<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Blikk er 10.heitasta lagið samkvæmt Rokk.is. Mér líður eins og við séum að klífa einhvern metorðastiga en ég held að aðalástæðan fyrir þessu sé sú að flestir opni lagið þónokkrum sinnum áður en það niðurhalar því. Með því móti hafa e.t.v. einungis......segjum 25 manns hlustað á þetta og hver þessara 25 hefur opnað lagið fjórum sinnum og teljarinn er strax kominn upp í 100. Ég er sjálfur búinn að opna lagið fimm sinnum á rokk.is... En eitthvað hlýtur þetta þó að segja um þá litlu athygli sem lagið hefur fengið, a.m.k. eitthvað.

Ég ætlaði mér að reyna að skrifa eitthvað að viti í þessa félagfræðiritgerð og jafnvel klára hana fyrir morgundaginn en ég er ekki einu sinni kominn með inngang því hann er vistaður inní tölvukerfi MH. Ég er samt með öll gögn sem ég tel mig þurfa og meira til. Bara fjórar blaðsíður.....ég hef nægan tíma. Skilur einhver hvað ég er að ganga í gegnum? Er einhver annar hérna sem getur bara skrifað ritgerðir á næturna?

Ég lagði leið mína um Kringluna síðastliðinn fimmtudagsmorgun, en ég fékk að skrópa löglega í líkamsrækt til að fara í heyrnarmælingu í Borgarspítalanum (og ég heyri víst býsna vel ótrúlegt en satt). Mamma var svo góð og nennin að skutla mér hingað og þangað og splæsa í mig Kaffi DaVinci á Kaffitár (því allt annað kaffi er hor!). Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég gekk framhjá öllum fatabúðunum að sjá hvað allt var orðið röndótt og ég nýbúinn að kaupa mér röndóttan bol. Eftir þetta hef ég bara séð röndótt, hvert sem ég fer. Heppilegt að tolla í tískunni af svoddan allsvakalegri slysni.

Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað blogg er þvílík naflaskoðun. Ég held að akkúrat egótrippið sem fólk fær út úr því að blogga valdi því að þetta er svo lífseigt. Blogg er greinilega komið til að vera.


|

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Tölvan mín er biluð. Ekki það að ég blogga allt of reglulega en þetta er held ég lengsti tími frá upphafi milli uppfærslna síðan ég hóf síðuna í mars 2003. Vá, soldið langt síðan.

Ég er núna búinn að prenta út um 30 síður varðandi giftingu samkynhneigðra og ætla ég mér að skrifa þrusubeitta ritgerð í FÉL 103 án þess að svitna. Ég er kominn á svo rosalegt egótripp með þessa ritgerð að mér finnst ekki lengur að ég þurfi að skrifa hana.......en ég geri það nú samt. Ég hef rosalega gaman af því að skrifa ritgerðir. Ekki eins gaman að skrifa heimildirnar þó, það er meiri handavinna heldur en eitthvert tjáningarform.

Ég frétti svo nokkuð nýlega að við í Cynics erum komin með lag á Rokk.is. Allir að hlusta!. Það skrýtna er að þetta lag var í 13. sæti þegar ég frétti af þessu. Ætli þetta verði vinsælla eftir ég auglýsi þetta hér?

Svo mun þetta líka koma í plasti þegar MH-platan kemur út, hvenær sem það verður.

Ég fór á geðveikt skemmtilegt leikrit í gær.

BÆ!


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?