<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 30, 2005

A Hlemmi hitti ég gamlan skólafélaga frá Fáskrúðsfirði sem ég kannaðist við á stundinni og heilsuðum við hvort öðru. Hún vildi síðan fá að taka mynd af mér til að sýna vinum sínum heima á Fáskrúðsfirði.

Minnir mig á hvað það er gaman að skoða myndir sem eru teknar í heimsókn á dýragarði.


|

sunnudagur, mars 27, 2005

Skondið að bloggið haldi upp á tveggja ára afmælið sitt á páskadegi. Ég var að spá í að koma með eins konar reminisce og finna svona best of færslur frá þessum tveimur árum frá drengstaula í 9.bekk yfir í busa í Menntaskólanum við Hamrahlíð......kannski það sé ekkert svo sniðugt. Ég er e.t.v. jafn týndur þannig séð.
Þið getið kannski skoðað það sjálf, fyrir mitt leyti er frekar áhugavert að sjá hvernig allt hefur breyst, hvernig skrif mín hafa breyst með tímanum, frá því að vera þessi tíbýska "Omg þúst paprika, tíhíhíhí, éghataguðogmérfinnstallirfíflsemelskahann" yfir í að vera mjög öfgakenndur anarkisti/metalhaus/hrokagikkur (ætli ég sé samt ekki ennþá sambland af þessu ennþá? Kannski ekki eins öfgakennt) og finna alltaf eitthvað til að vera á móti og vera endalaust bitur út í allt, yfir í það sem ég er í dag (kannski seinna geti ég skilgreint hvernig ég er í dag, en ekki núna).

Ég sé fram á að halda áfram að blogga þar til ég dey. Ég hef aldrei haldið vana við neitt í svo langan tíma nokkurntímann. Ég held að lengsti tími milli uppfærslna á þessu bloggi sé hátt í tvær vikur. Það finnst mér ekki sérlega mikið, gefið að fólk missir stöku sinnum löngun til að halda í við reglufestuna.

Ég þarf að bæta við vinnsluminnið í tölvunni minni. Þetta gengur ekki lengur.


|

laugardagur, mars 26, 2005

Babelfish er mjög skemmtilegt fyrirbæri. Þar þýddi ég eftirfarandi setningu á hin ýmsustu tungumál.

Íslenska:
Fullt af snjó en ekkert vasaljós

Enska:
Lots of snow but no flashlight

Hollenska:
Veel sneeuw maar geen flitslicht

Franska:
Un bon nombre de neige mais d'aucune lampe-torche

Þýska:
Lose des Schnees aber keiner Taschenlampe

Ítalska:
Lotti di neve ma di nessuna pila

Portúgalska:
Lotes da neve mas da nenhuma lanterna elétrica

Spænska:
Porciones de la nieve pero de ninguna linterna


|

fimmtudagur, mars 24, 2005

Ég legg það ekki oft í vana minn að baktala en þegar það gerist þá tengist það alltaf manneskju sem ég er ekki vingjarnlegur við yfirhöfuð. Ég býst við því að þeir viti að mér líki illa við þá, þ.e.a.s. ef við höfum haft einhver samskipti þar sem tjáningin kemur skýrt fram. Ég reyni þó samt að vera kurteis við fólkið, það er nú það minnsta.

Margir sem ég þekki tala við alla eins og góða vini vini og baktala síðan helminginn af þeim. Kalla þá fífl og fávita, leiðinlega og tæpa án þess þó að meina það, vegna þess að mínútu síðar eiga þau síðan í ánægjulegum samtölum við það eins og......eins og ég veit ekki hvað. Dæmi:

A: Djöfull er ***** tæpur.
B: Ég veit! Ég skil ekki hvernig honum tókst að byrja með henni.
A: Síðan er hann alltaf að setjast við borðið okkar.
B: Ojj, það er svo pirrandi, troða sér alltaf inn á milli þó það sé ekkert pláss

(umræddur nálgast)

A (ýkt glaðlega): Bléh, hva segirru?
...
...
...


Er það í tísku að senda frá sér tvíræð skilaboð?


|

sunnudagur, mars 20, 2005

 • Ég er næstum því alveg hættur að hlusta á metal af einhverri reglufestu. Hvað er að mér?


