<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Ég furða mig endalaust á stemningunni í kringum handboltann. Ég er ekki frá því að engin önnur þjóð utan íslendinga fagni þessari íþrótt jafn mikið. Ég heyrði einhversstaðar að handbolti væri það óvinsæl íþrótt hjá veðbönkum að þessi íþrótt hefur einungis sigurorð af indversku rottukapphlaupi í vinsældum.

Það segir nokkuð!


|
Síðasta þriðjudag lét ég undan gamalli kreddu frá því tímabili þegar ég uppgötvaði anarkisma. Ég sótti um debetkort hjá bankanum mínum (ég á barmmerki sem á stendur "Bankanum þínum er sama um þig"). Ég náði svo í kortið eftir skóla í gær og notaði það í fyrsta skiptið í Shell stöðinni rétt hjá Þjóðskjalasafninu. Hef ennþá aðeins einu sinni notað þetta.

Burt séð frá ákveðnum prinsippum sem ég var aldrei sérlega viss út á hvað þau gengu, var eina ástæða mín fyrir því að fá mér ekki kort sú, að ég hræddist það svo mikið að ég missti tilfinninguna fyrir því hvað ég eyddi miklum pening því hann er ekki lengur í áþreifanlegu formi. En ég býst ekki við því að þurfa að óttast það upp úr þessu. Ég stóðst marga hraðbankana og gríðarfjölda verslana sem ég hefði getað eytt fúlgum fjár í, eins og að drekka vatn.

Það sama hrjáði mig þegar ég var ekki byrjaður að drekka. Ég var svo hræddur um að geta ekki ráðið við mig í þessu annarlega ástandi og færi að rausa á fullu og gera ótal hluti sem ég sæi rosalega eftir þegar ég rankaði við mér. Annað kom á daginn. Ég skemmti mér konunglega og man einungis í móðu það sem í versta falli teldist skrýtið.. Reyndar, ef satt skal segja, þá réð ég ekki við mig, ég rausaði á fullu og gerði ótal hluti sem ég sá eftir......en ég hló bara að því.

Svo er ég að fara að kaupa mér nýjan magnara.


|

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Ég náði rétt í þessu í næstum fullunna demóútgáfu af laginu Blikk sem Magnús Ingi hefur baslað við að klára fyrir okkur í Cynics. Þetta lag mun svo birtast á NFMH safnplötu með lögum eftir MH-inga.

Davíð leyfði mér að heyra þetta fyrst í gærkvöldi og lá nærri við að ég táraðist. Það er eitthvað við það að hlusta á afurð sjálfs síns og sinna í þessum gæðum í fyrsta sinn. Sérstaklega þá að heyra Regínu virkilega njóta sín og sýna hvað hún er mikill engill.

Þetta er allt að gerast. Seglin hafa loksins fengið góðan meðbyr. Þetta eru litríkir tímar. Ég er svo asnalega glaður.


|

þriðjudagur, janúar 10, 2006


Annasöm önn bíður mín óþreyjufull.
Ég bíð eftir kraftaverki til að bjarga mér frá hjartaáfalli.
Prófatörnin verður þjáning.

Allt með bros á vör.


|

mánudagur, janúar 02, 2006

Ég vil bara óska öllum gleðilegs nýs ár og takk fyrir það gamla. Ég nenni reyndar ekki að rifja það upp í nein smáatriði hvað ég gerði þetta árið....en ég fílaði 2005 nokkuð vel.

Ákveðin atriði sem standa upp úr á árinu (ekki í neinni röð):

 • Regína bættist í hljómsveitina Cynics. Sem betur fer spiluðum við ekki á mörgum tónleikum þar sem ég söng áður en hún kom, en treystið mér þegar ég segi að Regína var himnasending.

 • Ég tók mitt fyrsta stigspróf á rafmagnsgítar og fékk einkunnina 8


 • Sigur Rós tónleikarnir


 • Þegar ég heyrði framlag Íslendinga til Eurovision


 • GusGustónleikar á NASA


 • TeBo-ið 16.júní


 • Kvikmyndahátíðirnar sem ég hundsaði vegna blankheita


 • Iceland Airwaves sem ég hundsaði vegna blankheita


 • SAB 1224 (Suður-Amerískar bókmenntir, valáfangi)


 • Elsa


 • Eftir rúms árs leitar fann ég loksins rauðar gallabuxur í Spúútnik


 • Skaupið


 • |

  This page is powered by Blogger. Isn't yours?