<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, desember 15, 2006

Meðal þeirra sem ég kaupi jólagjafir handa á hverju ári skil ég sjálfan mig aldrei útundan. Í ár keypti ég Mokka-könnu þar sem það vantaði eina slíka á heimilið. Nú iða ég allur og klukkan er rétt rúmlega fimm og ég þreyti þreyttur þýskupróf eftir tæplega fjóra tíma.

Ingibjörg, systir mín, átti afmæli í gær. Ég gaf henni jólaplötuna frá Sufjan Stevens. Mér finnst voðalega fúlt að hafa ekki geta farið á tónleikana í Fríkirkjunni.....hreinlega missti alveg af miðasölunni. Rosalega held ég að þessi jólaplata sé ljúf.

Þetta er eiginlega enn eitt dæmið sem styður það að yfirleitt kaupir maður það sem manni sjálfum vantar eða langar í, handa einhverjum öðrum.

tölvan fór næstum því í screen-saver gírinn núna.

Je suis fatigué. J'ai mal au cœur.

21 mínúta er liðin síðan ég leit síðast á klukkuna. Þetta brýtur alveg í bága við þær kenningar að tíminn líði hægar á tímum eirðarleysis.

Ég var að copy-peista það sem ég skrifaði núna undir því yfirskini að ég þyrfti líklegast að logga mig aftur inn á blogger.com til að birta þessa færslu því ég er ekki búinn að gera neirr á síðunni í svo langan tíma.

Bara til að það yrði öruggt að þetta birtist.

Dísus, ég hef aldrei verið svona syfjaður! Ich habe Hunger. Ich habe nichts in sieben Stunden gegessen!

Screen-saver aftur.

L

yklaborðið mitt er ógeðslega skítugt.

Jæja, ég læt þetta gott heita. Þetta eru hugleiðingar manneskju sem hefur orðið tímabundnum andlegum kvillum að bráð sökum þess að neita sér um sjálfsagðar hvatir.

Ég ætla að sofa í smástund og vona að ég sofi ekki yfir mig.


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?