<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Kominn tími til að uppfæra aðeins þessa síðu.

Ég veit ekki af hverju ég bloggaði aldrei um það, en við erum búin að breyta nafninu á hljómsveitinni. Núna heitum við Gamma Gazette og berum þar með sama nafn og dagblað Gamma-fólksins í sögunni Brave New World eftir Aldous Huxley.

Við vorum öll sammála um að þetta væri skref fram á við, eftir að hafa ítrekað lent í því að fólk mundi aldrei hvernig ætti að stafa nafnið, hvernig ætti að bera það fram og margt fleira sem ætti að vera lykilatriði í hljómsveitarnafni.

Við ákváðum þetta nafn fram yfir mörg önnur, þó munaði litlu að við hefðum endað sem hljómsveitin Bris, sem er ekki einungis líffærið sem útvegar líkamanum það insúlín sem þarf, heldur er þetta nafnið á þeirri athöfn að umskera nýfæddan strák af kyni Davíðs (gyðingaathöfn sem sagt...).

Við ætluðum á öðrum tímapunkti að heita Grass. Það hefði rímað skemmtilega við hljómsveitina Rass, ef við myndum einhvern tímann leiða saman hesta okkar. Hugmyndin var að kalla okkur í höfuðið á Nóbelshöfundinum Günther Grass.....eða var það ekki augljóst?

En já, Gamma Gazette heitum við nú og fer senn að líða að því að við spilum á okkar fyrstu tónleikum sem svonefnd hljómsveit. Það verður á Tónlistarviku í MR seinna í nóvember. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvenær, en það kemur í ljós þegar nær dregur.

Hvassegiði? Hvernig leggst nafnið í ykkur svona fyrst um sinn?


|

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Ég vildi að ég ég gæti stoppað tímann þannig að ég hefði tíma til að klára bókina fyrir þýsku.

Ég vildi einnig að ég gæti gert það sofandi.


|

laugardagur, nóvember 04, 2006

Nöllfest pæling dagsins

Í dag voru verðlaunaafhendingar vegna nýsköpunarkeppni grunnskólanema. Athyglisverðasta hugmyndin að mínu mati var svokölluð „tónfræðireiknivél“. Nokkuð augljóst hvaða hlutverki hún gegnir þar sem oft fylgir tónfræðinni ákveðnir útreikningar.

Tónfræðin er orðin svipuð grein og stærðfræði. Ákveðinn hugsunarháttur til að útskýra abstrakt hluti sem hafa þó áhrif á efnislegt líf á einn eða annan hátt. Greinarnar eru með annan fótinn á sviði raungreinarinnar, á meðan hinn er meira í takt við heimsspekina.


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?