<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Mig dreymdi einu sinni að ég hafði frelsast. Að guð hafði birst mér andlega og talað til mín og skilið mig eftir agndofa. Ég er þó ekki alveg viss um að ég hafi endilega verið sofandi, hvort að ég hafi þó ekki bara dottað yfir bók einni sem fjallaði um fremur keimlíkt viðfangsefni. Yfir tveggja mínútna tímabil eftir að ég vaknaði var ég ekki viss um andlegt né trúarlegt ástand mitt. Á þessu tímabili gerði ég mér grein fyrir því að barnatrú mín í den risti aldrei neitt sérlega djúpt, sem var hálfgert áfall fyrir mig.

Þegar ég greindi það aftur að ég var vakandi fann ég ekki fyrir neinu sem ég gat kallað „guð“. Ástand mitt í þessar tvær mínútur mætti líkja við heilan málfund spekinga. Röksemdarfærslur með og á móti byggðar á þeirri raun að ég er skilningsríkur í garð trúaðra og blátt áfram fylgjandi trú. Þess vegna kom spurning í huga mér sem ég hef ekki tekist við áður:

Af hverju tekurðu ekki bara upp trú fyrst að það skiptir þig ekki það miklu máli?

-Væri ég hamingjusamari trúaður? En ég væri þá bara trúaður á yfirborðinu, er það nóg?

Ég neita því ekki að ég á alltaf eftir að vera í vafa um hvort ég upplifi guð í lífi mínu eða ekki. Gott dæmi er þessi draumur sem ég sagði frá í byrjun. Það sem á eftir að bíta mig alla ævi er hvort eða hvernig ég átti að bregðast við þessum draumi. Átti ég að leggjast á hnén og biðja?

Ég er líklega í kreppu núna. Kemur stundum fyrir en það ber að taka fram að í heildina sáttur með að vera guðleysingi. Þegar ég er leiður upplifi ég trúaða miklu hamingjusamari en mig sjálfan og það er ekkert sem ég get gert við því. Ég sé mig ekki færan til að trúa og neyðist þá til að vera leiður guðleysingi á stundum.

Maður þarf ekki alltaf að vera endalaust hamingjusamur með sannfæringu sína.


|

mánudagur, ágúst 22, 2005

Menningarnóttin að baki. Aftur. Eins og í fyrra. Þessi nótt var allt öðruvísi þó þar sem ég afréð að hanga lengi niðrí bæ í slorinu og fór í massífa afmælisteiti og hitti alla vini og kunningja mína úr MH (eða svo virtist) aftur eftir langt sumar. Þvílík og önnur eins gleði sem greip mig ákvað að njóta félagsskaps míns lengur en ég bjóst við. Ég get ekki beðið eftir að fyllast þessari sæluvímu aftur á eftir þegar fyrstu tímarnir byrja. Allt við skólann veldur mér gleði. Allt frá þeim annmörkum sem mannfjöld valda skólum, þ.e. yfirfullar sorptunnur eftir hádegi og sóðaskapur í nemendum sem henda ekki matarleifum í ruslið, fá að kynnast því að vera hressi gaurinn í augum busa (þakklættisvottur til allra nemenda sem buðu mig svo velkominn í þennan skóla), fyrstu NKJ tónleikar haustsins, fyrsti kaffibollinn af milljón.......upptalningin á sér engin takmörk nema efnismagn alheimsins.

Ég vil svo nota tækifærið á meðan ég er við tölvuna og bjóða Regínu velkomna í hóp bloggara. Eflaust áttu margir þátt í að koma henni til að fara þennan veg enda sést mjög glöggt á ritum hennar að hún hefur blogggenið í sér.

Mitt góða skap veldur því auk þess að ein plata er mér ofar öllum öðrum í huga í dag og mæli ég með henni við alla djassunnendur:

John McLauchlin - Extrapolation


|

laugardagur, ágúst 13, 2005

Ég er eitthvað svo tómur þessa dagana.

Fór á The Island í Háskólabíó með Ásgeiri vini mínum. Ágætis mynd þar á ferð og rosalega svartsýn. Mjög mikið í anda Brave new world, eiginlega skuggalega mikill stuldur.....en hvað um það. Alltaf gaman að minna fólk á að velta sér upp úr þessum klassísku siðferðisspurningum. Það sem mér fannst skemma myndina hvað mest var þegar persónurnar leiknar af Scarlett Johansson og Ewan McGregor (frábær leikur hjá þeim finnst mér) lifa af fall af ca. 80. hæð af skýjakljúfi og eru stæð í lappirnar eftir það jafnvel. Eini skaðinn sem þau hljóta eru nokkrar skeinur og skrámur á andliti. Endirinn fannst mér líka hálftíma of langur og alveg asnalega klisjukenndur og hjálpaði tónlistin í bakgrunni ekkert til við að draga úr því. En burtséð frá því sé ég svosum ekki mikið eftir 800 krónunum. Það sem bætir bíóferðir svo mikið er félagsskapurinn. Að hlæja saman að dramatískum kvikmyndum getur oft verið skemmtilegra enn að horfa á gamanmynd.


|

laugardagur, ágúst 06, 2005

Gay Pride......rosalega spes dagur.

Sterótýpurnar er enn meira spes. Ætli það sé illa litið af öðrum hommum að vera hommi og finnast gaman að horfa á fótbolta og drekka bjór og vera með rasshár?


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?