<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júlí 17, 2006

Ég las í mogganum mjög upplífgandi ummfjöllun um nýjustu plötu metalmurtanna í Sólstöfum. Ég á eina plötu með þeim – Í Blóði og Anda – og fann mig knúinn af forvitni til að skoða aðeins hvað rýnirinn hafði að segja. Því lengra sem ég las, því betur áttaði ég mig á því hve sammála ég var Heiðu [höfundi], sérsaklega þegar hún bar þá saman við Sigur Rós. Einhverjum þætti það langsótt della. Ekki mér. Báðar hljómsveitirnar byggja lögin sín á endurtekningum, sem þeirra helsti styrkur. Sigur Rós hefur sýnt að það er alveg visst rokk element í þeim, sbr. Glósóli til að nefna eitthvað augljóst, en þess ber einnig að nefna að þeir byrjuðu sem metalgrúppa og mér skilst að þeir séu allir Iron Maiden aðdáendur. Sólstafir á hinn bóginn hafa oft sýnt að þeir hafa mjög hæga og rólega, en kröftuga hlið á sér, sem þeir nota óspart milli þess sem þeir láta drynja í öllu sem þeir hamra á.

Hróarskelda að baki. Reyndar svolítið langt síðan, en einhvern veginn hef ég ekki verið í neinu bloggstuði í núna góðan mánuð. Ég reyni við tækifæri að minnast á hinar og þessar sögurnar í framtíðinni í misgóðu samhengi við heildarefni hverrar uppfærslu. Það sem er mér efst í huga núna tengt Danmerkurfrð mína er kengurukjötið sem ég gæddi mér á á Reef'n'Beef í miðbæ Kaupmnnahafnar kvöldið áður en ég flaug heim. Bragðaðist ekki ósvipað nauti.

Ég er akkúrat núna að reyna að velja einhverjar myndir sem voru teknar af hljómsveitinni fyrir nokkrum vikum síðan. Guðný, systir Magga, tók þær og af einhverjum ástæðum gátum við ekki fundið betri stað en inni í herberginu hennar.


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?