<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 25, 2005

Nú þarf ég enn aftur að velja mér áfanga fyrir næstu önn og enn aftur stend ég frammi fyrir bölvuðu veseni. Ég hélt að ég hefði klárað valið mitt í síðustu viku og var tilbúinn að senda umsjónarkennaranum mínum bréf til að láta hana vita af því en mér til lukku gleymdi ég því. Þegar ég skoðaði valið mitt í dag sá ég að nokkrir áfangarnir höfðu verið teknir í burtu og þurfti ég að velja aftur auk þess sem ég komst að því að ég get greinilega ekki valið ÞÝS403 vegna þess að ég er greinilega ekki í 303 (þetta P-áfanga kerfi er nokkuð traustvekjandi verð ég að segja...).

Zakki fer svo bráðum að koma heim frá landi Englanna svo að hljómsveitaræfingar geta bráðum byrjað aftur. Þess má geta að við munum spila í NKJ (Norðurkjallaranum í MH) þann 17.nóv. (á fimmtudegi). Ég er sjálfur búinn að semja tvö ný lög, aldrei að vita ef hinir séu búnir að gera eitthvað líka......vonandi náum við að spila einungis nýlegt efni þá....


|

mánudagur, október 17, 2005

Eins og mér finnst skólinn æðislegur nenni ég ekki að mæta í hann í dag. Þetta er einum of snemmt. Það sem verra er, það er er líkamsrækt í fyrsta tíma. Venjulega voru það umberanlegir tímar en svo kom í ljós að MH er ekki með neitt íþróttahús þannig að í staðinn göngum við rosalega mikið og göngum svo aðeins meira og svo þegar það er hláka og stormur er e.t.v. besti tíminn til að fara út í fótbolta. Í einlægni held ég að enginn í skólanum myndi velja lík 301 sem uppáhaldsfagið sitt.

Skrýtin tilfinning þegar maður einhvernveginn klárar útrásina sína í nokkrum línum á blogginu og svo er það nánast ómögulegt að halda áfram.


|

laugardagur, október 15, 2005

Við í Cynics erum komin með heimasíðu sem Davíð hýsir og leggur mikla ást í o.s.frv.o.s.frv.o.s.frv.o.s.frv. Síðuna er að finna hér.

Svo virðist sem ég lifi svo streitumiklu lífi að vetrarfríin bjarga mér alltaf á elleftu stundu. Það gerðist svo sannarlega í þetta skiptið. Ég geri allt of mikið og ég vil ekki fórna neinu......reyndar er ég frekar sáttur við það. Það ber ekki að líta á þessi skrif sem kall á hjálp heldur frekar sem raunsætt mat á hversdaglegheitin. Í rauninni vil ég þakka alheiminum fyrir að raða frídögunum í almanakinu akkúrat þannig að stressið valdi mér ekki óhóflegum magasárum eða hárlosi.

Fríið hefur gert mig klökkan. Annað hvort það eða greinin sem ég las í enskubókinni minni um það að það er allt í lagi fyrir karla að gráta.


|

sunnudagur, október 09, 2005

Pabbi minn var e.t.v. virkasti áheyrandinn af þeim 15-20 sem mættu í TÞM á föstudaginn og tók hann nokkrar myndir:

Davíð, sekúndum frá því að slefa af einbeitingu


Rólegasta sviðsframkoma sem ég veit um


Ég fíla þessa mynd


Regína söng eins og engill


Dúndurbít í boði Magga

© Carlos Ferrer

Þetta var skemmtilegt kvöld. Ég hef núorðið miklu meira gaman af því að spila uppi á sviði. Ég var alltaf svo drullustressaður fyrst en núna hefur það lagast. Það er ágætt.


|

mánudagur, október 03, 2005

Ég ætlaði að blogga á föstudaginn síðast um þá sælu sem vaknaði í mér út af einu markmiði sem hefur persónulega verið í bígerð síðan ég var 13 ára. Hljómsveitin Cynics er loksins komin almennilega í gang og fullkomlega spilhæf í gigg í framtíðinni. Þann föstudag spiluðum við fyrir ákjósanlega stórum markhópi sem ekki takmarkaðist af sérstökum aldri (eins og á busatónleikunum) í hádegishléinu í MH og fannst mér það takast býsna vel. Í kjölfarið höfum við hljómsveitin fengið í okkur kjark til að plana enn frekara spilerí og er þess þá helst að geta að við munum spila í TÞM næsta föstudag, þann 7.okt. og verður það auglýst von bráðar.

En svo það sé almennilega á hreint:

Tónleikarnir byrja kl. 20 og eru í tónleikahúsnæði TÞM, Hólmaslóð 2 (strætó nr. 14 stoppar beint fyrir utan) og auk okkar spila:

Big Kahuna
Johnny Poo
Lumpfish (eftir því sem ég best veit, Snorri sagði mér samt að þeir séu í stöðugum nafnabreytingum)

Líklegast kostar 500 kr. inn og er öllum boðið, 0 til 156 ára einstaklingum.

Be there or be triangular!


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?