 • Trúbadorinn ég er kominn ágætlega á skrið, kominn með hugmynd að tveimur lögum og texta að öðru laginu.


 • Við Steinunn erum hætt saman. Ég hætti með henni föstudaginn fyrir viku.


 • Ég fékk nýjan, purpurarauðan tannbursta. Hann er með gúmmíþráðum yst sem nuddar tannholdið.


 • Fermingarveislutörnin er hafin og belgdi ég magann tvisvar út í dag.


 • Plötur þar sem sándið er viljandi haft mjög lélegt til að hljóma pönkað (eða eittthvað annað) er ekki vel litið af mér


 • Ég er að blogga á Firefox!


 • Mér finnst páskaegg vond, þess vegna bað ég foreldra mína um að kaupa fullt af ófylltum lakkrísreimum handa mér.


 • Rosalega er þetta hress leið til að blogga...


 • Tetrinet. Það eina sem virkar!


 • Rosalega ætla ég að lesa í páskafríinu!


 • Rosalega á mér ekki eftir að takast það! Nema kannski eina og hálfa.


 • Af hverju eru karlar með geirvörtur?


 • Í lokin ætla ég að birta hér tvö bestu ljóðin eftir mig síðan í 5.bekk:

  Veðrið

  Veðrið er gott,
  það getur verið vont.
  Og það er ekkert skrítið
  að veðrið geti verið flott.
  Ef ekkert veður væri til,
  þá væri ekki lengur gaman að labba upp gil,
  eða eittthvað svoleiðis.

  Gull

  Gull er verðmætt,
  gull er þungt.
  Gull er ekki allstaðar,
  þá er gull dýrt.

  Takk fyrir, takk fyrir. Þið voruð yndisleg öllsömul.


  |

  laugardagur, mars 19, 2005

  Eurovisionframlag okkar Íslendinga í ár er ekki af verri endanum, enda Þorvaldur Bjarni sem sér um þetta að mestu leyti og valdi hann Selmu til að syngja. Þesu dúói tókst vel upp árið 1999 eins og flestir muna eftir. Nú býst ég við því að vinna. Þó að mér finnist þetta lag heldur gelt þá er þetta massagott popplag og eiginlega gæti ég ekkki hugsað mér betra lag fyrir keppnina. Minnir mig svolítið á svo margt, bigband-fílíng í byrjun lagsins eins og Propellerheads voru frægir að gera, smá Toxic-með-Britney-Spears-fílíngur. Finnst samt vanta örlítið upp á tilfinninguna í söngrödd Selmu, en vonandi að það verði bætt. Minnir mig á Tweety, dúettinn skipuðum Þorvaldi Bjarna og Andreu Gylfa. Þau gáfu út plötuna Bít....ein besta poppplata sem ég hef heyrt. Þið af 88-árganginum og e.t.v. aðeins eftir það minnist eflaust lagsins Gott mál en það var t.d. gefið út áf Pottþétt Partý árið 1997.

  ***
  Queensrÿche er svo yndislega kúl hljómsveit, ég fíla þá svo mikið að ég prumpa. Ahh!

  ***
  Páskafríið langþráða (en samt ekki svo, hafði satt að segja lítið pælt í því fyrr en seinustu dagana, merkilegt nokk) er hafið. Framundan eru tvær fermingarveislur og lestur bóka, en ég þarf að kynna kjörbók í 5-7 mínútur í ÍSL203 og vinna nokkur einstaklingsverkefni upp úr Mávahlátri. Fínt að hafa svona frí til að undirbúa sig. Mæli sterklega með því. Ég valdi Augu þín sáu mig eftir Sjón. Fyrsta bókin sem ég las eftir hann, Skugga-Baldur var svo góð að ég vissi ekki hvað ég hét þannig að varla getur þessi verið neitt slæm.

  ***
  Bloggið mitt á bráðum tveggja ára afmæli.


  |

  fimmtudagur, mars 17, 2005

  Páskafríið býður mér heim til sín opnum örmum. Það skilur skólaleiða minn. Ætli fríið hafi ekkki samt verið svolítill valdur þess, bæði vegna þess að kennarar sjá ástæðu til að láta okkur skila trilljón skilaverkefnum á síðustu stundunum og við mætum hálffdauð í skólann vegna þess að það er hvort eð er svo lítið eftir af honum áður en við getum tekið upp öllu plebbalgra líf sem einkennist af leti og bæjarrölti á næturnar.

