræææææræ (man ekki hvað lagið heitir)


|

mánudagur, febrúar 14, 2005

Æjj úff vá, þessi stórfélagsferð er búin að brengla tímaskynið mitt alveg í tætlur. Ég er búinn að hafa það á tilfinningunni að það væri þriðjudagur í allan dag. Vinir mínir voru allir í svipuðum pælingum þegar við tókum ágætis session í bílskúrnum hans Davíðs í gær. Við nenntum ekki að æfa lögin fyrir MH sullið nema einu sinni. Reyndar náðum við þeim alveg fáránlega vel þrátt fyrir að trommarinn var ekki til staðar, minnir mig á tímana þegar við æfðum án trommara og jukum takttilfinningu okkar alveg upp í milljónogfimmtíuogsjö.

Gaf Steinunni Valentínusarkonfekt á meðan við sötruðum Menningarkaffi á Te og Kaffi. Það var gott og blessað. Ég hefði samt ekki átt að fá mér súkkulaðikökuna með kaffinu því bragðlaukarnir gáfust upp á öllu súkkulaðinu og ég hætti að finna gott bragð af þessari ljúffengu köku. Þar með afsannast það að ekki sé hægt að fá nóg af súkkulaði.

Gleðilegan Valentínusardag.


|

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Áríðandi

Er það ekki bara annað orð yfir hestur?


|

mánudagur, febrúar 07, 2005

Tæpur Nippi á tæpu nippi.

Þýðing: Tilgerðarlegur Japani á ystu nöf.

Hahahahahahahahahahahaha


|

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Ég er alveg óendanlega pirraður. Hverjum datt það í hug að hægt væri að gera frétt um handtöku útbrunnins skákmeistara og ættlast til þess að landsmenn fylgist með áhuga með framgangi málanna. Hvernig gat skáksamböndum þessa lands fundist það mikilvægt að styðja þenna bitra og fúla skákmann sem hefur ekki gert neitt annað en að vera með óþarfa níð vegna þess að hann komst ekki upp með að tefla í leyfisleysi til að auðgast feitt á því. Síðan á hann að fá íslenskan ríkisborgararétt og auðvitað hefja fjölmiðlarnir þetta rosalega upp eins og hér sé um að ræða einn af merkilegri mönnum.

Biturleiki Bobby Fischers hefur greinilega smitað útfrá sér því helstu röksemdarfærslur talsmanna Hróksins eru að Bandaríkjamenn séu óendanlega bitrir út í Bobby fyrir að fara til lands sem ekki er til lengur (Júgóslavíu) og spilað eina skitna skák (sem hann auðgaðist rosalega á) vegna þess að það var eitthvert asnalegt verslunarrbann í gangi.

Helvítis væl! Nú sjá Hróksmenn samt þann leik á borði að koma Íslandi á kortið. Jess!

Nýtt heimsmet! Við hýsum mesta fýlupúka veraldar!

Þessi þjóð er frekar athyglissjúk. Ég held að við ættum að setja hana í meðferð.


|

föstudagur, febrúar 04, 2005

Augnablik dagsins í dag:

Jói stærðfræðikennari búinn að skrifa formúlurr út alla töfluna og vissi ekki hvað hann átti af sér að gera. Tók loks upp á því að skrifa á töfluna:

Darf ich aus-stroken


|

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Á minni stuttu ævi hef ég aldrei lent á jafn streitufullum skóladegi nokkurn tímann. Þrjú próf á sama deginum úr og var ég ekki fyllilega lesinn í neinu af þessu svo ég má þakka fyrir að hafa ætíð fylgst vel með í tímum. Samt mjög svekkjandi. Auk þess var mér sett fyrir ógrynnin öll af bókarlestri. Þurfti að klára hálfa skáldsöguna í DAN203, lesa 50 blaðsíður í The Hobbit og lesa Gylfaginningu fyrir próf.

Svona lagað er minn Akkilesarhæll. Ég er örugglega ekki úti á þekju þegar ég segi að ég hrjáist af mjög svekkjandi vandamálum í lestri án þess þó að það geti verið greint sem einhver fræðilegur kvilli. Ég er ógeðslega hæglesinn. Mér finnst það aðallega svekkjandi því ég var alltaf mjög hraðlesinn eftir að ég kenndi sjálfum mér að lesa fjögurra ára. Nú er öldin önnur. Nú er ég fjórar vikur með innan við 200 blaðsíður og ég tek textan sem ég les ekki inn eins og sæmir. Ég er langlélegastur í bókmenntahlutum í prófum. Það sem bætir enn á þetta svekkelsi er að þetta er sá farvegur sem ég vil helst feta í framtíðinni.

Ohh....svekk!


|

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Svona smá fyrir/eftir fílíngur í mér núna. Fór í skólann nokkurnveginn svona útlítandi:Og kom heim um fjögurleytið gjörbreyttur:Fögnum nú öll!


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?