<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 27, 2006

Cynics er komið á MySpace!

Nú þegar er hægt að niðurhala tveimur lögum. Reyndar er annað lagið sama lag og hægt er að ná í á rokk.is en hitt barst mér í gær og er síðan á rokk.is tónleikunum. Lagið heitir Skósóli og er ýkt kúl. Tékkið á því!


|

laugardagur, mars 11, 2006

Ég er á barmi þess að skrifa algjört rusl núna. Reyndar var ég næstum því búinn að því en ég eyddi því á elleftu stundu.

Ég verð 18 ára þann 4.maí. Ég ætla á Hróarskeldu í sumar. Ég hlakka rosalega mikið til.


|

þriðjudagur, mars 07, 2006

Ég furða mig á því að ennþá sé hægt að kaupa TAB sumstaðar, svo ekki sé talað um ef það finnst í hálfslítersflöskum. Ég rak augun því með mikilli undrun á heila röð af hálfslítersflöskum af TAB í Melabúðinni sem við fyrstu ágiskun hélt ég að hefði verið óhreyfð í fjölda ára. Ég freistaðist til að kaupa mér eina flösku þar sem ég hef ekki smakkað þennan forneskjulega sætuefnadrykk í áratug. Svo varð mér litið til flöskuhálsins og ég sá hvenær drykkurinn segir löglega sitt síðasta. Síðasti söludagur þessa gosdrykkjar verðu fimmtudaginn 23. mars 2006, þ.e. eftir tvær vikur og tvo daga. Það sem kom mér meira á óvart var það sem ég sá á miðanum utan um flöskuna: ©1995.

Ég var að enda við að drekka 11 ára gamalt svart sykurlaust rotvarnarefni í vökvaformi. 1 ár í viðbót og þá þætti það ósköp venjulegt, þ.e.a.s. ef þetta væri viskí.

Ég efa ekki að lík mitt haldist óbreytt að eilífu miðað við drykkjarvenjur mínar.


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?