  Ég svosum lendi ekki beint í því þar sem ég stefni á að lesa örlítið í bókum og skipuleggja listafélagsframboð út í þaular. Boriist höfðu mér þær fregnir í skólanum í dag að við hefðum fengið keppinauta og þess vegna er um að gera aðspýta í lófana ef við ætlum að hrinda í framkvæmd öllu sem við viljum að MH-ingar geta notið í haust. Það er alveg fullt skal ég segja ykkur þannig að ef þið kjósið okkur, X-Zúúber, munuð þið aldrei sjá eftir því.

  Hoho, áróður. Gaman að þessu.
  Borða poppkorn. Gaman að því líka.

  Áróður = Borða poppkorn?

  Tjaahh!


  |

  þriðjudagur, mars 15, 2005

  Ojjojjojjojjojj!!!!!!!!! Ég hata að fá lága einkunn á meðan allir aðrir fá háa. Ég las 10 kafla í þessari ógeðslegu dönskubók og fékk 2,5! Einn nemandinn hafði lesið tvö orð og fékk 7,5.

  Mig langar að deyja.


  |

  mánudagur, mars 14, 2005

  Þarf alvarlega að minna mig á það að æfa mig í nótnalestri. Svona vinnubrögð ganga ekki lengur.

  Nótnalestur er eitthvað sem ég hef mjög mikinn áhuga á þegar kemur að gítarnum því ég sé strax i hendi mér möguleikana sem bjóðast mér þegar ég hef það vel á valdi mínu að spila á gítar eftir nótum. Ýmsir taktar gerast skýrari í huganum og ég fer að hugsa hljómaggang upp á nýtt og eflaust mér til batnaðar. Hins vegar er þetta svo nýtt fyrir mér að ég hef ekki ennþá getað tamið mér að æfa mig í þessu reglulega og mætir þetta afgangi þó þetta sé síður en svo leiðinlegt.

  Stefnan er síðan að kaupa hljómbborð til að skilja þetta batterí enn betur og þá verð ég vonandi góður. Ohh, það væri svo gaman að kunna á milljón hljóðfæri, ef ég bara nennti því.

  Vinna, vinna, vinna! Eina leiðin til að fljúga!


  |

  laugardagur, mars 12, 2005

  Anime myndir eru svoleiðis milljónígoogleplexveldi sinnum betri en kvikmyndir að ég veit ekki hvað ég heiti. Það er svo mikill kostur að teikna því þá kemur tjáningin eins og hún er í huga teiknarans og skilaboðin komast skýrt og greinilega til horfandans. Tært sem lindarvatn. Horfði á Laputa: The Castle in the Sky með Úlfi og Hólmfríði Helgu. Tónlistin var sérstaklega geðveik. Sér í parti þegar persóna var að fara milli staða þar sem ríkti ákveðin stemning, þá breyttist tónlistin eftir því.....mjög smooth.

  Ég er að spá í því að hefja trúbadorferil. Ég er með alltof mikið af hugmyndum sem ég vil ekki eftirláta Cynics, bæði vegna þess að það hæfir ekki hljómsveitinni og er þetta einfaldlega of persónulegt. Tek bráðum góða skorpu og sem fullt af lögum, textum, fæ lánaðan kassagítar og spila á kaffihúsum. Feitt! Folk er in þessa dagana, um að gera að nýta sér það.


  |

  föstudagur, mars 11, 2005

  Bloggfærslan mín þann 2.mars skilaði sér greinilega til fólks. Án þess þó að ég hafi ætlað mér það. Skondið að pár sem manni finnst sjálfum ekki mikið til koma, verði á endanum það sem hefur mest áhrif. Reyndar bara frekar fyndið.

  Í dag þegar ég kom í skólann var mér réttur pappír sem innihélt þessa umræddu bloggfærslu, og greinilegt var að ósætti höfðu skapast í kringum hana og umræða sem ég bjóst ekki við að gæti hafa skapast. En ég gleðst hálfpartinn yfir þessu. Endrum og sinnum verður hver og einn að líta í eigin barm og sjokkerast yfir því hve langt leiddur maður virkilega er. Ég lendi í því svona milljón sinnum á dag.

