<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Bráðum verður liðið heilt ár síðan ég sótti um vinnu í Melabúðinni, þar sem ég vinn ennþá. Ég er nokkuð viss um að ég sé tilbúinn að segja skilið við þann vinnustað núna, þetta er komið gott. Ég held að það sé fínt - a.m.k. á meðan maður er ennþá hluti af nýjabrumi vinnumarkaðarins - að kveðja vinnustaðinn sinn á meðan maður ber ennþá hlýju til hans. Ég get án gríns fullyrt að þetta er besta vinnan mín hingað til (í samaburði við vinnuskólann, skátastarfið, blaðaútburð hjá mogganum, DV) en ég er farinn að finna fyrir því að ég get ekki unnið þar mikið lengur.

Það er rosamargt sem ég kann núna, þökk sé Melabúðinni:

Ég:

- kann að afgreiða á kassa.
- skil hugsunina bakvið að setja nýrri vörur aftast í hillur (svona common sense sem enginn hugsar kannski útí).
- þekki muninn á haus og kjamma.
- er farinn að geta séð hvort læri sé af gimbur eða ekki.
- er kominn með óbeit á útvarpsstöðinni Bylgjan.
- get sett plastfilmu yfir flestar tegundir íláts á innan við 5 sekúndum.
- get fundið næstum því hvaða vöru sem er í búðinni án þess að leita að henni.

Leit mín að nýrri vinnu hefst á morgun.

Fila Brazillia rokkar heiminn minn þessa dagana!


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?