  Ég vil samt koma því á framfæri að ég meinti alls ekkert illt með þessu. Þetta var ekki skítkast á Málfundarfélagið, sem tók þetta hvað mest nærri sér þó að ég hafi líka dissað t.d. leiklistarpakkið (sem ég tæknilega er meðlimur í). Eins og ein sagði í commentunum þann 2. mars og er það alveg rétt, þá þekki ég þessa gaura ekki neitt. Þetta er bara eins og þetta birtist mér.

  Þið getið litið á þetta eins og með söguna af frumbyggjanum sem fór í stórborgina. Honum finnst það auðvitað skondið að fylgjast með háttalagi flóknara samfélags og leika sér að því að skilgreina hlutverkaskipti hvers hóps fyrir sig. Enginn hópur er betri en annar. Þeir eru of mismunandi til að hægt sé að skera úr um það.

  Peace


  |

  þriðjudagur, mars 08, 2005

  Fáiði ekki stundum á tilfinninguna að þið viljið ekki hugsa meir. Fáið ógeð af öllu sem kallast djúpt og hefur að gera með hugann. Ég er þannig núna. Ég nenni ekki að standa í því öllu saman þegar utanaðkomandi eru að reyna að skilgreina hvers vegna fólk hefur þær skoðanir til lífsins sem það hefur. Þetta er einungist gert til að setja fólk í hillur.

  Ég er leiður á öllu tali um guð. Mér er svoleiðis skítsama þó fyrirbæri í líkingu við eitthvað sem kallast guð sé til. Ég vil ekki hafa neitt þannig í mínu lífi. Mér finnst það bara einfaldara þannig. Mér er sama þó að heimspekin reyni að finna hjáleiðir til að sannfæra fólk annaðhvort um að óhjákvæmilegt sé að trúa á guð eða hið andstæða. Mín heimspeki er einföld. Hvort sem guð er til þá skiptir það engu máli. Líf mitt inniheldur ekki guð.

  Hvers vegna að flækja það?


  |

  laugardagur, mars 05, 2005

  Þessi helgi verður helguð bókalestri þar sem ég þarf að hesthúsa í mig visku þriggja bóka......ég held samt að ég sé búinn að gefast upp á dönskubókinni....mig hreinlega langar ekki að lesa hana. Ég neita að neyða mig í að lesa hana, ég finn enga löngun til að lesa hana og ef það lækkar mig í einkunn þá verður bara að hafa það.

  Bloc Party er nýjasta hljómsveitin sem ég hef kynnt mér. Þeir eru soldið artífartí. Tónlistin er samt fín. Reyndar er það vegna algjörrar slembilukku að ég rakst á þessa hljómsveit, ef um árekstur er hægt að ræða. Ég fór í svolítið kaupfár niðrí bæ og keypti mér nokkrar vel valdar plötur. Fór í Smekkleysubúðina í Kjörgarðinum í leit að ódýrum disk þar sem ég átti smá aukapening. Hafði auga á Cutting deep með The Knife en því lengur semég var inni í búðinni, þeim mun fleiri diskar komu til greina og ég varð óákveðnari en síamstvíburar á krossgötum. Sem betur fer eru starfsmenn þessarar plötubúðar gæddir hæfileikum til að skynja þetta á manneskjum og á sekúndubroti var hann kominn að mér og spurði mig á mjög hressan hátt: Hefurðu nokkuð hlustað á Bloc Party?
  Eitt leiddi af öðru, hann leyfði mér að heyra vel valin lög af plötunni og ég ákvað að slá til, forvitnis vegna og sérstaklega útaf því að annars hefði ég bara verið áfram í búðinni og e.t.v. endað á því að kaupa ekki neitt.

  Það væri gaman að vinna í plötubúð. Ég færi fram á að fá borgað að hluta til í tónlist.

  Að lokum:


  Glaðlegasta mynd sem ég hef séð lengi


  |
  Það er svo yndislegt að eiga vini.


  |

  fimmtudagur, mars 03, 2005

  Systir mín var að koma upp eigin bloggspot síðu loksins. Ég hjálpaði henni aðeins til með það og ef vel er að gáð sjáið þið ýmis ummerki eftir mig á síðunni.

  Íslenska er eflaust skemmtilegasti tími dagsins í skólanum og kannski eini gallinn er að ég valdi hraðferð og er þess vegna aðeins tvisvar í viku. Í dag settum við Guðrún Björg og Dóra Björt upp leikræna tjáningu á Dauða Baldurs en undanfarið hafa norrænu goðsagnirnar verið okkar ær og kýr. Hér notuðumst við við handrit skrifað af okkar eigin höndum, þrjú borð lögð á hlið og mislita sokka sem hvert fyrir sig táknaði sér persónu og skapaðist þannig toppklassasokkabrúðuleikrit með kómísku ívvafi. Gamangaman. Verst að aðrir tímar bjóði ekki upp á að flippa jafn mikið og í íslensku, þetta er allra meina bót og meira en það.


  |

  miðvikudagur, mars 02, 2005

  Merkilegt að fylgjast með rembingnum milli sófaþyrpinga í norðurkjallaranum, en þar hef ég nýlega fest fleiri og fleiri rætur. Vefráðsgaurarnir erru alltaf með einhvern skít út í leiklistarpakkið við hliðina á þeim og á móti fá ggagnrýni fyrir að gera grín að öllu miskunnarlaust. Við hliðina á Mararþaraborg hangga síðan Málfundafélagsbelgirnir auk nokkurra í viðbót, en þeir eiga það flestir sameiginlegt að vera í kórnum og taka stærra upp í sig en væri þeim hollast (finnst öllum í kring nota bene). Ég hef ekki alveg kynnt mér rauða herbergið. Það lítur út fyrir að vera frekar kósí.....

  Á svona stundum fær maður efasemdir um vinahópinn sinn. Er hann eins fullkominn og hann birtist manni? Er hann algjörlega stikkfrí frá allri gagnrýni? Held nú ekki. En mér er svosum sama.

  Ps. Gérard Lemarquis á setningu dagsins í dag: Er Verzlóvika?
  Spyr mig eftir að horfa undarlega á fataval mitt þennan dag; eiturgræn skyrta, bindi, rauðar flauelsbuxur og svartur flauelsjakki.


  |

  þriðjudagur, mars 01, 2005

  Mér finnst svolítið fyndið að hugsa til þess hvað við Íslendingar höfum virkilega lítið upp úr krafsinu frá fortíðinni nema bókmenntir. Eða kannski er þetta bara öfundssýki í mér. Fimmundarsöngur er alveg allt í lagi......verst að ég ólst ekki neitt upp við hann að viti (svipað og hver annar Íslendingur) og á alveg jafnerfitt með að semja tónlist í þeim dúr og útlendingur.

  Ég veit ekki með ykkur en ég væri feitt til í að hafa alist upp við latino/flamengo/spænskættaða tónlist eða suddalega hráan og óhreinan kaffihúsadjass að hætti sígaunanna. Skosk eða írsk tónlistarmenning hefði líka gert gæfumuninn svo ég tali nú ekki um tónlist frá Mið-Austurlöndunum.......ahhh. Mér finnst eins og þessi menning sé öll sterkari í vitund þessara þjóða en hjá okkur, miðað við t.d. hvað tónlistin frá þessum löndum heldur kjarnanum sínum þrátt fyrir að vera undir einhverjum vestrænum áhrifum. Dæmi um það er hin nýútkomna plata, Frances the Mute, sem The Mars Volta gáfu út fyrir skömmu. Hér eru tónlistarmenn á ferð sem alist hafa upp við ákveðna gerð af tónlist og notfæra sér þessa arfleið eins og að drekka vatn og búa til nýja og ferska tónlist.Þetta gerðu Santana líka á hippatímabilinu og voru hampaðir mikið fyrir það.

  Kannski má ég prísa mig sælan yfir því að þetta sé allt nýtt fyrir mér. Þannig byggist minni hroki upp gagnvart annari tónlist. *Pæling*

  Það má samt svosum benda á það að rokksenan hérna er að mínu mati mjögg sérstök, a.m.k. nógu sérstök til þess að hægt sé að þekkja á tónlistinni hvort hljómsveitin sé íslensk. Eða vitið þið hvað ég er að tala um? Mér finnst hljómsveitir eins og Lada Sport og Coral ótrúlega íslenskar svo dæmi séu tekin. Einhver annar hérna sem er sammála mér?


  |

  This page is powered by Blogger. Isn't yours?